Tíminn - 31.12.1986, Síða 4
Miðvikudagur 31. desember 1986
4 Tíminrv
ingi á alþjóðlcgri sirkussýnmgu i
Mónakó.
Goldie Hawn glóði eins og sólin í
gullkjólnum sínum í samkvæmi í
VVashington DC.
Itölsku fósturbörnin
hennar Stefanie Powers
væri með mér, - ég leit við og
horfði þá beint í augu lítils drengs.
Við horfðum hvort á annað en
gátum lítið talað saman. Ég tók í
hönd hans og hann sagði mér nafn
sitt, en hann var 9 ára og nafn hans
var Silvano. Hann leiddi mig svo
að húsi, þar sem hugsað var um
börn sem engan áttu að en voru á
flækingi um götur borgarinnar.
Silvano Rampucci litli heillaði
svo hina ungu leikkonu, að hún
ákvað að gerast fósturmóðir hans
og sjá til að hann fengi menntun og
gott uppeldi. Þetta var ekkert
smámál fyrir Stefanie á þessum
tíma, því að eiginlega hafði hún
nóg mcð að sjá unt sjálfa sig, þar
sem hún var nýbyrjuð á sínum
leikferli.
En bráðlega fór leikkonunni að
ganga betur, og þá bætti hún við
sig flciri fósturbörnum.
Síðan Stefanie kynntist fyrst Sil-
vano eru 25 ár og á þessum árum
hefur hún séð fyrir yfir 30 ítölskum
börnuni, drengjum og telpum.
Stefanie Powers scgist vera mik-
ið fyrir börn, cn sjálf hefur hún
aldrei orðið móðir, - en hún segir
sjálf:“... ég á allan þann barna-
skara sem ég get óskað mér. Ég
þarf ekki að eignast fleiri börn en
fósturbörnin mín."
Nú er Silvano Rampucci meðeig-
andi í fyrirtæki Stefanie Powers
sem kaupir og selur Iistaverk, og
samvinnan gengur vel.
Stefanie hefur ekki gilst, en í
mörg ár var hún í ástasambandi við
leikarann William Holden. Hann
vildi ekki vera í Hollywood nema
það sem hann nauðsynlega þurfti
vegna vinnu sinnar, en hafði ntik-
inn áhuga á verndun náttúrunnar
og dýralífi. Hann ferðaðist mikið
um Afríku og tók myndir og fylgd-
ist mcð umhverfisvernd, einkum í
Kenya.
Þrátt fyrir gott samband hans við
Stefanie gat Holden ekki yfirunnið
drykkju sína og hann dó 1981 af
slysförum á heimili sínu, er hann
datt og hlaut höfuðhögg.
Stefanie erfði mikil auðæfi eftir
hann, og hún veitti miklunt hluta
þeirra til að hlynna að dýralífi í
Afríku er þar verndarsvæði villtra
dýra nefnt eftir William Holden.
Stefanie lék í mörg ár með
Robert Wagner í sjónvarpsþáttun-
um „Hart To Hart“, og voru þau
Robert og Natalie Wood leikkona,
eiginkona Wagners, fyrst til að
hugga Stefanie og aðstoða eftir að
hún missti vin sinn William, - en
nokkrum dögum seinna varð hún
að vera í „huggara- starfinu", þeg-
ar Natalie drukknaði af slysförum.
Margir bjuggust við því að Stef-
anie og Robert Wagner myndu nú
taka saman, þar sem þeim hafði
alltaf verið vel til vina og nú höfðu
þau bæði misst ástvini sína. En
milli þeirra var einungis vinskapur,
sögðu þau bæði.
Stefanie Powers lék aðalkven-
hlutverkið í Dóttir Mistrals á móti
Stacy Keach, sem lék málarann
Mistral. Þessir þættir slógu í gegn
í sjónvarpi víða um heim, en
þættirnir „Hart To Hart“ voru allt í
einu dæntdir úr leik og látnir falla
niður.
Nú segir sagan að Stefanie hafi á
ný eignast ástvin. þýskan leikara,
Clemens Martin, sem er víst 12-13
árum yngri en hún sjálf. Vinir
Stefanie segjast hafa það til marks
um að henni sé nú alvara, að hún
hefur farið í ferð til Afríku nieð
Martin til að kynna honum það
verk sem hún hóf þar í minningu
Williams Holden.
Stefanie heldur stöðugu og inni-
legu sambandi við öll fósturbörnin
sín í Ítalíu, og er Silvano - fyrsta
fósturbarnið hennar-henni hjálp-
legur við það.
Nancy Reagan forsetafrú í silf-
urofnum kjól með felldu pilsi.
Raquel Welch í gullfallegum gull-
kjól og svartri kvöldkápu með
gullyrjum ofnum í.
Gull og silfur
- skal þaö vera í vetur!
eir sem stjórna tískunni
Þhafa nú keppst um að
koma á markaðinn
skrautlegum fötum úr
gull- og silfurefnum. Og
auðvitað klæðast þá þessar sem eru
Sharon Gless er ekki aldeilis í
löggubúningnum sínum á þessari
mynd (Sharon er í þáttununi Cagn-
ey og Lacey á Stöð 2). Hún er
þama í glampandi gullbrókaðikjól
við afhendingu Emmy-verðlaun-
anna fyrir skömmu.
fremst í flokki í tískumálunum í
glitrandi kvöldklæðnaði, en enn
sem komið er eru þessi glitofnu
cfni helst notuð í samkvæmisföt.
Má þar nefna til dæmis Nancy
Reagan, Karólínu prinsessu í Món-
akó og leikkonurnar Raquel
Welch, Goldie Hawn og Sharon
Gless (í þáttunum um lögreglukon-
urnar Cagney og Lacey).
Við sjáum hér myndir af þessum
dömum í gull- og silfurklæðum og
í klausunni sem fylgir með segir, -
að nú verði allar tískudömur að
fara á stúfana og verða sér úti unt
gullföt fyrir samkvæmistímann!
Stefanie Powers sem hin
glæsilega tískudama Maggy
í sjónvarpsþáttunum
Dóttir málarans, eða
„Mistrals Daughter“.
Stefanie Powers (Maggy í
„Mistrals Daughter") var
aðeins 18 ára þegar hún
vann við kvikmynd sem
tekin var upp í Róm.
Hún hafði ekki verið þar áður, svo
hún notaði tækifærið til að skoða
þessa frægu borg. Hún segir svo
frá:
„Ég var ein að labba um stræti
Rómar, og án þess að vita nokkra
ástæðu þá beygði ég inn í hliðar-
götu og hélt þar áfram göngunni.
Allt í einu fannst mér eins og fylgst
Úr Mistral-
þáttunum.
Þarna er
Maggy og
listaverka-
kaupmaður-
inn, sem er
leikinn af
lan Ric-
hardson.