Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 23

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 23
Tíminn 23 lllllllllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP IIII1I[111IIII1IIIII1I111II11I1II1IIIIII11ÍI1II1IIII1 - Loretta Lynn Kl. 21.50 í kvöld verður bandaríska bíómyndin Dóttir kolanámumannsins sýnd í Sjónvarpinu. Þar er sögð saga bandarísku söngkonunnar Lorettu Lynn sem var bóndakona í Kentucky áður en hún öðlaðist heimsfrægð. Laugardagur 7. febrúar 1987 OG SKÆKJAN Kl. 22.15 á mánudagskvöld sýnir Sjónvarpið hina mikið umtöluðu sænsku sjónvarpsmynd Böðulhnn og skækjan sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði og Stephanie Sunna Hockett fór með aðahlutverk í. Myndin er gerð eftir sögu Ivars Lo- Johansson. Myndin gerist í Svíþjóð um aldamótin 1700. Þá þykja aftökur hin besta skemmtun og vændishús eru á hverju strái. Þó eru böðlar og skækjur útskúfuð og fyrirlitin. Járnsmiður einn vinnur sér það til lífs að gerast böðull. Hann hittir kornunga stúlku sem lent hefur í vændishúsi eftir að hafa átt barn í lausaleik. Með þeim takast ástir og vonir vakna um mannsæmandi hf. Sissy Spacek hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn í hlutverki Lorettu Lynn. námumannsins Þytur í laufi á ný Kl. 18.35 í dag hitta krakkarnir aftur gamla kunningja í Sjónvarpinu þegar Móh moldvarpa, Fúsi froskur og félagar þeirra mæta aftur til leiks. Þessi breski brúðuþáttur kallast Þytur í laufi. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. Með aðalhlutverk fara Sissy Spacek og Tommy Lee Jones. Leikstjóri er Michael Apted. Jón Öttar Ragnarsson fjallar um ýms mál í þættinum í eldlínunni í eldlínunni Eiturlyf og undirheimamenning Kl. 20.00 á mánudagskvöld verður Jón Óttar Ragnarsson með þátt sinn í eldlínunni á Stöð 2 og nú er viðfangsefnið eiturlyf og undirheimamenning. Krakk nefnist nýjasta og hættulegasta fíkniefnið sem flæðir yfir heiminn. Enn er notkun þess ekki vandamál á íslandi en í þættinum verður leitað svara við ýmsum spurningum. Hvernig erum við búin undir aðstreymi efnis sem menn ánetjast oftast eftir fyrstu notkun? Hvað með kannabisefni þar sem ánauðin varir vikum og jafnvel mánuðum saman? Hvað með efni sem menn sprauta sig með? Hvað með óhreinar sprautur? tslendingarnir tveir sem eiga sinn stóra hlut í sænsku sjónvarpsmyndinni Böðullinn og skækjan ræða hér saman, leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson og aðalleikkonan Stephanie Sunna Hockett. Dóttir kola- c.nnc Majo ter meo hlutverk Francisco Goya 1 þessum framhaldsþáttum um málarann frá spænska sjónvarpinu. GOYA Kl. 21.35 annað kvöld hefur Sjónvarpið sýningar á spænskum framhaldsmyndaflokki um ævi og verk Francisco Goya, frægasta málara Spánverja, sem uppi var 1746-1828. Margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa verið gerð um þennan meistara spánskrar málarahstar, en þessir sjónvarpsþættir sem ahs taka rúmar 5 klst. í sýningu, eru þeiryfirgripsmestu sem gerðir hafa verið. í svo löngu verki eru ekki eingöngu tínd til ævisöguleg atriði málarans. í bakgrunni eru óróatímar og farið er með áhorfendur um slóðir Goya, frá geðveikrahælum til ltonungshalla, frá eyddum borgum og stríðsógnum til svefnherbergis hertogaynjunnar af Alba. Þetta er ekki bara tækifæri til að sjá ýms meistarastykki Goya heldur fá áhorfendur líka innsýn í spænska sögu frá tímum Karls ni., Napóleons-styrjalda og aUt til þess tíma þegar Goya fer í útlegð tU Frakklands. Þýðandi er Sonja Diego. BÖDULLINN Laugardagur 7. febrúar 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Goöan dag, góöir hlustendur" Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 ( morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiödís Norðfjörð. (Frá Akur- eyri) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. a. Marianne Hirst syngur lög eftir Edvard Grieg. Audun Kayser leikur með á píanó. b. Flautusónata i g moll op. 83 nr. 3 eftir Friedrioh Kuhlau. Frantz Lemsser og Mer- ete Westergárd leika. 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökuls- son. 11.40 Næst á dagskrá Stiklað á stóru i dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Pór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fróttaþáttur í vikulokin i umsjá fréttamanns útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Slnna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón Þorgeir Ólafsson 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á llðancffstund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtregnir. 16.20 Framhaldsleikrit barna og ungiinga: „Ævintýri Múminpabba" ettir Tove Jansson í leikgerð eftir Camillu Thelestam. 17.00 Að hlusta á tónlist. 18. þáttur: Meira um sinfóníur. Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 (slenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 1935 Blásarasvett Philip Jones leikur þrjár sónöt- ur eftir Domenico Scarfatti og Kleine Dreigrosc- henmusik, svítu eftir Kurt Weill. (Hljóðritun frá tónleikum i Lúðvíksborgarhöll). 20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Ðjarni Marteins- son 20.30 „( kvöld þegar ysinn er útl“ 21.00 Islensk einsöngslög. Hanna Bjarnadóttir syngur lög eftir Skúla Halldórsson sem leikur með á píanó. 21.20 Á réttri hlllu 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurtregnir. 22.20 Mannamót. 24.00 Fréttir. 00.05 Mlðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marin- ósson. 01.00 Dagskrárfok. Næturútvarp á Rás 2 tl! kl. 03.00. Sn Laugardagur 7. febrúar 9.00 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Steph ensen kynnir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jó- hannesdóttur. 12.03 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjón Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sigurður Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ingólfi Hannes- syni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Fréttír á ensku 18.10 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin - Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ernu Arnardóttur 03.00 Dagskrárlok. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafóik um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman að. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. Laugardagur 7. febrúar 14.55 Enska knattspyrnan - Bein útsendlng. 16.45 Iþróttir Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.05 Spænskukennsla: Hablamos Espanol. Þriðji þáttur. Spænskunámskeið í þrettán þátt- um ætlað byrjendum og Spánarförum. Islenskar skýringar: Guðrún Halla Tuliníus. 18.30 Litli grænl karlinn Nýr teiknimyndaflokkur. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 18.35 Þytur í laufi Breskur brúðumyndaflokkur, framhald fyrri þátta um Móla moldvörpu, Fúsa frosk og félaga þeirra. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.55 Gamla skranbúðin. (The Old Curiosity Shop) Lokaþáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur í tíu þáttum, gerður eftir samnefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Dalald - Fyrri hluti. (slensk gamanmynd um æringjana Þór og Danna sem spreyta sig nú á skepnuhirðingu og öðrum búskaparstörfum. Leikstjóri Þráinn Berleisson. Aðalhlutverk Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. 21.25 Fyrirmyndarlaðir. (The Cosby Show) - 7. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosby I titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.50 Dóttir kolanámumannsins Bandarlsk bió- mynd frá árinu 1980. Leikstjóri Michael Apted. Aðalhlutverk Sissy Spacek og Tommy Lee Jones. Saga bandarísku söngkonunnar Lorettu Lynn sem var bór.dakona í Kentucky áður en hún öðlaðist heimsfrægð. Sissy Spacek hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.00 Dagskrárlok. Laugardagur 7. febrúar 8.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdis leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00 9.00 og 10.00. 12.00-12.30 i fréttum var þetta ekki helst. Rand- ver Þorláksson, Július Brjánsson, Guðrún Þórð- ardóttir og Saga Jónsdóttir bregða á leik. 12.30-15.00 Jón Axel á Ijúfum laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldrei dauður punktur. Fréttir kl. 14.00. 15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-19.00 Ásgeir Tómasson á laugardegi. Léttur iaugardagur með Ásgeiri, öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guðbjartsdóttir lítur yfiratburði siðustu daga leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00-23.00 Anna Þorláksdóttir ( laugardags- skapi. Anna trekkir upp fyrir kvöldið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00-04.00 Jón Gústafsson nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi stanslausu fjöri. 4.00- 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Harald- ur Gíslason leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem fara snemma á fætur. Laugardagur 7. febrúar 09.00 Lukkukrúttin (Monsurnar). Teiknimynd. 09.30 Högni Hrekkvísi. Teiknimynd. 10.00 Peneiópa puntudrós. Teiknimynd. 10.30 Herra T. Teiknimynd. 11.00 Fjallaijónið (Cougar) Unglingamynd. 12.00 Hlé.____________________________________ 16.00 Hitchcock. Sálarástand konu nokkurrar snýst til verri vegar þegar hún kemst að þvi að seinni eiginmaður hennar bruggar henni og bömum hennar launráð.________________________ 17.00 „Stjömustríft" verftur til (From Star Wars to Jedi: Making of The Saga). Fylgst er með gerð kvikmyndarinnar Stjörnustríð (Star Wars). Ymsar tæknibrellur eru sýndar og rætt er við leikstjórann George Lucas sem á heiðurinn af gerð myndarinnar. 18.30 Elton John. Skömmu áður en Elton John fór í aðgerðina, tók Music Box viðtal við stjömuna. Ennfremur eru sýnd öll bestu myndbönd hans. 19.00 Teiknimynd. Glæframúsin (Dangermouse). 19.30 Fréttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur með stórstjörn- unni Don Johnson í aðalhlutverki. Innbrotafar- aldur gengur yfir Miami. Ránin virðast ótengd í fyrstu en þegar betur er að gáð kemur annað í Ijós.________________________________________ 20.45 Eldvagninn (Chariots of Fire). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með John Gielgud, Nigel Davenport, lan Holm og Lindsay Anderson í aðalhlutverkum. Sonn saga tveggja íþrótta- manna sem kepptu á ólympíuleikunum 1924. Lýst er ólíkum bakgrunni þeirra og þeim hindr- unum sem verða á vegi þeirra áður en þeir ná markmiðum sínum. Mynd þessi hlaut fern Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, besta handrit, bestu tónlist og bestu búninga. Leikstjóri er Hugh Hudson. 22.45 Hjartaknúsarinn (American Gigolo) Banda- rísk bíómynd með Richard Gere, Lauren Hutto og Ninu Van Pallandt í aðalhlutverkum. Julian Kay (Gere) er aðlaðandi og áhyggjulaus hjarta- knúsari. Hann leggur lag sitt við ríkar konur og þiggur borgun fyrir. Þessi sérstaki lífsstíll reynist honum fjötur um fót þegar hann er sakaður um morð. Leikstjóri og höfundur handrits er Paul Schrader. 00.40 Myndrokk. 03.00 Dagskrórlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.