Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fncti irlani ir Q ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í handknattleik rúmlega hálfnað: Hörkuhandbolti á skemmtilegu og afar spennandi Islandsmóti - FH-ingar og Víkingar hafa tekið forystuna en fleiri lið gætu blandað sér í toppslaginn - íslandsmótið í handknattleik er nú rúmlega hállnað og er óhætt að scgja að sjaldan Itafi verið boðið upp á jafnskemmtilegt og spennandi mót og nú. f>að sanna leikirnir í fyrra- kvöld. FH vinnur KA með einu marki norður á Akureyri þar sem Eggert Tryggvasyni norðanmanni mistekst vítaskot þegar leiktíminn er úti og KR sigrar Fram, einnig með einu marki, í hörkuleik í Höllinni. Hinir leikirnir tveir, viðureignir Breiðabliks og Stjörnunnar og Hauka og Árntanns, enda svo með jafntefli. Spennandi mót og það kunna áhorfendur ætíð vel að meta enda hcfur þeim fjölgað gífurlcga frá því á síðasta keppnistímabili þegar áhorfendur mátti oft tclja á fingrum annarrar handar - eða rúmlcga það. Að vísu verður að taka með í reikninginn að undirbúningur lands- liðsins undir hcimsmeistarakeppn- ina í Sviss gerði allt mótshald hér á landi að ákaflcga miklu aukaatriði hjá handknattleikssambandinu í fyrra og 1. deildarkeppnin varð því ekki svipur hjá sjón. Nú er annað upp á teningnum. Mótið nokkuð samfellt til þcssa, leikirnir spennandi og margir góðir og það sem sérstaklega er eftirtekt- arvert er hversu margir ungir og efnilegir leikmenn fylla nú skörð þeirra cldri mcð miklum sónta. For- ráðamenn handknattleiksins þ.e. stjórnendur og þjálfarar eiga hrós skilið fyrir að koma sífellt með unga leikmenn fram á sjónarsviðið, leik- menn scm eiga eftir að bera merki íslands á alþjóðavettvangi hátt á lofti á næstu árum. FH-ingar, KR-ingar og Víkingar virðast eiga mest af upprenntindi stjörnum, tvö liðin berjast reyndar á toppi deildarinnar með þennan mannskap innanborðs en KR-ingar hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar og meiðsli lykilleikmanna dregið úr þeim máttinn. En hvar standa svo liðin þegar lokaspretturinn fer að hefjast? FH- ingar er efstir með 17 stig eftir ellefu leiki. Eftir slaka byrjun hefur liðið verið ósigrandi og ungu mennirnir á borð við Héðin Gilsson, Pétur Pet- .ersen, Óskar Helgason og Gunnar Beinteinsson virðast vera hlaðnir orku og tilbúnir til að hlaupa enda- laust eftir strangar æfingar Viggós Sigurðssonar þjálfara. Pað eru þó reyndari leikmcnnirnir, þeir Þorgils Óttar Mathiesen, Guðjón Árnason og Óskar Ármannsson sem hafa að undanförnu borið uppi leik Hafn- firðinganna og má líklegt telja að þeirra verði enn frekar þörf í kom- andi toppbaráttu. Víkingar eru einnig með 17 stig, að vísu með verra markahlutfall en FH-ingar en eiga frestaðan (og unt- deildan) leik við Valsmenn inni. Víkingar hafa fjóra landsliðsmenn, þá Guðmund Guðntundsson, Hilm- ar Sigurgíslason, Karl Þráinsson og Kristján Sigmundsson og einnig eru þeir Bjarki Sigurðsson og Árni Frið- leifsson í hópi efnilegustu leikmanna Jöfnum leikjum fylgja fleiri áhorfendur hér á landi. Víkingar hafa fengið á sig færri mörk en nokkuð annað lið í deildinni og góð markvarsla, sterk- ur varnarleikur ásamt verulegri landsliðsreynslu gera íslandsmeist- arana sannarlega að því liði sem sigurstranglegast er í deildinni. Spútniklið Brciðabliks úr Kópa- vogi er með 16 stig að afloknum 11 leikjum en liðið lciddi deildina er jólafrí gekk í garð. Blikar hafa tapað naumlcga fyrir FH-ingum og gert jafntefli við Stjörnuna á nýja árinu og sýnt í þeim leikjum að þeir eru til alls vísir í baráttunni um íslands- meistaratitilinn. Margir spáðu því eftir nokkra leiki að Blikar ntyndu senn springa á limminu cins og gengur í gerist með nýliða í 1. deildarkeppnum. Það hefur ekki gerst ennþá því samheldni og baráttugleði gera Kópavogsbúana að einu skemmtilegasta liði dcildar- innar og jafnframt því hættulegasta. Ekki hefur það skemmt fyrir að Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður og varamarkvörðurinn Þórir Siggeirsson hafa sýnt mjög góðan leik í allan vetur og bræðurnir Björn og Aðalsteinn Jónssynir eru leik- menn sem allir vildu hafa í sínum liðum. Valsmenn hafa hlotið 12 stig úr tíu lcikjum og hafa mannskap til að blanda sér í toppslaginn. Hinsvegar hefur markvarslan ekki verið upp á það besta og leikmenn virðast oft hugsa nreira um sinn eigin franta en velgengni liðsins. Vörn Valsmanna er sterk með Geir Sveinsson og gamla brýnið Þorbjörn Guömunds- son í aðalhlutvcrkum. Þrír snjallir horna- og hraðaupphlaupsntenn, þeir Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Pálmi Jónsson, eru í liðinu og í skyttuhlutverkum eru Júlíus Jónasson og Stefán Halldórs- son, ekki ónýtur mannskapur það en spurningin er fremur unr liðssam- vinnu og liðsanda. KA á Akureyri er komið með 1. deildarlið sem gefur toppliðunum lítið eftir og stuðningur norðlenskra áhorfenda er mikill t.d. létu um tólf hundruð manns sjá sig í íþróttahöll- inni á Akureyri í fyrrakvöld er KA lék við FH. Brynjar Kvaran, mark- vörðurinn góðkunni, þjálfar og leik- ur með liðinu og hefur átt ágætis keppnistímabil. Fyrir utan eru skytt- urnar Jón Kristjánsson unglinga- landsliðsmaður og Friðjón Jónsson fyrirliði í aðalhlutverkum ásamt þeim hvika Pétri Bjarnasyni. Liðið siglir nú lygnan sjó í miðri deild, er með 11 stig, og stefnir sjálfsagt að því að vera í efri hluta deildarinnar. Frant og Stjarnan hafa bæði hlotið tíu stig úrellefu viöurcignum. Fram- arar hafa orðið fyrir því áfalli að missa sína helstu skyttu Egil Jóhannsson frá vegna meiðsla um tíma og við því hefur Per Skarup, hinn danski þjálfari og ágæti leikmaður liðsins, ekki fundið svar. Fram tapaði mcð miklum nrun fyrir KA á Akureyri um helgina og aftur fyrir KR í fyrrakvöld. Agnar Sig- urðsson er sá leikmaður sem mest Arni til liðs við Stjörnuna Knattspyrna: Geir Sveinsson Valsari skorar framhjá Guðmundi Friðrikssyni Ármannsmarkverði. Geir og félagar hans geta með góðum endaspretti blandað sér í toppbaráttu 1. deildarinnar en Ármenningar falla líklegast niður í 2. deild. Árni Sveinsson, hinn gamalkunni landsliðsmaður frá Akranesi, hefur tilkynnt félagaskipti yfir í Stjörnuna í Garðabæ og mun leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Það er mikill fengur fyrir Garðbæinga að fá Árna til liðs við sig, hann hefur mikla og góða reynslu og kemur sjálfsagt til með að styrkja hið annars unga og óreynda 3. deildar lið Stjörnunar verulega. Þá hafa tvær kunnar knattspyrnu- konur gengið til liðs við 1. deildarlið Stjörnunnar og eru það Magnea Magnúsdóttir og Margrét Sigurðar- dóttir. Magnea lék á síðasta ári með Breiðablik, Margrét spilaði hinsveg- ar með norsku liði en þar áður með Breiðablik. Kristinn Björnsson hefur verið endurráðinn þjálfari karlaliðsins og var gerður samningur við hann til tveggja ára. Aðalsteinn Örnólfsson mun hinsvegar þjálfa kvennaliðið og einnig 2. flokk karla. hefur sótt sig á tímabilinu hjá Fram en besti maður liðsins hefur óum- dcilanlega vcrið Birgir Sigurðsson línumaður cr lék með Þrótti í fyrra, mikill skorari og útsjónarsamur leikmaður er sannarlega kemur til greina í landslið. Stjörnunni var spáð mikilli vel- gengni á þessu tímabili en hún hefur látið bíða eftir sér. Stjarnan hefur skorað mest allra liða í deildinni og hafa Hannes Leifsson og Gylfi Birg- iisson verið drýgstir við skorunina. Stigasöfnunin hefur hinsvegar ekki gengið sem skyldi það sem af er vetrar en nú virðist liðið vera á uppleið á ný eftir öldudal sem fylgdi eftir Evrópuviðureignir þcss í haust. Það veitir liðinu einnig styrk að Magnús Teitsson, línumaðurinn snjalli, er byrjaður að leika á ný eftir slæm meiðsli. KR-ingar eru með 8 stig en hafa verið óheppnastir allra liða í deild- inni. ÞeirfenguHansGuðmundsson til liðs við sig fyrir byrjun móts sent lykilskyttu. Hans hefur hinsvegar lítið getað leikið, tvíbrotnað á hendi og er skarð fyrir skildi. Flestir leik- menn liðsins eru mjög ungir að árum, leikmenn á borð við hinn stórgóða hornamann Konráð Olavs- son og Þorstein Guðjónsson. Leik- reyndir jaxlar á borð við Jóhannes Stefánsson og Ólaf Lárusson eru einnig fyrir í liðinu en stcfnan hjá Vesturbæingum hlýtur, sem komið er, að vera sú að halda sér í deildinni. Það er ærið verk. Haukar frá Hafnarfirði nrunu að líkindum berjast við KR-inga um fallið. Haukarnir eru með 6 stig en eru dulítið óútreiknanlegir. Þeir hafa markahæsta leikmann 1. deild- arinnar Sigurjón Sigurðsson innan sinna vébanda og góðan markvör'ð í fornti Gunnars Einarssonar. Þá er Jón Örn Stefánsson snjall og dugleg- ur leikmaður og Ólafur Jóhannesson knattspyrnukappi er nú farinn að leika með sínu gamla liði af fullum krafti. Annars er lítið hægt að segja um stigasöfnun Haukanna, hún fer ekki alltaf eftir venjulegum Iögmál- um. Það kemur nær örugglega í hlut Ármenninga að falla niður í 2. deild. Ármenningar hafa 1 stig eftir 11 leiki, fengu sitt fyrsta stig í fyrra- kvöld en setja verður stórt spurn- ingamerki við hvort þau verði fleiri. Guðmundur Friðriksson getur varið ágætlega þegar sá gállinn er á honum en tvo til þrjá verulega góða útileik- menn vantar til að leikur Ármenn- inga geti verið á 1. deildarstigi. hb Páll Ólafsson og aðrir KR-ingar hafa átt erfítt uppdráttar í vetur og það hafa Framarar einnig. Bæði liðin hafa orðið fyrir þeirri blóðtöku að missa sínar helstu skyttu í meiðsli. Brasilía efst Brasilíumenn er efstir í heimsmeistarkeppni öld- unga, keppninni um Pelebikarinn, sem nú fer fram í Brasilíu. Heimamenn gerðu jafntefíi við Uruguay í gær 0-0 og hafa því fengið 3 stig úr tveimur leikjum. Argentínumenn, Vestur-Þjóðverjar og Uruguay- menn hafa eitt stig en ítalir ekkert. Öll þessi lið hafa leikið einn leik en ítalir og Vestur- Þjóðverjar áttu að leika seint í gærkvöldi. Landsliöshópur í handknattleik hefur verið valinn: Konráð í ÓL-hópinn KR-ingurinn Konráð Olavsson er eini nýliðinn í 22ja manna hóp sem Bogdan landsliðsþjálfari hefur valið til æfinga og keppni fyrir Ólympíu- leikana í Seoul árið 1988. Hinn ungi hornamaður hefur staðið sig mjög vel það sent af er vetrar með 1. deildarliði KR-inga. Aðrir leikmenn sem valdir hafa verið í þennan hóp eru markverðirn- ir Kristján Sigmundsson, Einar Þor- varðarson, Guðmundur Hrafnkels- son og Brynjar Kvaran og útileik- mennirnir Jakob Sigurðsson, Guð- mundur Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Karl Þráinsson, Geir Sveinsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Hilmar Sigurgíslason, Bjarki Sig- urðsson, Kristján Arason, Sigurður Sveinsson, Héðinn Gilsson, Sigurð- ur Gunnarsson, Páll Ólafsson. Al- freð Gíslason, Júlíus Jónasson, Atli Hilmarsson og Þorbergur Aðal- steinsson. Hugsanlega bætast þeir Steinar Birgisson og Þorbjörn Jensson við í geysisterkan hóp sem gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi Ólympíu- leika. Konráð Olavsson KR-ingur er kom- inn í æfíngahóp Bogdans landsliðs- þjálfara sem undirbúa á sig fyrir Olympíuleikana í Seoul árið 1988.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.