Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 5
Mjólkur-
prufupappír
Júgurhlífar
Mjaltastólar
Mjólkur-
sýnikönnur
Sogvörn
Sparkvarnir
FRA BUNAÐARDEILD
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900
Sunnudagur 8. mars 1987
'GULLIBETRI
Italska knattspyrnan:
Tíminn 5
Allt snýst
um útlendingana
Róm - Rcuter
ITÖLSKU knattspyrnuliðin Juventus og Róma hafa lengi eld-
að grátt silfur saman á leikvellinum en nú eru forsetar liðanna
líka komnir í hár saman. Deiluefnið? Jú, helsta málið í ítölsku
knattspyrnunni um þessar mundir, þ.e. hvort leyfa eigi kaup
á erlendum leikmönnum, fjölga þeim eða fækka.
Umræður um að opna landa-
mærin fyrir fleiri erlendum leik-
mönnum hafa leitt í ljós mjög
misjafnar skoðanir á málinu svo
ekki sé meira sagt. Giampiero
Boniperti forseti Juventus vill
að engar takmarkanir séu settar
við kaup á útlendingum en Dino
Viola forseti Róma vill viðhalda
þeim takmörkunum sem nú eru
í gildi.
„Við eigum gimsteina heima
fyrir, hvers vegna ættum við að
fara erlendis og fleygja þar pen-
ingum okkar?“, segir Benito
Gattei forseti Como sem skipað
hefur sér í flokk með Viola og
reyndar gengið lengra þar sem
hann hefur gagnrýnt mjög hug-
myndir um að lið geti haft þrjá
útlendinga í liði sínu í stað
tveggja sem nú er leyfilegt.
Lið er leika í fyrstu deildinni
ítölsku hafa ekki fengið að
kaupa erlenda leikmenn síðan
árið 1984. Þá var lagt bann við
öllum kaupum til stuðnings við
undirbúningi ítalska landsliðsins
fyrir heimsmeistarakeppnina í
Mexíkó á síðasta ári.
Nær öruggt verður að teljast
að á næsta keppnistímabili verði
slík kaup leyfð og verður líklega
senn ákveðið hvort leyft verði
að hafa tvo eða þrjá útlendinga
í hverju liði.
Forseti Juventus vill eins og
áður sagði engar hömlur og
hefur stuðning frá forsetum sjö
annarra liða þótt þessi stuðning-
ur sé að vísu í mismiklum mæli.
Viola vill hinsvegar halda í nú-
verandi kvóta og fylgja formenn
fjögurra liða honum að málum.
Forráðamenn Napoli, sem
hefur dýrasta og frægasta út-
lendinginn í liði sínu, sjálfan
Argentínumanninn Diego Ar-
mando Maradona, bíða hinsveg-
ar átekta ásamt eigendum Atal-
anta.
Afstaða Juventus er sosum
vel skiljanleg, liðið er mjög ríkt
og hefur reyndar þegar keypt
Ian Rush frá Liverpool á 3,2
milljónir sterlingspunda. Það er
því Juventusliðinu mikilvægt að
landamærin verði opnuð á ný
fyrir innstreymi erlenda leik-
manna og peningar myndu sann-
arlega ekki standa í veginum
fyrir að „Juve“ gæti bætt við sig
eins og einni erlendri stjörnu í
viðbót, þ.e.a.s. ef Michael Plat-
Frakkinn snjalli, yfirgefur
' lan Rush markaskorari með
meiru; Röndótta svarthvíta
Juvepeysan bíður hans á ítal-
Má nefna Hollendingana Ruud
Gullit og Marco Van Basten,
Vestur-Þjóðverjann Tómas
Berthold, Brasilíumennina Car-
eca og Alemao og Englending-
inn Glenn Hoddle.
Ekki verða þó allir hetjur á
Ítalíu og gott væri fyrir þá sem
nú beina sjónum sínum að land-
inu að hugsa til þeirra sem fallið
hafa í ónáð af einhverjum orsök-
um. Brasilíumaðurinn Sókrates
varð t.d. vinalaus eftir að hafa
gagnrýnt meðspilara sína hjá
Fiorentina og landi hans Zico
yfirgaf Udinese eftir að hafa
verið sakaður um að brjóta
skattalög, svo að einhverjir séu
nefndir.
Diego Maradona; Heimsins
snjallasti knattspyrnumaður
hefur hug á að yfirgefa Napoli
og hverfa jaf nvel f rá allri þeirri
„maníu“ sem fylgir ítalska fót-
boltanum
eins og margir gera
ráð
mi
liðið
fyrir.
Þeir sem eru á móti því að
auka kvótann upp í þrjá leik-
menn nota aðallega þá röksemd-
arfærslu að slíkt muni enn auka
muninn á milli ríkra og fátækra
félaga og benda á að lið eins og
Juventus, sem er stutt af hinni
fjársterku Agnelli fjölskyldu,
komi til með að græða á slíku.
Fleira kemur til, Viola segir t.d.
að kaup á erlendum leikmönn-
um muni standa öðrum málum
fyrir þrifum, s.s. nauðsyn þess
að endurnýja marga hina geysi-
stóru leikvelli í landinu. „Mitt
Glenn Hoddle; Fer Totten-
hamleikmaðurinn snjalli til
Ítalíu?
mottó er: Góðir leikvellir og
tveir útlendingar í hverju liði,
ekki fleiri“, segir Viola.
Þeir sem vilja að þrír leik-
menn fái að spila með hverju liði
virðast þó hafa nokkuð til síns
máls. Þeir benda á að erlendir
leikmenn þurfi ekki að kosta
meira en ítalskar stjörnur og
auk þess hafi útlendingar á borð
við Maradona stórlega aukið
áhuga fólks á fótboltanum og
sýni það sig í aukinni miðasölu
hvar sem hann og lið hans Nap-
oli kemur.
Það verður Franco Carraro,
sérstaklega skipaður til þess af
ítalska knattspyrnusambandinu,
sem mun taka lokaákvörðunina
um erlendu leikmennina. Opni
hann landamærin fyrir næsta
tímabil er víst að nóg er af
erlendum stjörnum sem vilja
spreyta sig í ítalska boltanum.
MF
Massey Ferguson
STERKARI • ORUGGARf •
BÚNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900