Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminni Föstudagur 9. janúar 1987 La Verðbréf VH viftaKlPtavlria, skuldabret, Euroog Visa úttetoseðla. Wboð sendist DV, merkt „1970 . íslensk fjármálaviðskipti: „Kaupi út- tektarseðla frá Visa og Euro!“ - fjármögnunarfyrirtæki sýna málinu áhuga Nokkrum sinnum hafa birst smá- auglýsingar í DV þar sem einhver óþekktur aðili býðst til að kaupa af kaupmönnum úttektarseðla greiðslu- kortanna. Úttektar tímabilið getur mest orðið einir 40 dagar og svo virðist sem þó nokkrir kaupmenn sjái sig knúna til að selja greiðslu- kortaseðlana með einhverjum afföll- um, til þess að losa um reiðufé áður en greiðslukortafyrirtækin gera greiðslutímabilið upp. Hagnaður þess sem kaupir úttektarseðlana felst þá í því að hann fær seðlana greidda að fullu þegar til kemur, en hann keypti hins vegar seðlana með afföll- um og veltur hagnaðurinn á því hversu mikil þessi afföll hafa verið. Tíminn hefur spurnir af því úr nokkrum áttum að allt að 30% afföll þekkist þó yfirleitt séu þau minni. Þá fer einnig tvennum sögum af því Þjóðlegt almanak 1987 Sóleyjarsamtökin: Gefa út þjóð' legt almanak - til efHngar íslenskri menningu Sóleyjarsamtökin hafa nú, í þriðja sinni, geöð út Þjóðlegt almanak með gömki mánaðar- heitunum. Tilgangurinn er sá að hefja gömlu mánaðarheitin til vegs og virðingar á ný. Telja samtökin það í anda þeirrar stefnu að við íslendingar verðum að hafa frumkvæði í eigin menningarsköpun, ætlum við að komast af sem sjálfstæð þjóð. Leita samtökin eftir vönu sölu- fólki víða um land og hringi áhugasamir í síma 91-23588 eða 91-21791. -phh hversu vel þessi viðskipti skila sér á skattaframtöl. Tíminn spurði Einar S. Einarsson framkvæmdastjóra Visa ísland að því hvort viðskipti af þessu tagi væru lögleg og hvort greiðslukortafyrir- tækin teldu þau eðlileg. „Þetta þarf alls ekki að vera ólöglegt, það fer allt eftir því hvernig að þessu er staðið. Hins vegar eru úttektarseðlarnir ekki framseljanlegir. Það getur eng- inn skilað seðlunum inn til okkar nema viðkomandi verslun þar sem nótan er búin til. Því getur ekki einhver fjámögnunaraðili keypt svona nótur og skilað þeim inn undir eigin nafni,“ sagði Einar. Hann benti á að þeir sem stæðu í kaupum af þessu tagi hlytu að fjármagna kaupin gegn einhverri tryggingu. Líklegasta leiðin í svona viðskipt- um er að sá sem kaupir úttektarseðl- ana fái ávísun hjá þeim sem selur og hún síðan leyst út þegar greiðslu- kortafyrirtækin gera upp seðlana, en í flestum tilfellum fer greiðslan beint inn á viðskiptareikninga fyrirtækj- anna. Einar S. Einarsson var spurður hvort hann teldi mikið um svona viðskipti, en hann sagðist ekkert um það geta sagt. Hins vegar sagðist hann hafa orðið var við talsverðan áhuga ýmissa fjármögnunarfyrir- tækja á því að koma upp formlegum (viðurkenndum) viðskiptum í þess- um dúr. Aðspurður um hversu mikil afföll rætt hafi verið um í því sam- bandi sagði hann: „Ávöxtunar- prósenta heitir þetta nú hjá þeim. Fyrirtæki myndu þá bjóða upp á ákveðna ávöxtunarprósentu og greiða síðan viðkomandi út andvirð- ið.“ Einar sagði að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað um viðskipti af þessu tagi en að Visa ísland hefðu þó borist fyrirspurnir um það. - BG Stúdentar við Háskóla fslands. Fjóröungur þjóðarinnar á skólabekk síðasta vetur: Fjölgun námsmanna lang mest í erlendum skólum Fjölgun íslenskra námsmanna á síðustu árum hefur fyrst og fremst orðið í erlendum skólum. Tala íslenskra námsmanna erlendis hátt í tvöfaldaðist frá haustinu 1980 til haustsins 1985, eða úr um 1.200 upp í 2.262 nemendur. Þar af var fjölgun nemenda á lokanámsári úr um 400 árið 1980 upp í 1.050 haustið 1985, sem samkvæmt því hefðu átt að koma heim fullnuma s.l. vor. Tala lokaársnema erlendis var þá orðin nærri því jafn há og þeirra sem skráðir voru á4. námsár eða ofar í háskólanámi innanlands. Körlum í háskóla ekki fjölgað frá 1982... Námsmönnum í háskólanámi hér heima fjölgaði um innan við þriðjung á þessum sömu árum og má segja að sú aukning hafi nær öll verið vegna fjölgunar kvenna í háskólanámi, en körlum hefur ekki fjölgað sfðan 1982. Háskólanám hér á landi telst allt nám í Háskóla íslands, Kenn- araháskólanum, í tæknifræði og tækingreinum heilbrigðisstétta í Tækniskólanum og í búvísinda- deild á Hvanneyri. Skráðir nemendur í skólum voru 4.723 haustið 1985 samkvæmt nemenda- skýrslum í Hagtíðindum sem var um 30% fjölgun frá 1980. Þar af fjölgaði körlum aðeins úr um 2.030 fyrra árið upp í um 2.290 hið síðara. Sú fjölgun varð öll fyrstu tvö ár þessa tímabils, sem gæti bent til að hlutfall karla í háskóla- námi hérlendis væri orðið nokkuð stöðugt. ... en konum um f jórðung Konum í háskólanámi fjölgaði aftur á móti um 54% á þessu tímabili - eða úr 1.580 upp í um 2.440 haustið 1985, þegar þær í fyrsta skipti urðu fleiri en karlar í háskólanámi hér innanlands. Spurningin virðist vera hvort þær halda áfram að bruna fram úr körlunum að fjölda til. Helmings fækkun milli 1.og 2. árs Skráðum fyrsta árs nemum í háskólanámi hérlendis fjölgaði verulega til ársins 1982, en tala þeirra hefur síðan verið lítt breytt, eða á bilinu um 1.740 upp í 1.800 haustið 1985, sem lét nærri að vera um 40% af árgangi tvítugra íslend- inga það ár. Hátt í helmingur 1. árs háskólanema virðist síðan hætta, fara út eða halda áfram að vera 1. árs nemar, og er það hlutfall mun hærra meðal piltanna. Þannig voru haustið 1985 aðeins 426 karlar skráðir á 2. námsári af þeim 887 sem voru á 1. ári haustið áður eða um 41%, en hjá konunum var það hlutfall 534 af 875 árið áður eða 61%. Þótt fjöldi karla og kvenna á 1. ári í háskólanámi hafi verið nær sá sami haustið 1984 voru konurnar orðnar fjórðungi fleiri á 2. námsári haustið eftir. Um 60% í f ramhaldsnámi Hlutfall þeirra sem á námskrám eru á aldrinum 16 ára til tvítugs virðist einnig orðið nokkuð stöðugt síðustu árin eða rúmlega 60% ungmenna á þeim aldri. Af þeim sem voru á 20. árinu haustið 1985 voru rúmlega 53% á nemendaskrá, þ.e. sá árangur sem hefði átt að ljúka stúdentsprófi eða öðru álíka löngu framhaldsnámi á s.l. vori. Það hlutfall var nær hið sama árið áður. Skýrir fjölgun nemenda vinnuaflsskortinn? íslendingar á aldrinum 20-29 ára árið 1985 (um 44 þúsund manns) voru um 3 þús. fleiri en fólk á sama aldri fimm árum áður. Þeir á þessum aldri sem ekki voru skráðir á nemendaskrár voru þó aðeins um eitt þúsund fleiri síðara árið, sem að hluta til kann að skýra bæði vinnuaflsskortinn sem fram hefur komið að undanförnu og minni fasteignakaup þessa aldurshóps en búist hafði verið við. Haustið 1985 voru um 10.250 þessa aldurshóps (fæddir 1956-1965) enn skráðir nemendur, eð 23,3% af öllum þessum árgöngum á m óti um 8.400 fimm árum áður. Hlutfallslega var fjölgun námsmanna mest meðal þeirra elstu, t.d. voru 26-29 ára námsmenn um 58% fleiri síðara árið en 1980. Um f jórðungur þjóðar- innar á skólabekk Nemendaskrár Hagstofunnar, sem ná til 14 ára og eldri, töldu rúmlega 30 þús. manns haustið 1985. Að viðbættum álíka fjölda í 1.-7. bekk grunnskólanna hefur heildarnemendafjöldi í landinu verið í kringum 60 þús. Með öðrum orum hefur þá um það bil fjórðung- ur þjóðarinnar sest á skólabekk það haust. -HEI Ungt fólk fyrir friöi: Stöðva verður tilraunir með kjarnorkuvopn strax - íhuga þátttöku í friðarvakt í Nevada og á friðarhátíð Norðurlandanna Ungir friðarsinnar hafa tekið sig saman um að boða til almenns fundar næstkomandi sunnudag, þar sem ræddir verða möguleikar á þátt- töku í nokkrum aðgerðum á erlend- um vettvangi í þágu friðar. Er bent á að síðan Bandaríkja- menn vörpuðu kjarnorkusprengju sinni á almenna borgara Hirósíma, hafí verið sprengdar 1580 kjarnorku- sprengjur á jörðinni. Þessar tilrauna- sprengingar eru ekkert annað en undirbúningur undir hugsanlega kjarnorkustyrjöld og þær verði því að stöðva ef afvopnun eigi að verða eitthvað annað en orðin tóm. Af þessu tilefni ætli ungt fólk hvaðanæva úr heiminum að senda alþjóðlega friðarvakt til Nevada í Bandaríkjunum, í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir frekari tilraunasprengingar þar um slóðir. Þá mun fyrirhuguð mikil friðar- hátíð Norðurlandanna í Stokk- hólmi, dagana 24.-28. júní nk. Þar mætir hver þátttökuþjóð með eigin dagskrá. Til þess að reyna að virkja ungt fólk í þágu friðar og lífs á jörðinni hefur félagsskapurinn „Ungt fólk fyrir friði“ ákveðið að efna til opins fundar nk. sunnudag kl. 16.00 í húsnæði Iðnnemasambandsins, Skólavörðustíg 19. Þar verða ræddir möguleikar á hugsanlegri þátttöku í ofangreindum aðgerðum sem og hvað íslensk ungmenni geti lagt fram til eflingar heimsfriðnum. - phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.