Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 3
Sunnudagur8. mars 1987 Tíminn 3 Bjart framundan hjá veiöimönnum: Verður sumarið ’87 stórlaxasumar? Allt bendir til þess: Sumarið í fyrra var stórgott, en ýmislegt bendir til þess að komandi veiðitímabil slái það út Stórlaxa sumarið ’86 verður lengi í minnum haft hjá mörgum veiðimanninum. Auðvitað eru ekki allir sem fengu smjörþefinn af stórlöxunum þrátt fyrir góða veiði. En menn þurfa ekki að örvænta. Spáð er feikigóðri veiði um land allt og segja fiskifræðingar að von sé á stórlaxagöngum í sumar sem í fyrra. Ahugi veiðimanna er senni- lega með meira móti í ár. Veiði- leyfi hafa selst sem heitar lummur. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur var búið að panta mikið af leyfum strax seinni hluta janúar, þegar menn eru rétt farnir að spá í þessa hluti við eðlilegar aðstæður. Strikið í reikninginn Þrátt fyrir góðar spár fiski- fræðinga, vegna góðra ytri að- stæðna, getum við alltaf átt von á striki í reikninginn. Veðurfar getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Lítill snjór er í fjöllum víðast hvar og vatnsleysi gæti því háð margri góðri veiðiá þeg- ar líður á sumar verði úrkoma ekki sem æskilegt er. Engin ástæða er þó til að örvænta fyrr en veiðidagurinn rennur upp. Mikil óþolinmæði Óþolinmæði veiðimanna er víða meiri en gengur og gerist og má rekja það til ýmissa atriða. Margir hverjir sem svalað hafa veiðifýkninni við ísveiði hafa orðið að sitja heima vegna hlýinda. Á móti kemur að hlýindin verða þess valdandi að sjóbirtingur verður fyrr á ferð- inni en ella og segja sumir að hann sé þegar kominn. Stórlaxmn Stórlaxadrauma dreymir alla veiðimenn. í ár er tækifærið til þess að láta þann draum rætast. Þeir voru margir laxarnir í fyrra sem fóru yfir tuttugu punda múrinn. Standist spár fiskifræð- inga ættu margir veiðimenn með lagni að geta krækt í fjöldann allan af stórhvelum. Stórlaxa- árnar, Víðidalsá og Laxá í Þing- eyjarsýslu verða þær ár sem menn horfa til mestum vonar- augum varðandi stórlaxana. I fyrra fór mjög vel saman ganga stórlaxa og smálaxa. Að öllum líkindum mun þetta verða á svipuðum nótum í sumar. Vopnafjarðarárnar “blómstr- uðu“ og gladdi það mörg veiði- mannahjörtu. Breiðdalsá átti Ef að líkum lætur verður þetta ekki sjaldséð sjón eftir góðan veiðitúr í sumar. mjög gott „comeback“ eftir öldudal. Stærsti lax frá upphafi veiddist í Langá, 21 pund, og svona mætti lengi telja. Áhugi útlendinga eykst Þetta stórgóða síðastliðna sumar hefur orðið til þess að glæða áhuga fleiri en íslenskra veiðimanna. Samfara góðri og ísveiði, allavega suð-vestan lands brást. A móti benda menn á að hlýindi verða þess valdandi að sjóbirtingur kem- ur fyrr en ella. Sumir segja hann kominn. Veiðiaðferðirnar og útbúnað- urinn er mjög mismunandi hjá veiðimönnum. Það er hins vegar staðreynd að stór hluti stórlaxa hefur verið tekinn á spún. Fengsælir veiðimenn munu fjölmenna á árbakkana í sumar, og virðist sem veiði- leyfasala gangi framar vonum. markvissri landkynningu erlend- is hefur áhugi erlendra veiðim- anna aukist enn frekar en verið hefur, þó sumum hafi þótt nóg um. Víða hafa ár verið einokað- ar svo að segja, yfir besta tímann. Þetta hefur þó hingað til verið bundið við laxveiðiárnar að mestum hluta. Nú berast hinsvegar þær fréttir að útlend- ingar sæki í auknum mæli í silungsveiði okkar íslendinga og þá harðnar samkeppnin og hlýt- ur óhjákvæmilega að leiða til þess að veiðileyfi fyrir silung- sveiðar, sem hafa verið skapleg, munu hækka. Hver sú hækkun verður er ekki gott að segja til um, eða hvernig þróunin verður. Hitt er staðreynd að aukin eftir- spurn fjársterkra aðila mun leiða til verðhækkana og virðist sem svo að íslenskir veiðimenn verði að sætta sig við það. Einhentir Bretar Skemmst er að minnast greinar sem birtist í Tímanum fyrir skömmu þar sem breskur veiði- maður skýrði frá upplifun sinni við Laxá í Mývatnssveit og sagði að margur samlandi hans myndi gefa hægri höndina fyrir slíka veiði. Hvort hér verður margt um einhenta Breta við veiðar er ekki gott að segja en ljóst er að aukið framboð er nú á veiðferð- um til íslands og hefir eftirspurn veiöileyfa verið hvað mest hjá Bretum. -ES VOR-1987 Ýmsar búvélar á mjög góðu verði: ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Bændur! Athugiö hiö ijölbreytta úrval búvéla sem við eigum á lager - eða pöntuni með stuttum fyrirvara. Haiið samband við sölunienn okkar, eða kaupl'élögin uin land allt. Diskaherfí \ Vinnubreidd 2,4 m Hnífaherfí liankmo 66 Vinnubreidd 2,1 m Áburðardreifarar Finnskir mönduldreifarar Æskilcgir þar sem nienn vilja vanda sérslaklega til dreifingar og viA sáningu. Vandailur dreifi- og stillibúnailur og hjólbarðar 7,0 x 16,0. Tæknileg lýsing: Drcifihrcidd 300 eiu Þyngd 420 kg Kúmtak 680 I Mesta hæð 95 cni Flagjafnarar Vinnubreidd 2,2 m Rúmtak 210 I - 1000 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.