Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 9. janúar 1987 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Arangur stjórnarsamstarfsins Senn líður að lokum kjörtímabils ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Þegar á heildina er litið hafa störf hennar verið farsæl og skilað miklum árangri, einkum á sviði efnahagsmála. Ríkisstjórnin var fyrst og fremst mynduð til þess að ráða niðurlögum verðbólg- unnar og forða með því þjóðarbúinu frá voða. Það markmið hefur tekist á kjörtímabilinu og því geta báðir stjórnarflokkarnir vel við unað. Andstæðingar ríkisstjórnar, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur héldu því óspart fram að hún myndi reynast launafólki illa. Þær fullyrðingar hafa reynst rangar. Vorið 1983 vofði yfir atvinnuleysi. Þá blasti við sú staðreynd að fjöldi atvinnufyrirtækja yrði að hætta starfsemi ef ekkert yrði að gert. Mikið var því í húfi að ábyrgt væri tekið á vandanum. í stjórnarmyndunarviðræðunum kom best fram kjarkur stjórnmálaflokkanna og forystumanna þeirra. Alþýðubandalagið lagði til að fresta vandanum um einn mánuð. Annað var ekki á þeim að græða. Alþýðuflokk- urinn hugsaði um það eitt að forðast ríkisstjórnarþátt- töku og opinberaði þar hugleysi sitt og ábyrgðarleysi. Tilboð þessara flokka nú um að taka við stjórn landsmála þegar útlitið er bjart eru því skopleg. Strax eftir að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafði verið mynduð var tekist á við vandann. Beitt var hörðum efnahagsráðstöfunum sem vissulega voru óvinsælar en þjóðin skildi að voru nauðsynlegar. Nú er atvinna næg um allt land og og samningar um kaup og kjör hafa aldrei tekist farsællegar en einmitt á þessu kjörtímabili. Viðureignin við verðbólguna hefur gengið betur en flestir þorðu að vona. Hún er nú minni en hún hefur verið í 15 ár og útlit fyrir enn meiri lækkun hennar á þessu ári. Hagvöxtur hefur aukist, viðskiptahalli minnkað og kaupmáttur launa hefur aldrei verið betri. Stjórnar- flokkarnir geta vissulega vel við unað. Við myndun ríkisstjórnarinnar voru ýmsir sem héldu því fram að hún myndi ekki verða langlíf, og vissulega gat margt bent til þess. Frá uphafi hafa Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur verið andstæðingar í stjórnmálum, enda stefnur þeirra og áherslur mjög ólíkar til margra mikilvægra málaflokka. En þrátt fyrir þessar staðreyndir þá hafa þessir flokkar getað unnið saman. Þeir hafa virt mismunandi skoðanir og með tilslökunum af beggja hálfu hafa þeir oft náð samkomu- lagi á farsælan máta. Á kjörtímabilinu hafa komið upp alvarleg ágrein- ingsmál, sem hefðu getað leitt til stjórnarslita ef ekki hefði veri vilji fyrir hendi að leysa þau. Fann vilja hafa bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sýnt enda gert sér ljóst að forsenda þess að ríkisstjórnin næði árangri í verkum sínum væri að báðir flokkarnir gæfu eftir af kröfum sínum og leituðu leiða sem báðir gætu sætt sig við. Hitt skal ítrekað að mikill munur er á stefnum þessara flokka. Þegar styttist til kosninga kemur sá munur betur og betur í ljós. Það er eðlilegt. GARRI IPllllIl Lánasjóðsmálið Núna síðustu dagana hefur Garri fylgst af áhuga með þeim umræð- um, sem fram hafa farið um Lána- sjóðsmálið svo nefnda. Þetta mál er allt saman skólabókardæmi um það þegar pólitísk upphlaup eru gerð af litlu tilefni og þyrlað upp moldviðri í þeim tilgangi einum að koma höggi á andstæðing í stjórn- málum. Að minnsta kosti fær Garri ekki betur séð en svo sé. Aðalatriðið í málinu er það, þegar hisminu hefur verið flett utan af, að núverandi menntamála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur verið að vinna að því af hálfu flokks síns að endurskoða þá þjón- ustu sem Lánasjóður ísl. náms- manna veitir. Eins og menn vita er það í anda frjálshyggjunnar að hið opinbera veiti sem minnsta aðstoð við að tryggja jafnrétti til náms í landinu. Þar eiga helst þeir einir að fá að læra sem eiga auðuga feður eða eru lagnir að koma sér i mjúkinn hjá ríkisbubbum. Félagshyggjumenn vilja hins vegar að ungt og vel geflð fólk losni við þá kvöð að þurfa að knékrjúpa útgerðarmönnum eða hcildsölum til að geta komist í skóla. Þeir vilja hjálpa öllum, sem á annað borð hafa námshæflleika, til að spreyta sig. Um þessa stefnu hefur Fram- sóknarflokkurinn staðið traustan vörð í núverandi stjórnarsamstarfi. Upphlaup Friðriks Friðrik Sophusson er varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Sem slíkur telur hann sig vitaskuld þurfa að halda andlitinu og sýna af sér röggscmi. Að því er að gæta að honum er nýbúið að mistakast að leiða ráðandi öfl í flokki sínum til sigurs gegn Albert Guðmundssyni í prófkjöri í Rcykjavík. Líka verður að hafa í huga að Friðrik er tiltölulcga nýlega búinn að hlaupa á sig einmitt i Lánasjóðs- málinu. Eins og menn vita braut hann trúnað í september s.l. þegar Finnur: Hefur unnið af heilindum. Friðrik: Þarf að verja eigið skinn. hann kynnti fyrir íslenskum náms- mönnum í Svíþjóð þær hugmyndir sem á þeim tíma var verið að ræða í samvinnunefnd stjórnarflokk- anna um málið. Gilti þá einu þótt formaður þessarar nefndar, maður að nafni Friðrik Sophusson, hefði lagt á það verulcga áherslu að ekkert fréttist opinberlega af nefndarstarflnu. Garra sýnist það liggja á borðinu að hér sé Friðrik einfaldlega að reyna að bjarga eigin skinni. Af- glöpin í Svíþjóð og útreiðin úr prófkjörinu eru hlutir sem honum flnnist hann þurfa að breiða yfir. Og aðferð hans sé að rcyna að láta líta svo út að hann sé að sýna af sér röggscmi, sem hæfl pólitískum leiðtoga, og á sama tíma að reyna að koma eigin sök yfir á pólitískan andstæðing. Ekki stórmannlegt Ekki verður bcinlínis sagt að hér sé stórmannlega að verki staðið. Finnur Ingólfsson er ungur maður sem hcfur þó verið virkur lengi innan Framsóknarflokksins og - þykir þar lofa ákaflega góðu. Við- brögð hans við þessari árás Friðriks hafa líka verið röggsamleg og benda enn til þess að hann sé maður sem mikils megi vænta af á vettvangi stjórnmálanna í framtíð- inni. Garri fær líka ekki betur séð en að í Lánasjóðsmálinu í heild hafl Finnur unnið af heilindum. Skiptir þá engu hvað þeir Friðrik og Sverr- ir hafa um málið að segja. Finnur hefur staðið þar dyggan vörð um þá félagshyggjustefnu sem Fram- sóknarflokkurinn aðhyllist og fer saman við hagsmuni meginþorra námsmanna. Af þcssari ástæðu varð Garri einnig ánægður að sjá það í Morg- unblaðinu sínu í gær að þar hefur Staksteinahöfundur tekið rækilega upp hanskann fyrir sína menn, þá Friðrik og Sverri. Hann gerir raun- ar meira, því að segja má að hann hundskainmi Finn. Slíkt er góðs viti. Það lofar góðu um unga framsóknarmenn þegar ráðamenn á Morgunblaðinu og aðrir sjálfstæðismenn sjá ástæðu til að gera sitt besta til að taka þá á beinið. Garri. VÍTT OG BREITT Hvar er Alþýðu bandalagið? Mikil umbrot eru nú í þjóðfélag- inu, stórverkföll skollin á og kosn- ingahríð að hefjast. Síðustu mán- uði nýliðins árs voru gerðir miklir kjarasamningar. Prófkjör innan stjórnmálaflokkanna hafa farið fram með miklum bægslagangi og í sumum tilfellum er ekki enn séð fyrir endann á hvernig röðun á framboðslistanna lyktar. Margs kyns fjárglæframál eru í rannsóknum, sem jafnvel tengjast bönkum og stjórnsýslu. Af skoð- anakönnunum má marka að veru- legra breytinga getur vcrið að vænta á flokkafylgi innan örfárra mánaða. Velta því margir fyrir sér hvernig stjórnarmynstur við mun- um búa við næstu árin. Er því að vonum að stjórnmálaflokkarnir ota sínum tota hver sem betur getur um þessar mundir. Margs kyns ágreiningsmál cru uppi milli stjórn- arflokkanna og skerpast þau eftir því sem nær dregur kosningum. Eins og gefur að skilja hafa stjórnmálamenn um nóg að spjalla og þeir sem fjalla um þjóðmál í fjölmiðlum eru síst af öllu í efnis- hraki. Týnt og tröllum gefið Mitt í þessu góðæri þjóðmála- skúmanna kviknaði týra í kolli eins þeirra: Ósköp er langt síðan maður hefur verið að ónotast út í Alþýðu- bandalagið. Svo er farið að rýna betur í málgagn sósíalisma og verkalýðs- hreyfingar og nokkrum blöðum flett til að sjá hvort manni hafi yfirsést eitthvað. Hvergi vottarfyr- ir neinu sem hægt er að agnúast út í. Hvað hefur nú forystuliðið verið að leggja til mála í vetur? Ekkert sem munað er eftir. Engu er líkara en að Alþýðu- bandalagið sé týnt og tröllum gefið. Það er orðið áhrifalaust innan verkalýðshreyfingarinnar, hlut- laust í veigamiklum kjarasamning- um, víðtæk verkföll eru ekki tilefni til stóryrtra yfirlýsinga og rjóma- logn hvílir yfir flokksstarfi og próf- kjörum. Hlutleysi í pólitík Meira ber á ágreiningi stjórnar- flokkanna um einstök mál, en stjórnarandstöðunni eins og hún leggur sig. Alþýðubandalagið hef- ur stundum verið að bera sig eftir að vera forystuafl andstöðunnar en nú er engu líkara en flokkurinn sé orðinn hlutlaus. Hefur kannski dregið sig út úr pólitík, eins og ágætur alþýðuflokksmaður lýsti ástandi síns flokks á sínum tíma. Þjóðfrelsisöflin láta lítið á sér kræla og heyrist ekki hósti né stuna í þá veru að varnarliðið ætti að fara að hypja sig brott af landinu. Alþýðubandalagið er greinilega þreyttur flokkur, án stefnu og tilgangs. Flokkurinn er búinn að æpa sig hásan af gífuryrðum um eigið ágæti og vandlætingu á stefnu og gjörðum allra annarra. Flokkurinn hefur gert kröfur allra sérþarfahópa að sínum og tekið undir allt óánægjunöldur hvers þess sem þykist eiga samfé- laginu grátt að gjalda eða heimtar ótakmörkuð framlög úr gullkistum þess. Yfirboð og óraunsæjar tillög- ur er það eina sem forystusauðirnir hafa fram að færa og af sjálfu leiðir að þeir og flokkurinn eru að missa alla tiltrú. Áhrifaleysinu fylgir vanmáttur til að láta á sér bera og einhvern veginn er það svo að fæstum kemur neitt við hvað forystuliðið er að tuðla eða málgagnið að reyna að blása upp. Kannski fcr að örla á lífsmarki þegar nær dregur kosningum en það sýnist borin von að alþýðu- bandalagsmenn geri nokkrum andstæðingi heitt í hamsi í þeirri orrahríð sem nú er skammt undan. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.