Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1987 Blað, þjóð og saga andlega skyldir og samhuga um mörg mál, en eigi aðeins eitt, og það þau málin, sem mestu skipta í hverju landi. Blaðið mundi eftir föngum beitast fyrir heil- brigðri framfarastefnu í lands- málum. Þar þyrfti að gæta sam- ræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnuveginum á kostn- að annars, né hefja einn bæ né eitt hérað á kostnað annars landshluta, því takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinnar. Síðan segir í Inngangsgrein- inni: Að þessu sinni verður ekki farið ítarlega út í einstök stefnu- atriði, en aðeins bent á fjögur mál, sem blaðið mun láta til sín taka, og lítur það svo á, að heppileg úrlausn þeirra geti ver- ið hin besta undirstaða annara framfara. Er síðan í stuttu en ljósu máli gjörð grein fyrir hverju þessara fjögurra megin- mála, en þau voru bankamál, samgöngumál, verslunarmál og andlegar framfarir. Að því er snertir andlegar framfarir segir orðrétt: Mun verða lögð stund á að benda á hverjir þættir séu sterkir og lífvænlegir í íslenskri menningu, og haldið fram máli þeirra manna, er vilja nema af öðrum þjóðum, þar sem þær standa Islendingum framar, og þá kost- að kapps um að numið sé á hverju sviði af þeim, sem færast- ir eru og lengst á veg komnir. Síðan segir: Meðan hvers konar hættur og ófarnaður vofir yfir þjóðinni af völdum heims- styrjaldarinnar, mun blaðið leggja meiri áherslu á að ræða bjargráð yfirstandandi stundar, fremur en framtíðarmálin. Er þar einkum tveggja hluta að gæta, fyrst að einskis sé látið ófreistað til þess að tryggja land- inu nægan skipakost og í öðru lagi að matvöruaðdrættir frá út- löndum og skipting matvælanna hér á landi verði framkvæmd með þeirri réttvísi og hagsýni, er frekast verður við komið. Nafnið á blaðinu þarf naumast skýringar við, eins og það er ekki aðeins nútíð og framtíð, heldur einnig fortíðin, sem felst í hugtakinu tíminn, þannig mun blaðið hafa það fyrir augum, sem læra má af liðinni þjóðar- ævi, til leiðbeiningar í nútíð og framtíð. Síðan eru í fyrsta blaðinu þrjár greinar um skipakaup landssjóðs, skipaþörfina og loks fræðilegur samanburður á stór- um skipum og litlum skipum. En um þessi mál hafði ritstjóri átt viðræður við hina fróðustu menn, Emil Nielsen og Svein- björn Egilsson. Þá er í blaðinu grein, sem ver þá ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að sveitarstjórnum séu seldar landsjóðsvörur. Aðsend grein um „Almenningsálitið og bann- málið“. „Frá útlöndum“, yfir- litsgrein eftir J. J. Síðan eru þrjár stuttar greinar og 16 frétta- klausur og upphaf á þýddri neð- anmálssögu í þessu fyrsta blaði. - Ein verslunarauglýsing hafði borist, en sú varð að bíða næsta blaðs sakir þrengsla, enda þessu blaði ekki ætlað að vera háð auglýsendum. III. í næsta blað skrifar J.J. aftur fremstu greinina. Og er þetta ein sú blaðagrein, sem mér hefur orðið minnisstæðust, „Jafnvægi atvinnuveganna“. Sem ég nú les þessa grein að nýju, gef ég ritstjórn Tímans það ráð, að hann haldi upp á fertugsafmæli blaðsins með því að endurprenta í blaðinu nokkrar úrvalsgreinar frá fyrri árum, greinar, sem eru í fullu gildi enn í dag. Og þessi yrði hin fyrsta slíkra sígildra greina. En sá er hver mestur heiður Framsóknarflokksins, að hann hefir í framkvæmd sannað, að hann skilur mikilvægi þess, að jafnvægi haldist með atvinnu- vegum þjóðarinnar, enda hefir enginn íslenskra stjórnmála- flokka af meiri víðsýni og höfð- ingsskap stigið ölduna á þingi þjóðarinnar, einmitt til að stuðla að þessu jafnvægi. Framsóknarflokkurinn verð- ur m.a. til fyrir þann háska, sem þjóðinni var búinn, þegar svo var komið, að bankarnir vörðu öllu sínu fjármagni í verslun og sjávarútveg, og jafnvei bænd- urnir sjálfir, sem aurað höfðu einhverju saman, voru margir hverjir hættir að hafa trú á að leggja fé í jarðabætur, heldur hættu því í síldveiðar og sjávar- útveg. En fyrir það, hversu ötul- lega flokkurinn gekk þá undir nauð landbúnaðarins, var hon- um brigslað og hann talinn fjandmaður sjávarútvegsins! En hvað svo, þegar sá atvinnuvegur stóð höllustum fæti 1939, þá var það Framsókn- arflokkurinn einn, sem óklofinn stóð með gengisbreytingu, sem þá var framkvæmd sjávarútveg- inum til bjargar! Þegar í öðru blaðinu, sem út kom af Tímanum, blaðinu með hinni stórmerku grein J. J. um jafnvægi atvinnuvegana, er grein eftir ritstjórann, sem heitir „Fiskiskipaflotinn“, byggð á almanaki ísl. fiskimanna. Þar eru fyrst taldir Botnvörpungar, sem þá voru 21 talsins. Gufuskip af öðru tagi 11 talsins, seglskip 100 talsins, og loks mótorskip 86 að tölu. Greint frá samanlagðri smálestatölu, hversu margir séu eigendur og hvar á landinu. Síðan er greint frá, að hver smálest í fiskiskipaflotanum sé metin á 1000 kr. og flotinn allur þá að verðmæti rúm hálf þrett- ánda milljón. En auk þess eru vélbátar undir 12 smál. og tala þeirra skiptir hundruðum um- hverfis land. Síðan segir: Gróði útgerðar- manna er að sjálfsögðu misjafn, en hins er getið að sumir botn- vörpungarnir hafi borgað sig á tveim árum, meðan þeir stund- uðu þorskveiðar einar, en þá sé gróðinn enn meiri síðan síld- veiðina var farið að stunda líka. Enda verið sagt frá því opinber- lega að sum útgerðarfélögin hafi greitt 100% í ársarð. „Þá munu sum mótorskipin, sem haldið hefur verið út til síldveiða, hafa að fullu borgað sig fyrsta síldar- tímann, þ.e. á 2-3 mánuðum. Það er í niðurlagi þessarar grein- ar, sem botnvörpungarnir eru kallaðir „höfuðból sjávarbænd- anna, sem geta haldið sig í grasveðrinu á vorin, þurrkinum á sumrin og hagbeitinni á vet- urna!“ Hvort hefir annað stjómmála- blað gjört elskulegri gælur við mikilvirk atvinnutæki nokkurrar atvinnugreinar? í þessu sama blaði, 2. tölu- blaðinu, er þá önnur athygl- isverð grein, Um launakjör. Sú grein er eftir ritstjórann og einn- ig verð uppprentunar. í 3. tölublaðinu hefst greina- flokkur Um verslun, sem entist fimm næstu blöðin. Við þessar greinar hafði J.J. svo mikið, að hann endurprentaði þær í Tíma- riti samvinnufélaganna, en lét síðan sérprenta þær í smábækl- ingi. „Næst heilsu og tíðarfari eiga menn hvað mest undir versluninni.“ Með þessari setn- ingu upphófst þessi greinaflokk- ur. Að þessum greinaflokki lokn- um hófst annar Um landbúnað, og hélt áfram í sex næstu blöðum. Einnigeftirritstjórann. „Að þykja vænt um fortíðina, vænna um nútíðina, en vænst um framtíðina, ætli að í þessu sé ekki fólgin bjartsýnin!“ Slík voru upphafsorðin að þessum greinaflokki. - Og sem ég hafði lokið við fyrstu greinina, Um landbúnað- inn, man ég að ég hljóp með hana til vinar míns, Kristjáns Albertssonar, og óskaði að mega lesa greinina fyrir hann - „af því það værí svo mikið sólskin í henni!“ Blaðamennska í þá daga var ekki lík og nú. Fjögurra síðna blað einu sinni í viku. En það var þá alla jafnan heldur ekki kastað til þess höndunum. Öðru sinni hefi ég lesið þessa grein - það var nú fyrir fáum dögum. Og þá fyrir sonardóttur Björns í Svínadal í Skaftár- tungu, en það var sveitaheimil- ið, sem kemur við sögu í grein- inni, og studdi heldur en ekki trúna á íslenska gróðurmold! „Og hví skyldu íslendingar líka ekki vera bjartsýnir? Hví skyldu þeir ekki trúa öllu góðu um framtíðina?" heldur greinin áfram. Landið er gott, svo gott, að það hefir haldið lífinu í þjóðinni gegnum alls konar óáran af völd- um elds og ísa, gegnum drep- sóttir og einokun öldum saman og siglingateppur í ofanálag - og gegnum þekkingarskort við að bjarga sér, hvort heldur var á sjó eða landi. Og sjórínn er góður, einhver allra auðugasti bletturinn á öllu hina mikla yfirborði, er særinn hylur á þessum hnetti, einhver allra auðugasta gullnáman, sem enn er kunnugt um. Og eykur það ekki bjartsýnina og trúna á framtíðina, að líta um öxl og athuga framfarirnar, sem orðið hafa síðustu árin - fram- farirnar í sjálfum svefnrofun- um? Ellegar hvort það glaðnar ekki yfir henni (bjartsýni), við að koma á bæ í afskekktri sveit, húsið úr timbri, hlöður undir járni, fénaðarhúsin reisuleg, þótt úr grjóti og torfi séu gerð. Vel hirtur kálgarður við bæinn, túnið girt, en tveir nátthagar utan túns. Húsbændurnir, hnignir að aldri, eiga þetta allt og bústofninn skuldlaust. En þau eru búin að koma upp tólf börnum og börnin öll heima. Og með hverju hafa þau getað eign- ast þetta og alið upp barnahóp- inn? Með 80 ám! Kýrnar tvær, ekki voru seldar afurðirnar af þeim. Hrossin til heimabrúkun- ar, jörðin ekki heyskaparjörð. Bóndinn einu sinni látið í burtu hross án þess að þurfa að kaupa annað í staðinn. Og ekki voru aukatekjurnar. Ekki svo mikið sem rekaspýta, engin veiði. Ærnar höfðu borgað allt, sem fengið var úr kaupstaðnum, og opinberu gjöldin. Auk þess höfðu þær hjálpað kúnum og kálgarðinum til þess að fæða heimilisfólkið, og klætt höfðu þær það að mestu. Þetta er sannarlegur fyrirmyndarbú- skapur - með gamla laginu!“ Slíkt var upphafið að fyrstu greininni í greinaflokknum um landbúnað! IV. Þegar Héðinn Valdimarsson um sumarið kom alkominn heim eftir að hafa lokið háskólanámi, varð ekki af því, að hann tæki við ritstjórn Tímans, heldur voru honum fengin ábyrgðar- störf við Landsverslunina. Engu er líkara en að æðri máttarvöld réðu hér ferðinni. Ég vildi ekki verða blaðamaður, taldi mig ekki hafa til þess næga menntun. Þetta voru engir með- almenn, blaðamennirnir í þá daga, allir langskólagengnir, Björn Jónsson, Hannes Þor- steinsson, Skúli Thoroddsen, Einar H. Kvaran og Benedikt Sveinsson yngri o.fl. ámóta. Allt um það fékk ég ekki lausn. En fyrir bragðið átti ég þess kost að bjóða æskuvini mínum, Tryggva Þórhallssyni, þetta hlutskipti, þegar kom fram á haustið. Og er þetta eitt dæmi þess, hverjar krókaleiðir örlögin einatt fara. Sjálfur er ég kominn til skiln- ings á því, að það hafði þýðingu fyrir Framsóknarflokkinn að það var maður uppalinn eins og ég, sem fyrst réðist sem fastur starfsmaður að Tímanum. Upp- alinn til sjós og sveita, kúasmali, hestastrákur, verslunarsendill, smali norður á Skeggjastöðum við Bakkafjörð, prentnemi í gamla stíl, og loks „póðaður" með ungmennafélagsbakterí- unni á hentugasta tíma. Hafði orðið að stórri ósk, að fá stofnað ungmennafélag í höfuðstaðn- um, næ að svala útþrá og kynn- ast lýðskóla, sem okkur þrjá unga menn dreymdi um að koma á fót hér heima (hvað ekki varð), en klykkti út með því að fara upp í sveit og hamast af lífi og sál við landbúnað í þrjú ár, og loks skyldi einn af manns- pörtunum vera samvinnumaður! Af þessu hygg ég, að árin við búskapinn hafi verið mér besti skólinn, og ekki síst það hversu til tókst við blaðamennskuna. Hins vegar virðist sósíalisminn hafa náð sterkustu valdi yfir Héðni Valdimarssyni, þótt hann eins og ég hafi alist upp á einu merkasta prenstmiðjuheimili sinnar tíðar. Hinsvegar var það Iífið sjálft í tveim höfuðstöðum og skólarnir, sem ætlá mætti að aðallega hefðu mótað Héðin. V. Enn meiri þýðingu hlaut það að hafa, þegar það ber við á haustnóttum 1917, að Tryggvi Þórhallsson verður ritstjóri Tímans. Þykir mér rétt að skýra frá því hér, að ég hefi örugga heimild fyrir því nú, að það var rétt, er ég sagði eitt sinn á prenti, að samkeppnisprófið um dósentsembætti það, sem Tryggvi hafði verið settur til að gegna við guðfræðideild háskól- ans, var sett upp til þess að annar maður hlyti þetta hlut- skipti. Jón Helgason var í þeirri aðstöðu að hafa heitið prófessor Magnúsi Jónssyni kennarastóli við guðfræðideild háskólans, en Hallgrímur Kristinsson Aðalsteinn Kristinsson Jón Árnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.