Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. mars 1987 Tíminn 13 Tryggvi Þórhallsson, Htstjóri 1917-1927. Hallgrímur Hallgrímsson, ritstjórí 1927. Jónas Þorbergsson, ritstjórí 1927-30. sem þjóðin býr við, á að verða sæmilega hagstætt landsfólk- inu.“ Og það fer ekki milli mála hvoru megin þetta nýja blað átti að skipa sér, að því er segir í framhaldinu: „Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri fram- farastefnu í landsmálunum. Par þarf að gæta samræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnu- veginum á kostnað annars, né hefja einn bæ eða eitt hérað á kostnað annarra landshluta, því að takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinnar.“ Bjargráð yfir- standandi stundar Síðan er haldið áfram og talin upp fjögur mál sem blaðið muni láta til sín taka. f fyrsta lagi eru það bankamál, sem séu í ólagi „svo megnu að seðlaútgáfurétt- urinn hefur af þinginu verið aflientur erlendu gróðafélagi.“ í öðru lagi eru það samgöngumál, þar sem blaðið hyggst spyrna gegn því að nokkurt félag, inn- lent eða útlent, fái einkarétt til að eiga samgöngutæki hér á landi. í þriðja lagi eru verslun- armál, en í þeim “mun blaðið fylgja fram samvinnustefnunni til hins ýtrasta, og gera sér far um að benda á hvar og með hverjum hætti sú hreyfing geti orðið þjóðinni til mestra nota.“ í fjórða lagi eru andlegar fram- farir, sem blaðið vill jöfnum höndum byggja á íslenskri rót og sækja til erlendra þjóða í þeim greinum sem þær standa Islendingum framar. En síðan segir: „En meðan hvers konar hætt- ur og ófarnaður vofir yfir þjóð- inni af völdum heimsstyrjaldar- innar mun blaðið leggja meiri áherslu á að ræða bjargráð yfir- standandi stundar fremur en framtíðarmálin. Er þar einkum tveggja hluta að gæta, fyrst að einskis sé látið ófreistað til þess að tryggja land- inu nægilegan skipakost, og í öðru lagi að matvöruaðdrættir frá útlöndum og skipting mat- vælanna hér á landi verði fram- kvæmd með þeirri réttvísi og hagsýni sem frekast verður við komið.“ Af þessum sökum, segir þarna, hefur blaðið göngu sína nokkru fyrr en ætlað hafi verið upphaflega, og áður en sá maður, sem ætlað hafi verið að verða framtíðarritstjóri þess, geti flust til bæjarins. Þar er verið að tala um Héðin Valdi- marsson, sem þarna var við hagfræðinám erlendis en var ekki kominn heim. Það mun hafa verið að ráðum Jónasar Jónssonar frá Hriflu að Guðb- randur Magnússon hljóp þarna í skarðið tímabundið. Sjálfur hafði Jónas hins vegar neitað því að gerast sjálfur rit- í þínum bíl? EF SVO ER, þá er Mitsubishi Pajero Wagön | Stadlaður búnadur m.a.: Mitsubishi Pajero fæst með: A Driflokur A Háþekju eö< A Aflstýri/veltistýri A Sjálfskipting A Tregðulæsing á afturdrifi A Bensín- eða A Rafdrifnar rúöuvindur A 7 manna eö A Aukamiðstöö afturí a lágþekju u eða handskiptingu turbo dieselvél a 4ra manna HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.