Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn LEIÐARI Skýr mynd Þegar dregur að kosningum sýna skoðanakann- anir að mikil hreyfing virðist á fylgi stjórnmála- flokka frá einum mánuði til annars og stundum frá viku til viku, sé að marka kannanirnar. Því verður ekki á móti mælt að sé þetta rétt er stór hluti kjósenda lítt ráðinn í afstöðu sinni. Má ætla að ýmsir líti hlutina ekki í víðu samhengi, svo sem hvaða árangur hefur náðst í núverandi stjórnar- samstarfi, en láti fremur stjórnast af hvaða flokkur hefur mest verið í opinberri umræðu þá og þá dagana. Skylt er að vara við slíkri afstöðu. í nýlegum sjónvarpsþætti kom fram að dæmi eru um að menn hafi látið smávægilega persónulega hagsmuni, svo sem eins og fyrirgreiðslu einstakra þingmanna, ráða meiru um afstöðu sína en þjóðar- hag, sem þó er skylda hvers borgara í landinu að láta sitja í fyrirrúmi. í svo smáu samfélagi ríður meira á ábyrgri afstöðu hvers og eins einstaklings en með stærri þjóðum og aðeins fá atkvæði geta ráðið úrslitum í stórmálum. í sumum skoðanakönnunum hefur greinilega hallað öðru hverju á Framsóknarflokkinn, sem valda hlýtur mönnum undrun, þar sem ríkisstjórn sú er nú situr undir forsæti hans hefur reynst giftudrjúg í veigamestu málum, eins og stöðvun verðbólgu og flokkurinn hefur gengið fram fyrir skjöldu af hreinskilni og djörfung. Um leið og hann hefur sýnt óumdeildan samkomulagsvilja og lipurð við að lægja þær öldur sem óhjákvæmilega rísa af og til á vettvangi þjóðlífsins, hefur hann heldur ekki skort þor þegar á hefur þurft að halda og þá ekki spurt um stundarvinsældir í samræmi við lýðræðislega ábyrgð sína. Ráðherrar flokksins hafa af öllum réttsýnustu mönnum verið taldir heilsteyptastir í störfum sínum og er á meðal þeirra að finna menn sem óumdeilt er að teljast til hæfustu og vinsælustu stjórnmálamanna, þeirra er nú sitja á Alþingi. Meðan ýmsar efasemdir hafa komið upp um menn úr samstarfsflokknum, hefur hvergi fallið á skjöld þeirra sem þjóðin hefur kallað til ábyrgðar af hálfu framsóknarmanna. Framsóknarflokkurinn bíður ókvíðinn eftir þeim dómi sem kjósendur munu fella um störf hans á stjórnartímabilinu og hann óttast ekki skoðana- kannanir. Hitt er kvíðvænlegra ef hávaðagangur og stóryrði stjórnmálaafla sem enga ábyrgð hafa þurft að bera og á fyrri árum sýnt sig lítt og ekki hæf til þess að fara með ríkisvaldið, ber ofurliði þá skýru mynd sem nú þegar blasir við af stjórnarstörf- um Framsóknarflokksins. í þeirri mynd er ekkert sem dylja þarf né hylja felulitum. Hún dæmir sig sjálf og er öllum til sýnis. Því verða það ekki stóryrði né gaspur sem flokkurinn mun höfða til kjósenda með, heldur biður hann þá um rólega yfirvegun og sannsýni. Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Þór Jónsson Reinhard Reynisson Þórarinn Þórarinsson skrifar um: s k-J KÝRSLA Tower- nefndarinnar, sem Reagan tilnefndi sjálfur til að rann- saka íransmálið, hefur stað- fest það ótvírætt rétt, að Re- agan er værukær, gleyminn og áhugalítill um stjórnar- störf. Embættismennirnir, sem hafa safnast í kringum hann, hafa því fengið vaxandi völd og hann samþykkt ýms- ar hugmyndir þeirra og tillög- ur, án nánari athugunar. Þetta skýrir m.a. loftárásina á Líbýu og vopnasöluna til írans. Embættismennirnir, sem Re- agan hefur valið sér, hafa reynst misjafnir. Einkum hefur þetta átt við á síðara kjörtímabili hans. Þá hafa skotið upp kolli ýmsir furðufuglar, eins og North liðsforingi, en Reagan virðist hafa litið upp til hans sem þjóð- ERLEND.^M ^■MALEFNI Sunnudagur 8. mars 1987 Howard Baker Reagan gat vart valið heppilegri samstarfs- mann en Howard Baker Gorbatsjov réttir honum friðarhönd frá Moskvu hetju vegna þess að hann fékk kross í Víetnamstríðinu. Donald Regan starfsmanna- stjóri hefur bersýnilega gert sér þetta ljóst, og því reynt að takmarka sem mest að þessir menn næðu fundi forsetans og fengju hann til að samþykkja ýmislegt, án eðlilegs samstarfs við ráðherra sína. Fyrir þetta hlaut Regan óvinsemd margra starfsmanna Hvíta hússins, sem töldu hann vera að seilast eftir óeðlilegum völdum. Regan hefur þó sennilega ekki gengið nema gott til, því að hann vissi hvernig högum forset- ans var komið og því þyrfti að veita honum nauðsynlega vernd. Ýmsir þessara manna hafa vafalaust snúið sér til forseta- frúarinnar og kvartað undan því, að Regan sýndi forsetanum vantrú og þeir gætu því ekki náð fundi hans. Henni hefur fundist þetta óverðskuldað og brátt kom til árekstra milli hennar og Regans. Við þetta bættist, að hún mun hafa gert sér ljóst eins og margir aðrir, að Regan hefði ekki þá þekkingu og visku til að bera, að hann væri heppilegur sem aðalráðgjafi hins aldur- hnigna forseta. TOWERSKÝRSLAN rak endahnútinn á veru Donalds Regans í Hvíta húsinu. Senni- lega hefði hann farið fyrr, ef tekist hefði að finna heppilegan eftirmann hans. Nancy Reagan mun fyrst og fremst hafa haft Paul Laxalt fyrrum öldunga- deildarmann í huga, en hann hefur lengi verið mikill vinur þeirra hjóna og Reagan treyst honum manna mest. Laxalt reyndist hins vegar ófáanlegur, en sennilega hefur hann bent á þann mann, sem endanlega varð fyrir valinu, Howard Baker. Howard Baker, sem verður 62 ára 15. nóvember næstkom- andi, er kominn af þekktri ætt stjórnmálamanna í Tennessee. Faðir hans átti sæti í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings og erfði kona hans, sem var stjúpmóðir Bakers, sæti hans þótt sennilega hefði Baker sjálfur getað fengið það, en hugur hans stefndi hærra. Árið 1964 reyndi Baker að ná kosningu til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Það mistckst, en tveimur árum seinna eða 1966 náði hann kosningu til öldungadeildarinnar og átti þar sæti í 18 ár eða til 1984. Þá gaf hann ekki kost á sér og hugðist undirbúa framboð í forsetakosn- ingunum 1988. Fyrir skömmu skipaði hann nefnd til að kanna hvort álitlegt væri fyrir sig að fara í framboð og undirbúa þátt- töku í prófkjörunum, sem hefj- ast skömmu eftir næstu áramót. Nefndin hefur enn ekki skilað áliti, en sennilegast þykir að Baker hafi hætt við þessi áform, þegar hann tók að sér að verða starfsmannastjóri í Hvíta hús- inu. Baker vann sér mikið álit í öldungadeildinni og varð manna vinsælastur. Hann þótti hóflega til hægri í efnahagsmálum, en frjálslyndur í félagsmálum og utanríkismálum. Oft átti hann gott samstarf við andstæðinga sína, demókrata. Hann sóttist fljótt eftir því að erfa sæti tengdaföður síns, Everetts Dirk- sen frá Illinois, sem formaður þingflokks repúblikana í öld- ungadeildinni. Það tókst honum 1976, en vafasamt þótti að hann yrði endurkjörinn 1980, þegar repúblikanar fengu meirihluta í deildinni og flestir nýliðarnir voru langt til hægri. En þá kom Laxalt vinur hans honum til hjálpar og tók að sér að bera fram tillöguna um endurkjör hans. Það dugði. í sameiningu unnu þeir Laxalt að því að koma fram ýmsum umdeildum frum- vörpum Reagans. Þetta var erf- itt hlutverk, en Baker tókst furðuvel að fullnægja því og halda jafnframt allgóðu sam- starfi við demókrata, m.a. við Tip O’Neill, forseta fulltrúa- deildarinnar og leiðtoga dem- ókrata þar. Almennt er talið, að þeir Baker og Lyndon Johnson hafi verið færustu þingflokksfor- menn í öldungadeildinni eftir síðari heimsstyrjöldina, þótt þeir væru annars ólíkir. Báðir ástunduðu einkasamtöl við þing- menn til að leita liðsinnis þeirra og unnu sér stuðning á þann hátt. Baker er talinn kynna sér mál vel áður en hann tekur afstöðu. Hann sé því góður samninga- maður. Hann átti sæti í þing- nefndinni, sem rannsakaði Wat- ergatemálið. Lengi vel var talið, að hann bæri kápuna á báðum öxlum. Staðreyndin var sú, að hann vildi upplýsa málið til fulls og lagði í það mikla vinnu. Fyrr tók hann ekki endanlega af- stöðu. Baker þykir koma vel fyrir í sjónvarpi. Hann er ekki sérstak- ur mælskumaður og ekki einn þeirra, sem tala mjög hratt. En hann útskýrir málin vel og víkur sér ekki undan svörum. ÞAÐ MÁ segja um Reagan, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Valið á Baker sem starfs- mannastjóra hefur mælst vel fyrir, og ekkert síður hjá dem- ókrötum en repúblikönum. Sennilega eru þó haukarnir ekki ánægðir, þótt þeir láti kyrrt liggja að sinni. Nancy Reagan hefur lýst sig ánægða með valið, en mikið getur oltið á því, að góð samvinna takist milli hennar og Bakers, en hún virðist nú ráða öllu meira en bóndi hennar, sem dregur sig í vaxandi mæli í hlé, nema þegar hann kemur fram í sjónvarpi; þar er gamli Hollywoodleikarinn enn í essinu sínu. En það er fleira en útnefning Bakers, sem bætir Reagan áfall- ið eftir birtingu Towerskýrsl- unnar. Honum hefur borist góð kveðja frá kunningja sínum frá Reykjavíkurfundinum, Mikhail Gorbatsjov. Hann hefur til- kynnt, að Sovétríkin séu reiðu- búin að semja um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu, án þess að minnast nokkuð á stjörnustríðs- áætlunina. Þetta er sú leið í afvopnunarmálum, sem Banda- ríkin hafa lagt áherslu á. Þetta bendir til, að Sovétríkin hafi trú á, að Reagan vilji enda feril sinn sem friðarforseti, er stefnir að því að draga úr afvopnun. Fátt gæti nú komið Reagan betur en heimsókn Gorbatsjovs til Bandaríkjanna og undirritun samnings um takmörkun og samdrátt vígbúnaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.