Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.03.1987, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Sunnudagur8. mars 1987 Prentarinn Rasmussen skýt- ur á Estrup við heimili hans 25. október 1885. skapbráður. Samráðherrar Estrups urðu heldur ekki sakað- ir um frjálslyndi, en meðal þeirra var dómsmálaráðherr- ann, Nelleman, sem um 21 árs skeið var íslandsráðgjafi. Hann var skarpur lögfræðingur, en firna íhaldssamur. Hófst nú hin harðasta barátta milli flokkanna, sem jafnframt varð að baráttu mili þingdeild- anna, eins og fyrr greinir. Eitt af helstu deilumálunum á Estrup- tímanum voru hermálin og út- gjöld til þeirra. Barðist Estrup fyrir að fá stórfé lagt til víggirð- inga um Kaupmannahöfn, hið fáránlegasta fyrirtæki, og hafði hann þessa framkvæmd í gegn með seiglu sinni og hörku. Risu þær á árunum 1885-1894. Girð- ingarnar voru orðnar fullkom- lega úreltar löngu áður en stjórnartíma hans lauk, enda báru þær keim af hernaðartækni allt annarrar aldar. Þannig er ljóst að með Estrup hefur blund- að sú von að á ný kynni að hefjast stríð til að endurvinna dönsku hertogadæmin. Þrátt fyrir þessa drauma er talið að hann hafi haft það raunsæi til að bera að hann hafi átt þátt í að afstýra því að Danir færu í stríð við Prússa, er þeir síðarnefndu lentu í styrjöldinni við Frakka 1871, sem allir vita hvernig lykt- aði. Vildu þó margir áhrifamenn nota tækifærið og klekkja á óvininum Bismarck. Estrup lét rjúfa þing árið 1876 og gengu hægri menn þá í þétta fylkingu með svonefndum þjóð- frelsismönnum og ýmsum öðr- um afturhaldshópum, sem áður voru dreifðir. En vinstri menn unnu samt á og fengu 74 fulltrúa á þjóðþinginu. Höfðu þeir á að skipa ljóngáfuðum mönnum, auk gamla Bergs, eins og Frede Bojesen, Holstein Ledreborg greifa og ekki síst Viggo Hörup, sem var allra manna mælskastur og ofsalegur baráttumaður með blaðamennsku sinni. Gekk svo um hríð að reynt var að ná einhverju samkomu- lagi, sem Estrup lét sem hann ekki sæi, eða í hörku fór. Varð hitinn eitt sinn svo mikill að Estrup var neitað um orðið í þjóðþinginu. Upp úr 1880 hófst svo hin svonefnda „visnepolitik" - eða eyðingarstefna - af hálfu vinstri manna, en hún var í því fólgin að þeir reyndu að eyði- leggja öll mál fyrir stjórninni, ill sem góð. Stóð Berg mest fyrir þessum harkalegu aðförum. „í höndum slíkrar stjórnar á allt að visna,“ sagði hann og annar vinstri þingmaður bætti um bet- ur og sagði um stjórn Estrups að hún væri stjórn „sjö glæpa- manna og innbrotsþjófa1'. En Estrup sat sem fastast. Frumvörpum þingsins var vísað til nefndar, sem kölluð var „jarðarfararnefndin", því hún jarðaði þau öll. í kosningunum 1884 fékk stjórnin ékki nema 19 af 102 þingmönnum þjóðþingsins Morðtilræði við Estrup Þegar ekki var um neinn þing- styrk að ræða lengur fór Estrup að stjórna með bráðabirgðalög- um einum, fjárlögum og öðru. „Þingin tvö eru jafn rétthá," sögðu hægri menn. Ef málin strönduðu á ágreiningi milli þeirra varð stjórnin að brúa bilið. Og nú var ekki lengur um það hirt að miða bráðabirgða- fjárlög við minnstu þarfir, held- ur hófst Estrup nú handa og fór að nota fé til víggirðinga og hernaðar, eins og honum sýndist. Hitinn óx og margir voru dæmdir fyrir meiðyrði við ráðherrann eða óvirðuleg orð um kónginn, en Kristján 9. hélt ódæma mikið upp á Estrup. Hann var maður að skapi þessa þýskættaða þjóðhöfðingja, sem alist hafði upp í skjóli tveggja síðustu einvaldanna, þeirra Friðriks 6. og Kristjáns 8.. Lét konungur vegtyllunum rigna yfir Estrup og gekk hann að metorð- um næst hátigninni sjálfri og það þótt ekki hefði verið ráðherra- dómi hans til að dreifa. Eftir fund í þjóðþinginu 25. október 1885, þar sem fjárlög voru til fyrstu umræðu, gerðist enn heitt í kolunum. Eftir fyrstu umræðu (annarri umræðu var venjulega neitað og bráða- birgðalög sett) var ungum prent- ara, Juliusi Rasmussen, nóg boðið. Eftir þingfundinn, sem ekki hafi tekið nema sjö mínút- ur, fór hann að heimili Estrups og sat þar fyrir honum. Þegar ráðherrann birtist dró hann fram skammbyssu og skaut að honum tveimur skotum. Annað geigaði - en hitt lenti á hnappi á frakka ráðherrans og slapp hann óskaddaður! Þessum atburði fylgdu miklar æsingar. í fjóra daga á eftir voru farnar skrúðgöngur hægri manna Estrup til heiðurs og efnt til hátíða víða um landið. Lög- reglan handtók grúa vinstri manna og bráðabirgðalögum rigndi yfir úr stjórnarstöðvun- um, sem hótuðu þeim engu góðu sem „æstu upp stéttir eða hluta almennings gegn öðrum stéttum eða hluta þeirra". Báðir lentu þeir Hörup og Berg á bak við lás og slá. Prentarinn Rasmussen var dæmdur til 13 ára fangavistar. Hann framdi sjálfsmorð í tugt- húsinu. Töf á sjálfistæðisbaráttunni Þessi erkiíhaldssama stjórn sat til ársins 1894. Eins og skilja gefur hlaut stefna af þessu tagi að ganga sér til húðar. Þótt eldhuginn Berglétist 1891 höfðu vinstri menn fengið annan af- burðamann í hans stað, sem var J.C. Christensen, sem var ann- arrar gerðar en Berg, samninga- lipur og ísmeygilegur, en stefndi að sama marki. Þótt nokkrar skammlífar afturhaldsstjórnir sætu að völdum eftir daga Es- trups stefndi óðfluga að algjör- um umskiptum, sem urðu við valdatöku vinstri manna 1901. Stjórnartímabil Estrups var lunginn úr hinu svonefnda lands- höfðingjatímabili voru íslend- inga, sem markaðist af hinum illa þokkuðu stöðulögum frá 1871, sem enn voru endurnýjuð í stjórnarskránni, sem konungur kom með til með íslands 1874. Hefur mörgum þótt skjóta skökku við að íslendingar hafa látið svo mjög með persónu Kristjáns 9. að þeir hafa styttu hans framan við stjórnarráð sitt, því hann var afar andsnúinn allri eftirgjöf í íslenskum sjálfstæðis- málum, gjörólíkt syni sínum Friðrik 8., sem íslendingar hafa gert lítið stáss með. Sjáifsagt var það vegna Estrups að Kristján 9. var heldur ekki mjög vinsæll meðal dönsku þjóðarinnar fyrr en allra seinustu æviár sín. Þetta var tími kyrrstöðu í sjálfstæðisbaráttu Islendinga, eins og kunnugt er, enda ekki mikillar eftirlátsemi að vænta af danskri hálfu frá öðru eins stjórnvaldi. Með vinstri mönn- um gerist það loks að íslenski ráðgjafinn flyst inn í landið og slakna tekur á taumunum. Ágallar Estrups voru ná- tengdir þeim dygðum, sem ó- neitanlega prýddu persónu hans, miklum gáfum og sjálfsög- un, sem birtust út á við í stífni og ósveigjanleika. Þrátt fyrir að hann fengi að ráðskast eins og einvaldur með fjármál ríkisins allan sinn langa ráðherradóm, lágu tiltölulega fáar umbætur eftir hann. Þótt heilsan hefði brugðist honum oft um dagana og sval- vindar nætt um persónu hans átti það fyrir honum að liggja að ná háum aldri, en hann varð 88 ára. Trúlegt að ekki hafi honum litist á allt það sem gerðist á stjórnmálasviðinu hin síðari árin. En tími hans var liðinn og enginn þurfti lengur að eiga ráð sitt í hendi þess stranga gamal- mennis sem andaðist í Skaffö- gaard úti á sínu elskaða Jótlandi þann 24. desember 1913. fW«í Viö erum svolítiö montin af fermingarfötunum okkar í ár, sniðin eru pottþétt, litirnir fallegir og verö góö. Einnig erum viö meö glæsilega leöurjakka og rúskinnsjakka fyrir bæöi stráka og stelpur. Líttu viö því sjón er sögu ríkari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.