Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. mars 1987 Tíminn 11 Gorbatsjov er óþreytandi að ferðast um landið ásamt Ra- issu og hvetja fólk tii dáða. Hér er hann á samyrkjubúi í grennd við fæðingarborg sína Stawropol. Úkraínski flokksleiðtoginn Wladimir Schtscherbizkij. Hann gat Gorbatsjov ekki hrakið úr Polytbyro. höfðu fóðra búpening sinn á kostnað ríkisins og svipti forrétt- indastéttina lúxussumarbústöð- um á landareignum sem kostuðu gríðarháar upphæði er greiddar voru úr ríkissjóði. Og ekki er það bara í embætt- ismannakerfinu sem Gorbatsjov á við ramman reip að draga. „Það ríkir mikill urgur í verk- smiðjunni okkar,“ segir kona í vefnaðarverksmiðju í Moskvu. „Frá því um áramót hefur verið hér strangt gæðaeftirlit. Það er stöðugt verið að senda vöruna í verksmiðjuna á ný. Við höfum verið svipt janúaruppbótinni.“ Nú hefur gæðaeftirlit verið tekið upp um öll Sovétríkin að vest- rænni fyrirmynd. Segir Isvestia að þetta eftirlit hafi mætt harðri mótspyrnu í Kamas vörubíl- averksmiðjunum. Gorbatsjov á ekki létt með að láta þetta sem vind um eyru „VIÐ VERÐUR EKKI SNÚIГ Gorbatsjov mætir víða mótspyrnu og ekki aðeins í embættis- mannakerfinu AMA kvöldið og fundi hinna 300 með- lima sovésku miðnefndarinnar var slitið féll hitastigið í Moskva niður í mínus 25 gráður. En það var sól í heiði í huga hins hvíthærða flokks- leiðtoga í Úkraínu sem ók út á Wnukovo flugvöll, þar sem Aeroflotvél stóð reiðubúin að flytja hann til Kiew. Vla- dimir Schtscherbizkij, sem nú sat einn eftir í Polytbyro af fylgjendum Breshnevs, hafði komist klakklaust í gegnum hreinsunareldinn. Meðan félagi hans, sem hafði orðið honum samferða upp met- orðastigann, Dinmuchamed Kunajev, flokksleiðtogi í Kas- ákstan, hafði verið settur út af sakramentinu, þá hafði Schtscherbizkij fengið að vera einn þeirra aðeins tólf manna, sem ávarp fluttu við upphaf miðnefndarfundarins. Samt er sú Úkraína sem lýtur stjórn hans ekkert fyrirmyndar- ríki innan sovétsambandsins og þar þykir endurskipulagningin sem aðalritarinn heimtar ganga harla seint. Hefur hann kvartað mjög yfir skorti á aga og skipu- lagningu í iðnaðinum. Það var einmitt skipulagleysi af þessari tegund, sem var undir- rót kjarnorkuslyssins í Chern- obyl. Úkraínsk yfirvöld höfðu líka reynt að leyna Moskvu ýmsum lögleysum, eins og brott- vikningu uppfinningamanns nokkurs, sem viljað hafði koma á tækniumbótum, úr flokks- deildinni og enn hafði blaða- manni í Voroschilocgrad verið vísað á dyr fyrir að birta rétt- mæta gagnrýni á ýmsa hluti. Meðan fjöldi gamalla kerfis- manna hafði verið látinn víkja fyrir nýjum mönnum, tókst Schtscherbizkij að halda um þau völd sem hann af nákvæmni hafði verið að treysta í 14 ár. Ekki tókst samt betur til hjá honum en svo að Úkraína var næst neðst af öllum Sovétlýð- veldunum fimmtán í því að standa við áætlaðan framleiðslu- kvóta 1986. En hinar frægu „stáltennur“ Gorbatsjovs virðast þó ekki nógu hvassar til þess að vinna á úkraínska leiðtoganum. Hann er því auðsjáanlega ekki eini andstæðingur „nýju stefnunn- ar“. Tvívegis varð að fresta fundi miðnefndarinnar vegna tregðu manna við tillögum Gor- batsjovs og þegar kynnt var afgreiðsla þeirra var minnstur hluti þeirra stórtíðinda eftir sem orðrómur hafði gengið um í Moskva að von væri á, - heldur aðeins nokkur „andlitslyfting“. Fyrir utan Kunajev frá Kas- akstan var enginn felldur út nema hinn 72ja ára gamli ritari miðnefndarinnar og Breshnev- maður, Michail Simjanin. Aftur á móti tókst Gorbatsjov að fá áróðursmeistara sinn, Alexand- er Jakowlew, tekinn upp í Polyt- byro. Það gætti nærri uppgjafar í orðum Gorbatsjovs þegar hann sagði að vandamálin væru „djúptækari“ en hann hefði haldið og það lá við að ógnunar gætti í málrómnum þegar hann sagði: „Við megum eki stíga skrefin til baka og við getum það heldur ekki“. Gorbatsjov hefur nú dirfst að hrófla við hinum milda svæfli sovétkerfisins. Hann vill með leynilegum kosningum láta raska þeirri hefð að sovéskur embættismaður yfirgefi ekki stöðu sína fyrr en á líkbörunum. Er það í fyrsta sinn frá tímum Lenins að kosið er um embættin. „Ef við fáum fólkið ekki með okkur mun ekkert gerast,“ segir Kremlarhöfðinginn. Slík tillits- semi við þjóðarviljann hefur ekki þekkst frá því á dögum Krúsjeffs og það sem hann fékk áorkað, í trássi við alla ^ndstæð- inga breytinga í Sovétrikjunum á flokksþinginu 1961, upprætti Breshnev eftir fall hans, 1964. Þar með hófst það stöðnunar- tímabil, sem Gorbatsjov vill að linni. Ritari miðnefndarinnar, Jeg- or Ligatschow, sem er næst æðsti maður í flokkskerfinu og talinn hið „íhaldssama" mótvægi gegn Gorbatsjov, vill ekki ganga svo hart að gömlu kerfismönnunum. „Þeir hafa flestir lagt sig alla fram,“ segir hann og aðra mætti „ala upp að nýju“. Þessu andmælir heimspeki- prófessorinn í Moskvu, Vladim- ir Schubkin: „Hvorki skipanir né refsingar duga, þegar allt byggist á gagnkvæmum blekk- ingum samkvæmt þeirri reglu að „sá einn er þjófur, sem lætur upp um sig komast.““. Hann segir að ekkert nema róttækar breytingar dugi. Einn slíkra „róttæklinga“ er Gennadij Kolbin, sem nú leitast við að koma í horf spilltu kerfi fyrirrennara síns Kunajevs - þrátt fyrir blóðugar óeirðir í Alma Ata, eftir að hann var útnefndur flokksleiðtogi þar. Þegar hann stjórnaði flokks- deildini í Uljanovsk, rak hann alla þá flokksstarfsmenn og verksmiðjustjóra, sem honum þóttu sýna of lítið „sósíalískt frumkvæði". í Kasakstan kallaði hann nú til reikningsskila 2000 flokksstarfsmenn, sem látið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.