Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Laugardagur 7. febrúar 1987 Þann 17. janúar síðastliðinn fengu SV-Þjóðvenar tækifæri til þess að kynnast Islandi af sjón- varpsskerminum, í þriggja klukku- stunda þætti. Hversu almennt þeir nýttu þennan möguleika skal ósagt látið, en hins getið, að á hinum rásunum tveimur sem til boða stóðu var dagskrá sem fáir íslend- ingar hefðu látið framhjá sér fara, ef þeir hefðu eytt kvöldinu í sjón- varpsgláp á annað borð: þar var ein hinna fjölmörgu kvikmynda um leynilögreglumanninn Clos- eau, Drakúla-mynd, þáttur með falinni myndavél og tilheyrandi sprelli. Menn geta reynt að geta sér þess til, hversu margir hefðu notið tilsagnar ríkissjónvarpsins í þrjár klukkustundir um Sri Lanka eða Baffinsland, ef Stöð 2 hefði boðið upp á aðrar eins kræsingar. Á móti kemur, að Þjóðverjar hafa annan smekk en við, sem best sést á því, að þeir fylla sérhvert hús, sem býður upp á skyggnusýningar frá framandi löndum fyrir verð eins bíómiða. Ásækinn sönghópur Þátturinn var tvískiptur: fyrri hlutinn átti að fjalla um landið almennt, sá seinni um Reykjavík, og menningarstarfsemi. Inn á milli komu 5 mínútna fréttir, til þess að áhorfendum væri ljóst að heimur- inn væri svipaður, og þegar þeir skildu við hann, jörðin enn hnatt- laga og Rín ennþá drullug. I tvær mínútur var þátturinn líkur því, sem búast hefði mátt við af þvílík- um þætti, sýnd hæfilega langt brot úr myndinni „Umhverfis landið á 80 mínútum", skotið á landslag hér og þar, en skyndilega var hljóm- sveitin „Strax“ komin á skerminn, væntanlega til þess að hressa upp á bágborna enskukunnáttu áhorf- enda. Næstu 3 klukkustundir gat varla heitið, að sönghópur þessi yfirgæfi skerminn fullkomlega. Því næst átti að kynna íslenskan al- menning fyrir sjónvarpsáhorfend- um, og litið inn í dæmigert íslenskt dreifbýlispósthús. Tilgangur uppátækisins varð brátt ljós: þar inni beið algengasti sprellikarl ís- lensku þjóðarinnar, og lék listir sínar af innlifun. Eftir þetta var þátturinn heltekinn suðurnesja- gamansemi, skotið var á hver hér og fjall þar, og á hverjum stað fékk ærslamaður þessi að sprella ofurlít- ið. Eins og menn vita, þá gengur íslenskt tuttugustualdarspaug út á að gera sig afkáralégan, og þykjast vera bóndi, sjómaður, Færeyingur eða gamalmenni, og var sú hefð í heiðri höfð. Tungumálasalat Seinni helmingur þáttarins fjall- aði, sem fyrr segir, um Reykjavík og menningarstarfsemi. Byrjað var á að ræða við borgarstjóra, var aðstandendum þáttarins einkum hugleikið að fá að vita, hvernig á því gæti staðið, að ekki eldri maður hefði afrekað jafn miklu um ævina, og leysti borgarstjóri greiðlega úr því. Áf gefnu tilefni útskýrði hann einnig nauðsyn þess, að sem allra flestir landsbúar byggju á Suður- nesjum. Yfirleitt heyrðust spurn- ingar á þýsku, og svo svöruðu innfæddir ýmist á þýsku, ensku, frönsku eða íslensku. Enginn á dönsku. Síðan tók þýskumælandi þýðandi fljótlega fram í, svo að áhorfendur gætu skilið. Forseti ís- lands hélt meðal annarra uppi heiðri tungunnar, og sagði á ís- lensku, að Evrópuþjóðir, aðrar en enskumælandi, ættu að byggja saman varnarmúr gegn hinum læ- vísu áhrifum enskunnar. Eins og til þess að sýna hversu slæmt ástandið væri, var næsta sena tileinkuð ein- um hinna ensku slagara hljómsveit- arinnar „Strax“. f einum af þeim mörgu senum, sem þeirri hljóm- sveit var tileinkuð var reyndar íuhljómsveitina og óperuna, eins og 15 sekúndur hvor, og rætt var við þjóðleikhússtjóra. Og svo var farið í Broadway. Eitthvað fór þó þessi kynning á skemmtanalífi fyrir ofan garð og neðan, en hún skiptist í tvo hluta: f annan stað var rætt við forsprakka hljómsveitarinnar „Strax“, og sagði hann meðal ann- ars að hljómsveitin hefði verið skólagrúppa „couple of years ago“. Einhverra hluta vegna fannst þeim er þýddi fara best á að þýða það Því miður fór öllu þessu fram, án þess að neitt það henti sem spaugilegt gæti talist, en þáttagerðarmennirn ir virðast hafa lært það af íslenskum sam- starfsmönnum sínum, að fara varlega í að klippa burt óþarfa filmubúta. Að sjálf- sögðu tók „Strax“ lagið og þávar þeirri umfjöll- un lokið „fyrir allmörgum árum“. Þeir hafa sennilega ekki vitað af fullorðins- fræðslunni á íslandi. Hinn hluti skemmtanalífskynningar fólst í því, að títtnefndur æðstiprestur íslenskrar fyndni gekk um og svifti frá sér frakka inni á Broadway, en þennan stórskemmtilega brandara hafa fjölmargar sænskar gaman- myndir gert sígildan, enda er góð vísa aldrei of oft kveðin í íslenskum skemmtanaiðnaði. Allavega voru áhorfendur jafnnær um Broadway og íslenska skemmtistaði almennt. Nú fékk leiðtogafundurinn um- fjöllun. Hún var einkennileg, eins og lesandann kannski grunar. Fyrr- nefndur gamanfugl brá sér í gervi bresks fréttamanns, og gekk um bæinn í sánuleit. Því miður fór þessu öllu fram, án þess að neitt það henti sem spaugilegt gæti talist, en þáttagerðarmennirnir virðast hafa lært það af íslenskum sam- starfsmönnum sínum, að fara var- lega í að klippa burt óþarfa filmu- búta. Að sjálfsögðu tók „Strax“ lagið, og þá var þeirri umfjöllun lokið. Hjátrú Nú kom að því að styrkja stoðir nýjustu hugmyndarinnar um ísland. Enginn trúir því lengur, að íslendingar séu eskimóar eða ís- bimir aðeins sárafáir trúa því að þar sé töluð danska, enginn með viti heldur að Hekla sé fordyr helvít- is, eða að íslendingar búi í snjóhús- um. í staðinn eru íslendingar nú orðnir hjátrúarfyllsta þjóð heims- vera glens á ferð. Hver býst við því? Og þó svo menn gerðu sér grein fyrir því, þá var það ekki til annars en að bera skopskyni þjóðar, sem er hafin yfir gaman- semi annarra þjóða en enskumæl- andi, alldapurlegt vitni. Þar að auki voru senur þessar einu tengsl áhorfandans við íslenskan almenn- ing. í ljómandi góðri bandarískri kvikmynd, „Soldier Story“, sem fjallar um ímynd og sjálfsímynd bandarískra svertingja, er sagt frá blökkumanni, sem lætur bleiknefj- aða landa sína múta sér til þess að festa á sig hala, setja á sig banana- kórónu, klifra upp á borð, og láta ófriðlega á almennum dansleik, kynþætti sínum til háðungar. Aðrir blámenn viðstaddir kunnu pilti litl- ar þakkir, sem von var, og sendu hann samdægurs á fund feðra sinna. Ekki er óskað eftir því hér, að þeir séu hafðir til eftirbreytni, en mælt með því að skemmtikraft- ar reyni aðeins að hemja gaman- náttúru sína á alþjóðlegri vettvangi, heldur en td. Broadway eða Hótel Sögu, sérstaklega ef hún knýr þá til þess að gera landa sína svolítið hjákátlega. Lægstu skrælingjar Um tilgang landkynningar má lengi deila. Flestum finnst fara best á, að hún laði sem allra flesta ferðamenn til landsins, en það er draumur landsmanna, að þeir geti í framtíðinni lifað á ferðamanna- iðnaði, hugviti og braski. Suma dreymir jafnvel að þeir geti það nú þegar. Áðrir líta svo á, að sú landkynning sé best, sem flesta ferðamenn fælir burt, enda séu þeir langt komnir með að jafna við jörðu velflest fjöll með trampi og tröllshætti. Svo eru þeir til, sem telja brýnst, að sóma lands og þjóðar sé sem mest og best fram- haldið. Það kann í fljótu bragði að þykja barnalegt, enda erfitt að meta það í krónum og aurum. En þeim íslendingum sem sækja heim, eða búa á erlendri grund, þykir nokkurs vert að vera ekki taldir með allra lægstu skrælingjum, og út frá því sjónarhorni var þáttur þessi frekar vafasöm landkynning. 17. janúar sl. veltu margir Islend- ingar í Sv-Þýskalandi því fyrir sér, hvaða þjóðerni væri heppilegast að gera sér upp næsta mánuðinn. Og þeir Þjóðverjar sem lögðu á sig að horfa á þáttinn urðu flestir fyrir miklum vonbrigðum. Menn leggja það á sig að sjá þriggja klukku- stunda þætti um framandi lönd af fróðleiksfýsn, en ekki til þess að sjá þöglumyndahúmor ganga aftur uppi á íslandi. Þessi misskilningur stafar hugs- anlega af því, að vegna almenns trúleysis á makt myrkranna, tala íslendingar gjarna frekar glanna- lega um hluti eins og drauga og afturgöngur. Steinþór Sigurðsson Höf. stundar nám í Freiburg í V es tur- Þýskalandi ins, og var þetta sannað með tilvitnunum í óra nokkurra myrk- fælinna sálna, sem sennilega eru flestar gengnar yfir í annan heim, til liðs við vini sína, draugana. Yfirgengileg gamannáttúra Aðaleinkenni þáttarins í heild, var hversu sundurlaus og ósam- stæður hann var. Vaðið var úr einu í annað, og hinir sérstæðu grínpistl- ar komu jafnan á milli. Þess var ekki getið, fyrr en velflestir áhorf- endur hafa verið búnir að slökkva, eða farnir að hrjóta framan í skerminn, að þarna væri alræmdur spaugfiskur og sprellikarl á ferð. Það var mikil tilætlunarsemi gagn- vart meðaláhorfandanum að hann áttaði sig á því að þarna ætti að T! En þeim íslendingum, sem sækja heim eða búa á erlendri grund, þykir nokkurs vert að vera ekki taldir með lægstu skrælingjum, og út frá því sjónar- horni var þáttur þessi frekar vafasöm land- kynning Eins og menn vita, þá gengur íslenskt tuttugustualdarspaug út á að gera sig afkára- legan, þykjast vera bóndi, sjómaður, Fær- eyingur eða gamal- menni, og var sú hefð í heiðri höfð sungið á þýsku, og tókst ekki illa. Einhvers staðar á milli „Strax“ og „Mezzoforte“ sást glitta í Sinfon- Steinþór Sigurðsson: Sérkennileg landkynning

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.