Tíminn - 31.12.1986, Qupperneq 1
A ■ ^ STOFNAÐUR1917 r-,
' K 'jr SFJALDHAGI
I ii n "íi r“ /i
Jl MMMMMMMMM
J
í Síunu MÁU...
GJALDSKRÁ PÓSTS og
síma fyrir símaþjónustu hækkar 1.
janúar um 10%. Þannig hækkar t.d.
afnotagjald fyrir síma úr 530 kr. í 585
kr. og verö fyrir umframskref úr 1,20
kr. i 1.32 kr. Stofngjald síma hækkar
nokkru meira eða úr 3.500 kr. í 5.000
kr. Gjald fyrir 10 oröa símskeyti hækk-
ar úr 43.90 kr. í 48,60 kr. og gjald fyrir
hverja mínútu í farsímaþjónustu
hækkar úr 6,00 kr. í 6,60 kr. Gjöld
þessi eru án söluskatts. Þá er gerð sú
breyting á nætur oa helgidagataxta
sjálfvirkra símtala aö afsláttur frá kl.
19.00 á föstudögum til kl. 08.00 næsta
mánudag breytist úr 50% í 33%.
GÁLEYSI OG VANGÁ
eru helstu orsakir slysa sem veröa
þegar farið er meö flugelda og blys um
áramót. Sérstaklega eru slys algeng
vegna þess aö standblys eru notuð
sem handblys og leiðbeiningar þannig
hunsaöar. Þetta er helsta niöurstaöa
slysakönnunar sem Landssamband
hjálþarsveita skáta hefur staðiö fyrir
undanfarin áramót í samráöi viö Land-
lækni. Eru allir landsmenn því hvattir
til að lesa leiöbeiningar vel og sýna
eldi tilhlýöilega virðingu um þessi ára-
mót.
SLÖKKVILIÐIÐ í Sandgeröi
var kallaö út í gærmorgun, þar sem
eldur var laus í mannlausu íbúöarhúsi
viö Vallargötu 18 í bænum. Húsið er
tveggja hæða og var eldurinn aðallega
á efri hæð hússins en þar urðu miklar
skemmdir. Grunur leikur á aö um
íkveikju hafi veriö aö ræöa en málið er
til rannsóknar. Ekki haföi verið búið í
húsinu í langan tíma.
BJÖRGUNARÆFING
verður haldin í Reykjavíkurhöfn í daa
og hefst hún klukkan 8:30. Fariö
veröur í gegnum undirstöðuatriði
björgunar á sjó meö starfsmönnum
Ríkisskipa. Klukkan 10:30 veröur síö-
an allsherjaræfing sem fjöldi manns
tekur þátt í. Slysavarnafélag íslands
hefur veg og vanda af björgunaræfing-
unni.
JÓSAFAT ARNGRÍMSSON,
þekktur fjársvikamaöur úr Keflavík hef-
ur verið handtekinn í London grunaður
um fjársvik allt aö þremur milljónum
islenskra króna. Interpol hefur sent
beiðni til íslands þar sem fyrri ferill *
mannsins var kannaður og kom í Ijós
aö hann á óafplánaða dóma hér á
landi fyrir fjársvik. Ekki hefur tekist aö
afla nánari upplýsinga um atferli
mannsins í Englandi.
LEIKRIT GUÐRÚNAR
Ásmundsdóttur um danska prestinn
og leikritaskáldið Kaj Munk veröur
frumsýnt í kapellu Hallgrímskirkju
sunnudaginn 4. janúar. Ka] Munk var
einmitt myrtur af nasistum 4. janúar
1944, aðeins 46 ára gamall, vegna
hugsjónalegrar og trúarlegrar and-
stööu gean þýska hernámsliöinu.
Leikritio er fyrsta trúarleikritið í fullri
lengd sem flutt er í íslenskri kirkju. Hér
er því um brautryðjendastarf aö ræða
sem ef til vill markar tímamót bæöi í
sögu leiklistar á íslandi og í íslensku
kirkjulífi.
NÍU BRENNUR munu gleöja
augu Reykvíkinga í kvöld þegar áriö
1986 veröur kvatt og 1987 heilsað.
Brennurnar eru dreiföar víöa um borg-
ina. Þær eru sem hér segir: Viö
Ægisíöu 50. Sunnan viö Fylkisvöilinn
í Arbæ, á Ártúnsholti, uþó af Leiru-
bakka, viö Skildinganes, viö Holtaveq,
viö Fjallkonuveg í Grafarvogshvem,
viö Faxaskjól áÆgisíöu. Borgarbrenn-
an sem er hin níunda veröur aö þessu
sinni í suður Mjódd á svæöi l.R.
KRUMMI
Verðmæti sjávaraf la
hið mesta í sögunni
- 1985 næst besta aflaárið við ísland
Heildarafli landsmanna árið
1986 hefur verið áætlaður 1.662
þúsund tonn og samkvæmt því yrði
árið næst besta aflaár í íslandssög-
unni. Þetta kemur fram í yfirliti
sem Fiskifélag íslands hefur sent
frá sér. Árið 1985 veiddust 1.672
þúsund tonn eða rétt um tíu þús-
und tonnum meira en áætlaður alli
í ár.
Verðmætaauking aflans frá síð-
asta ári nemur 41%, en verðmæti
hans í ár nemur um 18 milljö'rðum
króna. Ef reiknað er í erlendri
mynt hefur verðmæti aflans einnig
aukist verulega, í dollurum talið er
aukningin frá síðasta ári 41,8 % og
talin í SDR var vcrðmætaaukning-
in 23%. Ástæðan fyrir þessari vcrð-
mætaaukningu liggur meðal annars
í því að meira hefur veiðst af
verðmætari tegundum en á síðasta
ári og hærra vcrð var á crlcndum
fiskmörkuðum fyrir unninn fisk
sem skilaði sér í hærra hráefn-
isverði auk þess sem hærra vcrð
fékkst fyrir fisk sem seldur var
uppboðsmarkaði crlcndis.
Afli helstu fisktegunda nema
loðnu fór vaxandi á árinu, en
loðnuaflinn varð 95 þúsund tonn-
um minni en árið 1985. Þorskaflinn
jókst hins vegar um 35 þúsund
tonn og síldaraflinn um 18 þúsund
tonn.
Verðmæti útfluttra sjávarafurða
er talið verða unt 36 milljaröar
króna, cn árið 1985 nam vcrðmæti
útflutningsins 25,9 milljörðum og
er aukningin því um 34%. í dollur-
unt er verðmætaaukning útfluttra
sjávarafurða milli ára tæp 40% og
í SDR var verðmætaaukningin
22%.
í frétt frá Fiskifélaginu segir að
aldrei í sögunni hafi fengist meira
verðmæti fyrir sjávarfeng lands-
manna cn þctta árið. „Þrátt fyrir
rýrnandi verðgildi alþjóðlegra
gjaldmiðla virðist óhætt að draga
þessa ályktun," segir í frétt Fiski-
félagsins. -BG
í4r i
m
Minnisstæðir atburðir ársins
Tíminn óskar lesendum sínum svo og landsmönnum öllum gleðilegs
nýs árs, jafnt til sjávar og sveita.
í þessu síðasta tölublaði Tímans 1986 eru minnis verðir atburðir ársins
raktir í niáli og myndum. Myndin hér að ofan sýnir þegar Árfari, vél
Flugleiða fór út af flugbrautinni og hafnaði á Suðurgötunni.
Fréttaannál Tímans er að finna á blaðsíðum 10-15.
Undirmenn á kaupskipum:
Deilan stendur um
grunnkaup háseta
- fara fram á 27.700 á mánuöi
Grunaður
um nauðgun
Liðlega tvítug kona úr Kcflavík
hefur kært mann fyrir nauðgun.
Maðurinn sem er rúmlega þrítugur
hefur verið úrskurðaður í hálfs-
mánaðarlangt gæsluvarðhald sem
rennur út 6. janúar.
Yfirheyrslur rannsóknarlögreglu
í Keflavík hafa leitt í Ijós að mikið
ber í milli varðandi framburð máls-
aðila.
Tildrög málsins munu vera
eitthvað á þá leið að konan sem var
að koma heim til sín, komst ekki
inn í íbúð sína og bauð þá maður-
inn henni inn til sín í kaffi. Þau búa
í sama húsi í Keflavík. Stúlkan
hefur kært manninn fyrir nauðgun,
sem hún segir að hafi átt sér stað
þegar hún fór upp til hans í kaffi
þann 21. desember. -ES
Undirmenn á kaupskipum hafa
boðað verkfall mánudaginn 5.
janúar, cn ekki gekk saman á
samningafundi hjá sáttasemjara í
gær. Nýr fundur hcfur verið boð-
aður þann 5. janúar en um kvöld-
ið skellur á verkfall undirmanna.
Að sögn Guðmundar Hallvarðs-
sonar formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur cr aðalkrafa sjó-
manna sú sama og var þegar
bráðabirgðalög voru sett í vor
eða um 27 þúsund króna byrjun-
arlaun fyrir háscta. Framreiknaö
þýðir það 27.700 kr. mánaðar-
laun. Að auki fara undirntenn á
kaupskipum fram á að álag á
yfirvinnu verði 80% í stað 60%.
Byrjunarlaun háseta nú cru
23.612 kr. á mánuði sem er
talsvert undir þeim 26.500 kr.
lágmarkslaunum scnt samið hcfur
verið um á almennum vinnu-
markaði. Að sögn Guðmundar
Hallvarðssonar strandar nú á
kröfu sjómanna um 27.700 króna
lágmarkslaun.
-BG
Mannskaða-
ár 1986
Árið sem er að líða verður
munað sem mannskaða ár. 71 ís-
lendingur lést af slysförum. 26
létust í sjóslysum eða drukknuðu,
það eru átta fleiri en árið 1985. 24
létust í umferðarslysum, þar af
einn erlcndis. í flugslysum fórust
átta, en enginn í fyrra. f ýmsum
slysum létust 13 og þar af einn
erlendis. Samtalslést því 71 íslend-
ingur af slysförum og er það tals-
vert fleiri en í fyrra, en þá fórst 51
| íslendingur.
Stærstan þáttinn í að fjölga svo
þeim sem fórust má rekja til nokk-
urra hörmulegra slysa á sjó og
landi.
Þessar upplýsingar eru fengnar
úr ársyfirliti Slysavarnafélags
Islands. -ES