Tíminn - 25.01.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 25.01.1987, Qupperneq 3
Sunnudagur Tíminn 3 Herlæknar berjast við rottur í Kína Peking, Reuter Ritstjóri í súpunni vegna fyrirsagnar Fóstureyðing stöðvuð með skammbyssu- skoti WNGUR maöur, 25 ára að aldri, sem hleypti af skamm- byssu í skurðstofu til að koma í veg fyrir að vinkona hans færi í fóstureyðingu, var dæmdur skil- orðsbundið í átta mánaða fang- elsi í Turin á Ítalíu í síðasta mánuði. Simone Levi, sem dró upp skammbyssu og skaut varnaðar- skoti í skurstofunni í Turin spít- alanum í þann mund sem 27 ára gömul vinkona hans var svæfð, var kærður fyrir að bera ólöglegt vopn, mannrán og ógnandi hegðun. Vitni segja hann hafa gripið til byssunnar, skotið af henni upp í loft þegar fóstureyðing átti að hefjast, og skipaði svo starfs- liði sjúkrahússins að koma vin- konu sinni af skurðstofunni. Levi, sem um þetta leyti nam læknisfræði, sagði við réttar- haldið, sem var fjölsótt, að hann væri mjög mótfallinn fóstureyð- ingu og bætti við: „Ég skaut þessu skoti í örvinglan, þetta var tilraun til að bjarga einverjum sem ég þegar taldi til fjölskyldu minnar." Vinkona hans, sem fór af spítalanum með taugaáfall og var ekki viðstödd yfirheyrslur réttarins, er sögð enn staðráðin í að eyða fóstrinu. Nokkur dag- blöð á Ítalíu halda fram að fóstureyðingin hafi þegar farið fram. Dómari réttarins sagðist kveða upp mildan dóm vegna þeirra mannlegu og siðfræðilegu vandamála sem upp risu vegna þessa máls. Dómurinn hafnaði þeirri staðhæfingu sækjanda fyr- ir hönd ákæruvaldsins að Levi væri hættulegur umhverfi sínu og ætti að ganga undir geðrann- sókn. Stökk af siöundu hæö - og kennir sér ekki meins Moskva, Reuter jögurra ára piltur stökk út um glugga á heimili sínu á sjöundu hæð meðan foreldrar hans voru fjarver- andi og eftir stökkið sagðist hann hafa komið auga á félaga sinn á flötinni fyrir neðan og viljað leika sér við hann. Nágranni drengsins, sem varð vitni að atburðinum, tók á rás til piltsins þar sem hann lá á jörðinni, eftir fall af sjöundu hæð, og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar Shurik Povzun reis á fætur, eins og ekkert hefði í skorist, og dustaði rykið af skyrtunni sinni. Hann var færður til læknisrann- sóknar, athuguð í honum lungun til vonar og vara, en Shurik kenndi sér einskis meins. Þegar hann svo kom aftur í vinahópinn á leikvellinum var honum gefið viðurnefni í gamni, þar sem hann var sá eini leikfélaganna sem hafði ferðast um geiminn. í stað tunglfara er Shurik litli kallaður „jarðfarinn.“ ImESTARFARÞEGAR í Kína þurfa ekki lengur að óttast að rottur bíti þá í tærnar, þökk sé nýju eitri sem kínverskir her- læknar hafa uppgötvað. Fregnir herma að nú séu rott- ur útrýmdar í nær öllum lestum í Kína, því að eitrið er bráðdrep- andi og mjög áhrifaríkt í barátt- unni gegn nagdýrunum. Kínverskar járnbrautir flytja um einn milljarð manna á ári hverju og hafa rottur gætt sér á kræsingunum í lestunum um lengri tíma. Um helmingur allra lesta í þessu víðfeðma landi hefur verið undirlagður af rottum, sem venjulegt eitur hef- ur ekki hrifið á. RiTSTJÓRI vikublaðs á nyrsta odda hins breska megin- lands, í John O’Groats, hefur fengið áminningu hjá héraðs- dómara - allt vegna þess að hann notaði orðið „djöfulleg" í fyrirsögn. Jeremy Hodges, ritstjóri hins 150 ára gantla blaðs John O’Groats frétta, sagðist hafa fengið áminningu héraðsdóm- ara, Davids Hingstons, því að fyrirsögn hans „Djöfullegur ótti við kirkjubruna“ varðaði við lög og hann mátti kæra. Löngu fræg er orðin stífni og íhaldssemi hinna skosku stjórn- valda og sérstaklega þegar tekur til kirkjunnarog hennarmanna. í Skotlandi gilda engin lög innan ramma þeirra bresku og í bréfi til Hodges frá dómaranum segir: „Fyrirsögnin er óviður- kvæmileg vegna orðavals, sem er í senn óviðkomandi fréttinni. Ég er þeirrar skoðunar að birt- ing umræddrar fyrirsagnar gefi tilefni til að höfða mál á hendur þér.“ Hodges sagði að honum hefði verið tjáð að hann yrði látinn svara til saka ef brotið yrði endurtekið og sagði við frétta- menn: „Orðið „djöfulleg" var notað í því samhengi við kirkj- una að vera andstæða hennar. A sama hátt og „himnesk“ er notað í daglegu tali og þýðir eitthvað ánægjulegt og gott. Orðið var ekki notað í guð- fræðilegri merkingu, og svo sannarlega var ekkert virðingar- leysi gagnvart kirkju hins al- máttuga." UMFERÐARMENNING STEFNUUÓS skal jafnagefa Bœndur bjúfjáreigendur Nú er hagstœtt aö kaupa grasköggla Graskögglar eru góður kostur — ódýrt og kjarnmikið fóður iú Góö greiöslukjör II 8 S ó } V \v ^ ♦. \ " GRASKÖGGLAVERKSMIÐJAN FLATEY Myrarhreppi, s.mi 97-8592 FÓÐUR & FRÆ GUNNARSHOLTI s.mi 99-5089 STÓRÓLFSVALLARBÚIÐ Hvolhreppi, simi 99-8163 FÓÐURIÐJAN ÓLAFSDAL Dalasýslu, simi 93-4944 \ Uf' V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.