Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur 9. janúar 1987 llllllllllllllilllllllllllll HELGIN FRAMUNDAN llllllllllllllllllllllllllllll Þjóðleikhúsið um helgina: r Aurasálin Aurasálin Gamanleikurinn Aurasálin eftir skopsnillinginn Moliere var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla og hefur verið uppselt á fyrstu fimm sýningarnar. Sveinn Einarsson þýddi og leikstýrði þessum 300 ára gamanleik. Finnski listamaðurinn Paul Suom- inin hannaði leikmynd og bún- inga. Jón Þórarinsson samdi tón- list við verkið og æfingastjóri tón- listar var Agnes Löve. Ljósa- hönnuður Ásmundur Karlsson, sýningarstjóri Jóhanna Norðfjörð og aðstoðarmaður leikstjóra Þór- unn Magnea Magnúsdóttir. Bessi Bjarnason leikur aurasál- ina Harpagon en í öðrum hlutverk- um eru: Pálmi Gestsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Gísli Alfreðsson, Sig- ríður, Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláks- son, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Jón Símon Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Júlíus Hjörleifsson og Hákon Waage. Aurasálin verður sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld -1 smásjá (föstudag) og á sunnudagskvöld kl. 20.00. Á laugardagskvöld verður aukasýning á gamanleiknum Aurasálin eftir Moliere kl. 20.00, en þá hafði verið ráðgert að sýna Uppreisn á í safirði, en þeirri sýn- ingu varð að aflýsa vegna veik- inda. í smásjá Nýtt leikrit var frumsýnt í árslok á Litla sviðinu, nýju leiksviði Þjóðleikhússins, sem er til húsa að Lindargötu 7 bakvið Þjóðleikhús- ið. Það var í smásjá eftir Þórunni Sigurðardóttur í leikstjórn Þór- hafls Sigurðssonar. Gerla hannaði leikmynd og búninga. Leikritið fjallar um líf og dauða og margt þar á milli. Sögupersónurnar eru tvenn hjón, þar af þrír starfandi læknar. Einn þeirra fær alþjóðlega viðurkenningu í upphafi leiks, en þegar óvænt örlög breyta lífi þeirra, þurfa þau að endurmeta bæði líf sitt og starf. Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Sigurður Skúlason og Ragnheiður Steindórsdóttir fara með hlutverkin. Sýningar verða í kvöld (föstudag) og sunnudag kl. 20.30. Frederick Marvin heldur fyrirlestur og tónleika Próf. Frederick Marvin frá Syracuse-háskólanum í Bandaríkjunum, sem heldur fyrirlestra-tónleika í sal Tón- listarskólans í Reykjavík laug- ardaginn 10. janúar kl. 10.30 um tónskáldið Jan Ladislav Dussek og sunnudaginn 11. janúar kl. 17.00 um Padre Antonio Soler, mun halda op- inbera tónleika að Kjarvals- stöðum mánudaginn 12. janúar kl. 20.30. Samhliða glæsilegum ferli sem píanóleikari hefur próf. Marvin einnig lagt stund á fræðistörf og eru rannsóknir hans á hinu lítt þekkta, spænska tónskáldi, Padre Ant onio Soler, þekktar meðal tón- listarfólks. Hefur hann gefið út fjölmörg verk þessa athygl- isverða tónskálds. Þá er hann og þekktur fyrir kynningu sína á lítið þekktum píanóverkum Dusseks. Fyrirlestra-tónleikar hans í Tónlistarskólanum í Reykjavík eru opnir öllurn píanókennur- rm, píanónemendum og öðrum ahugamönnum. Guðný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins Á morgun, laugardag 10. janúar halda þau Guðný Guðmundsdótt- ir konsertmeistari og Philip Jenk- ins píanóleikari tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjar- bíói kl. 14.30. Þetta eru síðustu tónleikarnir á fyrri hluta starfs- vetrar. Báðir þessir listamenn eru löngu landsþekktir, Guðný fyrir starf sitt sem konsertmeistari, einleikari og kennari og Philip fyrir starf sitt hér á meðan hann bjó á Akureyri, og hann hefur haldið tengslum við landið og íslenska tónlistarmenn æ síðan hann flutt- ist aftur burt. Á efnisskránni á laugardag eru sónötur eftir Beethoven, Jón Nordal, Brahms og Edward Elgar. Leikfélag Reykjavíkur um helgina: Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson - frumsýning á sunnudag Á föstudagskvöld verður sýning á leikritinu Vegurinn til Mekka kl. 20.30 í Iðnó, og Land míns föður er sýnt á laugardagskvöldið á venju- legum tíma, 20.30. Sunnudaginn 11. janúar er Leikfélag Reykjavíkur 90 ára. Þá um kvöld- ið er frumsýnt leikrit Birgis Sigurðssonar „Dagur vonar“. Leikarar eru: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson, Valdimar Örn Flygen- ring, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigríður Hagalín og Guðrún S. Gísladóttir. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg: Höggmyndasýning Ámorgun, laugardag 10. janúar kl. 14.00 verður opnuð sýning á höggmyndum Jóns Sigurpálsson- arí „GalleríSvart áhvítu" við Óð- instorg. Jón er fæddur árið 1954. Hann nam við Myndlistarskólann i Reykjavík 1974-'78 og í Hollandi frá 1978-'84. Jón Sigurpálsson er nú búsettur á ísafirði þar sem hann er safnvörður og er í forsvari fyrir Slunkaríki, galleríi ísfirðinga. Verkin á þessari sýningu voru sýnd í Gallerí Magstræde í Kaup- mannahöfn s.l. haust. Sýningin eropinkl. 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga og stendur til 18. janúar. Skemmtifundur Félags harmonikuunnenda Nú eru skemmtifundir Félags harmonikuunnenda að hefjast á ný. Þeir verða í Templarahöllinni við Skólavörðuholt kl. 15.00-18.00 á sunnudögum. Fyrsti fundurinn eftir áramótin verður nú sunnudag inn 11. jan. Þar verður fjölbreytt dagskrá, góðar veitingar og dansað í lokin. Skemmtinefndin hvetur til að félagar mæti vel og stundvís- lega, og allir eru ávallt velkomnir. Góð skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Skemmtinefndin. Ljósmyndasýning á Mokka Rétt fyrir jól opnuðu myndlistarmennirnir Magnús S. Guðmunds- son og Tryggvi Þórhallsson litljósmyndasýningu á Mokka við Skóla- vörðustíg. Á sýningunni eru 178 myndir unnar með blandaðri ljósmynda- tækni, og eru þær allar til sölu. Sýningin stendur til 15. janúar. Föstudagur 9. janúar 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Guðmundur Benedikts- son. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. (Frá Akureyri) 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Frettir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haralds- son. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Menningarvitarnir“ eftir Fitz Leiter Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (6). 14.30 Nýtt undir nálinni Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fróttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórnendur: Kristín Helg- adóttir og Vemharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Sfðdegistónleikar „LaCarillon“, balletttónl- isteftir Jules Messenet. „Nationar-fílharmóníu- sveitin leikur; Richard Bonynge stjómar. 17.40 Torgið - Menningarmál. Umsjón: Oðinn Jónsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurðarson flytur. (Frá Akureyri) Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Björn Valtýsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Ljóðarabb. Sveinn Skorrí Höskuldsson flytur. b. Úr Mímisbrunni. Þáttur íslenskunema við Háskóla íslands: Rithöf- undurinn Kristín Sigfúsdóttir. Umsjón: Ragnhild- ur Richter. Lesari: Soffía Auður Birgisdóttir. c. Annáll ársins 1986. Sigurður Kristinsson tekur saman þátt úr dagbókum Sæbjarnar Egilssonar á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísnakvöld. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sór um þáttinn. 23.00 Andvaka Þáttur í umsjá Pálma Matthíasson- ar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 tii kl.03.00. ras Föstudagur 9. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Spjall við hlustendur á landsbyggðinni, vinsæld- alistagetraun og fleira. 12.00 Hádegisútvaip með fréttum og léttri tónlist í umsjón Gunnlaugs Sigfússonar. 13.00 Bót í mátl Mergrót Blöndal les bróf frá hlustendum og kynnir óskalög þeirra. 15.00 Sprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyði um helgina. 17.00 Fjör á öðrum degi jóla með Bjarna Degi Jónssyni og Emu Arnardóttur. 18.00 Hlé. 20.00 Tekið á rás Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson lýsa fyrri leik Víkings og pólska liðsins Gdansk í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik í Laugardalshöll. 22.00 Kvöldvaktin Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20,15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni -FM 90,1. 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni -FM 96,5. Föstudagsrabb Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. Föstudagur 9. janúar 18.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) 24. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.25 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 4. janúar. 18.55 Skjáauglýsingar og dagskrá 19.00 Á döfinni. 19.10 í deiglunni. Stutt mynd um Helga Gíslason myndhöggvara og list hans. Helgi hlaut nýlega verðlaun fyrir tillögu sína að listaverki við nýja Útvarpshúsið við Efstaleiti. 19.30 Spítalalíf (M*A*S*H) Fjórtándi þáttur. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.35 íþróttir. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnað - Annáll ársins 1986. Stjórn upptöku: Ðjörn Emilsson. 2l.50Sá gamli (Der Alte) 29. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlutverk Siegfried Lowitz. Þýðandi Þórhallur Eyþórsson. 22.50 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Um- sjónarmaður Helgi E. Helgasson. 23.25 Seinni fréttir 23.30 Paradine-málið. (The Paradine Case) Bandarísk bíómynd frá árinu 1948. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Gregory Peck, Ann Todd og Charles Laughton. Sakborningur í morðmáli er ung kona sem verjandinn i málinu verður ástfanginn af. Honum er því venju fremur mikið í mun að fá skjólstæöing sinn sýknaðan af ákærunni. Þýðandi Stefán Jökulsson. 00.35 Dagskrárlok._ STÖD TVÖ iStENSKA SjOnvaRPSFEláGiO Föstudagur 9. janúar 17.00 Myndrokk. Bandaríski vinsældarlistinn. Stjórnandi er Simon Potter.__________________ 18.00 Teiknimynd. Gúmmíbirnirnir (Gummi Bears). 18.30 Einfarinn. (Travelling Man). Á leiðinni að húsbát sínum sem er bundinn nálægt bóndabæ í Cheshire, þá rekst Lomax á menn sem eru að .flytja nautgripi niður ána. En áður en hann kemst að því hvað þeir eru raunverulega að gera er hann sleginn í rot. 19.30 Fréttir. 19.55 Um víða veröld. Fréttaskýringaþáttur í um- sjón Þóris Guömundssonar.____________________ 20.15 Einstök vinátta. (Special Friendship). Ný bandarísk sjónvarpskvikmynd með Tracy Boll- an og Akosua Busia í aðalhlutverkum. Mynd, byggð á sannsögulegum atburðum sem gerist i borgarastyjöldinni í Bandaríkjunum. <í2.10 Þrumufuglinn II. (Airwolf II). Bandarísk kvikmynd með Jan Michael Vincent, Ernest Borgnine og Alex Cord í aðahlutverkum. Hawk er sendur til Zimbabve á Þrumufuglinum. Þar hittir hann fyrrum yfirmann bróður síns, sem týndist í Vietnam-stríðinu. Sovéskir njósnarar beita síðan öllum brögðum til þess að ná Þrumufuglinum. 23.45 Benny Hill. Breskur gamanþáttur sem farið hefur sigurför um allan heim. 00.10 Stjörnuvíg III. (Star Trek III). Bandarísk kvikmynd með William Shatner og Deforest Kelley í aðalhlutverkum. Myndin gerist á 23. öldinni. Plánetan Gepesis hefur orðið til en hún kostaði mikið, líf kafteins Spock. Saavik liðsfor- ingi og Davis læknir fara í rannsóknarleiðangur og komast að því að plánetan hefur þróast á mjög óvenjulegan og ófyrirsjáanlegan hátt. En það eru fleiri sem hafa áhuga á Genesis og meðal þeirra er orrustuforinginn Kruge, sem er valdagráðugur og svífst einskis til þess að ná henni á sitt vald. Leikstjóri er Leonard Nimox. 01.50 Myndrokk. Gestir, viðtöl, tíska, tónlist og fleira. Stjórnandi er Amanda. 04.00 Dagskrárlok. Föstudagur 9. janúar 7.00- 9.00 Á fætur mei SigurSi G. Tómassyni. Fréttir kl. 7.00,8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Fréttir kl. 10.00,11.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. Fréttapakklnn. Flóamarkaður- inn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrlmur Thorsteinsson I Reykja- vik síðdegls. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Þorstelnn J. VHhjálmsson. 22.00-03.OOJón Aael Ólafsson. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Harald- ur Glslason leikur tónlist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.