Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminnj Sunnudagur 8. mars 1987 Vatnafiskar og kynja- myndir frá Texas Texasbúinn J. Edward Sydow sýnir Menningarstofnun Bandaríkjanna Þ AÐ er merkileg sjón sem blasir við þeim gestum sem ganga munu inn á sýninguna sem n.k. þriðjudag verður opnuð í húsakynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna við Nesveg kl. 17.30. Hér er um að ræða verk listamannsins J. Edward Sydow, sem nú heimsækir landið öðru sinni, en heldur hins vegar fyrstu sýningu sína nú. J. Edward Sydow við eitt verka sinna, - „Vatnafiskur“. Tímamynd Sverrir Þessi verk kallar Sydow „col- lage sculpture,“ og eru þetta myndir gerðar úr frauðplasti sem á eru límdar myndir sem tengjast hver sínu sérstaka þema - t.d. eðlisfræði, vatni, himingeimnum og þannig mætti endalaust upp telja þótt sýningin sé aðeins lítið brot af verki Sydow. Þótt hann sé frá Texas hefur hann búið í New York síðustu þrettán árin. Hann fékk snemma áhuga á myndlist og reyndar mörgum listformum, því hann hefur fengist við ljóðagerð, tónlistarsköpun og leiklist, en þó einkum dans, sem hann kynntist fyrst í menn- taskóla og stundaði ásamt námi í erlendum tungumálum og listum. Eftir að hafa tekið próf frá Sam Houston State University gerðist hann dansari hjá Col- umbus (Ohio) Theatre Ballet Company og stundaði síðar framhaldsnám sem balletdans- ari í New York. Eftir nokkurra ára feril sem balletdansari sneri hann sér að myndlistinni og ný og nú var það „collage" skúlptúrinn sem átti hug hans allan. Sydow segir: „Mér finnst sem verk mín brjóti niður ýms- ar staðnaðar hugmyndir fólks um hvað list sé. Fólk getur vanalega tekið verk mín upp og skoðað þau nánar og þannig öðlast við þau sérstök tengsl. Mörg verkanna eru samsett úr hlutum sem má hreyfa og snúa og gætu því kallast „leikföng úr list“.Ég held að mál sé til kom- ið að fólk hætti að sýna listinni einhverja lotningu, eins og ein- hverju dularfullu og reyni þess í stað að njóta hennar á þann hátt sem best á við lyndiseink- unn hvers og eins.“ Unglingagengi í Moskvu Moskvu 24. febr. Unglingar í Moskvu - um 500 talsins - stofnuðu til mótmælaaðgerðas.l. sunnudag til að mótmæla ofbeldi unglingahóps úr úthverfunum sem segjast vera að verja sovéskan lífsstíl. Sagt er að búðargluggi hafi brotnað á meðan á aðgerðunum stóð, gegn flokki þeim sem kallar sig Lyuberites og hefur reikað um Moskvu að næturlagi - og lamiö óupplýsta unglinga. Unglingar í embættisnámi tóku þátt í aðgerðunum í Moskvu. Ekki fylgdi sögunni hver skipulagði aðgerðirnar. Lyuberites taka nafn sitt frá úthverfagengi Moskvu Lyubertsky segir tímarit hins opinbera Ogonyok. Hefur gengið ráðist á hippa, pönkara, breikdansara, aðdáendur þungarokks og síðhært fólk. Útvarpið sagði mótmælin beinast gegn vestrænum áhrifum á sovésk ungmenni. Sumir halda því fram að Lyuberites gætu hafa sprottið upp sem óopinber aðgerð sovésks þjóðfélags gegn frjálsræðinu í stjórn leiðtogans Mikhaels Gorbachev. Listamaður í Moskvu sagöi nýlega að tveir rútufarmar af Lyuberites hefðu verið fluttir á listasýningu málara og myndhöggvara sem áður höföu ekki fengið verk sín sýnd. Þeir skrifuðu neikvæðar athugasemdir í gestabók sýningarinnar. Talið er að (einhver skipuleggi þessa hreyfingu. Verk á þessari sýningu eru opinská pólitísk afstaða. Þessi sýning er talin í beinu samhengi við frelsi það er Gorbachev innleiddi og opið viðhorf í sovésku þjóðfélagi. Yfirvöld hafa gefið út yfirlýsingu um að þeim mislíki þetta háttalag unglinganna. Galdrar í Kenya Nairobi Þriðja skólastelpan í Nairobi hefur fundist myrt. Virðist hún hafa verið kyrkt og síðan misþyrmt líkamlega þannig að ljóst sýnist að um röð af ritual- galdramorðum hafi verið að ræða - þar eð hlutar líksins sem skornir höfðu verið í burt benda til að um ritualgaldra hafi verið að ræða. Lík hinnar 11 ára stúlku fannst á kaffiplantekru rétt utan við Nairobi. Vottar segja að skorin hafi verið tungan og kynfæri af líkinu - þeir hlutar sem mest virði eru við ritualgaldra. Tvær aðrar stúlkur voru drepnar á sama hátt í nóvember og líkunum misþyrmt á sama hátt. Blöð í Uganda segja frá svipaðri ritual-drápa bylgju í og utan við höfuðborgina Kampala. Einnig hafa borist ámóta fréttir frá vestur Afríku. LAMBAKJOT - kröftug villibráð UTSOLUVERÐ á dilka-frampörtum TAKMARKAÐAR BIRGÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.