Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Sunnudagur 1. mars 1987
Innan við mílu frá bænum má
sjá MX skýlin.
orkustríð?“
Þó kjarnorkuógnin hvíli á öll-
um er það þó annað að alast upp
á svo augljósu skotmarki sem
þessu. Svörin sem börnin fá eru
líka oft í þá áttina að þau þurfi
þó ekki að kvíða eftirleiknum!
Fáar fjölskyldur hafa búið
lengur í nágrenni þessara vopna.
Það var fyrst árið 1958 að yfir-
völd fóru frammá það að fá að
,staðsetja flaugarnar í landi jarð-
arinnar. f>á neituðu foreldrar
Beth en allt kom fyrir ekki.
Flugherinn staðsetti flaugarnar
á besta ræktarlandi býlisins og
borgaði jafnvirði 1200 kr. á
ekru. Einn þeirra sem kom til að
byggja skýlin var Ed Weppner.
Nokkrum árum síðar, eða 1961,
giftist hann Mary og þau hófu
búskap á býli foreldra hennar.
Fegar nýjar gerðir flauga
komu til sögunnar urðu Atlas
sprengjuskýlin úrelt og herinn
seldi þeim landið aftur fyrir
rúmar 1600 kr. ekruna. Bæði
var að þau töpuðu á þessum
viðskiptum og svo er ekki hægt
að nýtalandið þvíbyrgin standa
þar ennþá. Eins og Ed segir:
„Pessi byrgi voru gerð til að þola
kjarnorkusprengingu og þao er
varla til nóg TNT fyrir vestan
Missisippi til að sprengja þetta í
loft upp.“
En svo getur farið að MX
sílóin verði líka fljótlega úrelt.
Þannig hafa yfirvöld fylkisins
lýst vilja sínum til þess að fá
Midgetman flaugar í fylkið.
Þessar flaugar verða færanlegar
til að gera andstæðingnum erfið-
ara fyrir með að miða út
skotmörk. „Maður lítur yfir Atl-
as mannvirkin, MX flaugarnar
og svo heyrir maður áætlanir af
þessu tagi. Það endar með því
að maður fórnar höndum, hvað
næst, hvar endar þetta?,“ segir
Ed Weppner. -RR
Starfsmenn flughersins að
koma fyrir MX flaug.
F1 YRSTU geislar
* morgunsólarinnar
eru að eyða myrkri
nætur. Ed Wepper og
aðstoðarmaður hans
horfa á MX-flaug
setta niður í neðar-
jarðarbyrgi sem grafið hefur ver-
ið á landi hans, býli norðvestur
af Cheyenne í Wyoming fylki í
Bandaríkjunum. Nokkrum dög-
um seinna, á leiðtogafundinum
hér í haust, voru þessar lang-
drægu flaugar aðal umræðuefn-
ið. Fyrir fjölskyldu Weppners
og nágranna þeirra. McNiffs
fólkið, er MX flaugin hins vegar
stöðug ógnun. Alls á að koma
fyrir 10 flaugum þarna og orð
Beth McNiff Iýsa vel þeirn til-
finningum sem búa í brjósti
þeirra sem þurfa að búa í ná-
grenni þessa. „Ég finn til föður-
landsástar að geta þjónað landi
mínu, en það vekur samt með
mér hroll.“
Þegar flaugarnar eru komnar
í jörðu láta þær ekki mikið yfir
sér. Steypuklumpar girtir
þriggja metra hárri girðingu er
allt sem sést. Þessir steypu-
klumpar loka 92 feta djúpum
sílóum sem flaugarnar eru í.
Þetta eru sýnilegu hlutar þess að
lifa í nágrenni flauganna. En
hvað með ósýnilegu hliðarnar?
Það sem virkilega fer með fólk
er að ótti kemur alltaf upp í
hvert skipti og fréttir berast af
ófriðarblikum. Spurningarbarn-
anna sem ekki skilja ástandið
minna hina fullorðnu á það hve
ógnarjafnvægið er raunverulegt.
„Þú hlustar á það sem börnin
hafa að segja og segir þeim svo
að ekkert muni fara úrskeiðis,
en fyrir hugskotssjónum er
Challanger slysið,“ segir Beth
McNiff.
Kjarnaoddar eru ekkert nýtt
fyrirbæri á þessum slóðum. 1959
var Atlas flaugunum komið fyrir
í landi þessa sama búgarðs og
1964 svo Minuteman flaugun-
um. MX flaugarnar eru geymdar
í sömu sílóum og Minuteman
flaugarnar, en vegna þess að'
þær bera mun meira eldsneyti
Þegar f lugherinn yf irgaf Atlas
mannvirkin var „eins og þeir
hefðu bara staðið upp og
farið, það var meira að segja
feiti í
djúpsteikingarpottinum,"
segir Ed Weppner.
Weppners og McNiff
fiölskyldurnar ræða málin.
Bæði Weppners hjónin og
McNiff hjónin eiga þrjú börn.:
Það sem mæðrunum finnst erfið-
ast við að hafa flaugarnar þarna
er að útskýra þetta allt fyrir
börnunum. „Það kemur að því,
venjulega á meðan þau eru til-
tölulega ung, að þau vilja vita
allt um þetta.“ Nýlega sagði 10
ára gömul dóttir Beth að hún
vildi ekki deyja. „Hví skyldu
börnin þurfa að hugsa um kjarn-
hefur hættusvæðið í kringum
þær verið stækkað úr 92 í 209
ekrur. Gjaldið sem yfirvöld
borga fyrir landnotkun þessa er
40$ á ekru eða því sem næst
1600 kr.
í samfélagi þar sem herinn er
stærsti vinnuveitandinn og heim-
ilisfeðurnir starfa við þessar
spi;engjugeymslur er andstaða
við flaugarnar sjaldgæf. Þó ýmis
fylki í Bandaríkjunum vilji ekki
hýsa þessar flaugar hafa íbúar
Wyoming verið því hlynntir í
von um efnahagslegan ávinning.
Þetta þýðir svo auðvitað að þeir
bændur sem eru mótfallnir því
að fá flaugarnar á landareign
sína verða utanveltu í samfélag-
inu. „Fyrir okkur eru þessar
flaugar sem bastarðar í bakgarð-
inum, en fyrir stjórnvöld fylkis-
ins þýða þær peninga," segir
Pete McNiff.
Með
B0MB