Tíminn - 17.03.1987, Page 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 17. mars 1987
AlþingishátiSarblaS Timans 1930 — stórt og fjölbreytt aS efni meS Iit-
prentaSrl kápu.
stjóri blaðsins þrátt fyrir ein-
dregnar áskoranir; hann mun
þarna hafa verið staðráðinn í að
helga sig aðallega kennslu og
uppeldismálum. Hins vegar rit-
aði hann mikið í blaðið í áratugi,
þar á meðal hvassyrtar stjórn-
málagreinar sem jafnt andstæð-
ingar sem samherjar gleyptu í
sig eins og frægt er.
Um nafn blaðsins segir svo í
lok þessarar margtilvitnuðu
greinar:
„Nafnið á blaðinu þarf naum-
ast skýringar við. Þó má taka
það fram, að eins og það er ekki
aðeins nútíð og framtíð, heidur
einnig fortíðin sem felst í hug-
takinu tíminn, þannig mun og
blaðið hafa það fyrir augum sem
læra má af liðinni þjóðarævi, til
leiðbeiningar í nútíð og
framtíð."
Eru hér vissulega gullvæg orð
á ferðum, en aðalhöfundur þess-
arar greinar er talinn hafa verið
Jónas Jónsson frá Hriflu. Er
hann enda talinn hafa ráðið
nafni blaðsins.
Stefnuskrá Tímans
Svo fór að Héðinn Valdimars-
son kom aldrei til starfa sem
ritstjóri Tímans, heldur hvarf að
öðrum verkum. Guðbrandur
gegndi starfinu fram á næsta
vetur, en hinn 17. nóvember er
það tilkynnt í blaðinu að Tryggvi
Þórhallsson hafi tekið við rit-
stjórninni.
Tryggvi hélt óbreyttri stefnu í
ritstjórn sinni, og þess má geta
að frá og með fyrsta tölublaði
annars árgangs kom blaðið út
undir þeirri aðalfyrirsögn, eða
„haus“, sem það bar síðan með
litlum breytingum allt þar til
fyrir aðeins fáum árum. Er talið
líklegast að það hafi verið Rík-
harður Jónsson myndhöggvari
sem dró þá stafi í fyrstu gerð.
í þessu sama fyr^ta tölublaði
annars árgangs birtist síðan
stefnuskrá Tímans, sem jafn-
framt var þá stefnuskrá Fram-
sóknarflokksins. í henni er m.a.
kafli um verslun þar sem segir
að blaðið stefni að eftirfarandi
markmiðum í þeim málum:
„a. Að berjast af alefli fyrir
því að koma sem mestu af
verslun landsins í hendur sam-
vinnufélaga.
b. Að vinna að því að landið
taki að sér verslun þeirra vöru-
tegunda sem annars falla í hend-
ur einokunarhringum.
c. Að hlynna að vöruvöndun.
d. Að opna íslandi nýja og
bætta markaði erlendis og stuðla
að beinum verslunarviðskiptum
við þau lönd og þá staði þar sem
bestur markaður fæst fyrir
afurðir lands og sjávar og best
kaup bjóðast á erlendum vörum.
e. Að stuðla að niðursuðu
matvæla, og útflutningi á lifandi
peningi og kældum og frystum
afurðum.“
Viðbrögð Vísis
Eitthvað hefur þetta farið fyr-
ir brjóstið á andstæðingablaðinu
Vísi, því að í næsta blaði Tímans
birtist eftirfarandi grein undir
fyrirsögninni Vísir og samvinn-
an:
„Vísir gerir stefnuskrá Tím-
ans að umræðuefni í vikunni.
Kennir þar lítillar góðgirni. Eitt
atriði er sérstaklega þyrnir í
augum blaðsins. Það er það að
Tíminn vill berjast af alefli fyrir
því að koma sem mestu af
verslun landsins í hendur sam-
vinnufélaga. Ræðuraðlíkindum
að blaðinu er verst við það
atriði.
Blaðið reynir að fóðra ónotin
með því að Tíminn muni vænt-
anlega ætla að neyða landslýð til
þess, með aðstoð löggjafarvalds
og stjórnar, að koma allri versl-
un landsins í hendur samvinnu-
félaga. En blaðið hefur enga
minnstu átyllu til þess að ætla að
Tíminn vilji nota önnur meðöl
en hinn góða málstað sjálfan til
þess og treysti sér vel til þess að
berjast fyrir honum án nokkurr-
ar þvingunar. Enginn samvinnu-
maður mun nokkru sinni hafa
látið það í ljósi að beita þvingun
í því efni.
Blaðinu gengur það eitt til
með þessu að gera stefnuna
tortryggilega. Verður því vopni
löngum veifað er önnur eru
þrotin, eða þegar það er sjáan-
legt að þau, sem nota mætti, eru
ónýt. Það að blaðið beitir þessu
fyrir sig er augljós vottur um
fullkomið máttleysi að berjast
með rökum gegn málinu."
Þetta er aðeins lítið sýnishorn
af því sem í Tímann var skrifað
um samvinnumál þegar á þess-
um fyrstu árum. En segja má að
strax í byrjun hafi blaðið orðið
ein helsta brjóstvörn samvinn-
uhreyfingarinnar í landinu, og
hvein þar oft hressilega í þegar
við þau blöð var að eiga sem
studdu málstað kaupmanna.
Jafnframt því barðist Tíminn
vitaskuld fyrir mörgum fleiri
málum sem horfðu til framfara
og þróunar fyrir land og þjóð.
Þróun næstu áratuga
Hér verður farið hratt yfir
sögu, því að saga Tímans er
vitaskuld ein út af fyrir sig
nægilegt efni í allstóra bók.
Blaðið var í fyrstu prentað í
Prentsmiðjunni Gutenberg, en
frá og með ársbyrjun 1921 tók
Prentsmiðjan Acta við prentun-
inni. Síðla árs 1936 tók svo við
nýstofnað fyrirtæki, Prentsmiðj-
an Edda, og í Edduhúsinu við
Lindargötu voru ritstjórnar-
skrifstofur Tímans sömuleiðis
til húsa um langt árabil. í Eddu
var Tíminn svo prentaður ára-
tugum saman, eða allt fram á
áttunda áratuginn þegar Blaða-
prent kom til sögunnar og sam-
starf nokkurra dagblaða um
prentun hófst.
Fyrstu þrír árgangar Tímans
voru í frekar litlu broti, miðað
við það sem nú tíðkast. Frá og
með ársbyrjun 1920 var brotið
hins vegar stækkað verulega, og
það svo að það var töluvert
stærra en við eigum nú að venj-
ast um íslensk dagblöð. Blaðið
kom út vikulega öll þessi ár, og
Tómas Karlsson, ritstjóri