Tíminn - 31.12.1986, Page 12

Tíminn - 31.12.1986, Page 12
12 Tíminn Miðvikudagur 31. desember 1986 TF-ORM, flugvél Arna frá isafirði í Ljósufjöllum. X'ÍT’' V ' INNLENDUR ANNÁLL 1986 Flugslys í Ljósuf jöllum Tveir menn komust lífs af en fimm manns létust er TF-ORM, flugvél Arna frá ísafirði fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi 5. apríl. Flugvélin sem var af gerðinni Piper Aztec hafði ætlað að fljúga blindflug til Reykjavíkur frá ísafirði. Björgunar- sveitir víðsvegar að af Snæfellsnesi voru í viðbragðsstöðu og þyrlur freistuðu þess að komast að flaki flugvélarinnar en það reyndist ó- gerningur sökum slæms veðurs. Níu klst. liðu frá því að slysið varð og þar til björgunarmenn frá Flugbjörgun- arsveitinni komu á staðinn. Einfaldað sjóðakerfi Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 8. apríl frumvarpsdrög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Með þvf er Aflatryggingasjóður lagður niður, greiðslur í Stofnlánasjóð fiskiskipta hætta og fleira. Kjúklingabú brann Fimmtán þúsund kjúklingar brunnu inni er kjúklingabýlið að Hýrumel í Borgarfirði brann til kaldra kola. Engu varð bjargað úr húsinu og brann allt sem brunnið gat. Slökkvilið bannaði fólki að fara inn í húsið vegna eiturgufa sem mynduðust þegar einangrunarplast í veggjum hússins brann. Tveir drengir drukknuðu Tveir átta ára drengir úr Borgar- nesi drukknuðu þann 12. apríl. Höfðu drengirnir farið á lekum plastfleka út á sjó og talið er að þeir hafi ekki ráðið við strauma í sjónum sem bar flekann frá landi. Fjöldi björgunarmanna tók þátt í leitinni að drengjunum auk flugvéla. Fimmtán fó klórgaseitrun Fimmtán starfsmenn alifugla-slát- urhússins Dímons á Hellu voru lagð- ir inn á Borgarspítalann, þar af tveir á gjörgæslu eftir að hafa andað að sér klórgasi sem mynaðist við sam- runa tveggja klórefna. Verið var að hefja notkun nýs efnis er slysið varð. Allt starfsfólkið jafnaði sig aftur en eitur þetta er banvænt í stórum skömmtum. Pá má þess geta að 2 þúsund kjúklingar drápust af völd- um eitrunarinnar. Vinnueftirlitið bannaði dreifingu á klórefnum þessum í framhaldi af slysinu þar til ítarlegar upplýsingar á íslensku væru prentaðar utan á um- búðir. Hótel örk færir út kvíamar Flugleiðir seldu Hótel Örk hluta- bréf sín í Arnarflugi þann 16. apríl. Hlutabréfin nema 44% af eignarað- ild að hlutafélaginu og voru seld fyrir andvirði þriggja milljóna króna sem svarar til 14% af nafnverði bréfanna. Arnarflug fœr ríkisóbyrgð 23. apríl voru samþykkt lög frá Alþingi þess efnis að gera fjármála- ráðherra heimilt að veita Arnarflugi ríkisábyrgð fyrir láni að fjárhæð allt að 2,5 milljónum Bandaríkjadala. Skilyrði fyrir ábyrgðinni eru hluta- fjáraukning, veð ríkissjóðs í réttind- um sem Arnarflug hefur samkvæmt kaupleigusamningum o.fl. Engar konur í lögregluna Fimm konur sóttu um sumarstörf hjá lögreglunni á Akureyri þetta árið. Hins vegar tók lögreglan á Akureyri þá stefnu að ráða ekki kvenfólk til lögreglustarfa þetta árið. Aukatekjur bænda Svæðabúmarksnefnd lagði til að tekið væri tillit til aukatekna bænda, t.d. vegna hlunninda við úthlutun fullvirðisréttar og búmarks. Var þetta gert í kjölfar könnunar meðal búnaðarsambandsmanna og kjör- Steingrímur á sundi - eitthvað fór þessi myndbirting fyrir brjóstið á sumum og var jafnvel talin hugmyndafræðilegt „trix“. Tilefnið var aftur á móti að tekin var í notkun ný aðstaða fyrir gesti Laugardalslaugarinnar og lét Steingrímur sig ekki vanta frekar en aðra morgna. Tímamynd: pjetur. sem myndi nýtast til að ná betri árangri næst. Leiga framleiðsluréttar í framhaldi af skoðanakönnun meðal bænda gerði svæðabúmarks- nefnd tillögur um það að bændur gætu leigt framleiðslurétt sinn í eitt ár í senn. „Krítiskt dauðsfall" Eiginmaður varð óbeint valdur að dauða konu sinnar er hann hafði bundið hana á höndum og fótum og keflað eftir að þeim hafði orðið sundurorða. Atburðurinn átti sér stað á heimili þeirra þar sem setið var að áfengisdrykkju og voru kunningj- ar mannsins gestir þeirra. Konan mun hafa látist af völdum köfnunar. Fegurðardrottning íslands 1986 Fegurðardrottning Islands var kjörin Gígja Birgisdóttir 18 ára Akureyrarmær. Hún hafði fyrr á árinu hlotið titilinn „Ungfrú Akur- eyri“. Hungurverkfall Maður nokkur sem sat í Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg fór í hungurverkfall til að mótmæla dómi er hann var að afplána og einnig hvernig að handtöku hans var staðið. Hafði maðurinn ítrekað hunsað til- mæli um að koma til afplánunar og að endingu verið tekinn og fluttur í Hegningarhúsið. Mun maður þessi áður hafa farið í hungurverkfall, en fangaverðir töldu þessar aðgerðir alls ekki stafa af matvendni. Jón og Landhelgisgæslan í framhaldi af frægum blaðaskrif- um Jóns Sveinssonar þar sem hann deildi hart á Landhelgisgæsluna fyrir agaleysi og óreglu m borð í varð- skipum fór forstjóri Gæsiunnar fram á opinbera rannsókn á því hvort fullyrðingar Jöns ættu við rök að styðjast. Jón Helgason dómsmála- ráðherra taldi ekki ástæðu til frekari rannsókna á málefnum Gæsl- unnar. Hafskipsmálið Til mikilla tíðinda dró í Hafskips- málinu þegar allir helstu forsvars- menn fyrirtækisins voru handteknir og settir í gæsluvarðhald að kröfu RLR. Við rannsókn á þrotabúi Haf- skips kom ýmislegt í Ijós sem talið var benda til mjög alvarlegra brota forsvarsmanna fyrirtækisins. Auðg- unarbrot, rangur framburður og skjalafals voru allt atriði sem nánari rannsóknar kröfðust. Umfjöllun fjölmiðla um málið vakti nokkrar deilur og var talið að hún hafi verið „óviðeigandi", einkum var hlutur sjónvarpsins tíundaður. Mislukkað markaðsævintýri Eftir misheppnaða markaðsher- ferð í Bandaríkjunum varð trésmiðj- an Víðir endanlega gjaldþrota og voru eignir fyrirtækisins seldar á uppboði á hálfvirði. Trésmiðjan Víðir var eitt elsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Ráðist hafði verið í gífurlegar fjárfestingar í tengslum við markaðsátakið og má telja víst að dæmið hafi meira verið byggt á kappi en forsjá. Reikningar Granda hf. Mikill skollaleikur átti sér stað með reikninga Granda hf. en for- svarsmenn fyrirtækisins neituðu að gefa upp tölur um rekstrarafkomu fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum í borgarstjórn og borgarráði var neit- fyrirtækið var lýst gjaldþrota í mán- uðinum. Ekki stöðvaðist reksturinn þó því heimamenn stofnuðu hluta- félag um reksturinn sem leigði eign- irnar af þrotabúinu. Skiptar skoðan- ir eru um möguleika fyrirtækisins og lýsti iðnaðarráðherra því sem þurfa- ■ ling á framfæri hins opinbera en framkvæmdastjórinn taldi sig geta orðið ríkasta mann landsins innan nokkurra ára eignaðist hann fyrir- tækið. Eurovision íslendingar tóku í fyrsta skipti þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Menn höfðu gert sér allglæstar vonir og því urðu úrslitin talsverð vonbrigði mörgum, en Gleðibank- inn lenti í 16. sæti. Eftir þennan ósigur sleiktu menn sárin en töldu sig þó hafa lært mikið á þátttökunni Árið 1974 hófu þessar konur störf í lögreglunni í Reykjavík, en þær fimm konnr sem sóttu um sumarstarf í Akureyrarlögregl- unni árið 1986 fengu allar synjun. Fámennt var á hátiðarsamkomu verkalýðsins 1. maí og vildu menn kenna um veðri, en aðrir að samkomur þessar væru orðnar of miklar skemmtisamkomur og baráttan félli í skuggann. Tímamynd: Sverrir. Það gekk kraftaverki næst að ekki skyldi hljótast af stórslys á Reykjavíkurflugvelli þegar TF-TAM hlekktist á. APRÍL manna. Þessi tillaga fékk þó misjafn- ar viðtökur meðal bænda, sem sáu fram á að hafa mjög mismunandi aukatekjur eftir árum. 5 ára fangelsi vegna LSD Tæplega þrítugur maður var dæmdur í Sakadómi í ávana- og fíkniefnum, í fimm ára fangelsi fyrir smygl á hinu hættulega ofskynjunar-- efni LSD. Tæplega tvö þúsund skammtar fundust í fórum mannsins er hann var handtekinn en maðurinn ásamt félaga sínum stóðu saman að innflutningi á ríflega þrjú þúsund skömmtum af efninu. Efnið var sent í pósti og skilið eftir í stigagöngum fjölbýlishúsa þangað sem smyglar- arnir sóttu efnið. Að þessu sinni var maí kosninga- mánuður og fréttir fjölmiðla litaðar af því, einkum þegar líða tók á mánuðinn. Sveitastjórnarkosning- arnar 31. maí og máí sem þeim tengdust taka æ meira pláss eftir því sem líður á mánuðinn. Annars gildir það sama um hann og flesta aðra mánuði ársins að það skiptast á skin og skúrir og fréttir fjölmiðla litast af því. Okurmálið Ný hlið kom upp á okurmálinu þegar fram kom kæra á hendur Hermanni Björgvinssyni fyrir fjár- svik frá þeim sem höfðu átt fé inni hjá honum. Krafan byggðist á því að þar sem þessir aðilar hefðu engar tryggingar í höndum fyrir þeim greiðslum sem þeir inntu af hendi nema ávísanirnar sem Hermann gaf út, hafi það aldrei verið ætlan hans að endurgreiða féð. Ríkasti maður á fslandi! Málefni Þörungavinnslunnar á Reykhólum komu til umræðu þegar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.