Tíminn - 17.03.1987, Page 16
16 Tíminn
Þriðjudagur 17. mars 1987
Á þeim 70 árum sem Tíminn
hefur komið út hefur þjóðfélag-
ið gjörbreyst og upplýsingaöflun
og miðlun tekið stakkaskiptum.
í blaðamennsku eru þó grund-
vallaratriðin hin sömu, að vega
og meta hvaða efni á erindi út á
meðal fólks, hvort sem það eru
greinar eða fréttir. Að skýra rétt
og greinilega frá atburðum eða
málefnum. íslensku dagblöðin
eru gefin út í tengslum við
stjórnmálaflokka og leitast við
að túlka stefnu þeirra og hug-
sjónir. Þetta kemur þó ekki
fram í almennum fréttaskrifum
eða greinavali. Það er helst í
ritstjórnargreinum og skyldum
skrifum, sem flokkssjónarmiða
gætir. Tíminn er engin undan-
tekning frá þessari reglu.
Á ferli sínum hefur Tíminn
fylgt þróuninni. Blaðið hefur
stækkað, efnið orðið fjölbreytt-
ara. Tæknin við gerð og frágang
blaðsins hefur breyst svo að
ævintýri er líkast og á eftir að
þróast enn meir. Aðstaða þeirra
sem við blaðið starfa er einnig
önnur og betri en áður þekktist.
Vinna við dagblað stendur
Stjórn útgáfufélagsTímans. Fyrir
enda borðsins er Kristinn Finn-
bogason, formaður stjórnar og
framkvæmdastjóri blaðsins. Aðr-
ir stjórnarmenn eru Páll Péturs-
son, alþingismaður, Sigrún
Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Al-
freð Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri, Guðmundur Bjarnason.al-
þingismaður, Jón Kristjánsson,
alþingismaður og Hallur Magnús-
son, háskólanemi.
LjósmyndararTímans, Sverrirog
Pjetur, tóku allar myndirnar sem
birtast með þessari grein.
yfir allan sólarhringinn.Það eru
ávallt einhverjir við störf, að
skrifa blaðið, prenta eða annast
útbreiðslu. Sem að líkum lætur
eru störfin fjölbreytt og ólík
hvert öðru. Samt sem áður verða
allir að vinna saman og má
enginn hlekkur í keðjunni slitna,
því þá verður að engu sá tilgang-
ur útgáfunnar, að koma læsilegu
blaði í hendurnar á kaupendum
á sem skemmstum tíma. Að
þessu leyti eru störf ritstjóra og
blaðbera jafn mikilvæg, sem og
allra annarra sem að blaðinu
vinna.
Þegar lýsa skal þeirri starfsemi
sem blaðaútgáfa er, hlýtur að
vera álitamál hvar á að byrja og
hvar Iáta staðar numið. Löngu