Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Sunnudagur 8. mars 1987 Drap hann mann, eöa drap hann ekki mann? Jack Grossman er jafngamali öld- inni og sá efi hefur nagað hann frá 18 ára aldri hvort hann hafi orðið mannsbani. nær en nokkru sinni áður. „Piltar mínir“, sagði Sú, „ég var hamingjusamari maður þeg- ar ég var ungur í Bandaríkjun- um og vann mér inn 5 pund á Yarð ég Kung Ling Su að bana. Þessari spurningu hefur Bretinn Jack Grossman oftsinnis velt fyrir sér um árin HORFENDURNIR sitja spenntir og fylgjast með þegar aðstoðarmenn töframannsins krjúpa á kné og miða á hann byssum sínum. Þeir miða gínandi byssukjöftunum á brjóst töframannsins og hleypa samstundis af. En töframaðurinn snýr á dauðann og grípur í byssukúlurnar í blikkpönnu, sem hann ber framan á sér. Alltaf hefur tekist að hrella áhorfendur með þessum töfrum og leik að dauðanum, en 27 töframönnum hefur ekki orðið auðið að endurtaka bragð sitt. Peir hrelldu áhorfendur sína hinsta sinni. Einn þeirra var hinn frægi töframaður, sem kom fram und- ir nafninu Kung Ling Sú. Hann var skotinn til bana, 57 ára gamall, í Wood Green Empire í Lundúnum á laugardagssýningu hinn 23. mars, 1918. Annar aðstoðarmanna hans, sem hleyptu af skotunum, var Jack Grossman, sem er jafn- gamall öldinni. Hann býr nú í Sheffield í Englandi og allt frá því örlagaríka kvöldi fyrir 69 árum hefur hann velt því fyrir sér hvort hann hafi orðið manni að bana þegar hann var táning- ur. Harmleikur þessa örlagaríka kvölds stendur mér enn þá svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum að hann hefði eins getað átt sér stað í gær. Þetta kvöld er allt eins líklegt að ég hafi skotið til bana hinn heimsfræga „kínverska" sjón- hverfingamann frammi fyrir stórum áhorfendahóp. Þótt ég hafi unnið fyrir hann frá árinu 1915 get ég ekki sagt að ég hafi þekkt hann. Allir utan leikhússins töldu að Sú væri raunverulegur Kínverji, því að hann notaði kínverskan búning, svartan að lit, farðaði sig gulan í framan og sagði aldrei orð á sviðinu. í raun var hann Bandaríkjamaður og hét William Robinson. Sú átti í fórum sínum tvær slíkar byssur, sem byltingar- menn notuðu í Boxara-upp- reisninni. Þær notaði hann við sjónhverfingu sína og hafði þær ævinlega læstar ofan í kistli þar til skömmu áður en hann gekk á svið. Kvöld eitt í vikunni, sem Sú átti ekki eftir að lifa til loka, beið ég ásamt öðrum aðstoðar- manni hans eftir lest á Wood Green stöðinni. Þá birtist Sú skyndilega. Venjulega hafði hann þann háttinn á, að láta aka sér heim í bíl. En í þetta sinn vildi hann spjalla við okkur og kom okkur IMI5SAN SUNNY 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma IMI55AN SUNNY BÍL ÁRSINS 1987 Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 1957^Í987>)> þar sem tónsnillingurinn Jónas Þórir heldur uppi stuði á Roland píanói frá Rfn Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni ara viku en ég er hér, þar sem ég fæ greidd 500 pund á viku“. Ekkert brá út af venju á kvöldi laugardagsins og undir- búningur undir byssukúlubragð- ið var samkvæmt hefð. Eiginkona Sús sneri sér að mönnum í áhorfendasalnum og rétti þeim eggjabikar með tveimur byssukúlum í. Hún bað sjálfboðaliða að merkja báðar kúlurnar með hnífsskarði. Áhorfendur vissu þó ekki að eggjabikarinn var sérstaklega útbúinn og svo ekkert bar á hafði eiginkona Sús skipti á merktu kúlunum og öðrum sem voru fólgnar í neðri hluta bikars- ins. Þærfékk annar sjálfboðaliði að skoða, til að geta borið kennsl á þær aftur, þegar sjón- hverfingamaðurinn hafði gripið þær úr byssuhlaupunum. Því næst hlóð Sú byssurnar púðri, renndi byssukúlunum inn í hlaupin svo allir sæju og afhenti þær því næst aðstoðarmönnum sínum. Eins og venjulega tóku þeir við byssunum og stóðu reiðubúnir. Hvískur fór um sal- inn og áhorfendum varð órótt í sætum sínum. Sú hafði þó tekist að „grípa“ kúlur í pönnuna svo hundruðum skipti. Um leið og við fengum skipun þar um hleyptum við af skotun- um á Sú og pannan féll framan af töframanninum og slengdist i sviðið með ógnar hávaða. Sú féll fram á við. Skerandi óp konu hans er það næsta sem ég man og þegar hún hljóp til hans þar sem hann lá í blóði sínu á sviðinu. Þá féll tjaldið. Ég og félagi minn krupum enn í skotstöðu og gerðum okk- ur ilia grein fyrir hvað gerst hefði. Áhorfendur hljóta að hafa furðað sig enn meira þegar lok sýningarinnar urðu svo skyndileg. Lögreglan var kvödd til og byssur okkar gerðar upptækar till rannsóknar. Við aðstoðar- mennirnir vorum handteknir og látnir gista fangageymslur Wood Grenn lögreglustöðvarinnar næturlangt. Við vorum harmi slegnir vegna atburðarins en töldum þó, að ekki væri hægt að sakfella okkur fyrir orðinn hlut. Við áttum engan þátt í að hlaða vopnin. Um morguninn var okkur tjáð að Sú hefði dáið um nóttina á sjúkrahúsi og að við mættum fara eftir yfirheyrslurnar. Við yfirheyrslurnar útskýrði lögregla að byssurnar væru sér- staklega útbúnar fyrir þetta töfrabragð. Byssukúlunni yrði aldrei skotið úr hlaupinu, en púðrið spryngi og liti út sem kúlunni væri skotið á töframann- inn. Þetta hefði ekki gerst um kvöldið. Byssukúlan hafði farið sína réttu íeið inn um hlaupið, þegar Sú hlóð, en því miður aftur út sömu leið. Kúlan hafði þrengt sér leið gegnum lungað. Við vissum að Sú hafði varann á og klæddist skotheldu vesti á sýningum. Það var einnig hluti af samningi hans við leikhúsið. En svo getur ekki hafa verið þetta örlagaríka kvöld. Var það af ráðnum hug eða yfirsjón? Ef Sú hefur ætlað sér að fremja sjálfsmorð, þá gerði hann það svo sannarlega á snjallan og áhrifaríkan hátt. En allt frá þessu hefur efinn nagað mig. Kom skotið, sem varð Sú að bana, úr minni byssu? * Þess má geta að umrætt töfra- bragð var leikið í sjónvarpi í Bretlandi 1982. Hinn frægi breski sjónhverfingamaður Paul Daniels lék það bragð og segist ekki vilja reyna það aftur. „Mig langar ekki til að endurtaka það,“ segir Daniels. „Þetta var mjög spennandi en hrollvekj- andi um leið.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.