Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. janúar 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR !l!!llllllllll!l!ll!lllllllllllllll!ll lllllllll!ll!llllllll!llllllll!lllllli11 Bjarni Hannesson: i£Minnisvarðinn!?íf Prófkjörsmál hafa komið allmik- ið við sögu nú undanfarið og er það ekki að ástæðulausu vegna afar sérkennilegra aðferða við að semja reglur um þau og ekki síst vegna, að mínu mati, mjög alvarlegrar misnotkunar á þessari þörfu og lýðræðislegu hugmynd og er það að fenginni reynslu jafnvel látið í ljós af ýmsum aðilum í stjórnmál- um að hætta beri algerlega við prófkjör. Prófkjör hafa gefist misvel og jafnvel afleitlega vegna þess að reglur um þau hafa stundum verið afar vanhugsaðar og jafnvel „heimskulegar" hjá sumum aðilum sem hafa látið framkvæma þau, og aðalgalli að mínu mati er að reynt hefur verið að „opna“ leiðir fyrir óflokksbundið fólk og það valdið : hálfgerðum „pólitískum mafíu- vinnubrögðum" og þau hafa skotið vafasömum „guðfeðrum" upp í efstu sæti á listum nú nýverið. Ég hef verið að vinna að hug- myndum um skynsamleg vinnu- brögð við samningu reglna um prófkjör, er hefðu sem megin- markmið að hlynna að betra hlut- skipti og hlutdeild kvenna í stjórn- málum, ásamt „skynsamlegum lýðræðisreglum" og hindra jafn- framt sem mest líkur á að hægt sé að beita hverskyns pólitískum „mafíuvinnubrögðum" við fram- kvæmd þeirra. Tel ég rétt að setja fram þessa hugmyndir að próf- kjörsreglum áður en lengra er haldið. Meginreglur Framkvæmdastjórn flokks „flokksráð" kjördæmisráð og/eða almennur fundur flokksmanna, skal eigi síðar en 6 mánuðum fyrir áætlaðar kosningar láta kjósa minnst 7 manna Uppstillingar- nefnd, láti framkvæmdastjórnin flokksráðið eða kjördæmisráðið einhverra hluta vegna þessa fram- kvæmd farast fyrir getur , skal almennur fundur flokksmanna kjósa Uppstillingarnefnd. Megin- reglur um framkvæmd skulu vera þessar. 1. Uppstillingarnefnd skal innan mánaðar vera búin að ganga frá flokksfélagaskrá sem al- mennir flokksmenn hafa að- gang að til athugunar. 2. Uppstillingarnefnd skal síðan vera búin innan sama mánaðar að stilla upp lista með minnst 5 mönnum og 5 konum sem frambjóðendum til prófkjörs. 3. Uppstillingarnefnd geturvalið um að raða í sæti eða vera með óraðaðan lista sem þá raðast á í sæti eftir úrslitum í prófkjöri. 4. Enginn sem ekki hefur greitt flokksgjald og er skuld- ug>ur vegna fastra flokksgjalda frá fyrri árum svo og nýskráðir mega greiða atkvæði í próf- kjöri nema að vera búnir að greiða þau gjöld mánuði fyrir boðað prófkjör, nýskráðir skulu greiða minnst 1. árgjald fyrirfram. 5. Uppstillingarnefnd skal jafn- framt á þessum eina til tveim- ur mánuðum vera búin að ganga frá inntöku nýrra flokksfélaga skrá þá ásamt öðrum fyrri félögum og skal sú endaniega kjörskrá gilda til prófkjörs. 6. Flokksbundnir félagar skulu síðan hafa aðgang að endan- lega gildri kjörskrá og hafa síðan 14 daga frest til að ákveða hvort þeir vilja til- nefna aðra aðila innan flokks- ins en tilnefndir hafa verið af Uppstillingarnefnd og ef þeir safna undirskriftum minnst 5% flokksfélaga um stuðning við aðra aðila, en Uppstill- ingarnefnd hefur ákveðið, eiga þeir fulltrúar rétt á að taka þátt í prófkjöri sem fram- bjóðendur á lista, en tilnefna verður jafn marga aðila af hvoru kyni fyrir sig. 7. Frambjóðendur samkvæmt 5% sérreglunni mega velja hvort þeir bjóði sig fram í ákveðin sæti eða ekki, en hafi Uppstillingarnefnd sett fram óraðað í sæti, en frambjóð- endur samkvæmt 5% reglunni velja að bjóða sig fram í ákveðin sæti, þá eiga fram- bjóðendur Uppstillingar- nefndar rétt á, ef þeir vilja, að bjóða sig fram í ákveðin sæti. 8. Ef almennir flokksfélagar nýta ekki rétt til framboðs og Upp- stillingarnefnd hefur valið að setja fram lista þar sem raðað er í sæti, þá er listinn sjálfkjör- inn og prófkjör óþarft. 9. Hvert atkvæði skal vera ein- ungis 1 eining við talningu í öll sæti og aðrar merkingar og talningarreglur skulu vera sem einfaldastar, auðskiljanlegar og rækilega kynntar minnst einum mánuði fyrir prófkjör. 10. Trygging kynjajafnréttis í kjörreglum fer fram á þann veg að hvort kyn fyrir sig hefur eigin töluröð frá einum að þeirri tölu er við á, miðað við fjölda kjördæmiskosinna þingmanna og verður kjörseð- ill ógildur ef ekki er merkt við jafnmarga aðila af hvoru kyni fyrir sig og þegar talið er, er atkvæðum hvers kyns haldið sér og sérraðað eftir kynjum. 10 l.(Meðfylgjandi skýringar- dæmi no. 1 og 2 eiga að sýna Hér verða sett upp 2 dæmi um hvemig úrslit í prófkjöri gætu orðið.ef eftir tillögu yrði farið.miðað er við þingkosningar og 5 þingmanna kjördæmi og 500-700 manna þáttöku í prófkjöri. Dæmi 1. Tillaga Flokkstjórnar.Flokksráðs og / eða Uppstillingamefndar flokksins eftir að gengið hefur verið frá gildandi flokksfélagaskrá sem allir fullgildir flokksfélagar hafa aðgang að. Einar Guðmundsson Ásgerður Sigurjónsdótlir Jón Jónsson Halldóra Ásgeirsdóttir Njáll Einarsson Hildur Halldórsdóttir Páll Pálsson Sigrún Sigurðardóttir Jón Einarsson Steinunn Jónsdóttir Tilnefndir af flokksmönnum samkvæmt minnihlutarétti 5 % til 1% af skráðum félögum samkvæmt gildri flokksfélaga- / prófkjörskrá. Geir Amason Halldór Ásgeirsson Magnús Sigurjónsson Ásrún Sigurðardóttir Ásta Þorgeirsdóttir Jónína Jónsdótlir Atkvæði falla á eftirgreindan hátt. Jón Einarsson 425 Steinunn Jónsdóltir 420 Jón Jónsson 410 Ásrún Sigurðardóttir 390 Geir Ámason 370 Sigrún Sigurðardóttir 369 Njáll Einarsson 365 Hildur Halldórsdóttir 361 Einar Guðmundsson 351 Ásta Þorgeirsdóttir 337 Magnús Sigurjónsson 297 Ásgerður Sigurjónsdótlir 299 Halldór Ásgeirsson 258 Halldóra Ásgeirsdóttir 270 Páll Pálsson 231 Jónina Jónsdóttir 268 Endanleg röðun á lista. l.SætiJónEinarsson 425 2.Sæti.Steinunn Jónsdóttir 420 3. Sæti.Jón Jónsson 410 4.Sæti.Ásrún Sigurðardóltir 390 5.Sæti.Gcir Ámason ó.Sæti. Sigrún Sigurðardóttir 369 7.Sæti.NjáU Einarsson 8.Sæti.Hildur Halldórsdóttir 361 9.Sæti.Einar Guðmundsson 351 lO.Sæti.Ásta Þorgeirsdóttir 337 Dæmi 2. Atkvæði falla á eftirgreindan hátt. 370 365 Jón Einarsson Jón Jónsson Geir Ámason Njáll Einarsson Einar Guðmundsson Magnús Sigurjónsson Halldór Ásgeirsson Páll Pálsson 425 Steinunn Jónsdóttir 410 Ásrún Sigurðardóttir 370 Sigrún Sigurðardóttir 365 Hildur Halldórsdóttir 351 Ásta Þorgeirsdóttir .297 Ásgerður Sigurjónsdóttir 258 Halldóra Ásgeirsdóttir 231 Jónina Jónsdóttir Endanleg röðun á lista. l.Sæli. Steinunn Jónsdóttir 450 2.Sæli.Jón Einarsson 425 3.Sæli.Ásrún Sigurðardóttir 430 4.Sæti Jón Jónsson 410 5.Sæti.Sigrún Sigurðardóttir 420 6.Sæti.Geir Ámason 370 7. S æti. Hildur Halldórsdóttir 361 8.Sæti.Njáll Einarsson 365 9.Sæti.Ásta Þorgeirsdóttir 337 10.SætLEinar Guðmundsson 351 450 430 420 361 337 299 270 268 hvernig þessi regla yrði í fram- kvæmd en hún krcfst þess að kjörseðill sé með tvöfaldri nafnaröð með reitum fyrir númer.) 11. Prófkjör fari síðan fram alls eigi síðar en þrem mánuðum fyrir hinn opinbera kjördag hinna almennu kosninga. Heimilt er þó að víkja frá tímasetningum ef kosningar verða óvænt vegna þingrofs eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika. 12. Reglur um endanlega röðun á lista skal vera sú að sá aðili karl eða kona er fær flest atkvæði í fyrsta sæti fær efsta sæti lista en í næsta sæti verði aðili af gagnstæðu kyni er fékk flest atkvæði þess kyns í fyrsta sæti og þannig verði raðað í öll sæti listans. 12 1. (Athugið dæmi 1 og 2 til skýringar.) 13. Séu tveir aðilar efstir eða fleiri með jafnmörg atkvæði skal varpa hlutkesti um efsta sæti, fyrst milli samkynja aðila og síðan milli kynja. Heimilt er þó að víkja frá þessu ef fullt samkomulag er fyrir því af hálfu efstu aðila. Ég tel óþarfa að rökstyðja þessa hugmynd hér nánar vegna þess að tími prófkjöra á þessum vetri er liðinn og reynslan af þeim mörgum vond en til þess er ill reynsla að læra af henni og skapa eitthvað nýtilegt, og að öðrum hugmyndum lítt löstuðum, þá tel ég þessa hafa algerða yfirburði, þær tryggja nauðsynlegan flokksaga, tryggja minnihlutarétt allvel, bæta réttar- lega stöðu kvenna í stjórnmálum og síðast en ekki síst, eru reglur no.l no. 4 og no. 5 verulegar hindranir fyrir pólitíska „huldu- heri“ til að skjóta inn efsta manni í einu kjördæmi hjá tveim til þrem flokkum samtímis, svo sem reynsl- an í vetur „sannaði" þó að endan- lega sé ekki frá listum gengið og vona ég að til þess kjörnir aðilar verði menn til að henda því póli- tíska rusli úr efstu sætum hið fyrsta. Niðurstaða Ég lenti í því í mínu kjördæmi að vinna að því að ógilda heimsku- legt prófkjör og er ekki enn séð fyrir endann á því máli eða hvort það næst fram, en þar var mjög heimskulega staðið að því að raða í 3. og 4. sæti á listann. Þar átti og á mjög efnilegur kvenmaður í raun allan siðferðis- legan og stjórnmálalegan rétt á að fá 3. sæti en með pólitískum bola- brögðum var karlmaður settur í það sæti en konan í 4. þá og ef hún þiggur það, en endanlega er ekki búið að samþykkja neitt af réttum aðilum þ.e. kjördæmisráðinu. Til þess að reyna að setja þetta mál ekki opinberlega í hart þá talaði ég við karlmanninn sem „taldi sig kjörinn í 3. sætið“ og fór fram á það við hann að hann „gæfi eftir þriðja sæti“ sem hann komst í með afar vafasömum hætti og færi í 4. sæti, það sæti sem hann á með réttu, sé og ef eitthvað hafi verið „rétt“ staðið að einhverju í þessu prófkjöri. Þessi aðili tók þannig undir málaleitan mína að ef og þegar þarf að reisa minnisvarða um „dauðan Framsóknarflokk," þá mun ég gera það að tillögu minni, að tekin verði afsteypa af þessum manni og hún sett á stall sem pólitískt „nátttröll“ því slík voru viðbrögð þessa manns, að verði þau víðtækari, mun flokkurinn vera verr en „dauður“, enn er tími hinnar endanlegu ákvörðunar um prófkjörsmál, þarog annarsstaðar ekki upp runninn, en fróðl'egt er að vita hvort framsóknarmenn munu veðja á lífið eða dauðann á lands- vísu, ég mun sjá fyrir „skolla þessum" nú eða síðar og þó fleiri verði, en tímafrekt og langætt mun það „stríð“ verða ef „ruslinu" sem flaut sumarstaðar upp hjá Fram- sókn verður ekki fleygt áður en endanlega verður raðað á listana. Með takmörkuðum nýársheilla- óskum til framsóknarmanna. Ritað 7.11987 Bjarni Hannesson framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar Gefjunar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.