Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1987 Oddur Ólafsson, aðsto&arrltstjóri. Er staðgengill rltstjóra í forföllum, skrifar í fastan dálk og sér um efni ( svokallað innblað, sem eru þær síður sem ekki falla beinlínis undir fréttir. Helður Helgadóttir skrlfar innlendar fróttir. Skýrslur, Knurlt og talnatöf I- ur les hún eins og opna bók og er fundvís á fréttnæmt efni upp úr gögnum, sem aðrir botna hvorki upp né niður í. Eysteinn Sigurðsson skrifar aðallega um samvinnu- og menningarmál. En annars eru ritsmíðar hans f jölbreyttar að efni. Eysteinn er aðalbók- menntagagnrýnandi Tímans. Sími og tölva eru aðalvinnutæki blaðamanna Tímans. Vinnustaðurinn er orðinn mun hljóðari síðan ritvélaglamur lagðist af. Eygló Stefánsdóttir, safnvörður. Mynda- og f ilmusaf n Tímans er mikið að vöxtum. Þar þarf allt að vera í röð og reglu til að safnið nýtist. Dag- lega bætir Eygló nýjum gögnum í safnið og afgreiðir úr því, það sem um er beðið. rp * * Timinn prentdeildar. Einnig hafa útlits- teiknarar mikla samvinnu við auglýsingadeild. Náin samvinna er milli rit- stjórnar og útlitsteiknara. Rit- stjórnin segir til um hvar efni á að vera í blaðinu, en þeir sem við því taka hafa veg og vanda af hvernig það er sett upp. En það skipar enginn öðrum fyrir verkum heldur fara þessi störf fram í góðri samvinnu og satt best að segja létta útlitsteiknarar margri ákvarðanatöku af öðrum starfsmönnum ritstjórnarinnar. Á ritstjórn er nokkuð glögg verkaskipting, en þó gengur hver í annars störf þegar þurfa Starfsdagur blaöamanns á Tímanum: Hver dagur býður upp á óvæntar uppákomur! Starfsdagur blaða og frétta- manna getur verið mjög fjöl- breyttur og erilsamur. Vinnu- dagur blaðamanns á Tímanum hefur tvo fasta punkta. í fyrsta lagi ritstjórnarfundur laust eft- ir klukkan 10 á morgnana. í öðru lagi skilaplan það sem fréttasíðum er sett. Það er sá tími sem vinnslu síðu verður að vera lokið frá hendi rit- stjórnar áleiðis til tæknideildar. Við skulum líta á einn slíkan dag. Mætt í vinnuna klukkan níu. Öll blöð liggja frammi og dag- urinn hefst með því að fletta þeim, bæði til þess að viðhalda vitneskju um það sem er að gerast og eins að fylgjast með nýjum málum í uppsiglingu. Þá hringir síminn. Æst hús- móðir úr Gindavík er í síman- um. „Það er strandað skip hér rétt fyrir utan höfnina. Ég vildi bara láta ykkur vita.“ Á hverjum degi berast upp- hringingar frá lesendum Tím- ans þar sem sagt er frá ýmsum atburðum. Þessi tengsl blaðs- ins við lesendur er mjög mikil- vægur þáttur í fréttaöflun þess. Um leið og fréttin var komin inn á borð fréttastjóra var tekin ákvörðun um hvernig taka skyldi á málinu. Ákveðið var að senda blaðamann og ljósmyndara á staðinn. Á leið- inni suður í Grindavík var rætt um hvernig best væri að sam- hæfa vinnubrögðin til að sem bestum árangri væri náð. Eðli- lega var ekki hægt að meta úr fjarlægð aðstæður og var beðið með það þar til komið var á staðinn. Það var Skúmur GK sem reyndist vera strandaður við innsiglinguna. Björgunar- sveitin í Grindavík var búin að koma upp sínum tækjum til björgunar og talsverður mann- safnaður var í grennd við björgunarsveitina. Þar voru mættar báðar sjónvarpsstöðv- arnar, blaðamenn af dag- blöðunum og útvarpsstöðvarn- ar. Nokkrar yfirlitsmyndir voru teknar, til að sýna lesend- am afstöðu skipsins. Eftir sam- töl við björgunarsveitarmenn var ljóst að nokkur bið yrði. Því var ákveðið að reyna að fylla upp í aðra þætti frásagnar af atburðinum á meðan. Út- gerðarstjórinn var myndaður með skipið í baksýn og tekið viðtal við hann. Hann hafði að geyma mikilvægar upplýsingar sem komu sér einnig vel við fréttaskrif af málinu. Þegar liðið var undir hádegi komst loks hreyfing á hlutina. Áhöfnin var tekin í land. Allir fréttamenn fylgdu þeim í skýli björgunarsveitarmanna þar sem viðtöl voru tekin. Með þessu var endanlega búið að afla þeirra upplýsinga sem fréttamaður taldi lesendur einna helst hafa áhuga á að vita. Komið var á ritstjórn Tím- ans laust fyrir klukkan tvö og þá var sest við skriftir og ljós- myndari hóf framköllun á myndum. Niðurstaðan varð sú að forsíðumynd og frétt birtust og var vísað inn á síðu þrjú sem viðtöl voru við menn og nánar fjallað um atburðinn. Eftir að þetta mál var af- greitt, var kominn tími til að snúa sér að skylduverkefnum dagsins. „Löggutékk" er ljótt orð yfir mjög nauðsynlegan hlut. Hringt er á allar stærri lögreglustöðvar bæði í Reykja- vík og úti um allt land. Úndir „löggutékk“ flokkast rann- sóknarlögregla, Landhelgis- gæslan, Tilkynningaskyldan, Slökkvilið og flugturn svo eitthvað sé nefnt. í hvert skipti sem lögreglan gefur upplýsing- ar, um rannsókn mála, t.a.m. fíkniefnamál er sest niður og ákveðið hvað gera skal. Sé málið þeim mun stórbrotnara er farið á stúfana með ljós- myndara og fengurinn mynd- aður og viðtöl tekin við þá sem stóðu í eldlínunni. Þennan daginn bar svo við að tveir eldsvoðar urðu um nóttina. íbúðarhús skemmdist mikið í eldi á Freyjugötu og bærinn Vellir í Mýrdal brann til kaldra kola. Ákveðið hafði verið á ritstjórn- arfundi um morguninn hvaða blaðamaður skyldi kanna þau mál. Ljósmyndari Tímans hafði fylgst með þegar slökkvi- liðið kom á Freyjugötuna um nóttina og var það baksíðu- myndin daginn eftir, með frétt af brunanum. Aðalfrétt Tímans, sem unn- in var þennan dag var um endanlega niðurstöðu í „bankamálinu". Stór fyrirsögn „Útvegsbankinn endurreistur" var aðalfyrirsögn blaðsins morguninn eftir. Tíminn hafði fjallað ítarlega um við- ræður um bankasameininguna og því lá í hlutarins eðli að þessari frétt yrði gert hæst undir höfði á forsíðu blaðsins daginn eftir. Þegar liðið var á kvöld og fréttasíðurnar voru að verða fullar svo útaf flóði hringdi blaðamaður sá sem skrifaði um skipsstrandið til Grinda- víkur og spurði eftir nýjustu fréttum. Ástandið var óbreytt. Dálkurinn „í stuttu máli... “ var skrifaður síðast um kvöldið og var af mörgu að taka. Fréttatilkynningar frá hinum ýmsu stofnunum og félögum, jafnvel einstaklingum streyma inn á borð fréttastjóra sem úthlutar þeim sem ætlunin er að segja frá, til blaðamanna. Krummi, spaugari Tímans á forsíðu er skrifaður síðast allra hluta í blaðið. Krummi tók niðurstöðu bankamálsins og skoðaði það. Krummi hafði þetta um málið að segja, „Er þá „hf.“ eina breytingin eftir allt saman?" Krummi átti greinilega von á einhverju meira. Fréttamaðurinn stimplaði sig út um kvöldið, eins og alltaf með efasemdir um að blaðið hefði fylgst nægilega vel með. Hvort eitthvað væri að gerast einhversstaðar sem segja þyrfti frá í blaðinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.