Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 20
§ SAMBANDSFÓÐUR KEPPNIN um íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik stendur nú sem hæst og er sú keppni hörö, jöfn og spennandi. FH-ingar og Víkingar tróna á toppi deildarinnar en fleiri lið gætu blandaö sér í toppslaginn. Nánar er fjallaö um íslandsmótið á íþróttasíðum Tímans í dag. ' ' ' - V' "V ' A ~' líniiiin FÖstudagur 9. janúar 1987 Kjararannsóknarnefnd: Gífurlegt launaskrið hjá skrifstofukörlum - verkakonur heföu haft 8.500 kr. hærri meðaltekjur sl. vor meö sama launaskriði Þeir - karlar - sem eru á höttunum eftir vellaunuðu starfi ættu tæpast að líta við öðru en skrifstofustörfum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar hefur launaskriðið hjá kontóristum verið langt umfram allar aðrarstéttir á undanförnum tveim árum. Þannig hækkuðu meðaltekjur skrifstofu- karla á landinu öllu um rúmlega 122% (á höfuðborgarsvæðinu um 133%) frá 2. ársfjórðungi 1984 til 2. ársfjórðungs 1986, en meðaltekjur verkakvenna um tæplega 80% á sama tímabili - þrátt fyrir styttingu á vinnutíma karlanna en lengingu hjá konunum. Þetta þýðir með öðrum orðum það, að hefði hækkun meðaltekna skrifstofukarla á öllu landinu verið hlutfallslega sú sama og hjá verka- konunum á fyrrgreindu tveggja ára tímabili hefðu þeir s.l. vor verið með um 49.360 kr. mánaðartekjur í stað 61 þús eða um 11.640 kr. lægri tekjur en raunin var á. Ef hins vegar meðaltekjur verkakvenna hefðu breyst í takt við tekjur skrifstofu- karlanna hefðu þær í vor verið um 44.400 á mánuði í stað 35.930 kr., Fengur kominn í slipp: Óljóst hvenær Fengur fer til Grænhöfðaeyja Ekkert skip landar rækju á Kópaskeri á meðan Dreki er í slipp eða um 8.470 kr. hærri á mánuði en raun varð á. Þær 1-6 þús. krónur sem lægst launuðu verkakonurnar fengu umfram aðra í nýgerðum kjarasamn- ingum vega því ekki nema að hálfu leyti eða svo upp í það sem tekjurnar þeirra hafa dregist aftur úr á undan- förnum tveim árum. Þess má geta að vinnutími verkakvennanna var í vor um 14 stundum lengri á mánuði heldur en skrifstofukarlanna. Hvað aðrar stéttir varðar hafa meðaltekjur hjá verkakörlum, iðnað- armönnum og afgreiðslukörlum hækkað um 90-92% á sama tímabili, tekjur afgreiðslukvenna minna eða 86%, en tekjur skrifstofukvenna rúmlega 100% að meðaltali. Þótt tekjur iðnaðarmanna hafi hækkað nokkurnveginn í takt við tekjur annarra karla sem að framan eru nefndir er athyglisvert að sjá að tekjur þeirra í samanburði við skrif- stofukarlana hafa breyst úr því að vera um 12% hærri vorið 1984 í að vera rúmlega 3% lægri s.l. vor - þrátt fyrir að vinnuvika iðnaðar- mannanna hafi lengst úr 50,1 í 52,3 stundir á tímabilinu en vinnuvika skrifstofukarlanna styst úr 44,2 niður í 42,5 stundir. Hækkanir umfram taxta - launa- skriðið - voru samkvæmt útreikning- um Kjararannsóknarnefndar um 32% hjá skrifstofukörlunum á þessu 2ja ára tímabili, rúmlega 18% hjá skrifstofukonum, um 17% hjá af- greiðslukörlum og 11% hjá konun- um, um 12% hjá iðnaðarmönnum, rúmlega 10% hjá verkakörlum og aðeins rúmlega 4% hjá verkakonun- um. _ HEI Forsætis- ráðherra boðið til Moskvu - ekki afráðið hvort Steingrímur fer Sendiherra Sovétríkjanna á fs- landi héfur fært Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra boð um opinbera heimsókn til lands- ins frá stjórnvöldum Sovétríkj- anna. Steingrímurhefurenn ekki tekið afstöðu til þessa boðs, en í samtali við Tímann staðfesti hann að slíkt boð hefði komið fram og taldi að líklegasti tíminn til að af heimsókninni gæti orðið, væri þegar Norðurlandaráð þingar í Helsinki, síðustu vikuna í febrú- ar. „Ég hef fulla ástæðu til þess að ætla að þetta boð standi í sam- bandi við leiðtogafundinn sem haldinn var hér í fyrra. Rússarnir hafa hvað eftir annað lýst sérs- takri ánægju sinni með fram- kvæmd okkar varðandi leitoga- fundinn,“ sagði Steingrímur. Ákvörðun um hvort forsætis- ráðherra þiggur boðið verður ték- in innan skamms. -ES Fengur, skip Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands fór í slipp nú um áramót, er þar um að ræða venjulegt viðhald, skröpun, botnhreinsun, málun og þess háttar. Fengur var á rækjuveiðum fyrir Kópaskersbúa frá 25. september og frant í miðjan desember og landaði rúmum 166 tonnum af rækju fyrir rúmlega níu og hálfa milljón að brúttótekjum. Af brúttótekjunum greiddu Kópaskersbúar 25% til Þróunarsamvinnustofnunar en Kópaskersbúar greiddu allan rekstrarkostnað af skipinu. Það má því ætla að hreinar tekjur Þróunar- samvinnustofnunar hafi verið um 2.400.000,- Að sögn Þórs Guðmundssonar hjá Þróunarsamvinnustofnun standa nú yfir viðræður við Grænhöfða- eyinga um áframhaldandi þróunar- verkefni, en ekkert er endanlega ákveðið þar um. „Þetta hangir nú líka saman á spýtunni með hvaða fjármuni við komum til með að hafa úr að spila,“ sagði Þór. Þór sagði einnig að þótt ekkert yrði af verkefni á Grænhöfðaeyjum myndi Fengur líklega ekki halda áfram veiðum við ísland, heldur yrði hann látinn liggja við bryggju. Að sögn Haraldar Sigurðssonar útgerðarstjóra Sæbliks á Kópaskeri eru ekki horfur á að nein skip fáist til að leggja upp þar til hið nýja skip Kópaskersbúa, Dreki, kemur úr slipp eftir um tvo mánuði og því blasi ekkert annað en atvinnuleysi við ef Fengur fengist ekki áfram, en útgerð hans hefði gengið ákaflega vel sérstaklega þegar tillit væri tekið til þess að gæftir hefðu verið mjög slæmar í lok leigutímans. Kristján Ármannsson fram- kvæmdastjóri Sæbliks sagðist telja að það væri afskaplega mikið betra fyrir alla aðila að leigja skipið áfram en að láta það liggja við bryggju, það kæmi þróunarstarfi í heiminum ekki að neinu gagni að skipið lægi við bryggju, betra væri að fá einhverja legupeninga. -ABS Ekið á stórmarkað Ökuferð þessa kraftmikla sportbíls um Vesturbæinn í Reykjavík endaði snögglega seint í fyrrakvöld þegar honum var keyrt á stórmarkað þar sem heitir JL-húsið við Hringbraut. Betur fór en á horfðist og slapp ökumaðurinn ómeiddur, en bíllinn hefur örugglega einhverntíma litið betur út. Ökumanninn, sem grunaöur var um ölvunarakstur tók lögreglan í sína vörslu en bfllinn var fjarlægður með krana. Tímamynd Sverrir Sjómannadeilan: Samningaumleitanir hafa siglt í strand Allir fulltrúar sjómanna gengu af fundi ríkissáttasemjara sem boðað hafði verið til í gær, vegna þess að rækjutogarinn Hafþór neitar enn að koma í land, en vestfirskir sjómenn hafa gert það að skilyrði fyrir frekari samningaviðræðum. Sjómannasam- band íslands, sem kom á fund sátta- semjara í fyrsta sinn síðan það gekk út aðfaranótt mánudags, hafði lýst því yfir að þeir myndu sýna starfs- bræðrum sínum fullkomna sam- stöðu. „Þetta er prinsippmál og það er einfaldlega biðstaða þar til þetta mál verður leyst,“ sagði Hólmgeir Jónsson hagfræðingur Sjómanna- sambandsins í samtali við Tímann í gær. Að sögn Hólmgeirs mun maður frá Sjómannasambandinu fara til London á sunnudag, en áður hafði verið ráðgert að hann færi í dag. Ástæðan fyrir þessari seinkun er sú að þeir menn hjá Alþjóða flutninga- verkamannasambandinu sem sam- ráð þarf að hafa við munu vera á ferðalagi og ekki koma til höfuð- stöðvanna fyrr en á mánudag. Hót- unin um löndunarbann eða samúð- arverkfall erlendis þegar íslensk skip eru annars vegar er þó enn í fullu gildi. Sjómannasambandið hefur nú boðað að ein fyrsta krafa sem þeir muni vilja ræða um þegar sest verður aftur að samningaborðinu sé sú að skip sigli þegar í stað til hafnar þegar verkfall skellur á. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.