Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 1
í STUTTU MÁLI... FLUGLEIÐIR bjóöa nú upp á helgartilboö i innanlandsflugi. Boöiö er upp á flug, gistinau og morgunverö fyrir mun lægra verö en flugfar kostar venjulega. Gisting í eina aukanótt kostar 900 kr. Um er aö ræöa helgar- feröirtil Reykjavíkurfrá21 áfangastað Flugleiöa, Flugféiags Noröurlands og Flugfélags Austurlands, en helgarferö- irfrá Reykjavík og út á land eru aðeins til sex staða, þ.e. Akureyrar, Egils- staöa, Vestmannaeyja, Hornafjaröar, ísafjaröar og Húsavíkur. MYNDLISTARSÝNING veröur haldin aö Hallveigarstööum í tilefni 80 ára afmælis Kvenréttindafé- lags íslands þann 23. janúar næst- komandi. Sýningin mun standa til 8. febrúar. Sýning þessi er sölusýning og á henni veröa gömul og ný myndverk, teikningar, grafík, textíl og málverk. Konur sem áhuga hafa á aö taka þátt í sýningunni geta skilaö inn verkum sinum 12. janúar á mili 17:00 og 19:00 en sýningarnefnd mun velja úr verkum. Auk sýningarinnar verður síödeg- isveisla í tilefni afmælisins sunnudag- inn 18. janúar. GUNNLAUGUR STEFÁNS- SON hlaut lögmæta kosningu í Hey- dals prestakalli í Austfjaröaprófasts- dæmi í prestkosningum sem fram fóru sl. sunnudag. Á kjörskrá voru 540 og þar af greiddu atkvæöi 375, eöa tæp- lega 70%. Gunnlaugur var áöur starfs- maður Hjálparstofnunar kirkjunnar. Kona hans er Sjöfn Jóhannesdóttir, sem Ijúka mun guöfræöiprófi í vor. Þau eiga einn son Stefán Má. Gunnlaugur tekur við af sr. Kristni Hóseassyni sem lét af störfum fyrir aldurssakir um áramótin síöustu. ANNAÐ ÁRIÐ í röö fæddust aðeins um 3.800 börn í landinu á síðasta ári, en 1985 fæddust 3856 börn, sem er t.d. um 600 færra en áriö 1983. Svo fá börn hafa ekki fæðst í landinu síðan áriö 1947, þótt konur á barnsburðaraldri séu nú rúmlega tvö- falt fleiri en þá. Haldi sama hlutfall áfram yröu ófæddar kynslóðir um 8% fámennari en kynslóð foreldranna, samkvæmt útreikningum Hagstofunn- ar. SAMNINGAFUNDUR Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambands íslands/ Vinnumálasambands samvinnufélag- anna hófst kl. 16:00 miðvikudaa oa stóö fram til kl. 16:00 í gær. Fundinum var þá frestað. Engin niöurstaöa fékkst. Aðilar voru sammála um að athuga málin hver í sínu lagi í fram- haldi af fundinum. Næsti samninga- fundur hefur verið boðaöur kl. 14:00 á sunnudag. KRUMMI „Þýðir þetta að efnahagsstefna stjórnarinnar snúist í suð-suðvestur og verði þar með í höfn?" Þjóðhagsstofnun: Opinber þjónusta hækkar um 10,1 % - meðalhækkun hjá sveitarfélögum 10,7% en 9% hjá ríkinu. Meiri hækkanir en gert var ráð fyrir, segir Björn Björnsson hagfr. ASÍ Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni ríkisstjórnarinnar tekið saman yfir- lit yfir áhrif verðhækkana opin- berrar þjónustu á vísitölu fram- færslukostnaðar. Niðurstaðan er sú að þjónusta ríkisins hækkar að meðaltali um 9,0%, en þjónusta sveitarfélaga um 10,7%. Samtals er því meðalhækkun opinberrar þjónustu 10,1%, eða vel yfir þeim mörkum sem sett voru við gerð kjarasamninganna í desember, en þar var gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 7,5% og verðhækkanir því ekki meiri en því nemur. Samtals hækkar framfærsluvísitala því um 0,67%. Af hækkunum hjá sveitarfélög- um vega hækkanir hitaveitnanna þyngst, eða rúmlega helming á við aðrar hækkanir. Voru þessi mál til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Sagði Steingrímur Hermannsson að hann teldi hækkanir ríkisins nokkurn veginn viðunandi cn hækkanir sveitarfélaga fullháar. Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ treysti sér ekki að leggja mat á þessar tölur, þar scm honum hefði ckki enn borist samantekt Þjóðhagsstofnunar. Hins vegar sagði Björn að hann hefði átt von á að þessar tölur hefðu jafnvel verið hærri. Hins vegar væri ljóst að þessar hækkanir væru meiri cn gert hefði verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga. Ekki treysti Björn sértil aðsegja til um hvort vísitalan færi yfir rauða strikið í byrjun febrúar vegna þessara hækkana, en benti á að nokkuð svigrúm hefði myndast í desembermánuði, þegar vísitalan varð hálfu prósentustigi minni en ráð var fyrir gert. - phh Jón Helgason landbúnaöarráöherra: Könnun á áhrifum fullvirðis- Ráöherrar funda með deiluaðilum í sjómannadeilunni: réttar Aðsnúruþurrka þvottinn Þær virðast una scr vd kerl- ingarnar úr látbragðsleiknum „Risinn draumlvndi" þar sein þær standa sitt hvoruin niegin við skapara sinn, Helgu Steff- cnsen, og hengja þvott á snúru. Helga inun sýna leikbrúður sínar í Gerðubergi nú uin helg- ina, cn hún hefur búið til fjölda leikbrúöa sem „komið hafa frain“ í leikritum eða í sjón- Varpi. Tíniumynd-Pjetur Ríkisstjórnin mun ekki grípa inn í „Verkfallið ógnar efnahagsstefnunni,“ segir Matthías Bjarnason Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra og Matthías Bjarna- son, viðskipta- og samgöngumála- ráðherra áttu í gær fund með deiluaðilum í sjómannadeilunni í því skyni að kynna sér málið og reyna að liðka fyrir sáttum. Halldór Ásgrímsson sagði eftir fundinn að hann væri ekki bjart- sýnn á lausn deilunnar, sem nú þegar væri farin að hafa alvarleg áhrif á stöðu helstu freðfiskmark- aða okkar erlendis, þar sem litlar sem engar birgðir væru fyrir hendi. Hann kvaðst þó andvígur því að stjórnvöld gripu inn í þessa vinnu- deilu á þessu stigi málsins. Matthías Bjarnason sagði í við- tali við Tfmann að ekki hefði verið gert ráð fyrir verkföllum við gerð kjarasamninganna og þegar loforð ríkisstjórnarinnar hefðu verið gefin. „Ef þessi verkföll halda áfram, erum við auðvitað að kasta frá okkur allri efnahagsstefnu sem hér hefur verið mörkuð," sagði Matthías. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætli sér að grípa inn í sjómanna- deiluna, sagðist Matthías ekki geta sagt um það á þessu stigi málsins. Það yrði að sjá til með það. -phh { gangi er athugun á því hvaða bændur það eru sem koma til með að fá mesta skerðingu vegna reglugerðar um fullvirðisrétt. Ennfremur er í gangi athugun á því með hvaða hætti er hægt að koma til móts við þessa bændur með tilliti til þeirra eigin afkomu og einnig með byggðasjónarmið í huga. Það er Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð sem vinna að þessari athugun. Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra segir að hann sé og hafi alltaf verið reiðubúinn að vinna að framgangi þeirra til- lagna sem frá Stéttarsambandi bænda koma. Sjá viðbrögð Jóns Helgason- ar við tillögu Páls Péturssonar um að reglugerð um fullvirðis- rétt verði dregin til baka og endurskoðuð á bls. 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.