Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 8. mars 1987 Leiðtogar bróðurríkjanna, Husak, Honecker og Jarusel- ski, hlusta á nýstárlegar hug- myndir Gorbatsjovs á 27. flokksþinginu. Sumum þeirra mun þykja nóg um. YERÐUR EKKI SNÚIГ þjóta. Æ oftar heyrast þær radd- ir frá flokksdeildunum að hann fari of geyst og margir flokks- starfsmenn, sem áttu góðu gengi að fagna í tíð Breshnevs, eru skelfingu lostnir. Til dæmis hef- ur landbúnaðarsérfræðingurinn Viktor Lischtschenko sagt: „Það er til eyðileggjandi samkeppn- iskapphlaup í kapítalismanum og slíkt er svo sem líka hægt að setja af stað innan sósíalism- ans“. Það hefur enda komið í ljós að samkeppnisandinn fær byr undir báða vængi, þegar losað hefur verið um einkafrumkvæði í landbúnaði. Meðan sannað er að á samyrkjubúunum fer fjórð- ungur framleiðslunnar í súginn fyrir hyskni, þá rækta bændur á einkalandskikum sínum, sem eru 6,1 milljón hektarar af 212,6 milljónum hektara ræktaðs lands, 60 prósent af öllum kart- öflum og 30 prósent af öllu grænmeti. Hér er komið að því sem er kjarni þessa vanda sem Gorbatsjov má glíma við, en þetta orðar efnahagssérfræð- ingurinn Stanislav Schatalin svo: „Það þarf að kom á frumkvæð- isanda sem er öflugri en í hinu kapitalíska vestri“. Svo var að sjá sem þetta hefði tekist í vinnuskála númer 7 í skóverksmiðju í Tula. Verka- fólkið afkastaði dagsverkefnun- um á hálfum degi. En það sem eftir var dagsins notaði það til þess að framleiða skó sem það svo sjálft seldi. Sagði „Komsom- olskaya Pravda“ að sú fram- leiðsla hefði „aðdáanlega vel“ svarað kröfum neytenda og mörg nýtískuleg módel litu dags- ins ljós. En hér var hængur á: Fyrir- myndarverkafólkið notaði hrá- efni og vélar í ríkiseign til þess að framleiða skó sem það sjálft hirti allan arðinn af. Skaðinn nam feikna upphæðum fyrir hið opinbcra. í stað verðlauna hlaut fólkið fangelsisdóma og eftir það hefur varla náðst að fram- leiða upp í fyrirskipað magn í skála númer 7. Elskar þú maka þinn í raun og veru? Elskar hann þig? Hve lengi mun samband ykkar standa? Er ekki alveg tilvalið að finna út úr þessu núna um helgina? Þú svarar bara spurningunum og telur svo stigin til að sjá hve vel þið eigið saman. En munið að þetta er allt til gamans gert - en gangi ykkur samt vel! BYRJA Manstu fyrsta koss ykkar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.