Tíminn - 25.01.1987, Side 2
2 Tíminn
Grænmetissmáréttir
Litlir skammtar af grænmeti, annaðhvort soðnir eða bornir
fram eins og salat eru tilvaldir smáréttir, sérstaklega ef grænmet-
inu er blandað saman við ávexti, hnetur eða ost.
Vandaðu vel valið á grænmetinu, svo það líti vel út, það getur
gert gæfumuninn á vel heppnuðum smárétti.
Camembert tómatar
4 stórir eða 8 litlir tómatar
100 gr. camembert ostur
2 msk. söxuð steinselja
2 msk. brúnað heilhveiti brauðrasp
8 ferhyrningar ristað heilhveitibrauð
8 steinseljugreinar
Hitið ofninn í 170 gráður. Skerið tómatana í tvennt þversum.
Hreinsið innan úr þeim (ágætt t.d. í súpu). Skerið camembertinn
smátt.
Látið helminginn af ostinum í tómatana, stráið steinseljunni
yfir og látið síðan afganginum af ostinum í tómatana.
Setjið tómatana í smurt ofnfast mót. Pekið þá með álpappír og
látið í ofninn í um það bil 15 mínútur. Takið álpappírinn af, stráið
brúnaða raspinu yfir og látið aftur í ofninn, nú í 5 mínútur.
Berið hvern tómathelming fram á ristuðu brauði og skreytið
með steinseljugreinum.
Heitt selleri- og hnetusalat
4 selleristönglar
2 matarepli
3 msk. matarolía
1 hvítlauksbátur, fínsaxaður
100 gr. valhnetur, saxaðar
50 gr. rúsínur
2 msk. mysa
Skerið selleristönglana í sneiðar, takið kjarnahúsið úr eplunum
og skerið þau í bita. Hitið olíuna á pönnu við meðalhita. Látið
selleríið og hvítlaukinn þar út í og steikið í 2 mínútur. Hrærið
stöðugt í á meðan. Bætið út í valhnetum, rúsínum og eplum og
steikið í 1 mínútu í viðbót. Hellið mysunni yfir og látið suðuna
koma upp á henni.
Skiptið salatinu í fjórar litlar skálar og berið strax fram.
Gulróta- og bananasalat
350 gr. gulrætur
2 þroskaðir bananar
4 msk. mysa
2 msk. sesamfræ
50 gr. hnetur
gúrkubiti
Rífið gulrótina fínt. Merjið bananana og blandið þeim saman
við mysuna til að búa til þykka salatsósu. Bætið út í gulrótunum,
sesamfræjunum og hnetunum, blandið vel saman. Skerið gúrkuna
í þunnar sneiðar.
Skiptið salatinu í fjóra hluta og látið á miðjuna á fjórum litlum
diskum. Raðið gúrkusneiðunum í hring utan um salatið og
skreytið með gúrkusneið ofan á gulrótasalatinu.
Jólasalat með vínberjum og appelsínum
2 höfuð jólasalat
175 gr. blá vínber
2 appelsínur
safi úr 1 sítrónu
1 tsk. hunang
4 msk. jógúrt
1 msk. Tahini
1 hvítlauksbátur, marinn með ögn af sjávar-
salti
nýmalaður svartur pipar
Skerið frá endann á stönglinum á jólasalatinu. Skerið hvert
salathöfuð í tvennt eftir endilöngu og sneiðið það síðan fínt.
Skerið vínberin í tvennt og takið úr þeim steinana. Afhýðið
appelsínurnar. Skerið hverja í tvennt eftir endilöngu og síðan
hvern helming í fjórar sneiðar. Þeytið saman afganginn af
efnunum.
Skiptið jólasalatinu í fjóra skammta og látið hvern skammt á
miðjuna á litlum disk. Ausið salatsósunni yfir. Raðið vínberjun-
um og appelsínusneiðunum í kring um salatið á diskinum og
skreytið með vínberi ofan á salatinu.
Sunnudagur 25. janúar 1987
- rætt við Axel Eiríksson
, uppfinningamann á
5 sjötungsaldri
: ■" '-. V
FYRSTA
BERJATÍNAN
Hann fann upp eina fyrstu og áreiðanlega bestu berjatín-
una á Islandi. (Tímamynd Pétur)
Smíðaði
vindmyllu
átján ára
ótt veturinn á höfuð-
borgarsvæðinu hafi verið
í mildasta lagi, þá eru
þeir margir sem hafa
fengið að kenna á því endrum
og eins að bíllinn hefur fest í
snjódyngjum heima við hús eða
á götum úti. Mest verður hættan
á slíku stundum þegar hann
byrjar að hlána, eins og oft í
vetur, eftir að snjó hefur fest á
jörð skamma hríð.
Svona hrellingum eru menn
fljótir að gleyma - eða þar til
vandræðin dynja yfir næst - og
þó eru ekki til sanníslenskari
vandræði en þessi.
skilja bilinn sinn eftir fastan í
greipum Vetrar konungs.
Þetta eru forkunnarmerkileg
trébretti, með rifluðum gúmfetli
á endanum. Brettið er hraunað
með grófri húð, og með
biturri málmbrún við hinn
endann. Sé þessi búnaður lagður
undir hjólið er bíllinn þegar eins
og kominn á besta spyrnuvöll og
rykkir sér þegar upp úr festunni.
Búast má við að menn hafi gefið
vel í og þess vegna eru spottar
festir við fjölina og bundnir við
bílinn, sem kemur í veg fyrir að
menn þurfi að leita að brettinu
löngu á eftir.
SUÐRÆNN
JARÐHITIÁ ÞORRA
En Axel hefur sinnt fleiru en
þessu og komið hefur hann inn
á svið raffræðinnar, því
nýlega gekk hann frá búnaði
sem er til þess ætlaður að ylja
upp moldina í gróðurhúsum.
Þetta er kerfi af hitavírleiðslum,
sem lagðar eru eins og nokkurs
konar net niður í moldina nærri
rótum gróðrarins, sem fyrir vik-
ið sprettur miklu hraðar og á
árstímum sem ekki hefði verið
mögulegt áður að láta hann
þrífast á. Þetta kerfi hefur verið
prófað í heimagróðurhúsi á
Holtastöðum með góðum árangri
og Axel sýnir okkur stoltur vitn-
isburð sérfræðings frá Búnaðar-
félaginu, sem staðfestir hve vel
þetta hafi gefist. Einkum segir
Axel að þetta henti þeim vel
sem hafa heimarafstöðvar til
sveita og geti þannig fengið
ódýrt rafmagn.
ÓTAL EINKALEYFI
Uppfinningar hans eru orðnar
ótal margar og á sumum hefur
hann einkaleyfi, bæði hérlendis
og utanlands, eins og mjög sér-
stakri gerð af gönguljósaskilti,
sem gnæfir upp úr öllu smíðaefn-
inu á verkstæðinu í bílskúrnum
- og ef við megum gera að gamni
okkar - þá veitir ekki af, því það
er enginn leikur að ganga þar
um !
En hvað um það. Axel mun
halda áfram að gera nýjar upp-
götvanir, halda áfram að koma
auga á einfaldar lausnir stærri og
smærri vandamála daglegrar til-
veru. Hamingjan gefi okkur
fleiri uppfinningamenn af hans
tagi, en færri kjarnorkuspreng-
jusmiði og vígvélafræðinga!
Nei, þetta er ekki fyrsta upp-
finning Axels. Hann er ættaður
austan af Skeiðum og þegar þar
sem unglingur gerði uppfinn-
ingamaðurinn í honum vart við
sig. Hann bjó til eina fyrstu og
áreiðanlega bestu berjatínuna
sem notuð hefur verið á íslandi,
sem sýnir að hann hefur haft í
huga að töfra fram hluti sem
umhverfi og aðstæður í sveit
höfðu gagn af. Meira færðist
hann þó í fang þegar hann átján
ára gamall gerði sér lítið fyrir og
smíðaði vindmyllu, sem knúði
vatnsdælu heima við bæ foreldra
hans og gekk með ágætum í
fimm eða sex ár.
UPP ÚR SNJÓNUM!
En einn er sá maður sem
hefur klórað sér í kollinum og
spurt sjálfan sig hvort ekki mætti
finna einhverja góða lausn á
þessu. Hann er eins og skáldin,
sem velta fyrir sér svo mörgu af
því sem aðrir sjá ekki. Aftur á
móti benda skáldin oftast á
vandann, en leysa hann ekki.
Það gerði uppfinningamaðurinn
Axel Eiríksson hins vegar.
Við erum staddir í bílskúr á
bak við Rauðalæk númer 27 og
ræðum við þennan hægláta
snilling, sem þó er greinilega
mikið tamara að eiga einræður
við málminn, plastið, þræðina,
hringjurnar og verkfærin sem
fylla skúrinn frá gólfi til lofts en
blaðamenn. Það er hér sem
hann gerir frumdrögin að upp-
finningum sínum sem eru orðnar
margar í áranna rás. Og sú
nýjasta þeirra leysir raunir bíl-
stjóra sem til þessa hafa orðið að
j r I t.
L tw im \ i H
Axel með brettin, sem frelsa munu fslenska bflstjóra úr
festum í snjó. (Tímamynd Pétur)