Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. mars 1987
Tíminn 3
Afmælisávarp
formanns Framsóknarflokksins Steingríms Hermannssonar
Á 70 ára ferli hefur TÍMINN
- fyrst sem vikublað og siðar
sem dagblað - haft afar mikil
áhrif á þjóðmálaumræðu og
þjóðfélagsþróun á íslandi.
Ótrúlegar breytingar hafa átt
sér stað í íslensku þjóðlífi á því
tímabili, sem TÍMINN hefur
verið gefinn út. Þegar útgáfa
blaðsins hófst, laut landið enn
yfirráðum Dana og setti sú
staðreynd mark sitt á stefnu-
skrá þess í upphafi. Þar var
fyrst tekið fram, að blaðið
skyldi beita sér fyrir þeirri
stefnu að gera landið alfrjálst
og sjálfstætt þegar aðstæður
leyfðu, og að ná því takmarki
með framförum innanlands.
Önnur framfaramál, sem
blaðið skyldi láta til sín taka,
voru m.a. að auka og bæta
menntun alþýðu, að styðja
samvinnufélögin af alefli og
vinna að viðreisn sveitanna og
framförum landbúnaðarins.
Enn fremur var það meðal
markmiða blaðsins að styðja
Eimskipafélag íslands, svo að
það gæti sem fyrst fullnægt allri
flutningaþörf landsins á sjó.
í þessum markmiðum
endurspeglast að nokkru þau
málefni, sem þá brunnu heitast
á þjóðinni. Auðvitað hafa
áherslur og baráttumál breyst í
tímans rás, sum þeirra, sem
mest áhersla var á lögð í upp-
hafi, hafa fengið farsælar
lyktir, önnur eru þess eðlis að
þau leysast ekki heldur taka
breytingum með nýjum
kröfum.
TÍMINN og Framsóknar-
flokkurinn hafa í sameiningu
sem málsvarar frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju tek-
ið mið af breyttum aðstæðum í
þjóðfélaginu. Á hverjum tíma
hafa þeir leitast við að berjast
fyrir þeim málum, sem verið
hafa landi og lýð til heilla,
fetað þar hinn gullna meðalveg
og jafnan haft íslenska hags-
muni að leiðarljósi. Menn
minnast með þakklæti ýmissa
þeirra eldhuga sem í störfum
ritstjóra og blaðamanna á
TÍMANUM hafa ótæpilcga
beitt sér fyrir heilla- og fram-
faramálum íþágu þjóðarinnar.
í sögu TÍMANS hafa skipst
á skin og skúrir og á stundum
hefur verið við mikla örðug-
leika að etja í útgáfu hans.
Ætíð hefur þó tekist að tryggja
hana með stuðningi þess fjöl-
menna hóps velunnara, sem
jafnan hefur lagst á eitt, þegar
þörfhefur krafið. Um tíma var
þó horfið frá útgáfu TÍMANS
og í staðinn gefið út dagblaðið
NT. Mönnum er enn í fersku
minni, að sú tilraun gekk ekki
vel, og er ekki ástæða til þess
að rekja það nánar. Hitt verð
ég að viðurkenna, að persönu-
lega var mér sárt um nafn
TIMANS í haus blaðsins og
fagnaði því, þegar ég sá það á
ný.
Framsóknarflokkurinn og
TÍMINN hafa jafnan átt hug-
sjónalega samleið og barist hlið
við hlið fyrir sameiginlegum
málstað. Fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins vil ég þakka
TÍMANUM gott samstarf að
fornu og nýju um leið og ég
óska blaðinu og starfsliði þess
allra heilla í framtíðinni.
Afmæliskveðj a
til Tímans
Tíminn er nú orðinn sjötug-
ur. Þeir eru nálega jafnaldrar
Framsóknarflokkurinn og
hann, og hafa orðið samferða
á baráttubraut þjóðarinnar til
sjálfstæðis og betra lífs. Sann-
arlega hefur ekki verið til
einskis barist. Það má hver
maður sjá sem hirðir um að
hafa viðunandi lágmarksþekk-
ingu á sögu þessa mesta fram-
faratímabils í sögu þjóðarinn-
ar.
Tíminn var stofnaður til að
vera í fararbroddi þeirra afla,
sem fastast sóttu frelsismál
þjóðarinnar og umbótabarátt-
una innanlands og að sækja
fram í miðfylkingunni, félags-
hyggjumegin, milli öfganna til
hægri og vinstri. Þar hefur
blaðið jafnan beitt sér afmiklu
kappi og áhrifin orðið
stórfelld, enda má sjá þau
hvar sem er í velferðarþjóð-
félagi okkar, sem mótast hefur
að mestu á þessum áratugum.
Hollt er að minnast þess, að
ekki hefur alltafverið dansað á
rósum þetta mikla framfara-
skeið ísögu landsins og þá ekki
heldur á heimili Tímans, en
þess má þó minnast með
ánægju og dálitlu stolti að Tím-
inn hcfur aldrei brugðist þegar
erfiðleika hefur borið að hönd-
um og jafnan reynst reiðubú-
inn að Ijá erfiðum úrlausnum
lið sem lífsnauðsynlegar töld-
ust til að hrekjast ekki af
framfaraleiðinni, og það tel ég
megi kallast aða Ismerki
þjóðmálablaðs.
Þótt margt hafi áunnist á æfi
Tímans er samt sem áður eng-
inn skortur á verkefnum ísókn
og vörn í málefnum lands-
manna. Ný verkefni þurfa að
koma til og endurskoða þarf
vissa þætti sem vel hafa gefist
því látlaust breytast viðhorfin
sem taka verður tillit til. Tím-
inn hefur því fangið fullt af
þýðingarmiklum verkefnum
nú sem fyrr og það er afmæli-
sósk mín til blaðsins, að því
takist nú sem endranær að láta
mikið að sér kveða við mótun
samfélagsins framvegis í rétta
stefnu í anda félagshyggju,
samhjálpar, samvinnu og heil-
brigðs einstaklingsframtaks
innanlands og taki öflugan þátt
í því stríði, sem nú er háð um
heim allan gegn vígbúnaðar-
brjálæði og mengun lofts, láðs
og lagar, sem ógnar nú senn
öllu mannkyni.
Þarna verður að knýja fram
stefnubreytingu og þar verða
smáar þjóðir að láta mikið til
sín taka, eins og íhafréttarmál-
um t.d. og kemur þá til kasta
Tímans að láta að sér kveða og
eggja lið vort til vasklegrar
framgöngu í þcssum málum.
Að lokum vil ég minna alla
þá, sem skilning hafa á nauð-
syn á umbótabaráttu Tímans,
að styðja blaðið með öllu hugs-
anlegu móti, svo því megi
auðnast að verða þjóðinni
framvegis sú hollvættur, sem
það hefur reynst henni nú í 70
ár.
Eysteinn Jónsson