Tíminn - 17.03.1987, Side 7

Tíminn - 17.03.1987, Side 7
Þriðjudagur 17. mars 1987 Tíminn 7 var tvívegis búinn að skjóta því á frest að efna þetta heit. Taldi sig nú ekki geta frestað þessu lengur. Um þetta hefi ég nú hina fullkomnustu heimild - orð Magnúsar Jónssonar prófessors sjálfs. Og sem Magnús svo höfð- inglega hafði staðfest þetta - urðum við dús! Ekki var að efa það, að báðir voru þessir menn jafnkomnir til að hljóta þetta hlutskipti. Að kvöldi þess sama dags, sem kunn urðu úrslitin um dós- entsembættið, sitjum við fimm saman, heimafólk í Laufási, og er rætt um, hvað nú skuli gjört. Vildi Tryggvi ógjarnan fara frá Laufási eins og komið var. Sló því þá niður í huga minn að spyrja Tryggva Þórhallsson, hvort hann vildi gjörast ritstjóri Tímans. Ekki hafði Tryggvi svarað þessu þegar gengið var til náða, en sjálfur hafði ég það á tilfinningunni, þegar ég lagðist út af það kvöld, að þessi mundi verða raunin. Allt þarf sína fjarlægð. Ekki síst sögulegir viðburðir. En nú hafði hinn ungi Framsóknar- flokkur ekki aðeins fengið sinn frambúðar ritstjóra, heldur jafn- framt sinn flokksformann! „Ég man nú eftir fasinu þínu, þegar þú komst til okkar Hall- gríms upp í Samband til þess að segja okkur frá þessu,“ sagði Jón Árnason við mig ekki alls fyrir löngu. Eftir átta mánuði nákvæmlega skipti um ritstjóra Tímans. Að- eins 35 fyrstu blöðin af Tíman- um komu út undir minni stjórn. Hinn 17. nóvember 1917 kemur út fyrsta blaðið af Tímanum undir ritstjóm Tryggva Þórhalls- sonar. Jónas Jónsson er þennan vetur norður á Hrifiu. Kennara- skólinn og fleiri skólar störfuðu ekki út af kolaskorti. Að sjálf- sögðu höfðu þessi mannaskipti verið rædd við hann, áður en þau áttu sér stað. Þegar J.J. síðan kom suður um vorið, varð hann ekki hrifinn af því, með hverjum hætti Tryggvi hafði unnið að út- breiðslu Tímans. Þegar að- komumenn voru hér á ferð, sem snertingu höfðu við okkur, yfir- heyrðum við þá, hvern um sig, um hverjir í þeirra byggðarlagi væru Iíklegir til að gjörast kaup- endurTímans. Prentuðum síðan allar þessar adressur í stórum örkum, sem síðan voru klipptar niður og límdar á blaðaböggl- ana. Að sama skapi var upplag blaðsins aukið og mátti Tíminn nú teljast orðið stórblað á ís- lenska vísu. En allt kostaði þetta peninga og kom nú annað við sögu. Eigi löngu eftir að Sambandið er sest að hér í höfuðstaðnum, kom upp sú hugmynd, að Hótel ísland yrði keypt og þar komið upp samvinnuverslun í nokkrum deildum. Að minni tillögu yrði þessi verslun undir stjórn eins æskuvinar okkar Tryggva úr Ungmennafélagi Reykjavíkur* Magnúsar Kjaran. Hótelið var keypt, en ekki komst ráðagerð þessi í framkvæmd. MagnúsKjaran var bundinn gömlu, skilyrðis- bundnu loforði við húsbónda sinn, sem nú var hermt upp á hann. Niðurstaðan varð, að Hótel ísland var selt. Mismunurinn á kaupverði þess og söluverði var lagður í Tímann. Komst blaðið þar með fjárhagslega yfir örðug- an hjalla. VI. Ekki er hægt að segja sögu Tímans, án þess að minnast á „Tímaklíkuna“. Hættulegur og örðugur var Tíminn pólitískum andstæðingum, en hvað var hann á móti „Tímaklíkunni“! „Tímaklíkan", sem pólitískir andstæðingar ræddu um og rit- uðu, varð að dularfullri, hroll- vekjandi stærð í þjóðlífinu, en þá jafnframt að átrúnaðargoði og hollvætt hinna, sem aðhyllt- ust lífsskoðanir þær og viðhorf, sem Tíminn boðaði. Hverjir voru svo í þessari mikið umræddu klíku? Jónas Jónsson, Tryggvi Þórhallsson, Hallgrímur Kristinsson, Jón Árnason, Aðalsteinn Kristins- son og Guðbrandur Magnússon. En Sigurður Kristinsson eftir að Hallgrímur bróðir hans lést. Allt þangað til Framsóknar- flokkurinn fékk lögformlegt skipulag, var „Tímaklíkan" í framkvæmd ókrýnd miðstjórn Framsóknarflokksins utan Al- þingis, sem jafnframt bar hitann og þungann af útgáfu Tímans fyrstu 16 árin, eða þangað til 1933, að Framsóknarflokkurinn fékk sitt skipulag - sitt félags- form, og verður jafnframt yfir- lýstur eigandi blaðsins. VII. En áhrif Tímans voru frá upphafi tvíefld fyrir það, að auk ritstjóranna skrifaði Jónas Jóns- son að staðaldri í Tímann. „Gott blað er átök margra manna," mælti sá vísi maður Guðmundur Björnsson við fyrsta ritstjóra Tímans. Og vissulega hafa margir staðið að því að gjöra Tímann að góðu blaði, en eng- inn þó meir en Jónas Jónsson, sem samfellt í 20 ár ritaði blaðið samhliða ritstjórunum. Ég hefi velt því fyrir mér, hver rás atburðanna hefði orðið, ef Jónas Jónsson frá upphafi hefði áttað sig á því, að stjórnm- ál yrðu hans aðaláhugamál. Ef hann árum saman hefði ekki verið að leita að flokksformanni. En það var ekki fyrr en 1927, að Tryggvi Þórhallsson hafði mynd- að stjórn, og óskað þess, að J.J. yrði ráðherra í þeirri stjórn, að J.J. áttar sig á því, að það eru almenn stjórnmál, en ekki að- eins uppeldismál, sem eiga hug hans. Hvernig hefði farið, ef J.J. 1927 hefðir orðið stjórnarfor- maður og borið aðalábyrgð? Hvort hefði þá ekki enst lengur samvinna þessara merku sam- herja? - En þetta eru nú aðeins vangaveltur. Hitt er segin saga, að sem Tryggvi Þórhallsson féllst á þá hugmynd, að vera með í stofnun nýs flokks - Bændaflokks, þá kom það sér fyrir Framsóknar- flokkinn, hveru lítið hún lét á sér standa 2. kynslóð forustum- anna Framsóknarflokkins. Hefðu á þessum tíma ekki verið komnir til sögu og áhrifa Herm- ann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson og fleiri, er ekki vitað hvernig full- trúarnir hefðu þolað það áfall, er flokkurinn varð fyrir um þetta leyti. Einnig voru það þessir annarrar kynslóðar forustu- menn á þessum klofningstíma, sem áttu sinn ríka þátt í að koma félagsformi - föstu skipulagi - á Framsóknarflokkinn, stjórn hans, fundarhöld og flokksþing. Og ekki er það fyrr en á þessum árum, að Framsóknarflokkurinn formlega eignast Tímann, svo sem áður var sagt. VIII. Þótt nú hafi verið reynt að rekja þessar minningar, er það segin saga, að hér er farið á skemmsta vaði. Hér er ekki að kalla vikið að mönnum, sem stórfellda þýð- ingu hafa haft fyrir Tímann og Framsóknarflokkinn, beint og óbeint. ÞeirSambandsmennt.d. skildu vel, hvernig blása mundi um samvinnumálstaðinn, ef eng- inn væri málsvarinn. Það var sú tíðin, að stjórnmálablöðin treystust ekki, vegna ótta við að missa auglýsingar kaupmanna, að birta greinar, sem vörðu málstað kaupfélaga. Þá er ekki hins að dyljast, að lífsreynsla þeirra Sambands- manna, og þá einkum um við- skipta- og atvinnumál, var eins konar sífelld tiltæk kjölfesta harida okkur, sem yngri vorum og reynsluminni, og þá jafn- framt með hugann við aðra málaflokka, enda rituðu sumir Sambandsmanna einatt í Tímann, sem muna má. IX. Hvort munu menn almennt hafa veitt því athygli, að Fram- sóknarflokkurinn á íslandi er eini frjálsyndi miðflokkurinn á stóru svæði, sem haldið hefir velli? Systurflokkar hans í ná- grannalöndunum, sem voru öfl- ugir um það leyti, sem Fram- sóknarflokkurinn kemur til sögu, svo sem frjálslyndu mið- flokkarnir í Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og víðar í löndum, hafa allir gengið saman og orðið áhrifaminni en fyrr, á sama tíma sem Framsóknar- flokkurinn hefur verið hér einn öflugasti stjórnmálaflokkurinn. Hvað veldur? Ekki þarf langt að leita skýringarinnar. Fram- sóknarflokkurinn er megin- málsvari samvinnunnar hér á landi og flokkurinn hefur jafn- framt skilið, hveru mikils er um vert jafnvægi atvinnuveganna. En hér kemur þá einnig til leikni ungra forstumanna við að aðlaga flokkinn breyttum aðstæðum og frjálslyndum viðhorfum. X. Fyrsta kynslóð forustumanna Framsóknarflokksins var mjög kennd við Tímann. Önnur kynslóð forustumanna hans hefir einkum vakið athygli fyrir störf sín á þingi þjóðarinnar og í stjórn landsins. Að því leyti, sem þriðja for- ustukynslóðin er komin til sögu- nnar, fer hvað mest fyrir henni við Tímann, en hefir einnig látið að sér kveða í í samtökum úngra Framsóknarmanna. Haukur Snorrason, sem um mörg ár var aðalritstjóri Dags, var tilkvaddur fyrir rúmu ári, þegar afráðið var að stækka Tímann um þriðjung, og hefir síðan verið annar aðalritstjóri blaðsins, ásamt Þórarni Þórar- inssyni, sem nú hefir unnið leng- ur við Tímann sem ritstjóri en nokkur annar maður. Báðir rita þessir menn um íslensk stjórnmál, en Þórarinn Þórarinsson hefir um mörg ár jafnframt ritað um erlend stjórnmál með þeim hætti, að vakið hefur sérstæða athygli, eigi aðeins innlendra manna, heldur einnig erlendis, og mundi þó hafa kveðið enn meira að því, ef íslensk tunga væri erlend- um mönnum eigi jafn þung í skauti, sem raun er á. Undir stjórn þessara forustu- manna og með völdu samstarfs- liði er Tíminn orðinn að fyrir- myndar dagblaði og málgagni, sem Framsóknarflokkurinn get- ur verið stoltur af. Þegar ég ræði um forystu- menn í þessu sambandi, á ég við þá, sem einkum hafa starfað að málum landsins í heild á alþjóðavettvangi. En ekki má gleyma þeim, sem haldið hafa uppi merki flokksins í hinum einstöku byggðarlögum um land allt. Þar hefir líka ein kynsióð tekið við af annarri. Og án þess að nefna nöfn er ég, fyrir hönd okkar sem ungir að árum beitt- um okkur fyrir stofnun Tímans og Framsóknarflokksins, þakk- látur öllum þeim, sem lagt hafa hönd að verki, sem hafið var fyrir 40 árum. Ritstjórar og biaðstjórnarmenn Tímans 1968. Frá vinstri: Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi, Óðinn Rögn- valdsson, prentsmiðjustjóri, Jón Helgason, ritstjóri, Kristján Benedikts- son, framkvæmdastjóri, Eysteinn Jónsson, formaður blaðstjórnar, Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri, og Andrés Kristjánsson, ritstjóri. Tímamynd Guðjón Einarsson. Ólafur Jóhannesson er meðal margra mætra manna sem gegnt hafa starfi formanns biaðstjórnar Tímans. Á myndinni er hann að svara á beinni línu Tímans árið 1979. Aðrir á myndinni eru Geir Kristjánsson, blaðamaður, Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri, Heiður Helgadóttir, blaðamaður, og Jón Sigurðsson, ritstjóri. Skólanemar koma oft til lengri eða skemmri dvalar á ritstjórn Tímans. Hér fræðir Jón Helgason, ritstjóri, áhugasama tilheyrendur um starfið á blaðinu. Myndin er tekin í apríl 1977. Blaðberar Tímans eru margir og dreifðir um allt land. Hér er ungur Bolvíkingur að koma blaðinu síðasta spölinn í hendur kaupanda. Lengst af hafði ritstjórn Tímans húsaskjól í Edduhúsinu við Lindar- götu. í ágúst 1977 var flutt í nýtt húsnæði að Síðumúla 15. Myndin er tekin á síðasta ritstjórnarfundinum i Edduhúsinu. Frá vinstri: Guðjón Einarsson, Ijósmyndari, Jón Sigurðsson, ritstjóri, og blaðamennirnir Gunnar Salvarsson, standandi, sitjandi eru Fríða Björnsdóttir, Bjarg- hildur Stefánsdóttir, Kristinn Hallgrímsson, Guðný Bergsdóttir, Kjartan Jónasson, Áskell Þórisson, Magnús Ólafsson og Fanný Ingvarsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.