Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 7. febrúar 1987 .Tíminn 15 það á nokkur mjólkurbú, pökkunar- stöðvar og söluskrifstofur víðs vegar um Bandaríkin. Nýsjálendingar ætla sér bersýni- lega aukin umsvif á Bandaríicja- markaði, því að fyrr í haust keyptu þeir einnig ostafyrirtækið Otto Roth & Co, sem er dótturfyrirtæki Gener- al Foods. Velta New Zealand Dairy Board er meir en miljarður dollara á ári. Tekið er fram í fréttabréfinu að Osta- og smjörsalan vænti góðs samstarfs við þessa nýju eigendur. Ostatollur í Bandaríkjunum Þá hefur Bandaríkjastjórn ákveð- ið að setja 200% innflutningstoll á tilteknar tegundir af ostum. og er þetta mótleikur gegn takmörkunum Evrópubandalagsins á innflutningi á kornvörum til Spánar. Kemur þessi hækkun til framkvæmda ef Evrópu- bandalagið fellur ekki frá skatt- heimtu sinni ogtakmörkunum. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Osta- og smjörsalan hcfur aflað sér frá N. Dorman, falla íslensku ostarnir þó ekki undir þau tollnúmer sem þessi 200% aukatollur verður lagður á. Þá kemur fram í fréttabréfinu að hinn 15. desembervorusmjörbirgðir í ríkjum Evrópubandalagsins 1431 þúsund tonn, samanborið við 1154 þúsund tonn á sama tíma árið 1985. Rúmur þriðjungur af þessu smjöri er meir en átján mánaða gamall. Danskir bændur hætta búskap Þá segir frá því í fréttabréfinu að s.l. haust, nánar til tekiðá tímabilinu 6. október til 28. nóvember, hafi 3.368 danskir bændur sótt uni styrk til að hætta mjólkurframleiðslu. Árs- framleiðsla þessara bænda nam um 370 miljónum kílóa. Til viðbótar þessu sótti svo 731 framleiðandi um slíka styrki fyrstu níu dagana í desember, með um 86 miljón kílóa framleiðslu. Umsóknarfrestur um þessa aðstoð (ophörspremie) er til 31. október 1987. Er búist við að talsvert fleiri bændur eigi enn eftir að sækja um slíka aðstoð en verið hefur til þessa. Loks er í fréttabréfinu skýrt frá DFISA mjólkurvéla- og vörusýning- unni sem haldin verður í Chicago í lok september næsta haust. Norrænn samstarfsaðili Osta- og smjörsölunn- ar mun skipuleggja ferðir á sýning- una, og eiga íslenskir áhugamenn kost á þátttöku. - esig Hús Osta- og smjörsölunnar við Núna um áramótin voru birgðir í landinu af ostum, smjöri og skyldum vörum sem samsvara 20,6 milljónum lítra af mjólk. Birgðir hinn 1. sept- ember í haust voru hins vegar sam- svarandi 24,6 milljónum lítra, og hafa þær því minnkað sem svarar um fjórum milljónum lítra. Þetta er eitt af því sem kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Osta- og smjörsölunnar sf. Að því er þar segir voru birgðir af smjöri og smjörva í landinu um síðustu áramót 692 tonn, en um áramótin næstu á undan 735 tonn. Minnkunin er því 43 tonn. Af ostum voru birgðir hins vegar 1007 tonn núna um áramótin, á móti 948 tonnum fyrir ári. Þar hefur því orðið aukning um 59 tonn. Aftur hefur orðið birgðaminnkun í öðrum tegundum, þ.e. nýmjólkur- dufti, undanrennudufti, kálfafóðri og kaseini. Að því er segir í fréttabréfinu var mjólkurframleiðslan fyrstu fjóra mánuði verðlagsársins um 34,7 mill- jónir lítra, samanborið við 36,4 mill- jónir á sama tímabili 1985. Er þetta byggt á framleiðsluskýrslum mjólk- ursamlaganna, en verðlagsárið reiknast frá 1. september til 31. ágúst. Þá gekk sala afurðanna einnig mjög vel þessa fyrstu fjóra mánuði verðlagsársins. Þannig jókst sala á neyslumjólk um 443 þúsund lítra eða 2,9%. Rjómasalan jókst um 51 þúsund lítra eða 8,3%, og undan- rennusalan um 51 þúsund lítra eða Bitruháls í Reykjavík. Minnkandi osta- og smjörbirgðir Úr fréttabréfi Osta- og smjörsölunnar sf. 11,1%. Sala á smjöri og smjörva jókst um 68 tonn eða 18%, og ostasalan jókst um 89 tonn eða 12,8%. Útflutningur var um 650 tonn af osti og 20 tonn af kaseini. Útflutn- ingur yfirstandandi verðlagsárs, miðað við 106 milljón lítra fram- leiðslusamning, hefur verið áætlaður um 7-800 tonn af ostum, og er því búið að flytja út verulegan hluta af því magni. Hins vegar hafa ekki enn verið teknar ákvarðanir um stefnuna í framleiðslumálunum næsta sumar. Smjörtil bakara í fréttabréfinu er einnig fjallað nokkuð um sölu á smjöri til bakara. í lok nóvember var ákveðið að heimila sölu á smjöri til bakara á 80 til 85 krónur kíióið, og er þessu smjöri pakkað í 25 kílóa kassa. Það sem af er hefur salan á smjörinu til bakaranna þó verið heldur dræm. Ástæðan er talin sú að það keppir við smjörlíkisverð sem er á bilinu 60-65 krónur kílóið, og einnig eru margir bakarar óvanir að nota smjör í bakstur. Til að örva söluna er nú verið að gefa út sérstakan bækling sem fyrst og fremst er ætlað að höfða til bakaranna. Verður þar tekinn sam- an margvíslegur fróðleikur um notk- un á smjöri við bakstur. Þennan bækling hefur Hermann Bridde bakarameistari samið. Austan hafs og vestan Þarna er aukheldur skýrt frá því að alþjóðlega matvælasýningin SA- LIMA verði haldin í borginni Brno í Téljcóslóvakíu dagana 24. febrúar til 4. mars. Osta- og smjörsalan mun taka þátt í þessari sýningu á sama hátt og undanfarin ár. Fyrirtækið hefur átt allgóðan markað fyrir brædda osta í Tékkóslóvakíu, og nú í nóvember seldi það þangað um 400.000 dósir af rækju-, papriku- og sveppaostum í 250 gramma dósum. Auk Osta- og smjörsölunnar munu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sjávarafurðadeild Sambandsins og Sölustofnun lagmetis kynna vörur sínar á sýningunni. Frá Bandaríkjunum eru einnig þær fréttir þarna að fyrirtækið N. Dorman & Co lnc, sem annast hefur sölu á íslenskum ostum í Bandaríkj- unum undanfarin 23 ár, hafi verið selt og sé kaupandinn fyrirtækið Milk Products Inc sem er í eigu New Zealand Dairy Board. N. Dorman fyrirtækið var stofnað árið 1896 af rússneskum innflytjanda, Nathan Dorman, og hefur það lengi verið einn stærsti innflutningsaðilinn til Bandaríkjanna á osti, auk þess sem “Hetjur háloftanna", norsku þyrluflugmennirnir Geir Brovolt og Morten Kleven: Björguðu sextán manns á einni viku Forseti Slysavarnafélags íslands hefur nýverið varpað því fram í fjölmiðlum að nauðsynlegt sé fyrir öryggi íslenskra sjómanna að Landhelgisgæslan eignist fleiri þyrlur. Jafnframt segir Haraldur Henrýsson forseti félagsins að þær eigi að vera staðsettar á skipum sem séu dreifð víðsvegar um strandlengjuna. Það er óumdeilanlegt að þyrlur eru einhver mikilvirkustu björgun- artæki í sjávarháskum, sem við ráðum yfir, svo framarlega að hægt sé að koma þeim við á slysstað. „Hetjur háloftanna“ Nýlega birti norska síðdegis- blaðið Verdens gang grein um tvo þyrluflugmenn og afrek þeirra. Gefur blaðið þeirri grein yfirskrift- ina, “Hetjur háloftanna.“ Það er ekki of sterkt til orða tekið þegar litið er á viku eina fyrripart des- ember. Flugmennirnir Morten Kleven og Geir Brovold björguðu, ásamt öðrum meðlimum þyrlu- áhafnar Sea King þyrlu, sextán manns frá bráðum bana eftir sjóslys. Þrisvar sinnum sömu vik- una var strandgæslan norska kölluð út vegna sjóslysa í grennd við Álasund og Þrándheim. Bæki- stöðvar hetjanna eru á lítilli eyju, Örland, rétt fyrir utan Þrándheim. Allir komust af Þrívegis sömu vikuna var Sea King þyrlan mönnuð í dauðans ofboði eftir að tilkynnt hafði verið um skip í nauðum. Aðstandendur biðu örvæntingarfullir og sjófar- endur börðust fyrir lífi sínu í ofsaveðri. í öll þrjú skiptin sneri Sea King þyrlan aftur með alla þá sem í hættu voru heila á húfi. Fimm manns var bjargað rétt vest- ur af Álasundi í þann mund sem skip þeirra sökk. Tæpri viku seinna voru tvö útköll sama daginn. Illa slasaður sjómaður var sóttur um borð í bát og fluttur í land á sjúkrahús. Seinna sama dag var tilkynnt um skip í nauðum. Tíu manns um borð. Öllum var bjargað. Þjálfaðir sjómenn Mikil umræða hefur verið á ís- landi um öryggismál sjómanna síð- ustu misseri. Björgunarskóla Slysavarnafélags íslands hefur ver- ið hleypt af stokkunum þar sem menn fá undirstöðukennslu og þjálfun um hvernig bregðast á við í sjávarháska. Þessi þjálfun er viðhöfð í Noregi og einmitt í einu af þremur tilfellum sem norska Sea King þyrlan fór til bjargar sjó- mönnum, var það góð þjálfun sjómanna sem réð úrslitum um björgun þeirra. Holskeflur riðu yfir bátinn sem maraði í hálfu kafi og ekki var þorandi að senda niður mann með björgunarkróknum. Þyrlukapparnir fullyrða að þjálfun sjómannanna hafi verulega létt björgun því þeir gátu sjálfir tekið á móti þyrluvírnum og búið um sig á þann hátt sem nauðsynlegt er. Sú staðreynd sýnir svo ekki verður um villst að þjálfun sjómanna við hinar erfiðustu aðstæður getur riðið baggamuninn þegar teflt er upp á líf og dauða. Kapphlaup við dauðann Þegar sjóslys verða, geta mínút- ur og jafnvel sekúndur skipt máli í kapphlaupinu við dauðann. Þyrlur sem mikilvirkustu björgunartæki á þessu sviði verða enn virkari séu þær í nágrenni slysstaðar. Það hlýtur því að vera eðlileg og rétt- mæt krafa sem forseti Slysavarna- félags íslands hefur sett fram, að þyrlum verði fjölgað og þær stað- settar á skipum sem hafa aðsetur víðar um landið en á suð-vestur horni landsins. reddet Med fare tor termannskap, ved Orland ..... menneskeliv slste íJ«rolk | h.,VK„M „ Xd.Lsrav.Kln*h'"k«j ■SnJtiKISyí -TaÆf'rV/™ l íor Álesund. • SIDE 7 ,lxA°9 Gr,r Bro- P" kvlikuptcrct \om vou Kar vcrrt ptloi, tutr rcdrlrt ic ..ZVZZ* •]•/',lk Bodt bfkyttet mrrtker bv((c( Rodsprlt dreptje WRE «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.