Tíminn - 31.12.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 31.12.1986, Qupperneq 13
Miðvikudagur 31. desember 1986 Tíminn 13 að um upplýsingar uin stöðu fyrir- tækisins þrátt fyrir það að Reykja- víkurborg eigi mestan hlutann í fyrirtækinu. Er ekki að efa að sveit- arstjórnarkosningarnar 31. maí hafa haft sín áhrif á málið. Biðstaða á fasteignamarkaði í kjölfar setningar nýrra húsnæðis- laga urðu miklar breytingar á fast- eignamarkaði. Lánsupphæðir hækk- uðu verulega en jafnframt kom upp ákveðin biðstaða á markaðnum þar sem reglugerð um framkvæmd lag- anna koma ekki fyrr en síðla sumars. Versta hret frá 1948 Fremur kalt var í maí og 24.-25. gerði mjög slæmt veður um vestan- norðan- og austanvert landið. Vjða varð alhvítt niður í flæðarmál og urðu bændur að taka fé á hús, en sauðburður var víðast langt kominn. Knattspyrna og sjónvarpsgláp Verslanir með sjónvörp duttu heldur betur í lukkupottinn eftir að ljóst varð að íslenska sjónvarpið myndi sýna um þrjátíu leiki frá HM í knattspyrnu og flesta þeirra beint. „Gerðum ráðstafanir" sagði einn verslunarstjórinn og hugði gott til sölunnar. Úrslit sveitarstjórnarkósninga lágu l'yrir fyrsta útkomudag Tímans í júní mánuði. Framsóknarmenn fögnuðu borgarfulltrúa sínum. Sjálf- stæðismenn fögnuðu meirihluta sínum, sem á tíma var óttast um. Víða um land urðu niðurstöður kosninganna óvæntar og má þar nefna Hafnarfjörð, Keflavík og Ak- ureyri. Nær árekstur Litlu mátti muna að tvær farþega- flugvélar lentu í árekstri yfir Aust- urlandi íbyrjun mánaðarins. Aðeins munaði tólf metrum að 561 farþegi í tveimur þotum léti lífið. Flugmála- stjóri, Pétur Einarsson sagði í sam- tali við Tímann að um röð að mistökum hefði verið að ræða, og grundvallarmistök hefðu átt sér stað. Vélarnar sem nær lentu saman voru frá SAS og British Airways. Rannsókn á máli þessu og orsök- um þess að flugvélarnar voru í sömu hæð, var rakin til þess að flugum- ferðarstjórar hcfðu brotið starfsregl- ur. Talsverð umræða varð um málið. Járnhæll í andlit Málefni Pjóðviljans voru mikið í fréttum í júní mánuði. SvavarGests- son var títt nefndur sem verðandi ritstjóri í stað Össurar Skarphéðins- sonar. Tíminn birti forsíðufrétt um málið um miðjan mánuðinn, undir fyrirsögninni Járnhæll flokksins í andlit Þjóðviljans. Sá járnhæll var Svavar Gestsson því fullyrt var að allir myndu ganga út af ritstjórninni kæmi hann inn á blaðið. Talið var að þessar væringar væru runnar undan rifjum Ásmundar Stefánssonar, að því er einn alþýðubandalagsmaður sagði í samtali við Tímann. Vísindaveiðar á grænu Grænt Ijós fékkst á vísindaveiðar íslendinga á fundi Alþjóða Hval- veiðiráðsins sem haldinn var í Sví- þjóð í mánuðinum. Tillaga um til- högun á sölu afurða dýra veiddum í vísindaskyni var samþykkt og inni- hélt hún ákvæði urn „staðarneyslu” að svo miklu leyti sem hægt væri. Petta mál dró heldur betur dilk á eftir sér þegar leið á árið. Frægar hljómsveitir Tvær frægar hljómsveitir komu til landsins í júní mánuði. Pær höfðuðu til tveggja kynslóða og vöktu mikla athygli. Þetta voru hljómsveitirnar Madness og Shadows sem báðar komu í tilefni af listahátíð í Reykja- vík. Hafskipsmenn úr haldi Þegar nokkuð var liðið á mánuð- inn voru forráðamenn Hafskips ið vel. Porsteinn Pálsson varspurður hvort honum fyndist Albert ætti að segja af sér ráðherradómi meðan rannsókn málsins færi fram. Hann sagði að hefði hann talið nauðsynlegt að Albert færi úr ríkisstjórninni þá hefði hann beðið um það. Pann 20. júní sagði Þorsteinn að hann hefði ekki enn komist að þeirri niður- stöðu. Gamli Iðnskólinn brennur Talsvert tjón varð þegar húsnæði gamla Iðnskólans í Reykjavík brann. Svo að segja ómetanlegar innréttingar urðu eldinum að bráð. Talsverðar skcmmdir urðu cinnig á leikmunum og búningum Lcikfélags Reykjavíkur. Ákveðið var í borgar- stjórn að endurbyggja turninn sem brann og var fljótlega tekið til við það. Aprílgabbið alvara Vinsælt aprílgabb fjölmiðla varð að veruleika í lok júní. Þá var auglýst útsala á nokkrum víntegund- um í „ríkinu". Fólk fjölmennti en tcgundirnar voru ekki allar jafn eftirsóttar. JÚLÍ Vatnavextir á Norðurlandi Mikil hlýindi ollu vatnavöxtum á Norðurlandi í byrjun mánaðarins. Eyjafjarðará t.a.m.flæddi yfir bakka sína og gerði usla. Vegaskemmdir urðu miklar og tilfinnanlegastar urðu þær í Ólafsfjarðarmúla, þar sem stórt stykki hreinlega hrundi úr veginum og í sjó fram. Talsvert landbrot varð vegna vatnavaxtanna og var það mál manna að aðrir eins vatnavextir hefðu ekki orðið í Eyja- firði frá 1939. Hestamannafagnaður Landsmót hestamanna hófst á Hellu annan júlí. Mikill mannfjöldi sótti mótið og ekki vantaði fjölda sprækra hrossa. Veðurguðirnir sýndu mótinu áhuga og úthelltu geislum sínum yfir knapa og klára. Frystihúsavandi Eitt af verkefnum ríkisstjórnar- innar í júlí var að ræða og skoða Jón L. Árnason kom í júlí og með stórmeistaratitilinn upp á vasann. leystir úr haldi, eftir að Hæstiréttur hafði hnekkt úrskurði sakadóms um framlengt gæsluvarðhald sex- menninganna. Það var 19. júní sem mönnunum var sleppt, en gæsluvarð- haldsúrskurðurinn hljóðaði upp á varðhald fram til 25. júní. Flugslys að Flúðum Maður á fertugsaldri lést þegar flugvélin TF MOL hrapaði við Flúðir. Flugmaður vélarinnarslasað- ist mjög alvarlega en var þó ekki í lífshættu. Pressa á Albert Guðmundur Einarsson BJ maður fyrrverandi krafðist þess að forsætis- ráðherra krefðist afsagnar Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra vegna umræðu um tengsl hans við Hafskipsmálið. Steingrímur Her- mannsson sagðist mundi skoða mál- Þeir hófu hvalveiðar aftur í ágúst eftir óvænt sumarfrí á meðan viðræður við Bandaríkjamenn fóru fram. vanda þann sem frystihúsin áttu við að etja. Málið kom upp á yfirborðið á sumarmánuðum og var lengi í umræðunni. Meðal þesssem kannað var, var gengistap frystihúsanna vegna afurðarlána frá árinu 1985. Töluðu menn um uppsafnaðan vanda frá fyrri árum og þar sem ekki væri hagnaður af rekstrinum skapað- ist ekki svigrúm til að greiða niður skuldir. Stórmeistari Jón L. Árnason náði síðasta áfanga að stórmeistaratitli í júlí. Hann tryggði sér titilinn með sigri á móti í Búlgaríu. í síðustu umferðinni þurfti Jón L. að ná jafntefli. Pað hafðist í aðeins sextán leikjum. Þar með var Jón L. orðinn fjórði stór- meistarinn sem íslendingar eignuð- ust á rúmu ári. Flugslys á Reykjavíkurflugvelli Litlu mátti muna að stórslys yrði á Reykjavíkurflugvelli, þegar lítilli einkaflugvél hlekktist á flugtaki. Fjórir mcnn voru í TF-TAM en engan þeirra sakaði alvarlega. Einkaflugvélin var nær lent á Fokker vél frá Flugleiðum og áttu tollþjónar og flugfreyjur, sem voru að yfirgefa vélina fótum fjör að launa. Eldur kom upp í litlu vélinni og tókst Ævari Björnssyni að slökkva eldinn mcð handslökkvitæki. Var almennt talið að Ævar hefði unnið mikið afrek, vegna þess hversu snöggur hann var að slökkva eldinn sem hefði getað haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Tvíkynja og tröllvaxinn Það bar við á bænum Gilsfjarðar- múla í Barðastrandarsýslu að tröll- vaxinn og tvíkynja kálfur fæddist. Leið afkvæmi vel eftir atvikum þrátt fyrir ýmsa útlitsgalla frá náttúrunnar hendi. Vottaði jafnframt fyrir þriðja framfætinum á skepnunni. Þegar kálfurinn meig, mátti þegar vel stóð á sjá bununa standa bæði fram og aftur úr skepnunni. Ævar fékk gullmerki Flugvirkinn snarráði, Ævar Björnsson sem slökkti eldinn í TF- TAM, sem sagt er frá hér að ofan var heiðraður af Brunabótafélagi íslands með því að honuni var veitt gullmerki félagsins fyrir björgun farþega. Loðnuverð ákveðið Loðnuverö var ákveðið 1900 krónur fyrir hvert tonn. Yfirnefnd Verðlagsrás sjávarútvegsins ákvað verðið. Tveirfulltrúarkaupenda létu bóka á fundinum að þeir væru alger- lega mótfallnir verðinu. Viðskiptaþvinganir íslenskum yfirvöldum bárust þau tíðindi að nú skyldi hvalveiðum hætt ella gætu íslendingar átt von á við- skiptaþvingunum af hálfu Banda- ríkjamanna. . „Óþolandi" sagði Steingrímur Hermannsson um þess- ar fregnir. Málið gerðist mjög alvar- legt ogm.a. spurði HalldórÁsgríms- son hvort um trúnaðarbrest væri að ræða í Washington, fyrst upplýsingar um málið láku út. Bandaríkjamenn ákváðu að frcsta að taka afstöðu til málsins og hófust viðræður milli íslendinga og Bandaríkjamanna. Embættismenn í Bandaríkjunum voru undrandi á viðbrögðum Islend- inga. SteingrímurHermannsson hélt blaðamannafund í lok mánaðarins, þar sem hann lagði fram gögn sem ótvírætt sýndu að Bandaríkjamcnn ætluðu að beita íslendinga viðskipta- þvingunum. Bandaríkjamenn brugðust hinir verstu við birtingu á skjölum þessum og sökuðu Steingrím um trúnaðar- brot. ÁGÚST Verslunarmannahelgi og hvalveiðideilan Það er óhætt að segja að ágúst | mánuður hafi verið mcð rólegri mánuðum á liðnu ári. Þó var nokkur undiralda og gætti helst sviftinga á sviði sjávarútvegs. En við skulum líta nánar á hver þau mál voru sem hæst bar. 22 slasaðir Veislunarmannahelgin setur ávallt svip sinn á byrjun ágúst mán- aðar og var svo einnig í ár. Útihátíðir víða um land fóru fram og tókust ágætlega. Umferðin tók þó sinn toll og 22 slösuðust í rúmlega sjötíu umferðaróhöppum sem urðu yfir helgina. Þar af meiddust fjórir alvar- lega. Umferðarráð taldi umferðina hafa gcngið vel eftir atvikum. Hvalveiðiviðræður Hvalveiðideila Bandaríkjamanna og íslendinga hélt áfram. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðhcrra hóf viðræður við Malcolm Baldridge viðskiptaráðherra Bandaríkjanna um hvalamálið. Halldór Ásgrímsson kom óvænt heim oggerði ríkisstjórn- inni grein fyrir málinu. Forsætisráð- hcrrar Norðurlandanna funduðu um málið og sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann að niðurstaða fundarins hefði verið sú að ekki ætti að leysa mál af þessu tagi milli einstakra landa heldur á fundum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Lausn í deilunni náðist með yfir- lýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér, þar sem sagt var að íslendingar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.