Tíminn - 16.01.1987, Síða 8

Tíminn - 16.01.1987, Síða 8
Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Gerræðisleg vinnubrögð menntamálaráðherra Á þessu kjörtímabili hefur starfsferill Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra verið litríkur. Hvað eftir annað hefur hann sýnt vald sitt og yfirgang, hvort heldur það hefur verið í orðræðu eða athöfnum, með þeim hætti að þjóðinni blöskrar. Öllum er í fersku minni árásir hans á Lánasjóð íslenskra námsmanna fyrir ári, sem einkum beindust að framkvæmdastjóra lánasjóðsins og starfsmönnum hans. Þeirri deilu lauk með brottvikningu fram- kvæmdastjórans úr embætti. Enn hefur menntamálaráðherra reitt til höggs og nú er það Sturla Kristjánsson, fræðslustjórinn í Norðurlandi eystra sem verður fyrir barðinu á skapvonsku ráðherrans. Fyrirvaralaust er honum, sem opinberum embættismanni, vikið úr starfi, af þeirri ástæðu einni að hann hefur framfylgt þeim lögum sem í landinu gilda um nám í grunnskólum. Augljóst er að menntamálaráðherra er andvígur því að svo sé gert og þar af leiðandi á móti þeirri skólastefnu sem rekin hefur verið í Norðurlandi eystra. I ályktun sem skólastjórar og kennarar á svæðinu hafa sent frá sér lýsa þeir yfir fullum stuðningi við fræðslustjórann og mótmæla þeirri rangsleitni Sverris Hermannssonar að reka hann úr embætti fyrir samþykktir skólamanna í Norðurlandi eystra. Þá gera þessir aðilar þá kröfu að uppsagnarbréf Sturlu verði dregið til baka þegar í stað. Engin ástæða er til að halda að Sverrir Hermanns- son sé slíkur maður að hann verði við þeirri kröfu. Hann hefur margsinnis sýnt að hann skirrist ekki við að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur sem ganga þvert á venjur um mannleg samskipti. Hann einn ræður. Orð hans eru lög. Vera má að um þessa ráðstöfun hans sé full samstaða meðal sjálfstæðismanna, og að sú skóla- stefna sem í þessari aðgerð felst sé hin raunverulega stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Sé það svo verður að gera þá kröfu að formaður flokksins skýri það opinberlega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er á hinn bóginn ósam- mála þessum vinnubrögðum menntamálaráðherra er nauðsynlegt að það komi fram. Ótækt er að lands- menn viti ekki hver skólastefna Sjálfstæðisflokksins er örfáum vikum áður en gengið er til kosninga. Vinnubrögð menntamálaráðherra í þessu máli eru hneyksli sem ekki er hægt að líða. Enda þótt vald ráðherra sé mikið verður ekki þolað að þeir leyfi sér að reka háttsetta embættismenn fyrirvaralaust úr starfi fyrir það eitt að þeir framfylgi landslögum. Þessi aðgerð menntamálaráðherra er mjög alvar- leg. Reynist Sturla Kristjánsson ekkert saknæmt hafa unnið hlýtur að koma upp sú krafa að mennta- málaráðherrann segi af sér embætti. Menntamálaráð- herra sem aðrir þegnar þjóðfélagsins verða að vera ábyrgir gerða sinna. 8 Tíminn Föstudagur 16. janúar 1987 GARRI ÞorsteinsPasson^ Oum 'Xe a athygl'-. A- "kvörðun um að sj6.l iafnan tfethað vel íyru- 1 aaman ti\ {undarfl L jetningu nennt rn® stiómmálan\en \ nnadei\una me AsMfstæð-L ..Lgnar slððu Og btjótast \ LvitundarformannsS^ k ara otroo m5taða ramma. \ -„f\0^ksms. ^að ý forystu-L 'ormaður Sj að stóðva \ itað bar {° vægt mál viðl Morgunblaðið styður Þorstein Eins og tryggir Garralesendur muna vafalaust lauk hann pistli sínum í gær með því að spyrja hvort óvæntur stuðningur við Þor- ' stein Pálsson, scm fram kom í baksíðufrétt Morgunblaðsins í fyrradag, næði einnig inn á rit- stjóm blaðsins. Ekki þurfti Garri lengi að bíða eftir svari við þeirri spurningu. Það kom í leiðara Morgunblaðsins í gær og cr ótví- rætt jákvætt. Þessi leiðari er langur og torskil- inn eins og Morgunblaðsleiðarar eiga að vera. Eins og menn vita ætlast þeir hjá Morgunblaðinu ekki til þess að almennir lesendur eyði tíma i þessi skrif, þvi að þeir leggja enga áhcrslu á að gera þau aðgengi- leg eða læsileg fyrir allan alinenn- ing. Eins og Garri hefur áður bent á eru þessi stjórnmálaskrif Morg- unblaðsins ætluð miðaldra kaup- sýslumönnum og tæplega lesin af öðrum. En þegar leiðarinn er lesinn niður í kjölinn fer ekki á milli mála að núna er Morgunblaðið loksins farið að styðja formann Sjálf- stæðisflokksins. Eins og menn vita hefur blaðið alls ekki stutt flokkinn undanfarið nema þegar því hefur sýnst svo. Það hefur til dæmis tckið neikvæða afstöðu gagnvart Albert Guðmundssyni. Líka hefur tónninn gagnvart Þorsteini Páls- syni vægast sagt verið heldur nei- kvæður. Þangað til í gær og fyrra- dag. Steingrímur og Halldór leystu málin Nú er það sannast sagna að afskipti Þorsteins Pálssonar höfðu í rauninni litla sem enga þýðingu fyrir lausn sjómannadeilunnar. Þegar málin cru vegin og metin af réttsýni sjá menn strax að það voru þeir Steingrímur lierinannsson og Halldór Ásgríinsson sem réðu úr- slitum um aö hún leystist. Og kallarnir úr Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni, sem Þorsteinn er núna að rcyna að knésetja. Það sem geröist var að deilan var komin í sjálfheldu á sunnudag- inn var. Ríkisstjórnin, undir for- ystu Steingríms Hermannssonar, • kom þá til skjalanna, ákvað að kalla saman þing og leggja fyrir það frumvarp til laga um að binda enda á dciluna. Jafnframt vann sjávarútvegsráðhcrra ötullega að því að koma deiluaðilum saman á fund að nýju. Vitaskuld varhonum styrkur í ákvörðun ríkisstjórnar- innar, en árangurinn af þéssu starfi hafa menn nú fengið að sjá. Og sjálfstæðisráðherramir mega ciga það að þeir virðast hafa staðið heils hugar að starfi ríkisstjórnar- innar að þessarí lausn málanna. Þorsteinn, aftur á móti, gerði í rauninni ekkert annað en að halda eina ræðu þegar hann kom heini, gera hávaða í þinginu og gera sitt besta til að gera samflokksráðherra sína að ómerkingum. Nær Þorsteinn völdunum? Þótt Morgunblaðið hafi núna tekið þá stefnu að styðja Þorstein tii valda og þar með áframhaldandi formennsku þá er ekki þar með sagt að það dugi. Það sem Morgun- blaðið virðist vilja er sterkur for- maður f flokknum, en það hefur þó sýnt sig áður að til beggja átta getur bragðið um það hvort stuðn- ingur Morgunblaðsins reynist í raun gagnlegur þegar á hólminn er koinið. Þau Matthías Bjarnason, Matt- hías Mathiescn, Ragnhildur Helg- adóttir, Sverrir Hcrmannsson og Albert Guömundsson eru öll gam- alreynd á vígvelli stjórnmálanna. Hvað sem skoðunum þeirra líður þá er þar á feröinni fólk sem allir vita að er lítið fyrir að láta gera sig ómerkt orða sinna af cinhverjum strákpjökkum. Og sem er lítið fyrir það að láta Morgunblaðið beygja sig. Þess vegna er ekki annaö að sjá en að nú sé framundan styrjöld í Sjálfstæðisflokknum. Á öðrum vængnum eru Morgunblaðið og Þorsteinn, sem það hefur nú loks- ins tekið upp á arma sína eftir langa bið úti í kuldanum. Á hinum vængnum eru hinir ráðherrarnir, sem verða vafalaust þungir á bár- unni. Og Garri fær ekki betur séð en að hér geti vcrið á ferðinni hið versta mál fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, svona rétt fyrir kosningar. Garri. VÍTT OG BREITT Uppar í framboði Tímarnir breytast og gildismat gærdagsins er orðið úrelt og ný viðhorf taka við. í stjórnmálum er allt á hverfanda hveli og meira að segja er Stefán Valgeirsson ekki lengur í framboði fyrir Framsókn- arflokkinn. Menntamálaráðherra rekur flokksbróður sinn úr embætti fyrir óútskýrðar sakir og fjármála- ráðherra endurtekur garpskap Árna Oddssonar, lögmanns, þegar hann tók land á Austfjörðum og reið dagfari og náttfari til að bjarga málum föður síns á Þingvöllum. Hverra æru Þorsteinn var að bjarga er enn ekki ljóst, en að minnsta kosti ekki flokksbræðra sinna í ráðherrastólum. Eitt sinn kenndi Alþýðubanda- lagið sig við verkalýð og fyrir nafnbreytingu hafði það valdatöku með byltingu á stefnuskrá, eins og hver annar almennilegur kommún- istaflokkur. En verkalýður heyrir nú sögunni til og er svoleiðis fólk ekki lengur gjaldgengt til stjórn- málaþátttöku, eins og glöggt má sjá á framboðslistum. Sósíalismi og verkalýðshreyfing er ekki lengur í tísku hjá allaböll- um og óánægjunöldur og þvarg hefur tekið við af baráttunni fyrir framtíðarríkinu. Borgaralegir verðleikar Áróðursaðferðirnar breytast. S.l. laugardag gat að líta heilsíðu G-listinn á Reykjanesi Hæfni. Heiðarleiki. Nýjar hugmyndir G.EIR-.-:r:: Olafur ragnar-.- ...—..— ASDIS-..-; — . BJARGEY-^. - .--------- JÓHANNA- .... .....— Gerum ísland að fyrirmynd auglýsingu í DV sem við fyrstu sýn lítur út eins og þekkileg kynning á tískuvörum frá vandaðri fatabúð. Þegar betur var að gætt, kom i ljós að frambjóðendur allaballa á Reykjanesi auglýsa til að ganga í augun á kjósendum. Og rétt er það, dáfríður er flokkurinn, og ágætlega puntaður. Auglýsingatextinn er líka vand- aður. Þar er ekkert lúið kjaftæði um öreiga og djöfulskap auðvalds- ins. Hann undirstrikar aðeins það sem myndirnar segja okkur: Hér eru uppar á ferð og þeir skírskota náttúrlega einkum til þeirra sem einnig eru á uppleið. Hæfni. Heiðarleiki. Nýjar hug- myndir. Þessar upphrópanir mundu hæfa vel frambjóðendum til forseta JC. Sömuleiðis þeir verð- leikar sem frambjóðendurnir eru gæddir. Sá fyrsti er þekktur fyrir ábyrga afstöðu í fjármálum og framsýni í framkvæmdum. Annar hefur sýnt að íslendingar geta átt frumkvæði á alþjóðavettvangi. Sá þriðji hefur tekið þátt í að gera Kópavog að fyrirmynd annarra byggðarlaga. Sá fjórði hefur byggt upp vaxandi fjölskyldufyrirtæki í útflutningi á sjávarafurðum á nýjan markað í Bandaríkjunum og sá fjórði skipu- lagt víðtæka tölvufræðslu sem opn- ar nýju kynslóðinni nýja framtíð. Upparnir eru menn framtíðar- innar í Alþýðubandalaginu. Þar er ekki rúm fyrir verkalýðsleiðtoga, nerna að þeir séu að minnsta kosti hagfræðingar. Byltingarmóðurinn er horfinn og háborgaraleg viðhorf tekin við. Ágæti frambjóðenda flokksins miðast ekki við afstöðu til verkalýðsbaráttunnar heldur glæsimennsku í fasi og veraldlega velgengni. Vafamál er hvort Sjálfstæðis- flokkurinn getur boðið upp á jafn glæsilegt úrval fyrirmyndaruppa og Alþýðubandalagið. Að minnsta kosti ekki á meðan íhaldið þarf að burðast með vin litla mannsins innanborðs. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.