Tíminn - 31.12.1986, Side 9

Tíminn - 31.12.1986, Side 9
Tíminn 9 Miðvikudagur 31. desember 1986 Á meðan aðeins var greitt u.þ.b. 30 af hundraði með útfluttum landbún- aðarafurðum, var það ekki óskynsöm ráðstöfun, en þegar greiða þarf 70 eða 80 af hundraði með útflutningi, er slíkt orðið okkur ofviða. Þrátt fyrir það, að lög fengust samþykkt 1979, sem áttu að gera mönnum kleift að draga smám sam- an úr framleiðslunni og laga hana að innanlandsneyslu, kusu menn að stinga höfðinu í sandinn þar til í algjört óefni var komið. Ég skil vel, að bændum þyki ótrúlegt, að ekki er unnt að selja okkar frábæru, ómenguðu landbún- aðarafurðir erlendis á sæmilegu verði. Fyrir rúmu ári rakst ég á auglýsingu í bandarísku stórblaði. Auglýst var lambakjöt fra hreinu eyjunni með hreina vatnið, loftið og fjallagróðurinn. Mér þótti í fyrstu sýnt, að hér hlyti að vera um íslenskt kjöt að ræða. Við nánari athugun kom þó í ljós að svo var ekki. Þarna auglýstu Nýsjálendingar. Þeir geta auglýst ómengað kjöt eins og við, en eiga þó einnig í söluerfiðleikum. Þar kemur þó sauðfé aldrei í hús og framleiðslukostnaður því iægri en okkar. Þeir geta þó ekki fremur en við keppt við stóraukna styrki og niðurgreiðslur markaðslandanna. Því fyrr sem menn viðurkenna þessar staðreyndir og snúa sér af heilum hug að nauðsynlegum bú- háttabreytingum, því betra. Hin nýju lög um framleiðslu bú- vöru o.fl. eru um ýmislegt gölluð. Þau eru afgreidd þegar í óefni var komið vegna aðgerðarleysis undan- genginna ára. Lögin eru um margt málamiðlun á milli ólíkra sjónar- miða þeirra, sem vilja láta hinn svonefnda frjálsa markað ráða, og hinna sem vilja fara rólega og yfir- vegað í afar vandasama búhátta- breytingu, sem varðar afkomu fjöl- margra og þróun byggðar. Framkvæmdin er afar viðkvæm. Hún er miklum erfiðleikum háð og sjónarmið ólík. Samdráttur í sauð- fjárrækt, t.d. hvorki má né getur orðið jafn yfir Iandið allt. Það yrði rothögg fyrir jaðarbyggðir, þar sem býlin eru yfirleitt þegar af lágmarks- stærð og ekki er að öðru að hverfa. Þetta verða þeir, sem byggja hinar búsældarlegri sveitir að skilja. Við niðurskurð sauðfjár verður jafn- framt að taka mikið tillit til ofbeitar og náttúruverndar, sem er víða stór- fellt vandamál. Því miður verður eflaust einhver fækkun í bændastétt, en ef skipulega er unnið að málum með tilliti til aðstæðna á hverjum stað og nýjum búgreinum komið á fót, er það sannfæring mín, að íslenskur land- búnaður muni verða öflugri eftir en áður. Á þessum viðkvæmu málum hefur Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, haldið af sérstakri kostgæfni og alúð. Hann hefur orðið að sætta ólík sjónarmið og oft hlotið að sigla á milli skers og báru. Það er stundum vanþakklátt starf en nauðsynlegt. Kjúklinga- og eggjaframleiðsla er mál út af fyrir sig. Þar fengu frjáls- hyggjumenn ráðið ferðinni og komu í veg fyrir að framleiðslustjórnun yrði við komið. Afleiðingarnar eru gífurleg vandræði í þessum grein- um, sem að öllum líkindum munu leiða til gjaldþrots fjölda framleið- enda. Þegar þeir fáu, sem eftir lifa, ráða markaðnum, mun verðhækkun ekki láta á sér standa. Neytendur munu borga brúsann. Furðulegt er, að forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar skuli styðja þetta lögmál frumskógarins. í athugun er hvort með óbeinni aðstoð megi koma í veg fyrir þau vandræði, sem við blasa. Það kann þó að vera um seinan, enda ekki næg samstaða með eggjaframleiðendum. | Félagsmál Ekki er unnt að segja að aðkoman að félagsmálum hafi verið sérstak- lega góð, eftir nokkurra ára stjórn Alþýðubandalagsins á þeim málum. Húsnæðislánin námu aðeins broti af byggingarkostnaði og málefni þroskaheftra voru í ólestri. Á báðum sviðum var mikilla úrbóta þörf. Að því hefur Alexander Stefáns- son unnið af miklu kappi og dugnaði en ekki ætíð hlotið verðskuldaðar þakkir. Andstaða einstakra sjálf- stæðismanna við ýmsar hugmyndir félagsmálaráðherra er vel þekkt. Þannig lagði Alexander til snemma í stjórnarsamstarfinu, að lífeyris- sjóðirnir yrðu betur tengdir húsnæð- islánakerfinu og lánin þannig stór- hækkuð. Þetta náðist ekki fram fyrr en verkalýðshreyfingin tók málið upp á sína arma. Nú er það komið í framkvæmd. Húsnæðislánin eru orð- in u.þ.b. helmingur byggingakostn- aðar og fara hækkandi. Loks virðist viðunandi húsnæðislánakerfi í sjón- máli. í málefnum þroskaheftra hafa einnig orðið miklar framfarir. Um það verður ekki deilt, þótt enn sé ýmislegt ógert. Dvalarheimili hafa risið um land allt og eru sum glæsileg. Við erum þarna loksins á réttri braut. Starfinu, sem nú er vel hafið, þarf að halda áfram af krafti. | Nýsköpun í atvinnulífi Komið hefur mjög í hlut okkar framsóknarmanna að stuðla að ný- sköpun í íslensku atvinnulffi. Bæði er það svo, að okkur hefur lengi verið ljós mikil þörf fyrir aukna fjölbreyti í atvinnulífinu, og við teljum eðlilegt að ríkisvaldið leggi hönd á plóginn, þegar um svo þjóð- hagslega mikilvæg mál er að ræða. I samræmi við samþykkt mið- stjórnar Framsóknarflokksins á Ak- ureyri vorið 1984, beitti ég mér fyrir því, að 500 millj. króna lán var útvegað til endurlána í þessu skyni. Einnig fékk ég samþykkt að settur var á fót sérstakur rannsóknasjóður með 50 millj. króna framlagi úr ríkissjóði, sem veitir styrki til rann- sókna og tilrauna vegna nýsköpunar í atvinnulífinu. Að milli tillögu voru fiskeldisfyrir- tækjum veittar sérstakar heimildir til erlendrar lántöku vegna stofn- kostnaðar, og sérstakt fjármagn út- vegað í því skyni. Fiskeldisnefnd hefur starfað á mínum vegum. Hafa þegar tvö frumvörp frá henni orðið að lögum, annað um sérstaka fisk- sjúkdómadeild að Keldum. Sjávar- útvegsráðherra fékk lögum um Fisk- veiðasjóð breytt þannig, að sjóður- inn veitir nú ábyrgðir vegna fiskeld- is. Landbúnaðarráðherra hefur kom- ið því til leiðar, að miklu fjármagni er veitt í gegnum Framleiðnisjóð landbúnaðarins til þess að koma á fót nýjum búgreinum. Loks nefni ég Þróunarfélag íslands, sem ég er sannfærður um að muni stuðla í vaxandi mæli að ný- sköpun í íslensku atvinnulífi. Arangurinn hefur þegar orðið töluverður og á örugglega eftir að skila miklu í þjóðarbúið. | Stjórnarsamstarfið Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð, spáðu margir í báðum flokkum því, að stjórnarsamstarfið yrði erfitt. Þessir tveir flokkar hafa lengi verið andstæðingar í stjórnmál- um og eru enn í grundvallaratriðum. Flokkarnir voru hins vegar sam- mála um nauðsyn á því að ráða niðurlögum verðbólgunnar og ák- váðu í upphafi að leggja deilumálin til hliðar. Áhersla hefur verið lögð á að leysa ágreining innan dyra stjórn- arráðsins en ekki í fjölmiðlum. Þetta hefur tekist. Því hefur stjórnarsam- starfið enst, og í raun verið gott. Frá sumum framsóknarmönnum hef ég heyrt, að of lítið beri á ágreiningi á milli stjórnarflokkanna. Ég er þessu ósammála. Opinberar deilur á milli þeirra, sem saman starfa, má aldrei verða markmið í sjálfu sér. Ríkisstjórnin hefði ekki setið lengi, ef þannig hefði verið unnið. Þessi ríkisstjórn mun sitja út kjör- tímabilið. Ef svo hefði ekki orðið, er ég sannfærður um, að öll viðleitni til þess að ráða niðurlögum verðbólg- unnar hefði runnið út í sandinn og drukknað í kosningabaráttu og deil- um. í raun sannar þetta enn, að á erfiðleikatímum þarf ríkisstjórn að hafa a.m.k. heilt kjörtímabil til þess að ná umtalsverðum árangri. | Verkefnin framundan Sú ríkisstjórn, sem mynduð verð- ur eftir kosningar, tekur við góðu búi. Enginn skortur verður þó á mikilvægum verkefnum. Svo verður reyndar aldrei í stjórn þessa lands. Nokkur verkefnin vil ég nefna. Að sjálfsögðu er til einskis unnið, ef aðhalds er ekki gætt áfram í efnhagsmálum. Engin ríkisstjórn, hvorki nú né síðar, má slaka á í þeim efnum. Ekki þarf mikið út af að bera til þess að undan fæti halli á ný. Sérstaklega er þenslan í þjóðfélag- inu hættulega mikil. Hún getur leitt til launaskriðs og víxlverkana, sem ekki verður séð fyrir endann á. Strangt aðhald í peningamálum og aðgæsla í kjarasamningum er því nauðsynlegt um ófyrirsjáanlegan tíma. Lækkun erlendra skulda hef ég áður nefnt. Það verður forgangs- verkefni á næsta kjörtímabili. Nauðsynlegt er að endurreisa ríkissjóð. í því skyni verða menn að gera það upp við sig, hvaða hlutverki ríkisvaldið á að gegna. í mínum huga er enginn vafi. | Velferðarríkið - betra mannlíf Ríkisvaldið á að tryggja jöfnuð og öryggi landsmanna. I því skyni er nauðsynlegt að stjórnvöld reki öflugt heilbrigðiskerfi með sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, sem allir hafa aðgang að, án tillits til efnahags. Almannatryggingar eru einnig nauð- synlegar, þannig að öldruðum, sjúkum, fötluðum, einstæðum for- eldrum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni, séu tryggð lágmarks lífskjör og aðstaða. Menntakerfið verður að vera gott og þannig úr garði gert, að allir eigi aðgang að sambærilegri menntun. Ríkisvaldið verður einnig að tryggja, að ýmiss konar grundvallar- starfsemi sé rekin í þjóðfélaginu, eins og t.d. rannsóknastarfsemin og löggæslan, svo eitthvað af fjölmörgu sé nefnt. Það er og skylda velferðarríkis að vinna gegn ýmiss konar böli, sem virðist fylgja nútíma þjóðfélagi. Fíkniefni og sú tortíming sem þeim fylgir, er af slíkum verkefnum efst í huga mínum. Aukin löggæsla og hörð viðurlög eru að sjálfsögðu nauðsynleg, en mikilvægast er þó að grafast fyrir vandann. í því skyni að samræma opinberar aðgerðir, starf- ar nú á vegum ríkisstjórnarinnar sérstök nefnd. Tillagna hennar er fljótlega að vænta. Ég er sannfærður um, að heilbrigt líf, fræðsla, atvinna fyrir alla, gott fjölskyldulíf, íþróttir og önnur holl tómstundaiðja vinnur best gegn fíkniefnanotkun. Að því getur ríkisvaldið stuðlað. Náttúruvernd er enn eitt verkefni, sem taka verður fastari tökum. Við framsóknarmenn teljum að fela eigi i sérstakri ráðuneytisdeild yfirumsjón þeirra mála. Þannig mætti að sjálfsögðu lengi telja og verður seint tæmt. í fáum orðum sagt tel ég, að ríkisvaldið eigi að tryggja ýmis mannréttindi og grundvallaratriði góðs mannlífs, en láta einstaklinga og fyrirtæki um atvinnureksturinn. 1 þessum fáu orðum hef ég í raun lýst velferðarþjóðfélaginu, sem ég tel að eigi að vera okkar aðals- merki. Ég vil þó taka skýrt fram, að einnig það getur farið út í öfgar. Mér sýnist svo orðið hjá frændum okkar víða á Norðurlöndum. Ég er sann- færður um, að unnt er að reka vel viðunandi velferðarkerfi með miklu minni skattheimtu en þar er gert. Hitt er engin launung, að afar mikilvægt er að endurskoða alla tekjuöflun ríkissjóðs. | Ríkissjóður Söluskattskerfið er löngu hrunið. Því höfum við framsóknarmenn samþykkt að taka upp virðisauka- skatt. Mér er ljóst, að hann hefur ýmsa galla, en hann hefur einnig marga kosti. Hann kemur t.d. í veg fyrir uppsöfnun, eða með öðrum orðum, að skattur sé lagður marg- sinnis á sömu vöruna. Fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina er hann mikil framför. Þeir fá hann sjálfkrafa endurgreiddan við útflutning og sitja þá loks við sama borð og keppinaut- arnir erlendis. Innheimta hans á einnig í flestum tilfellum að vera öruggari en söluskattsins er nú. Tekjuskatti vil ég halda á hærri tekjur en afnema af almennum launatekjum. Tekjuskattinn þarf að gera einfaldari, réttlátari í álagningu og auðveldari í innheimtu. Eignaskatta teljum við framsókn- armenn eðlilega og getum hugsað okkur að hækka þá nokkuð frá því sem nú er, í stað tekjuskattsins. Þeir eru auðveldir í álagningu og inn- heimtu. Þess verður þó að gæta, að þeir leggist ekki of þungt á þá, sem af einhverjum ástæðum eiga eignir en hafa litlar tekjur, eins og margt eldra fólk. Loks teljum við mjög nauðsynlegt að herða stórlega viðurlög við skatt- svikum. Því höfum við beitt okkur fyrir breytingum á lögum, sem um slíkt fjalía. Það hefur þegar leitt til langtum skjótari meðferðar fjár- svikamála en áður var. Það er sannfæring mín, að með endurskoðun skattkerfisins í heild, réttlátari álagningu og betri inn- heimtu, megi auka tekjur ríkissjóðs verulega án þess að íþyngja þeim semefnaminnieru. Þáájafnframtað vera unnt að reka hér á landi mjög viðunandi velferðarþjóðfélag. Við íslendingar höfum vel efni á því. | Atvinnulífið Eins og traustur ríkissjóður er forsenda velferðarþjóðfélagsins, er öflugt atvinnulíf og heilbrigt for- senda þjóðarbúsins í heild. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Eins og ég hef áður lýst, er það ekki skoðun okkar framsóknar- manna, að ríkisvaldið eigi að stunda atvinnurekstur. Það eiga dugmiklir einstaklingar og fyrirtæki að gera. Við teljum það hins vegar skyldu ríkisvaldsins að skapa nauðsynlegan grundvöll og leggja hönd á plóginn, þegar eitthvað fer úrskeiðis. Reynsl- an kennir okkur, að það mun gerast. Sjórinn mun kólna, olían hækka og afurðir falla í verði. Þótt ekki sé slfku spáð að neinu marki, a.in.k. á næstu mánuðum, verða stjórnvöld ætíð að vera reiðubúin til að leitast við að jafna slíkar sveiflur. Ég vil einnig leyfa mér að vona, að ný ríkisstjórn styðji áfram af alefli nýsköpun í íslensku atvinnu- lífi. Þar er margur vaxtarbroddurinn sem getur skipt sköpum fyrir framtíð þessarar þjóðar. Sérstaklega er mikilvægt að bæta grundvallaratriði eins og menntun og rannsóknir. | Byggðamál Því verður ekki neitað, að veruleg byggðaröskun hefur orðið undanfar- in ár. Það má ekki síst rekja til erfiðleika í sjávarútvegi og landbún- aði. Þótt horfur séu nú stórum betri í sjávarútvegi, er ekki líklegt að jafnvægi skapist á ný í byggðamálum án sérstakra aðgerða. Þessi mál eru okkur framsóknar- mönnum áhyggjuefni. Því leggjum við áherslu á öfluga byggðastofnun og viljum flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, eins og frekast er kostur, án þess að valda ójöfnuði. Um þessi mál var mikið fjallað á nýlegu flokksþingi. Þar var m.a. samþykkt að koma á fót nýju stjórn- sýslustigi, sem gæti tekið við meiri háttar verkefnum. Að sjálfsögðu er það fjöldamargt sem ræður byggðaþróun, og margt hefur áunnist. Samgöngur hafa t.d. stórlega batnað með framkvæmd langtímaáætlunar í vegamálum, sem ég lagði fram á Alþingi árið 1982. Sjálfvirkur sími er kominn um land allt og þar með er lokið framkvæmd þeirra laga, sem ég fékk samþykkt á Alþingi 1981. Sjónvarp er komið um land allt, og svo mætti lengi telja. Engu að síður flyst fólk af lands- byggðinni til þéttbýlisins, þangað sem þjónustan er meiri og fer hratt vaxandi. Vinna þarf skipulega að því að staðsetja ýmiss konar þjónustu og nýjan iðnað á landsbyggðinni. Lík- lega gæti slíkt einna helst snúið þróuninni við. | Utanríkismál Lengi vel töldu Islendingar, að þeir væru nánast óháðir öðrum þjóð- um og gætu farið sínv leiðir. Svo er ekki lengur. Heimurinn hefur skroppið saman með stórbættum samgöngum og alls konar fjölþjóða- starfsemi. Við erum í miðju iðandi heimslífs. Ég hef alllengi verið þeirrar skoðunar, að við látum heimsmálin alltof lítið til okkar taka. Örlög okkar munu þó, ekki síður en ann- arra, ráðast af vopnakapphlaupi og mengun. Á báðum sviðum eru alvar- legir atburðir að gerast. Okkur ber að leggja lóð okkar á vogarskálina, þótt lítið sé. Það er von mín, að stjórnvöld beiti sér öflugar og sjálfstæðar í alþjóðamálum en verið hefur. | Eftir kosningar Mjög er spurt um stjórnarsamstarf eftir kosningar. Óalgengt er að stjórnmálaflokkar hér á landi lýsi því yfir fyrirfram, að þeir muni starfa saman eftir kosningar. Að ýmsu leyti er það einnig erfitt við núverandi aðstæður. Eftir að tekist hefur að koma verðbólgunni vel niður, verða áherslurnar aðrar í stjórnarmyndun en þær voru fyrir tæpum fjórum árum. Alþýðuflokkurinn hefur að vísu lagst flatur og býður Sjálfstæðis- flokknum gull og græna skóga. Erfitt getur reynst fyrir sjálfstæðismenn að hafna sjálfdæmi í þeim efnum. Við- reisn er því ekki ólíkleg. Það gæti orðið þjöðinni dýrkeypt. Við framsóknarmenn höfnum að sjálfsögðu ekki stjórnarsamstarfi eft- ir kosningar. Það mun hins vegar ráðast af kosningaúrslitum, og sér- staklega því, hvort samstaða næst um þau verkefni, sem ég hef rakið og tel vera framundan. í þvf sam- bandi útiloka ég ekki samstarf við neinn íslenskan stjórnmálaflokk. Því munu málefnin ráða. Því get ég hins vegar ekki neitað, að reynslan af þriggja flokka samstarfi með AI- þýðuflokki og Alþýðubandalagi í þrettán mánuði 1978-79 var slæm. | Framsóknarflokkurinn Við framsóknarmenn göngum til kosninga með góða málefnastöðu. Ég trú ekki öðru en að þjóðin meti þá ábyrgð sem við höfum sýnt í erfiðri stöðu og þann mikla árangur, sem óumdeilanlega hefur náðst. Á því er stöðugt tönglast, að skoðanakannanir séu okkur óhag- stæðar. Það er að sömu leyti rangt. Samkvæmt þeim hefur fylgi flokks- ins aukist upp á síðkastið og nálgast nú það sem það var í síðustu kosn- ingum til Alþingis. Það er einnig staðreynd, að flokkurinn hefur ætíð gert betur í kosningum en skoðana- kannanir hafa sýnt. Ég sé enga ástæðu til þess, að svo verði ekki einnig nú, nema síður sé. Það sem mun skipta sköpum fyrir Framsóknarflokkinn verður sam- staðan innan flokksins. Því verður ekki neitað, að þar hefur borið á nokkrum ágreiningi, ekki um mál- efni heldur um framboð. í raun má rekja þann ágreining til mikils áhuga flokksníanna á því að starfa fyrir Framsóknarflokkinn. Næstu vikurnar mun verða lögð á það mikil áhersla að jafna slíkan ágreining og þjappa flokksmönnum saman fyrir kosningabaráttuna, sem verður að hefjast af fullum krafti. Ég geri mér góðar vonir um að þetta muni takast í öllum kjördæmum landsins, nema, því miður, í Norðurlandi eystra. Það er illt, og getur aðeins skaðað flokkinn og þá, sem að þeim ágreiningi standa. Eitt er víst, frjálslyndur og fram- sýnn stjórnmálaflokkur á mikið er- indi til íslensku þjóðarinnar, flokkur sem ekki er háður kreddum, komm- únisma, sósíalisma eða kapítalisma. í Framsóknarflokknum er um þessar mundir mikil endurnýjum. Ungir menn og konur í flokknum hafa starfað af miklum krafti. Þetta fólk skilur nauðsyn þess, að íslenskt þjóðfélag aðlagist breyttum tímum, en þó þannig að eigin einkenni og sjálfstæði haldist. Þetta dugmikla fólk mun leiða Framsóknarflokkinn til sigurs. Ég óska framsóknarmönnum um land allt, svo og landsmönnum pllum, þess, að árið 1987 reynist f#im og þjóðinni farsælt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.