Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 8
Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrniLund Oddurólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Veðursæld og kjarnorkuvopn „Lofa skal mey að morgni og dag að kveldi“ segir gamalt máltæki, og kannski er enn full snemmt, núna á miðjum þorra, að fagna yfir þeirri einstöku veðurblíðu sem landsmenn hafa notið nú í vetur. En því skyldu menn ekki njóta þess sem rétt er upp í hendurnar á þeim meðan það gefst, og taka því þá sem hverju öðru hundsbiti ef aðstæður breytast til hins verra? Núna rétt fyrir kosningar má líka minnast þess að í heildina skoðað verður naumast annað sagt en að stjórnarsamstarfið, sem lýkur með komandi kosningum, hafi í stórum dráttum tekist nokkuð vel. Báðir stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa sýnt af sér þá ábyrgðar- tilfinningu sem til þarf til að samvinna hópa fólks með ólíkar skoðanir geti gengið. Báðum hefur tekist nokkuð vel að slaka til þegar á hefur þurft að halda og á víxl. Árangurinn er sá að meginmark- miði ríkisstjórnarinnar, að keyra niður verðbólg- una og skapa stöðugleika í efnahagslífinu, hefur verið náð betur en margir þorðu að vona í upphafi. Þó eru þessir flokkar mjög ólíkir og margt sem skilur þá að. Eitt þeirra atriða er að Framsóknar- flokkurinn setur varðveislu þjóðlegrar menningar og náttúruverðmæta landsins áberandi meira á oddinn heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. í samræmi við það hefur Framsóknarflokkurinn líka barist mun ákveðnar fyrir varðveislu friðar í heiminum en samstarfsflokkur hans í núverandi ríkisstjórn. Þetta kom til dæmis glögglega fram á þingi síðast í fyrradag. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð- herra varði þar þær gjörðir Bandaríkjamanna að hefja að nýju kjarnorkuvopnatilraunir með til- raunasprengingu sinni í Nevadaeyðimörkinni fyrr í vikunni. Þeir Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og Páll Pétursson þingflokksformaður mótmæltu þessu hins vegar og tóku harða afstöðu gegn slíkum sprengingum. í þessu kemur Ijóslega fram munurinn á stefnu- málum þessara tveggja flokka, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkurinn vill frið í heiminum, og hann er þeirrar skoðunar að best færi á því að öllum kjarnavopnum væri útrýmt. Og rökin eru raunar ósköp einföld. Væri kjarn- orkusprengju varpað hér á suðvesturhorn landsins myndi það hafa í för með sér að öllu lífi í kjördæmi núverandi utanríkisráðherra væri útrýmt á svip- stundu. Og ekki aðeins þar, heldur líka í höfuð- borginni, og máski víðar. Með öðrum orðum, þá eru til í heiminum vopn sem eru svo öflug að til dæmis mætti með einu slíku aflífa meir en hálfa íslensku þjóðina á einni morgunstund. Þetta eru hinar ísköldu staðreyndir málsins. Og hvers vegna vill utanríkisráðherra endilega taka upp hanskann fyrir stjórnmálamenn sem telja sig ekki geta verið án þess að gera sér slík tæki að leikföngum? 8 Tíminn Laugardagur 7. febrúar 1987 IIIIIIIBH MÉNN OG MÁLEFNI |[1IIIIM^^.....................................................Illlll. Vörumst slysin Síðastliðið ár mikið slysaár Banaslys á síðásta ári urðu 71 og þar með 20 fleiri en árið 1985. Þetta kemur fram í samantekt sem Slysavarnafélag íslands sendi frá sér um áramót, og getið hefur verið í fjölmiðlum. Séu síysatölur milli þessara ára bornar saman kemur í ljós að banaslysum í umferðinni fjölgaði ekki en þau urðu 24 bæði árin. Ýmis banaslys urðu einnig jafn- mörg bæði árin eða 13. Á árinu 1986 urðu hins vegar þrjú hörmuleg flugslys með þeim afleiðingum að 8 menn biðu bana, og í sjóslysum fórust 26 á síðasta ári eða 10 manns fleira en árið á undan. Árið 1986 var því mikið slysaár. Vonandi verður árið í ár á annan veg. Þessi mörgu slys vekja vissulega upp spurningar hvernig öryggis- málum er sinnt og hvort þar megi ekki úr bæta. Öryggismál sjómanna Hin hörmulegu sjólys sem urðu um jólin, og urðu til þess að öryggismál sjómanna komust í um- ræðu, og fullyrða má að þau má mikið bæta. í ljós hefur komið að skipulagi björgunarmála er ábótavant, en þau eru að mestu í höndum tveggja aðila; Slysavarnafélags fslands og Landhelgisgæslunnar. Ætla mætti að þessir aðilar teldu öryggismál og skipuiag þeirra yfir ríg og valta- tafl hafin en öllum að óvörum hefur hið gagnstæða komið í ljós. Alvarleg klögumál, og ásakanir hafa gengið á víxl í fjölmiðlum sem vekja upp spurningar og reiði í hugum fólks. Hér skal ekki dómur á það lagður hvor aðilinn hefur meira til síns máls, en almenningur hlýtur að gera þá skýlausu kröfu, að innbyrðis deilur bitni ekki á björgunarstarfinu. Ekki er dregið í efa að báðir þessir aðilar vilja sinna þessu á sem bestan máta. Ágreiningur er hins vegar um verkaskiptingu og leiðir og getur hann orðið dýrkeyptur á örlagastund. Lausn á þessum ágreiningi þolir Til samanburðar má geta þess að að meðaltali lenda helmingi færri í slysum af þeim sem eru á aldrinum 21 til 24 ára og meira en sex sinnum færri í árgangi á aldrinum 25 til 64 ára. Af þessu má sjá að það eru unglingamir sem oftast lenda í slysunum. „Fararheill ’87“ nefnist átak bifreiðatryggingafélaganna sem vilja stemma stigu fyrir aukinni tíðni umferðaróhappa og slysa. Sérstaklega beinist athyglin að ör- lögum ungra ökumanna og farþega þeirra. Vonandi ber átak þetta árangur og verður til þess að um- ferðarslysum fækki á þessu nýbyrj- aða ári. Hættulegir vegir Að undanförnu hafa augu manna beinst að Reykjanesbraut- inni, eða Keflavíkurveginum eins og hann er daglega kallaður, vegna hinna tíðu umferðarslysa sem þar hafa átt sér stað. Þrátt fyrir háværar kröfur um aukið öryggi á þeim vegi fer lítið fyrir úrbótum. Gífurleg umferð er um Keflavíkurveg dag- lega og verður ekki framhjá því horft að breikka verður veginn um helming innan fárra ára. f dag mætti með litlum tilkostnaði bæta ástand vegarins mikið með því að malbika vegarkantana og fjölga varúðarmerkjum. Þær fram- kvæmdir eru okkur ekki ofviða, en myndu draga úr umferðarslysum. En það eru fleiri vegir hættuleg- ir. Vesturlandsvegurinn liggur í gegnum byggðina í Mosfellssveit. Um þann veg fer öll umferð vestur og norður í land, þar með talinn allur þungaflutningur, og við bætist að mikill fjöldi íbúa í Mosfellssveit sækir daglega vinnu til Reykjavík- ur. Umferðin er því bæði mikil og hröð. Þennan veg þyrfti einnig að breikka og tafarlaust að upplýsa en nú er hann aðeins lýstur að hluta. Þótt hér hafi verið tilgreindir tveir vegir sem þarf að bæta öryggi á, er ekki þar með sagt að aðrir séu hættulausir. Þvert á móti eru lang- flestir okkar vegir, hvort heldur er í þétbýli eða dreifbýli alls ekki búnir fyrir þá miklu umferð sem um þá fer og sem stóreykst dag frá degi. Verum minnug þessa og tökum höndum saman um að fækka um- ferðarslysum í ár. En það þarf að gæta öryggis á fleiri stöðum við sjóinn en á bátun- um sjálfum. Víða eru bryggjur með allt of lágum kanti sem orsak- að hafa alvarlegslys. Fyrirskömmu var m.a. gefin minningargjöf til Slysavarnafélags íslands um ungan dreng sem leitað hafði verið í 14 mánuði og fannst síðan í bíl sínum í Sundahöfn. Gjöfinni skal varið til kaupa á leitarútbúnaði m.a. í höfn- um og jafnframt ætlað að árétta mikilvægi þess að öryggisþætti sé sinnt við frágang hafnarmann- virkja. Fararheill ’87 í umferðinni á síðasta ári létust sem fyrr segir 24 íslendingar. Þar með er sagan ekki öll því eins og allir vita bíða margir varanlegt tjón á heilsu sinni í umferðarslysum. Þeir sem fjalla um umferðarmál hafa vaxandi áhyggjur af fjölda þeirra ungu ökumanna sem lenda í slysum og óhöppum. f tölum frá Umferðarráði yfir slys á árinu 1986, kemur í ljós að að meðaltali slasast 47 manns úr hverjum árg- angi á aldrinum 17 - 20 ára í umferðarslysum. Samtals eru þetta tæplega 200 ungmenni sem verða fyrir meiri og minni meiðslum. enga bið og skipta titlar og silkihúf- ur engu máli þar um. Hvað varðar aðra þætti í öryggis- málum sjómanna er einnig ljóst að þá má bæta. s.s. búnað um borð í skipum, björgunarbáta og björg- unarfatnað sem getur skipt sköpum við björgun manna úr sjávarháska. Enda þótt björgunarútbúnaður kosti peninga, má kostnaðurinn aldrei verða til þess að það besta sé ekki ávallt fyrir hendi. RITSTJÓRl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.