Tíminn - 16.01.1987, Page 20

Tíminn - 16.01.1987, Page 20
KR-INGAR og KA-menn frá Akur- eyri léku í gærkvöld í Laugardals- höll í 1. deild karla á íslandsmótinu I í handknattleik. Leiknum lauk meö jafntefli eftir miklar sviftingar. Vík- ingur og Ármann léku einnig í gærkvöldi. Sjá íþróttir bls 11. Föstudagur 16. janúar 1987 Bankasameiningin: Frestur Matthíasar liðinn án tíðinda - fresturinn var til 15. janúar, segir Halldór Ásgrímsson Misskilningur, segir Geir Hallgrímsson Enn hefur ekki verið rekið smiðs- höggið á viðræður einkabankanna, Seðlabanka og ríkisins um samein- ingu bankanna þrátt fyrir yfirlýsingu Matthíasar Bjarnasonar, viðskipta- ráðherra um að viðræðunum skyldi lokið í gær, 15. janúar. Telja áreið- anlegar heimildir Tímans, að þó viðræðurnar kunni að dragast eitt- hvað, setji Matthías sem skilyrði að þeim verði ekki lokið seinna en þann 19. janúar, þ.e. næsta mánudag. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra staðfesti í samtali við Tím- ann í gær að Matthías hefði sett umræddan frest. Ekki eru þó allir aðilar málsins sammála því að frestur hafi verið ákveðinn í þessu máli og segir Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbank- ans f viðtali í Tímanum í dag, að þeim hafi aldrei verið sett nein skilyrði né gefinn neinn tímafrestur. Þá sagði Geir Hallgrímsson, banka- stjóri Seðlabanka að það væri á misskilningi byggt að frestur hafi verið gefinn til 15. janúar. Þó telja þeir báðir, Valur og Geir að línur fari að skýrast eftir næstu helgi. Það liggur hins vegar fyrir að þó einkabankarnir gefi svar í næstu viku um það hvort þeir séu tilbúnir að hefja lokasamningaviðræður við mótaðila sína um sameiningu, þá á auðvitað eftir að ná samkomulagi og aðilar geta dregið sig út úr viðræð- um, sýnist þeim svo. Geir Hallgrímsson sagðist hins vegar telja, að viðræður þær sem hingað til hafi farið fram, væru það ítarlegar að menn ættu að vera búnir í næstu viku að svara til um það hvort þeir væru reiðubúnir til sam- einingar eða ekki. Enginn fundur var með aðilum í gær en Geir Hallgrímsson bjóst við. að fundur yrði haldinn í dag. Sagði Geir að þá væri gengið út frá því að bráðabirgðamat á fastafjármunum allra bankanna lægi fyrir, en von var á því í gær. Þá eru tveir lykilmenn í þessum viðræðum erlendis, þeir Matthías Bjarnason og Davíð Scheving Thor- steinsson og mun ekki von á þeim til landsins fyrr en eftir helgi. Sjá bls. 5. -phh Farmannadeilan: ADILAR FUNDA IDAG f dag mun sáttasemjari ákveða fund með deiluaðilum í samn- ingaviðræðum farmanna og kaupskipaútgerða. í gær var óformlega tilkynnt um fund en hann verður ákveðinn í dag af sáttasemjara. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur og oddviti samninganefnd- ar farmanna sagði í samtali við Tímann í gær að undirnefnd hefði rýnt í stöðuna í gær og heldur hefði miðað. Er því óhætt að segja að Guðmundur hafi verið á jákvæðari nótunum vegna fund- arins í dag. Þórarinn V. Þórarinsson höfuð samninganefndar fyrir kaup- skipaútgerðir sagði að lausn sjómannadeilunnar hlyti óneitan- lega að flýta fyrir að saman myndi ganga. -ES Ríkisstjómarfundur: Samningar ræddir - Jón Baldvin óábyrgur Sjómannasamningar voru ræddir á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og sá aðdragandi sem var að þeim. Forsætisráðherra sagði í gær að full samstaða væri innan ríkisstjórnar- innar um að hárrétt hefði verið haldið á þessu máli. „Ég tel að þetta mál hafi fengið mjög farsælan endi og verið að öllu leyti til sóma hefði ekki komið það upphlaup sem kunn- ugt er um á Alþingi,“ sagði Stein- grímur Hann var spurður hversu tæpt fiskmarkaðir okkar í Bandaríkjun- um stæðu núna. Sagði hann að nú væri afgreitt beint upp úr skipunum og að skömmtun væri komin á í Bandaríkjunum. Þessu mætti hins- vegar bjarga með því að fragtskipin kæmust fljótlega af stað og gætu flutt út það magn sem hægt er. „Menn geta deilt um það hvort Bandaríkjamarkaður sé einhvers virði og það er alveg ótrúlegt að hlusta á menn segja það sem Jón Baldvin Hannibalsson sagði í samtali við Stöð 2 í fyrrakvöld að þetta sé allt saman „húmbúkk" í sambandi við Bandaríkjamarkað. Þetta er svo óábyrgt að ég hef aldrei heyrt annað eins,“ sagði Steingrímur. -ES Hafnarfjöröur: Malbikunar* framkvæmdir um miðjan janúarmánuð - á meöan Evrópu- menn skjálfa úr kulda Bæjarstarfsmenn eru sennilega vanari snjómokstri en malbikun á þessum árstíma. rimamynd: Pjciur a meoan samgongur og verklc ar framkvæmdir liggja niðri t gervalla Evrópu vegna miki frosta, þá gera þeir í Hafnarfii sér lítið fyrir og fara að malbik líkt og hásumar væri. Nú er vei að leggja síðustu hönd á bílasta fyrir utan nýju lögreglustöðina Hafnarfirði og var verið að malbi planið í gær. Það hvarflaði ekki, forráðamönnum bæjarins, að m; bikunarframkvæmdum yrði lok fyrr en með vorinu, enda ligg malbikunarframkvæmdir yfirle niðri á vetrum. Það eru líklega dæmi þess að malbikunarfrai kvæmdir séu á fullu í janúarmá uði, en vegna óvenju góðrar tíð er þetta nú hægt. -H Forsætisráðherra um „fræðslustjóramálið": Hef ekki séð óvefengjanleg rök - fyrir uppsögninni: - Einungis dómstólar geta hnekkt ákvörðuninni Á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í gær var ekki rætt eitt helsta hitamálið sem upp hefur komið lengi, þ.e.a.s. brottvikningufræðslu- stjórans úr starfi í Norðurlandskjör- dæmi eystra. I gær birti Tíminn frétt þar sem helstu stofnanir skólakerfis umdæmisins biðla til Steingríms Hermannssonar að „létta af sér þeim rangindum" sem menntamálaráð- herra beitti. Af því lilefni gefnu spurði Tíntinn Steingrím hvort hann hygðist beita sér í málinu. Hann sagði að brottvikning embættis- manns úr starfi væri samkvæmt lög- um á valdi ráðherra en að sömu lög tækju skýrt frani að slíkt á ekki að geta átt sér stað nema sá maður hafi gerst brotlegur í starfi og það veru- lega. „Samkvæmt lagaskýringunt Óíafs Jóhannessonar er þetta á valdi ráðherra og einungis dómstólar geta hnekkt því. Ég er þeirrar skoöunar að brottvikingaf þessu tagi eigi aldrei að koma til framkvæmda nema ráð- herra geti lagt fram óvefengjanleg rök fyrir því að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Ég verð að segja það að þau rök hafa ekki komið fram mér vitanlega. Maður- inn hefur sennilega farið í taugarnar á ráðherra," sagði Steingrímur Her- mannsson. Úr fræðsluumdæminu er það að frétta að kennsla mun að öllum líkindum leggjast niður í öllum skól- um kjördæmisins. Kennarar og skólastjórar ætla að funda um málið og ræða þá stöðu sem upp er komin. Sendimenn úr menntamálaráðu- neytinu fóru í gær norður og fund- uðu með starfsfólki fræðsluskrifstof- unnar. Að sögn Trausta Þorsteins- sonar fulltrúa í fræðsluráði voru engar frekari skýringar gefnar. Ekki hefur náðst í Sverri Hermannsson en hann er í fundaherferð í kjördæmi sínu. -ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.