Tíminn - 10.02.1987, Page 5
Þriðjudagur 10. febrúar 1987 Tíminn 5
llllillllllllllllllllH ÚTLÖND illlllllllllllllllliniMllllllllllllllllllllllllllllllllll
Athygli heimsins beinist
að Beirút í Líbanon
- Sjötti floti Bandaríkjahers í viðbragðsstööu eftir hótun um aftöku gísla
Reuter-
Bandarísk stjórnvöld neituðu í
gær að semja um lausn fjögurra
manna sem skæruliðasamtök í Beir-
út héldu föngnum og sagði talsmaður
Hvíta hússins að aðrir aðilar yrðu
ekki hvattir til að semja við mann-
ræningjana.
Marlin Fitzwater talsmaður
Bandaríkjaforseta sagði að banda-
ríska ríkisstjórnin hefði ekki farið
þess á leit við ísraelstjórn að semja
við samtökin „Heilagt stríð fyrir
frelsun Palestínu“ sem höfðu hótað
að taka fjóra gísla, þrjá Bandaríkja-
menn og einn Indverja, af lífi yrði
ekki gengið að kröfum þeirra fyrir
miðnætti í gær.
Samtökin kröfðust þess að ísraels-
menn létu 400 Palestínumenn sem í
fangelsi eru lausa í skiptum fyrir
gíslana fjóra.
Símon Peres utanríkisráðherra
fsraels neitaði í gær að verða við
kröfum mannræningjanna og sagði
Bandaríkjastjórn ekki hafa beðið
fsraelsstjórn að semja við samtök
þessi sem haldið er að öfgafullir
sjítar stjórni.
Fréttir höfðu ekki borist af afdrif-
um gíslanna fjögurra, sem allir eru
háskólakennarar í Beirút, þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Um fimmtán bandarísk herskip í
sjötta flota Bandaríkjahers, þar af
tvö flugmóðurskip, voru á austur-
svæði Miðjarðarhafsins í gærkvöldi.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki úti-
lokað hernaðaðgerðir í hefndarskyni
fyrir dráp gísla í Beirút en að
minnsta kosti 26 erlendum mönnum
er nú haldið föngnum í Líbanon.
Flugmóðurskipin áðurnefndu eru
John F. Kennedy sem lá við akkeri
í ísraelsku hafnarborginni Haifu og
Nimitz, sem sigldi um undan Líban-
onströndum.
William Crowe flotaforingi í
Bandaríkjaher sagði við fréttamenn
í gær að sjötti flotinn væri tilbúinn til
að fara að hverjum þeim fyrirmælum
sem Reagan Bandaríkjaforseti gæfi.
Hann benti hinsvegar á hversu erfitt
væri að viðhafa venjubundinn hern-
að gegn óvinum á borð við hópana
sem halda mönnum í gíslingu í
Líbanon.
Belgía:
Verkfræðingur
talar tungum
Rrussci - Reutcr
Belgískur verkfræðingur hefur
sýnt fram á að hann getur talað
22 lifandi tungumál og mállýskur,
allt frá japönsku til gelísku.
Ekki segist þó verkfræöingurinn
trúa að sumir hafi sérstaka hæfi-
ieika til að læra tungumál og tala
tungum fleiri en tveimur og fleiri
en þremur.
Jóhann Vandewallc sem er 26
ára gamall og býr í borginni
Bruges vann til verðlauna eftir að
hafa spjallað við starfsmenn er-
lendra sendiráða og háskólapróf-
essora á öllum tungunum 22.
„Ég trúi ekki á tungumálahæfi-
lcika,“ sagði Jóhann í gær og
bætti við að þetta væri einungis
árangur mikils erfiðis dag sem
nótt.
Auk tungumálanna 22 þekkir
Vandewalle einnigtil níu annarra
tungumála sem ekki eru notuð
dags daglega s.s. Iatínu.
Friður úti á
Filippseyjum
Munila - Reuter
Skæruliðar kommúnista á Filipps-
eyjum drápu fimm borgara í árás í
gær, þeirri fyrstu sem skýrt var frá
síðan hinu sextíu daga vopnahléi
milli skæruliðanna og stjórnarhers-
ins lauk á sunnudag. Þá var hersveit-
um stjórnarinnar skipað að ráðast
gegn skæruliðum sem drápu fimm
hermenn og særðu fimm aðra í árás
á föstudaginn í Kalinga-Apayao hér-
aðinu í norðurhluta landsins.
Fidel Ramos yfirmaður hersins
Keisari í Kína
tekinn fastur
Pekíng - Reutcr
Lögregla í Jiangsuhéraði í Kína
hefur handtekið mann sem lýsti
sjálfan sig sem keisara, kvaðst ætla
að ná völdum í Kína og hafði gerst
sekur um nauðganir og svindl. Petta
kom fram í frétt dagblaðs eins í gær.
Xinhua dagblaðið skýrði svo frá
að Zhong Chongzhen og sonur hans
hefðu stofnað „heilagar dyr“ árið
1974, trúarhóp sem einir 300 ein-
staklingar gengu í og voru skírðir
inn í hann sem „bræður" og „systur".
Blaðið sagði feðgana hafa notfært
sér aðstöðu sína og nauðgað fjórtán
konum sem gengu í trúarsöfnuðinn.
Zhong hélt mikla hátíð í febrúar
á síðasta ári þar sem hann lýsti
sjálfan sig sem keisara, kvað trúar-
söfnuðinn ekki vera undir stjórn
kínverskra yfirvalda og sagði hann
munu ná völdum í landinu innan
fárra ára.
sagði í gær að sveitir sínar myndu
berjast gegn „öfgamönnum", bæði á
vinstri og hægri væng stjórnmála,
sem færu ekki að lögum.
Þjóðlega lýðræðishreyfingin
(NDF), hinn pólitíski armur vinstri-
sinnaðra skæruliða í landinu, hafn-
aði um helgina boði Corazonar Aq-
uino forseta og ríkisstjórnar hennar
um að framlengja vopnahléð og
hefja samningaviðræður að nýju til
að finna lausn að skæruhernaðinum.
Hann hefur staðið undanfarin sautj-
án ár.
Ramos yfirhershöfðingi sagði í
ræðu sem hann hélt í æfingabúðum
hersins vestur af Maniluborg að
öfgamenn á vinstri vængnum, sem
samanstendur meðal annars af NDF
og kommúnistaflokknum, beittu of-
beldi til að reyna að ná völdum.
Hann sagði herinn ekki hafa annað
ráð en að nota vald það sem honum
hafi verið gefið til að vernda þjóðfé-
lagið.
Já, það var greinilegt á yfirlýsing-
um beggja aðila í gær að friðurinn
virðist úti á Filippseyjum, allavegana
í bili. Helsti samningamaður stjórn-
ar Aquino sagði þó dyrnar enn vera
opnar fyrir viðræðum og bætti við að
samninganefnd stjórnarinnar myndi
nú reyna að semja við skæruliða
kommúnista í hinum ýmsu héruðum
landsins.
í gær hófu hinsvegar samninga-
menn ríkisstjórnarinnar viðræður
við fulltrúa skæruliða múslima sem
barist hafa gegn stjórnvöldum síð-
ustu fjórtán árin í suðurhluta
landsins. Verður rætt um hugsanlega
sjálfstjórn múslima á þessu svæði.
Bandaríska stórblaöiö New York Times:
VIDSKIPTAHÖFTUM
GEGN PÓLVERJUM
ÞARF AD AFLÉTTA
New York - Reuter
Bandaríska stórblaðið The New
York Times hvatti í gær til þess að
Bandaríkjastjórn aflétti þeim við-
skiptaþvingunun sem beint er gegn
Pólverjum þar sem pólitískt frjáls-
ræði hefði verið aukið þar eystra
að undanförnu.
I leiðaragrein blaðsins var Pól-
land enn sagt vera lögregluríki en
ríkisstjórnin hefði þó slakað nokk-
uð á tökunum.
Bandaríkjastjórn hefur aflétt
flestum þeim viðskiptaþvingunum
sem settar voru á árið 1982 eftir að
pólska stjórnin hafði sett á herlög
og tekið til að handtaka leiðtoga
hinna frjálsu verkalýðssamtaka,
Samstöðu. Enn eru þó nokkrar
hömlur á viðskiptunum við
Pólland.
„Léttum viðskiptabanninu að
fullu“, sagði í New York Times.
Skæruliðar á Norður-Filippseyjum: Störf hafin að nýju
mip
. * 'T::$
K
■•-1
Sovésk bylting?
Bonn - Rculer
Umbætur þær sem Mikhail Gor-
batsjov Sovétleiðtogi vinnur við að
koma í framkvæmd innanlands má
líkja við byltingu sem þýðir að kosið
verður í flest mikilvæg embætti og
jafnvel í miðstjórn kommúnista-
flokksins. Þetta var haft eftir hátt-
settum sovéskum embættismanni
um helgina.
„Við viljum ekki að lýðræði verði
bara slagorð eða merki. Það verður
að vera áþreifanlegt“, sagði Valentin
Falin yfirmaður Novosti frétta-
stofunnar í samtali sem birt verður í
vestur-þýska blaðinu Die Welt í
dag. Texti samtalsins var sendur út
til fréttastofa um helgina.
„Pað sem er að gerast hjá okkur
er bylting...,“ sagði Falin.
Falin taldi að breytingarskeiðið í
sovésku þjóðfélagi gæti staðið yfir í
nokkur ár, hugsanlega til 1990 eða
lengur, áður en varanleg áhrif yrðu
sjáanleg.
„í framtíðinni verður kosið í öll
embætti..“ var haft eftir Falin sem
bætti við að leynilegar kosningar
yrðu jafnvel viðhafðar þegar velja
þyrfti fólk í miðstjórn kommúnista-
flokksins.
Falin viðurkenndi að andstaðan
gegn umbótastefnu Gorbatsjovs
væri veruleg. Hann taldi þó að
breytingunum yrði komið í fram-
kvæmd þar sem Sovétleiðtoginn nyti
mikils almenns stuðnings.
^RARIK
RAFMAGNSVEHijR RlKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
eftirfarandi:
RARIK-87003: 7/12 kV Aflstrengur.
Opnunardagur: Þriðjudaginn 3. mars 1987, kl.
14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir
opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá
og með miðvikudegi 11. febrúar 1987 og kosta kr.
200,- hvert eintak.
Reykjavík 9. febrúar 1987
RAFMAGNSVEITUR RÍKISiNS
Haugsuga
Óska eftir að kaupa haugsugu u.þ.b. 2.500 lítra.
Upplýsingar í síma 93-7843.