Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 6
c I 6 Tíminn FRETTAYFIRLIT BEIRÚT — Fallbyssukúlum var skotið á flugvöllinn í Beirút og kviknaði í einni Boeing 707 flugvél i eigu líbanska Mið- Austurlandaflugfélagsins. Þá létust að minnsta kosti fimm manns og tíu særðust í stór- skotaárásum á tvö hverfi krist- inna manna í Beirút. BEIRÚT — Fyrrum óþekktur skæruliðahópur kristinna manna í Líbanon sagðist hafa staðið að tilrauninni i fyrradag til að ráða Camille Chamoun fyrrum forseta af dögum. WASHINGTON - Reagan Bandaríkjaforseti, sem er við góða heilsu eftir uppskurð og krabbameinsrannsókn, snéri aftur af sjúkrahúsi til Hvíta hússins í dag. Hans bíða tvö óskemmtileg mál, annarsveg- ar deila við þingið út af fjár- lagafrumvarpi og hinsvegar Iransmálið. KUWAIT — Dagblað í Kuw- ait sagði Kaddafi oa stjórn hans í Líbýu vera að endur- skoða stuðning sinn við iran í Persaflóastríðinu við Iraka vegna vopnaviðskiptanna við Bandaríkjastjórn. LUNDÚNIR — Líbýustjórn neitaði fréttum frá París um að hún hefði sent herflugvélarsín- ar í árásarferð til Kouba Olanga sem er sunnan við sextánda breiddarbaug. Hann skilur að suðurhluta Chad þar sem hin lögbundnu stjórnvöld ráða ríkjum og norðurhlutann sem uppreisnarmenn og Lí- býumenn ráða yfir. HAAG — Hersveitir í Súri- nam, fyrrum nýlendu Hollend- inga, eiga nú í hörðum bardög- um við uppreisnarmenn í aust- urhluta þessa Suður- Ameríku- ríkis. PARÍS — Samningaviðræð- ur um að binda enda á verkfall járnbrautarstarfsmanna í Frakklandi hófust að nýju í gær. Verkfallið hefur nú staðið a fjórðu viku og hefur haft mjög alvarleg áhrif víðsvegar um landið. Jacques Chirac for- sætisráðherra hefur frestað fyrirhugaðri ferð sinni til Kan- ada vegna ástandsins heima fyrir. Föstudagur 9. janúar 1987 iiiiiiiiiiw utlond iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iii;ii:!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMi[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiii Kólumbía: Bandaríska sendiráðið opnar aftur þrátt fyrir árásarhug eiturlyfjakónga Zimbabwe: Skæruliði vissi ekki að stríðið væri búið Hafðist við í helli í átta ár Bogota-Rcufer Bandaríska sendiráðið í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, var opnað aftur í gær fyrir almenning eftir að hafa verið lokað í 36 klukkustundir. Lokunin kom til vegna frétta um að eiturlyfjasmyglarar hygðust gera árás á bygginguna. Talskona sendiráðsins sagði liina rammgerðu byggingu í miðborg Bogota hafa verið opnaða á hádegi en hinsvegar neitaði hún að gefa nánari upplýsingar um hvernig ör- yggismálum væri háttað í sendiráð- inu. Blöð í Bogota sögðu lögreglu hafa Berlínarmúrinn: Staðfestir stirða sambúð Samskipti þýsku ríkjanna stirö: Austur-Þjóðverjar saka Kohl um lygar og ábyrgðarleysi Austur Berlín-Rcuter Opinbert dagblað í Austur- Þýskalandi birti í gær bréf frá lesendum þar sem þeir saka Hel- mut Kohl kanslara Vestur-Þýska- lands um að sýna ábyrgðarleysi og dreifa hatri með því að saka austur- þýsk stjórnvöld um að hafa í haldi pólitíska fanga og reka einangrun- arbúðir. Bréfin voru birt í blaði kommún- istaflokksins „Nýja Þýskaland" og á undan þeim var dulítill leiðari þar sem Kohl var sagt að gera sér íjóst að Austur-Þýskaland væri sjálfstætt ríki og yrðu ábyrgir þjóð- arleiðtogar að virða rétt þess og koma heiðarlega fram við ráða- menn þess. Jafnaðarmenn í Vestur-Þýska- landi hafa einnig gagnrýnt Kohl harðlega fyrir þá fullyrðingu hans að um tvö þúsund pólitískir fangar séu í haldi í Austur-Þýskalandi. Stjórnvöld austan megin hafa neit- að þessum fullyrðingum kanslarans sem koma nú þegar stutt er í kosningar í Vestur-Þýskalandi. Orð Kohl voru sögð vera „skipu- legar hatursofsóknir“ gagnvart hverjum einasta íbúa Austur- Þýskalands í einu bréfanna í „Nýja Þýskalandi" sem undirritað var af doktor Klaus Hardenberg. í öðru bréfi var fullyrðing Kohls sögð vera þáttur í að snúa Vestur- Þjóðverjum algjörlega til hægri í stjórnmálum. komist á snoðir um áætlanjr eitur- lyfjamafíunnar um að ráðast á sendi- ráðið, líklega í hefndarskyni fyrir framsal Bandaríkjamanna á Kól- umbíumönnum sem grunaðir eru um eiturlyfjasmygl. Allir almennir starfsmenn sendi- ráðsins voru sendir heim til sín er því var lokað. Þetta voru uni 450 manns, þar af um 200 Bandaríkjamenn. Fréttir um hefndaraðgerðir eitur- lyfjamafíunnar fylgdu í kjölfar her- ferðar kólumbísku stjórnarinnar gegn eiturlyfjasmyglurum sem stað- ið hefur yfir síðustu þrjár vikurnar. í þeirri herferð hafa meira en 600 manns verið handteknir og eru sex af þeim taldir vera í hópi helstu eiturlyfjakónga landsins. Eiturlyfjasmyglararnir hafa einnig verið reiðir vegna samkomulags sem stjórnvöld í Bogota og Washington gerðu með sér og felur í sér framsal hugsanlegra smyglara. Sprengja sprakk fyrir utan banda- ríska sendiráðið í Bogota í nóvem- ber árið 1984 og lést einn kólumbísk- ur borgari af völdum hennar. Harare-Rcuter Skæruliði í Zimbabwe sem lif- að hefur í helli síðustu átta árin er kominn fram úr felustað sínum til að uppgötva að Zimbabwe er orðið sjálfstætt ríki. William Jimu Bonga, einnig þekktur undir nafninu „Stórslys", var einn tugþúsunda skæruliða sem börðust undir stjórn Roberts Mugabe núverandi forsætisráð- herra gegn stjórn hvíta mannsins. í Ródesíu. Frelsisstríðið bar árangur árið 1980 er Mugabe varð æðsti maður landsins og Ródesía varð að Zimbabwe. Bonga sagði fréttamönnum að hann hefði tapað vopnum sínum í rigningarstormi er hann var á vakt í austurhluta Zimbabwe árið 1978. Hann faldi sig í helli þar til í nóvember á síðasta ári að fólk í nágrenninu uppgötvaði að þar væri maður og lét lögreglu vita. „Ég hafðist við í hellinum hvern dag og fór aðeins út á næturnar til að leita matar og vatns. Ég hélt að stríðið stæði enn yfir...,“ sagði Bonga. ■ Norðurlanda- kuldi í metham Stokkhólmur-Reuter Kuldinn í Svíþjóð cr nú að nálgast met og í Finnlandi hefur ekki verið kaldara síðan í hinu svokallaða vetrarstríði mflli Finna og Sovét- manna árið 1940. í Noregi búast veðurfræðingar við að hundrað ára frostamet verði sleg- ið á næstu dögum í hinni norðlægu Finnmörk sem liggur að sovésku landamærunum. Þar fór hiti niður í mínus 46 Celsíusstig í fyrradag og vantaði aðeins fimm stig upp á að kuldinn næði því sem hann hefur mest verið mældur á þessu svæði. Rafmagnsnotkun í Stokkhólmi hefur aldrei verið meiri en hiti er þar um mínus 21 stig á Celsíus. í norður- héruðum Svíþjóðar hefur hiti hins- vegar farið niður í mínus 52 Celsíus- gráður og eru glóðarker úti á stöðum eins og í hafnarborginni Luleu til að vegfarendur geti ornað sér. Mikil truflun hefur orðið á járn- brautarsamgöngum í Svíþjóð vegna kuldanna og á síðustu dögum hafa sum pósthús orðið að loka. Fólki er ráðlagt að þvo sér ekki með sápu eða raka sig til að viðhalda náttúrulegu fitumagni andlitshúðarinnar og þannig verja sig kuldanum. Vitað er um tvo menn sem dáið hafa í Helsinki vegna kuldanna en þar hefur hitastig komist niður í mínus 30 Celsíusgráður. Þrátt fyrir hroðalega kulda á Norðurlöndum benda veðurfræðing- ar á það jákvæða. Hlutirnir hafa jú oft verið verri. Árið 1595 og aftur árið 1638 fraus t.d. sjórinn við frönsku hafnarborgina Marseilles við Miðjarðarhafið og árið 1602 fraus vatn í ánni Guadalquivir í grennd við spænsku borgina Seville, sem er í héraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR Japönsk flugvél á leið frá íslandi til Alaska: í FYLGD MED FLJUGANDIFURÐUHLUT? Reyndur japanskur flugmaður sagði það stærra en allt annað sem vitað er að getur flogið. Það flaug hratt, a.m.k. nógu hratt til að fylgja Boeing 747 flutningaþotu eftir í hálftíma þar sem hún flaug yfir óbyggðum Alaska. Tveir minni hlut- ir fylgdu þeim stærri eftir og saman mynduðu þeir einkennilegt mynstur gulra og grænna lita. Allt líkist þctta mjög sögum um fljúgandi furðuhluti utan að- hluturinn sást nefnilega líklegast í ratsjá japönsku flutninga- vélarinnar sem og á jörðu niðri. Það var vikuritið Newsweek sent skýrði frá þessum atburði nú í vik- unni en japanska flutningavélin var á venjulegri flugleið frá Keflavík til Anchorage í Alaska þann 17. nóv- ember á síðasta ári er flugstjórinn Kenjyu Terauchi og tveir aðstoðar- menn hans sáu óþekkta hlutinn fljúga við hlið þeirra rétt undan ströndum Norður-Alaska. Terauchi gat staðsett hlutinn með hjálp veðurratsjár flugvélar sinnar og flugmálastjórnir á jörðu niðri sögðust hafa greint í skamman tíma bergmál sem gæti hafa komið frá hlut í nánd við japönsku vélina. Rannsókn á þessum fljúgandi furðuhlut hefur nú verið hætt enda ekkert að rannsaka eða eins og Paul Steuckc talsmaður flugmálayfir- valda í Anchorage segir: „Stjórnandi vélarinnar sá það sem hann sá... það gæti hafa verið óþekktur hlutur eða hugsanlega herflugvél frá Banda- ríkjunum, Kanada eða öðru landi." Terauchi er hinsvegar ekki í vafa um að hluturinn sem hann sá þessa heiðskýru nóvembernótt hafi verið frá öðrum hnetti þar sem menning væri á mun hærra stigi en gerist á jarðarkringlunni. Terauchi segir brosandi að einungis það gcti útskýrt áhuga hinna óþekktu á farminum sem japanska flugvélin flutti á leið sinni frá íslandi til Alaska; kassa af frönsku Beaujolais víni. (Byggt á Newsweek) i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.