Tíminn - 10.03.1987, Síða 6
6 Tíminn*
Títnitin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Hvar sjást breytingarnar?
í setningarræðu sinni á Landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins var formanni hans Þorsteini Pálssyni tíðrætt um
þann árangur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur að hans
dómi náð í þessari ríkisstjórn.
Það er gömul og ný regla að forsvarsmenn stjórnmála-
flokka eigna sér það sem vel er gert og af þeim sökum
þarf engan að undra þótt Þorsteinn Pálsson haldi því
fram að Sjálfstæðisflokkurinn eigi heiðurinn af þeim
árangri sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
hefur náð.
Þetta er röng túlkun staðreynda, því ef litið er
raunhæft á þá málaflokka sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur kemur í ljós að litlar sem engar breytingar hafa
þar verið gerðar og fráleitt að halda því fram að stjórnun
þeirra málaflokka eigi stóran þátt í þeim árangri á sviði
efnahagsmála sem náðst hefur á kjörtímabilinu.
Mesti árangurinn er á sviði efnahagsmála. Enda þótt
efnahagsmál snerti öll ráðuneytin er yfirstjórn þeirra
óumdeilanlega í höndum forsætisráðherra. Það kom því
í hlut forsætisráðherra Steingríms Hermannssonar að
fylgjast með þróun þeirra og gera tillögur um aðgerðir.
Það verður að segjast eins og er að um flestar þeirra
hefur náðst samstaða hjá stjórnarflokkunum og á hún
stóran þátt í því hve vel hefur tekist til.
í upphafi kjörtímabilsins var ljóst að setja þyrfti
ákveðnari reglur um stjórnun fiskveiða við ísland en gilt
höfðu. Það kom í hlut sjávarútvegsráðherra Halldórs
Ásgrímssonar að taka á þeim málum. Þrátt fyrir harða
andstöðu margra stjórnmálamanna úr öllum flokkum,
þ.á.m. einstakra ráðherra tókst honum að ná fram
samstöðu hjá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi um nauð-
synlegar aðgerðir. Fyrir þessi vinnubrögð sín ávann
Halldór Ásgrímsson sér traust sem ábyrgur stjórnmála-
maður. Stjórnun fiskveiða var ein af forsendum þess að
tækist að rétta við íslenskt efnahagslíf, og að halda hér
fullri atvinnu, sem voru tvö helstu markmið ríkisstjórn-
arinnar. Það má því færa gild rök fyrir því að ábyrg
stjórnun sjávarútvegsráðherra á stóran þátt í árangri
ríkisstjórnarinnar.
í ráðuneyti Alexanders Stefánssonar hafa húsnæðis-
málin verið erfið en á þeim fundist lausn. Þegar
ríkisstjórnin tók við völdum var ljóst að húsnæðiskerfið
var hrunið og nauðsynlegt að byggja það upp að nýju
með nýjum lögum og reglum. Það hefur verið gert og
þrátt fyrir vankanta sem hljóta alltaf að koma fram við
svo viðamiklar ráðstafanir má fullyrða að staða hús
byggjenda og íbúðarkaupenda er nú allt önnur og betri
en í langan tíma.
Það var einnig ljóst strax við myndun ríkisstjórnarinn-
ar að á málefnum landbúnaðarins varð að taka. Þær
aðgerðir komu í hlut landbúnaðarráðherra, Jóns Helga-
sonar að framkvæma. Sett voru ný lög um framleiðslu
búvara og reglur þar að lútandi. Þótt aðgerðir í
landbúnaði hafi bæði verið erfiðar og umdeildar er þeim
ætlað að tryggja bændum svipaða afkomu og öðrum
þjóðfélagsþegnum og stefna að því marki.
Á þessu má sjá að það hefur fallið í hlut ráðherra
Framsóknarflokksins að taka á erfiðu málum ríkis-
stjórnarinnar. Það hafa þeir óumdeilanlega gert og á
þeim aðgerðum byggist góður árangur ríkisstjórnarinn-
ar.
Þriðjudagur 10. mars 1987
■lllllllll GARRI
Sívælandi og sí-
heimtandi þræll
Jónas Kristjánsson ritstjóri DV,
hins háifopinbera málgagns Sjálf-
stæðisflokksins, skrifar leiðara í
blað sitt á laugardag sem ber
fyrirsögnina „Tökum erlenda
þræla“. Leiðarinn byrjar svona:
„Of lengi hafa íslendingar haft
hinn hefðbundna landbúnað að
þrael, sem stritar fyrir litla umbun.
Svo lengi hefur þræHinn vanist
Mutskipti sínu, að hann er farinn
að líta á sig sem ríkiseign - lög-
skipaðan niðursetning þjóðfélags-
ins. Hann er sívælandi og síhcimt-
anéi.
Nágrannar okkar í Vestur-Evr-
ópu hafa í nokkra áratugi flutt inn
erlenda þrsela til að'strita fyrir titla
umbun. Um leið hafa þeir flutt inn
vandamál farandverkamanna, sem
reynst hefur eríitt að ráða við. Til
er betri leið - að láta þrælana sitja
heima hjá sér.
Við hagnýtum okkar þetta raun-
ar á flestum sviðum landbúnaðar.
Við neitum okkur ekki um að
njóta innflutnings ódýrrar búvöru,
sem við kaupum á heimsmarkaðs-
verði. Það er verð hagkvsemasta
framleiðandans, stutt niðurgreiðsl-
um hinna, sem óhagkvæmari eru.
Við neitum okkur samt um þessi
þægindi á sviðum, þar sem hinum
innlenda þræl tekst með herkjum
að framleiða vöru. Við látum hann
til dæmis stritast við að búa til
smjör, þótt það sé tíu til tuttugu
sinnum dýrara en það, sem við
getum keypt frá útlöndum. “
Og þannig er þarna haldið áfram
í sama dúr.
Lokað í sveitunum
Því er sem sagt haldið fram
þarna að best færi á að loka öllu í
sveitum landsins, hætta landbún-
aði og flytja inn kjöt og mjólk í
staðinn. Við skulum athuga dálítið
nánar hvað slíkt myndi þýða.
Það myndi væntanlega hafa í för
með sér að sveitir landsins, og
raunar meginhluti þess, myndu
tæmast af fólki. Bændur og búalið
myndu flytja á mölina.
Og ekki bara bændur einir, held-
ur meginhluti þess fólks sem býr í
þjónustumiðstöðvum í þorpum
víðs vegar um landið. Ef Garri
man rétt skapar hver bóndi fjögur
til fimm störf í þjónustu og úr-
vinnslu, svo að þetta yrði dálagleg-
ur hópur. Eftir yrðu ekki ncma
þeir sem vinna við fiskvinnslu og
útgerð í stærstu sjávarplássunum.
Það fólk inyndi lifa á smjöri frá
Danmörku og dilkakjöti frá Nýja
Sjálandi. Er ekki hætt við að
einhver myndi segja oj bara?
Og ritstjórinn gleymir að geta
þess hvað allt þetta fólk á að taka
sér fyrir hendur á mölinni. Ætlar
hann kannski að ráða það allt til sín
á DV?
Draugaborgir
Eftir stæðu sveitirnar auðar og
tómar. Er þá ógctið þess að þar
stæðu gífurlcgar fjárfestingar ónot-
aðar, ekki bara heima á bæjunum
heldur í þorpunum líka. Þar stæðu
til dæmis mjólkurstöðvar, slátur-
hús og kjötvinnslustöðvar líkt og
draugaborgir. Svo sem hin reisu-
lega mjólkurstöðvarbygging
Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi.
Og nýtt og fullkomið sláturhús
Sláturfélags Suðurlands á Hvols-
velli. Og þannig mætti halda áfram
hringinn í kringum landið. Allt
yrði auðn og tóm.
Við íslendingar erum aðeins rétt
um tvö hundruð og flmmtíu
þúsund. Við búum í erfíðu landi,
sem þarf manndóm og kjark til að
takast á við. Þctta land hefur alið
upp í þjóðinni dugnað og seiglu,
sem uppbygging síðustu áratuga er
besti vitnisburðurinn um.
En þó eru til pappírsbúkar og
tcoríuhcstar suður í Reykjavík sem
reikna það út cftir cinhverjum
frjálshyggjuformúlum að öllu
mætti þessu haga betur. Menn sem
hafa lagt sig eftir rauðvínstegund-
um og matsölustöðum í útlöndum
en hafa ekki sjáanlcgt hundsvit á
íslensku atvinnulífl.
Og slíkir menn gera sér það
síðan að atvinnu að efna til illinda
á milli dreifbýlis og þéttbýlis, á
tímum þegar þjóðinni ríður á að
standa saman. I þeim tilgangi ein-
um að selja blöð sem þeir gefa út
og vilja græða á. Er þetta ekki
nokkuð langt gengið? Garri.
VÍTT OG BREITT
Skattar greiddir
með bros á vör
Happaþrennan er algjört æði.
Milljón miðar voru settir á markað
fyrir helgina og eru uppseldir.
Prentsmiðjan sem framleiðir þessi
dýrmæti hefur ekki undan og er
ekki hægt að fá næstu sendingu fyrr
en í næsta mánuði. Spilaglöð þjóð
verður því að þreyja góuna þar til
aftur verður hægt að taka til við að
tapa og græða með jafn skjótvirk-
um hætti og happaþrennan býður
upp á.
Spilavíti eru bönnuð með lögum,
en bingó og happdrætti koma í
þeirra stað. Happdrættin hafa þann
góða kost, að þau styrkja góð
málefni og ef heppnin er með er
hægt að auðgast verulega með því
að leggja sitt af mörkum til þjóð-
þrifamála.
Gömlu happdrættin eru farin að
verða lúin. Hjá þeim, sem rekin
eru að staðaldri, er dregið aðeins
einu sinni í mánuði, og er þá löng
bið eftir að verða ríkur. Getraunir
íþróttahreyfingarinnar voru aðeins
skárri, en hafa aldrei orðið reglu-
lega spennandi, þar sem fátt er um
glæsivinninga.
Svo kom lottóið. Seðlarnir
stimplaðir úti í sjoppu síðdegis á
laugardögum, engin glóra að gera
það fyrr, og svo er beðið í svitakófi
með notalegum, köldum hríslingi
niður eftir bakinu, þegar kúlurnar
renna í sjónvarpinu.
Lottóið er eina happdrættið sem
hefur látið sér hugkvæmast að vera
ekki líka aðalþáttakandinn í
keppninni um vinning. Þegar vinn-
ingur gengur ekki út er hann ein-
faldlega lagður við næst. Eðlilega
margborgar þetta sig fyrir fyrirtæk-
ið, því það er eins og að pissa í
skóinn sinn, þegar forráðamenn
happdrætta halda að þeir græði á
því að fá sjálfir stærstu vinningana
ár eftir ár. Við spilum nefnilega
ekki í happdrætti til að styrkja nein
málefni, heldur til að fá vinning.
Enda leið ekki á löngu þar til
lottóið fór að velta hundruðum
milljóna.
Framlög sem enginn
séreftir
En eins og vera ber á Háskólinn
að vera í fararbroddi, og nú hafa
þeir hjá happdrættinu þar slegið
öllum öðrum við.
Happaþrennan er einmitt það
sem vantaði. Bara kaupa miða,
skafa ofan af tölum og maður sér
eins og skot hvort vinningur fellur
manni í skaut og hve hár hann er.
Rétt eins og á tombólunum í gamla
daga, þar var annað hvort núll eða
ávísun á gamalt tólgarstykki eða
þvottaefnispakka.
Háskólaþrennan gerir betur því
þar er hægt að þéna allt að hálfri
milljón yfir búðarborðið.
Viðtökurnar eru með þeim ágæt-
um að yfir eina helgi seldust miðar
fyrir 50 millj. kr. Vafamál er hvort
þjóðinni hefur tekist að skemmta
sér og þamba áfengi fyrir jafnháa
upphæð á sama tíma. Á því má
glöggt sjá hvílíkur happafengur er
að þrennuleiknum.
Lengi getur gott batnað og verð-
ur æsilegt að fylgjast með hvaða
happdrættisform lítur næst dagsins
Ijós á farsælda Fróni. Það verður
náttúrlega að slá þau sem fyrir eru
út í vinningshlutfalli og hraða, og
verður þeim þá tekið opnum
örmum, huga og buddum.
Skjótvirk og aróvænleg napp-
drætti leysa margan vanda, líklega
þann mestan, að skuldarar sem
ekki sjá fram úr vandræðum sínum
eygja von, aðeins ef þeir fá stóran
vinning. Þau leysa líka fjárþörf
ágætra stofnana.
Ríkishappdrætti
réttlætismál
Landssjóðurinn er eitt þeirra
fyrirbæra sem stríðir við sífellda
fjárþröng. Það er sama hvað í hann
er látið, alltaf streymir meira úr
honum. Hér skal enn einu sinni á
það bent að hugkvæmnislega rekið
ríkishappdrætti gæti rétt hallann
af.
Allir stjórnmálaflokkar hafa lof-
að að lækka eða afnema tekjuskatt
með öllu. Það er heldur hallæris-
legt að flokkur fjármálaráðherra
hefur gengið lengst í loforðunum,
og enginn hefur haft tækifæri til að
svíkja þau jafnrækilega. Tekju-
skatturinn er enn ein höfuðhremm-
ing launafólks, og heldur því fá-
tæku og voluðu, í öllu góðæri
þeirra sem ekki greiða skatta.
Vel rekið ríkishappdrætti gæti
sem best gert tekjuskattinn óþarf-
an. Þeir sem spila í happdrætti gera
það af glöðum og fúsum vilja,
andstætt því þegar um beinar skatt-
greiðslur er að ræða. Gróðavonin
gerði greiðslurnar léttbærar og
væntanlega mundu fleiri en
launþegar einir efla ríkissjóð með
miðakaupum.
Ef nú ríkið ekki vill keppa við
hin happdrættin, gæti það sem best
breytt lögurn og komið sér upp
alvöru spilavíti.
Viljinn til að leggja nokkuð á
hættu í von um skjóttekinn gróða
er greinilega fyrir hendi og happ-
drættisrekstur er þekkilegri aðferð
til að innheimta peninga, en að
níðast endalaust á launafólki, eins
og gert er. OÓ