Tíminn - 10.02.1987, Síða 15

Tíminn - 10.02.1987, Síða 15
Þriðjudagur 10. febrúar 1987 Tíminn 15 ÚTVARP/SJÓNVARP Lausnin í sjónmáli - fröken Marple svíkur engan! Fröken Marple fer stundum svolítið í taugarnar á yfirmönnum lögregiunnar en þeir verða þó oftast að viðurkenna að hún hafi rétt fyrir sér. Joan Hickson leikur þessa yfirlætislausu gömlu konu sem ekkert fer framhjá. Sögurí Morgunstund barnanna vikuna þessa 0 Kl. 9.03 á virkum morgnum er Morgunstund barnanna á Rás 1. Þessa vikuna endursegir Elísabet Brekkan ævintýri af rússneskum, persneskum, sænskum og þýskum uppruna. í dag segir Elísabet rússneska ævintýrið Fjöður úr hvíta fálkanum Fönix, eitt þeirra sígildu ævintýra sem rússneskum börnum eru sögð enn þann dag í dag. Á morgun er það ævintýrið Ormadrottningin úr Þúsund og einni nótt. Á fimmtudag segir Elísabet svo ævintýri frá Vermalandi, þjóðsögu sem nefnist Umskiptingurinn, sem Selma Lagerlöf skráði og fjallar hún um samskipti manna og trölla. Síðasta sagan, sem sögð verður á föstudag, er úr Grimmsævintýrum og nefnist Stúlkan í glerkistunni. o. Kl. 20.35 í kvöld verður lokaþáttur Auglýsingar um morð í Sjónvarpinu. í síðasta þætti mátti sjá að fröken Marple var orðin einhvers vísari um hver væri að verki við að fækka íbúum sveitaþorpsins, a.m.k. sagði hún ákveðið að mistök hefðu átt sér stað þegar lagskona ungfrú Blacklock lá látin í rúmi sínu eftir að hafa tekið inn aspirín úr eigu vinkonu sinnar. Þá var komið fram að sennilega erfi ungfrú Blacklock mikil auðæfi innan skamms, þ.e.a.s. ef hún verður langlífari en ekkja auðkýfingsins sem arfleiddi hana, en hún á skammt eftir ólifað. Snúist dæmið við eru tvö systurbörn auðkýfingsins erfingjar auðsins, en enginn veit hvar þau eru niðurkomin, Pipp og Emma á aldrinum 25 ára til þrítugs. Satt best að segja liggur lausnin ekki enn í augum uppi svo að þeir sem misstu af síðasta þætti geta rólegir fylgst með í kvöld og verða sjálfsagt jafnmikið með á nótunum og aðrir. KASTLJÓS - um erlend málefni Kl. 22.25 í kvöld er Kastljós um erlend málefni í Sjónvarpinu eins og reglan er á þriðjudagskvöldum. Umsjónarmaður í kvöld er Bogi Ágústsson. Kastljósþættimir fjaila yfirleitt um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni og þess vegna er oft ekki hægt að segja til um með löngum fyrirvara hvaða efniverður fyrirvalinu. En alltaf er það eitthvað áhugavert. í lokaþættinum úr brúðuheimi sýnir franski leikbrúðumeistarinn Philippe Genty listir sínar. Hér er sýnishom af brúðum hans. Philippe Genty - í brúðuheimi Kl. 21.30 í kvöld verður í Sjónvarpinu sýndur sjötti og síðasti þátturinn úr brúðuheiminum og er það franski leikbrúðumaðurinn Philippe Genty sem nú sýnir listir sínar. Philippe Genty einskorðar sig ekki við eina tegund leikbrúða, heldur grípur til aht frá strengbrúðum til handbrúða. Hann blandar saman látbragði, dansi og lýsingarbrellum í atriðunum sínum sem eru sköpuð fyrir augað og höfða þar af leiðandi til áhorfenda á öllum aldri og af öllum þjóðemum. Bogi Ágústsson fréttamaður er umsjónarmaður Kastljóss í kvöld. Mary Crosby, dóttir Bings Crosby fer með eitt aðalhlutverkið í Hættustund. Margir muna sjálfsagt eftir henni úr Dallas en þar lék hún Kristínu sem skaut JR og gerði eitthvað fleira sögulegt. Heimaeyjar- fólkið - eftir August Strindberg 0 Kl. 21.30 hefur Baldvin Halldórsson lestur sögunnar Heimaeyjarfólkið eftir August Strindberg í þýðingu séra Sveins Víkings á Rás 1. Heimaeyjarfólkið er frægasta saga Strindbergs um lífið í sænska skerjagarðinum. Vermlendingur sem lítt þekkir til sjómennsku gerist ráðsmaður hjá ekkju og á að reisa við bú hennar og sonar hennar á eyju í skerjagarðinum. Heimaeyjarfólkið lýsir samskiptum þeirra og annarra sem við sögu koma og örlögum þessa fólks sem fléttast saman, verkahring þess og umhverfi. Strindberg samdi söguna sumarið 1887 en skerjagarðinum kynntist hann ungur og dvaldist þar oft á sumrum. Öld er því senn liðin frá því að Heimaeyjarfólkið kom fyrst út, en íslensk þýðing séra Sveins Víkings var prentuð 1969. Myndaflokkur hefur verið gerður um Heimaeyjarfólkið og sýndur í íslenska sjónvarpinu. Dagurinn endar með skelfingu Tj Kl. 21.05 . J í kvöld sýnir Stöð 2 ^ bandaríska kvikmynd sem gefið hefur verið nafnið Hættustund (The Final Jeopardy) og er hún alls ekki við barna hæfi. Ung hjón ætla að gera sér glaðan dag í stórborginni Detroit. En dagur þeirra fer allur úr skorðum og endar með skelfingu. Þannig hljómar lýsingin á efni myndarinnar. Kl. 22.35 kemur svo bandaríski körfuboltinn í umsjón Heimis Karlssonar á skjáinn. Þriðjudagur 10. febrúar 6.45 Veðurtregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin -Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregn- ir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8*í5. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Fjöður úr hvíta fálkanum Fönix“ Elísbet Brekkan endursegir þetta rússneska ævintýri. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Tölvur og heilsa. Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Móðir Theresa“ eftir Desmond Doig Gylfi Pálsson les þýðinqu sína (10). 14.30 Tónlistarmaður vikunnar Kim Larsen. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. a. Sónatanr. 10 í As-dúr eftir Georg Bertouch. Stig Nilsson og Káre Fuglesang leika á fiðlur, Aage Kvalbein á selló og Magne Elvestrand á sembal. b. Catarina Ligendza syngur Tvær þýskar aríur eftir Georg Friedrich Hándel með Kammersveit Thomas Brandis. c. Svíta nr. 1 eftir Ottorino Respighi. Sinfóníuhljómsveitin í Boston leikur; Seiji Ozawa stjórnar. 17.40 Torgið - Neytenda- og umhverfismál Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.35 Spurningakeppni framhaldsskólanna. Áttunda viðureign af níu í fyrstu umferð keppn- innar: Fjölbrautaskóli Suðurnesja - Mennta- skólinn á Laugarvatni. Stjórnandi: Vernharður Linnet. Dómari: Steinar J. Lúðvíksson. 20.00 Djass í útvarpssal Tríó Jóns Páls Bjarna- sonar leikur. Umsjón: Ólafur Þórðarson. 20.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson. 21.00 Perlur Paul Anka og Brenda Lee. 21.30 Útvarpssagan: „Heymaeyjarfólkið“ eftir August Strindberg Sveinn Víkingur þýddi. Baldvin Halldórsson byrjar lesturinn. Hjörtur Pálsson flytur formálsorð. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sólborgarmál Síðari hluti. Klemens Jóns- son samdi útvarpshandrit og stjórnar flutningi. Sögumaður: Hjörtur Pálsson. Flytjendur: Þor- steinn Gunnarsson, Sigurður Skúlason, Pálmi Gestsson, Róbert Arnfinnsson, Arnar Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Valgerður Dan og Ragnheiður Steindórsdóttir. Hreinn Valdimarsson valdi tón- listina. (Áður útvarpað í nóvember sl.) 23.20 íslensk tónlist a. Sinfónía nr. 1 („Heimur- inn okkar“) eftir Skúla Halldórsson. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur; Jean-Pierre Jacquillat. b. „Einskonar rondó“ eftir Karólínu Eiríksdóttur. Edda Erlendsdóttir leikur á píanó. c. Sinfónía í þrem þáttum eftir Leif Þórarinsson Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur; Bohdan Wodiczko stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. áiv 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistargetraun og óskalög yngstu hlut- endanna. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa Stjórnandi: Jónatan Garðarsson. 15.00 I gegnum tíðina Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Ragnheiöar Davíðsdóttur. 17.00 Allt og sumt Helgi Már Barðason stjórnar þætti með tónlist úr ýmsum áttum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00,11.00,12.20, 15.00,16.00 og 17.00. 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Trönur. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningar- líf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveit- um. Þriðjudagur 10. febrúar 18.00 Villi spæta og vinir hans (Woody Wo- odpecker) Fjórði þáttur. Bandarískur teikni- myndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly Island) Ellefti þáttur. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suðurhafs- eyju. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 18.45 íslenskt mál. Ellefti þáttur um myndhverf orðtök. Umsjón: Helgi J. Halldórsson. 18.55 Sómafólk. (George and Mildred) 14. Af- drifaríkt rafmagnsleysi. Breskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 19.20 Fréttaágrip á táknmáli 19.25 Poppkorn. Umsjónarmaður Þorsteinn Bachmann. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Fröken Marple. Auglýsing um morð - Sögulok. (Murder Is Announced) Bresk saka- málamynd í þremur þáttum um eina vinsælustu söguhetju Agöthu Christie. Aðalhlutverk: Joan Hickson. Þýðandi Veturliði Guðnason. 21.30 í brúðuheimi (The World of Puppetry) Lokaþáttur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum. Jim Henson kynnir Philippe Genty franskan brúðulistamann. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 22.25 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjón Bogi Ágústsson. 22.55 Fréttir í dagskrárldK Þriðjudagur 10. febrúar 7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Áfmæliskveðj- ur, mataruppskriftir og spjall til hádegis. Síminn er 611111. Fréttir kl. 10.00 11.00 og 12.00 12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. Fréttapakkinn Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 HallgrímurThorsteinsson í Reykja- vík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00-21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vinsælustu lög vikunnar. 21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á þriðjudags- kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægileg tónlist og frétta- tengt efni í umsjá Efírrar'Kirst-fréttamanns. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður. Þriðjudagur 10. febrúar 17.00 Vandræðabörn (North Beach and Rawhi- de). Tveir ungir drengir eru sendir á vinnuhæli eftir að hafa reynt að stela mótorhjóli. Þar leitast fyrrverandi fangi við að beina þeim inn á rétta braut áður en það er um seinan. Aðalhlutverk: William Shatner, Christopher Penn og Tate Donovan. 18.30 Myndrokk.______________________________ 19.00 Teiknimynd. Gúmmíbirnir (Gummi Bears). 19.30 Fréttir. 20.00 Allt er þá þrennt er. (3’s Company). Þegar Larry og Jack ákveða að skipta um íbúð heldur Larry að nú séu draumar hans loksins að rætast. 20.25 í návígi. Yfirheyrslu- og umræðuþáttur í umsjón Páls Magnússonar.______________________ 21.05 Hættustund (The Final Jeopardy). Banda- rísk bíómynd með Richard Thomas, Mary Crosby og Jeff Corey í aðalhlutverkum. Ung hjón ætla að gera sér glaðan dag í stórborginni Detroit. En dagur þeirra fer allur úr skorðum og endar með skelfingu. Bönnuð börnum. 22.35 Bandaríski körfuboltinn (NBA). Umsjónar- maður er Heimir Karlsson. 00.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.