Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn Þriöjudagur 17. mars 1987 Níels Árni Lund, ritstjóri. Hann skrifar aðallega um stjórnmál og hefur jafnframt yfirumsjón með starfsemi ritstjórnar. Þór Jónsson skrifar um afbrot og dómsmál, en margt fleira er í hans verkahring. Hér er hann á blaðamannafundi þar sem skýrt er frá endur- reisn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Pjetur Sigurðsson, Ijósmyndari, með afrakstur nokkurra ferðalaga út og suður, f framköllunarbakkanum. Bergur HeimirBergsson sér um erlendarfréttirog því má segja að hann hafi allan heiminn undlr i umfjöllun sinni frá degi til dags. Atli Magnússon er umsjónarmaður Helgarblaðs Tímans. Hann kemur víða við í skrif um sínum og hér er hann frakkaklæddur að viða að sér efni. , t Ritstjórnin ræður ráðum sínum, en fundir eru tíðir því þótt hver blaða- maður vinni sjálfstætt verður að ríkja samræmi í störfum þeirra. Tíminn í dag en framkvæmdastjóra og rit- stjóra. Formaður stjórnarinnar er Kristinn Finnbogason og er hann jafnframt framkvæmda- stjóri blaðsins. Á hans herðum hvílir daglegur rekstur fyrir- tækisins og fjármálastjórn. Yfir- maður ritstjórnar er Níels Árni Lund, ritstjóri, og er hann aðal- stjórnmálaskribent blaðsins. í stórum dráttum er verka- skiptingin þannig, að á ritstjórn er allt lesmál blaðsins unnið og gengið frá aðsendum greinum. I nánum tengslum við ristjórnina er ljósmyndadeild og safn, útlits- teikning og prófarkalestur. Setning og frágangur á síðum fer fram í prentsmiðju Tímans, en ljósmyndun á síðum og sjálf prentunin er unnin í Blaðaprenti h.f. Á skrifstofu framkvæmda- stjóra starfar sérstakur skrif- stofustjóri, en þar fer einnig fram bókhald og gjaldkeri pass- ar upp á kassann. Auglýsingadeildin er ein af lífæðum blaðsins og má síst án hennar vera. Afgreiðsla og útbreiðsla er einnig í höndum starfsfólks, sem ávallt hefur fangið fullt af verk- efnum, og hefur því ekki annan starfa. Um svipað leyti sólarhringsins og útburðarfólk er önnum kafið að koma Tímanum til kaupenda mæta fyrstu morgunhanarnir á ritstjórn til starfa við að undir- búa næsta blað. Fyrsta morgunverk flestra blaðamanna er að renna augum yfir dagblöðin og bera saman. Fréttamennirnir lesa hin blöðin með dálitlum kvíða, því alltaf má búast við að þau hafi náð fréttum, sem ekki eru í þeirra eigin blaði. Tímamenn hrósa yfirleitt happi, missa sjaldan af stórfréttum en hafa séð frá- sagnapunkta sem öðrum sést yfir og láta á þrykk út ganga. Á milli kl. 8 og 9 á morgnana hefst fyrsti fundur á ritstjórn Tímans. Þeirsemsjáum leiðara- skrif eða daglega pistla bera saman bækur sínar og ákveða hvaða efni skal tekið fyrir þann daginn. Fréttastjórarnir, Birgir Guð- mundsson og Eggert Skúlason, hafa veg og vanda að innlendri fréttaöf lun og mega aldrei sleppa hendi af púlsi þjóðlífsins. Fréttastjórar eru tveir og mæt- ir annar þeirra árla en hinn um hádegi. Þegar tilefni þykir til er skotið á fundi ritstjóra, frétta- stjóra og aðstoðarritstjóra, sem fara yfir aðkallandi verkefni og reyna að skipuleggja störf dagsins. Ef um er að ræða kostn- aðarsöm verkefni eða mannfrek er framkvæmdastjóri fenginn til skrafs eða ráðagerða, því ekki dugir að fara út fyrir þann ramma, sem tiltölulega þröngur fjárhagur setur allri starfsemi blaðsins. Kl. 10 mæta fréttamenn og þá er haldinn fjölmennasti fundur dagsins. Þar eru mál reifuð og fréttaöflun undirbúin. Frétta- stjórar stjórna þeim fundum, en málfelsi er óheft og allar hug- myndir og tillögur sem fram koma eru ræddar. Oft liggur beint við að ákveða á hvaða fréttir er sjálfsagt að leggja áherslu þann daginn. Það er jafnvel ákveðið hvaða fréttir Reinhard Reynisson vinnur á Helgarblaði, en skrifar einnig inn- lendar fréttir þegar svo ber undir. Hallur Magnússon er við nám en vinnur hlutastörf á Timanum. Sveitarstjórnarmál eru sérsvið hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.