Tíminn - 17.03.1987, Side 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 17. mars 1987
Þórarinn Þórarinsson fyrrv. ritstjóri:
starfí í nærfellt fímm áratugi. Svo langur starfsferill við ritstjórn
dagblaðs er einsdæmi, ekki aðeins á íslandi, heldur þótt víðar sé
leitað.
Þórarinn lét af störfum fyrir tveim árum, en skrifar samt enn
reglulega íblaðið. Starfsmenn ritstjórnarinnar leita iðulega tilgamla
ritstjórans og þiggja ráð og leiðbeiningar og njóta góðs af hans miklu
og löngu reynslu í blaðamennsku.
Þórarinn Þórarinsson hefur skrifað á milli 3 og 4 þúsund
forustugreinar í Tímann. Erlent yfírlit skrifaði hann daglega
áratugum saman og eru þær fréttaskýringar á milli 2 og 3 þúsund.
Auk þess skrifaði hann fjölmargar greinar um ýmis efni í blaðið.
Tíminn fór þess á leit við Þórarinn að velja eina grein til
endurbirtingar í afmælisblaðinu. Afmörgu er að taka en fyrir valinu
varð grein sem birtist 1. desember 1938. Samband ungra framsókn-
armanna var þá nýstofnað og var Þórarinn formaður þess. Ungu
mennirnir fengu leyfí til að gefa út sérstakt afmælisblað i tilefni af
að 20 ár voru liðin frá því að ísland fékk sjálfstæði sitt viðurkennt.
Ungum framsóknarmönnum hefir
þótt hlýða, að staldra lítið eitt við á
þessum tímamótum og virða fyrir
sér þann árangur, sem náðst hefir á
fyrstu tuttugu árum fullveldisins.
Þótt yfirliti því, sem hér fer á eftir
sé að mörgu leyti ábótavant, sýnir
það glögglega, að vinna og starfs-
árangur þjóðarinnar á þessu tímabiii
hefir verið meiri en nokkru sinni
áður. Þess sjást alls staðar merki.
Með ræktun landsins, byggingunum,
skipastólnum, orkuverunum, verk-
smiðjunum og menntastofnunum
hefir kynslóðin, sem mótað hefir
þjóðlífið á þessum árum, reist sér
minnismerki, er lengi munu geymast
og vera heilbrigðri æsku hvatning til
sóknar og dáða.
í dag er það skylda hinna ungu
manna og kvenna að minnast þessa
mikla starfs með þakklæti og hlýjum
huga. - Flestar þær framkvæmdir,
sem gerðar hafa verið á undanförn-
um árum, ganga sem arfur til af-
komendanna og gerir þeim lífið
þægilegra ogerfiðisminna. Bóndinn,
sem hefir brotið og ræktað landið,
sjómaðurinn, sem hefir sótt aflið til
framkvæmdanna í djúp hafsins, og
verkamaðurinn, sem hefir reist hin
miklu mannvirki, hafa unnið að því
að gera arf æskunnar sem mestan.
Og ekki aðeins þeir, heldur allar þær
þúsundir manna og kvenna, sem lagt
hafa krafta sína fram til að frjóvga
og bæta landið, hafa í flestum tilfell-
um unnið meira í þágu niðjanna en
sjálfra sín.
Kynslóðin, sem skilar þessum
mikla arfi, hefði ekki náð slíkum
árangri, ef hún hefði ekki verið
áhugasöm og starfsfús. Hún hefði
vel getað verið svo lítilþæg að láta
sér nægja það, sem áður var, og
komist þannig hjá mörgum erfiðleik-
um brautryðjendanna. En hún hefir
viljað bæta kjör sín, viljað skapa
betra land, nota hentugri skip, búa í
betri húsakynnum. Hún hefir jafnan
haft þá trú, að hér væru næg náttúru-
gæði og nægilega tápmikil þjóð til
þess, að hægt væri að njóta þeirra
umbóta, sem eru almennar meðal
menningarþjóða. Hún hefir ekki
látið úrtölur um erfiðleika við að
koma fram umbótum draga úr sér
kjark. Hún hefir stöðugt sótt fram
og aldrei sagt, þegar einhverju
ákveðnu marki var náð: Nú er nóg
komið, nú er óhætt að setjast um
kyrrt, njóta þess, sem unnist hefir og
hætta ekki neinu í baráttu fyrir
nýjum umbótum.
Hún hefir heldur ekki gleymt því,
að það var nauðsynlegt að sinna
fleiri umbótum en þeim, sem snertu
öflun lífsviðurværisins. Henni hefir
verið ljóst, að maðurinn lifir ekki á
einu saman brauði. Hún hefir ráðist
í miklar framkvæmdir til að auka
menntun sína og þó öllu heldur
menntun afkomendanna. Hún hefir
verið þess fullkomlega vitandi, að
dýrmætasti arfur þjóðarinnar verður
alltaf hin sjálfstæða menning hennar
og að ómenntuð þjóð er til einskis
líklegri en að vanmeta frelsi sitt og
verða fráhverf þeirri umbótabaráttu,
sem er nauðsynleg hverju vaxandi
þjóðfélagi.
Þaö er vissulega holt fyrir unga
menn að kynna sér lífsviðhorf slíkrar
kynslóðar. Ef til vill getur það verið
dýrmætasti hluti arfsins. Og það er
ekki aðeins holt heldur nauðsynlegt
á þeim tímum, þegar svartsýni og
barlómur grípur jafn geigvænlega
um sig og nú virðist eiga sér stað.
Það er um fátt meira rætt nú en
fjárhagslega erfiðleika og kreppu og
það er ekki ósennilegt að einna
algengustu spurningarnar í dag verði
eitthvað á þessa leið: Höfum við
nokkurt bolmagn gegn erfiðleikun-
um? Endar þetta ekki með hruni og
fjárhagslegu ófrelsi. Og um þessar
mundir ganga hundruð manna at-
vinnulausir að segja: Ég vil gjarnan
vinna, ef einhver vill láta mig fá
vinnu.
Hvernig hefði farið fyrir kynslóð-
inni, sem gert hefir hinar miklu
umbætur í landinu á síðastliðnum
tuttugu árum, ef hún hefði yfirleitt
hugsað á þennan hátt? Hvemig hefði
farið fyrir bændunum, þegar salt-
kjötsmarkaðurinn brást, ef þeir
hefðu hugsað eitthvað á þá leið, að
þeir hefðu ekki bolmagn til að
byggja frystihús og gera framleiðslu
sína verðmeiri á þann hátt? Hvar
væri íslenskur landbúnaður nú
staddur, ef vantrú bændanna á sjálf-
um sér og oftrúin á erfiðleikunum
hefðu unnið sameiginlegan sigur?
Hvernig væri nú umhorfs við sjávar-
síðuna, ef sú skoðun hefði orðið
almenn, að það væri of erfitt og dýrt
að byggja síldarverksmiðjur og þess
vegna væri rétt að láta reka á
reiðanum og standa og falla með
þorskveiðunum? Og hvaða framfarir
hefðu yfirleitt orðið í landinu, ef
allir hefðu hugsað á þennan hátt: Ég
vil gjarnan vinna, ef einhver vill
útvega mér vinnu?
En þannig hugsaði kynslóðin á
fyrstu tuttugu árum fullveldisins
ekki. Hún var bjartsýn og trúði á
sigur sinn, þó erfiðleikarnir væru
miklir. Hún lét bölsýnina og vonleys-
ið ekki villa sér sýn og stöðva rás
framfaranna. Hún átti nógu marga
dugmikla og áhugasama einstak-
linga, sem hugsuðu á þá leið, að þeir
ættu sjálfir að skapa sér atvinnu og
verkefni, en ættu ekki að láta aðra
gera það.
Þess vegna hefir hún leyst meira
starf af hendi en nokkur önnur
kynslóð, sem verið hefir í landinu.
Fyrstu tuttugu ár fullveldisins hafa
fyrir atbeina hennar orðið tími
mikilla sigra. En hvernig verða
næstu tuttugu árin? Hvernig ávaxtar
æskan, sem þessi kynslóð ól upp,
þann arf, sem henni er úthlutaður?
Jónas Jónsson frá Hriflu:
J afnvægi
atvinnuveganna
tf ÓNAS JÓNSSON frá Hriflu var á sinni tíð einn mikilvirkasti
greinahöfundur landsins. Fjölmargar af hans snjöllustu greinum
birtust í Tímanum, en lengi vel átti blaðið hauk í horni þar sem Jónas
var.
Hann hóf að skrifa í blaðið þegar er það hóf göngu sína og var
lengi tengdur því, þótt ekki hafi hann starfað að ritstjórn.
Af mörgu er að taka þegar velja skal grein eftir Jónas til
endurbirtingar. Hér hefur verið valin grein, sem birtist í Tímanum
24. mars 1917, eða í sömu vikunni og blaðið kom fyrst út.
Af lestri þessarar 70 ára gömlu greinar má sjá að ójafnvægi
atvinnuvega og í byggð landsins er ekki nýtt fyrirbæri. Margt af þvi
sem þarna kemur fram skírskotar allt eins til dagsins í dag og það
gerði fyrir sjö áratugum.
Sú yfirsýn sem þarna kemur fram um hagi atvinnuvega og þjóðar
var að mörgu leyti framandi og dæmi um áhugamál Jónasar.
Aldrei hefir mönnum verið eins
ljóst eins og nú, síðan styrjöldin
hófst, hve miklu skiftir hverja þjóð
að vera sjálfstæð í atvinnumálum,
og að atvinnuvegirnir styðji hver
annan.
í Þýskalandi hefir samræmi í fram-
leiðslu og iðnaði verið höfuðstyrkur
þjóðarinnar nú í ófriðnum, en í
Bretlandi hefir ósamræmi atvinnu-
veganna, einkum vanræksla jarð-
ræktarinnar, verið Akkillesarhæll
þjóðarinnar. Bretar hafa getað séð
hálfri veröldinni fyrir stálvörum og
klæðum, en þeir þola ekki fullkomið
hafnbann í hálfan mánuð, af því að
þá skortir landbúnaðarafurðir.
Áþekkt óhagræði eiga menn nú
við að búa í mörgum öðrum löndum,
þótt hlutlaus séu, þar, sem megin-
þorri manna lifir af iðnaði eða fisk-
veiðum. Hin minnsta siglingahindr-
un leiðir skjótt til vandræða og
jafnvel hallæris.
Sumir kunna nú að segja, að þótt
einhliða atvinnurekstur sé bagalegur
á styrjaldartímum, þá megi ekki
dæma almennt eftir því. Á friðartím-
um verði annað uppi á teningnum.
En þessu er ekki svo farið.
Margföld reynsla allra þjóða
sýnir, að að minnsta kosti er til einn
atvinnuvegur sem engri þjóð hefir
gefist vel að vanrækja til lengdar.
Og sá atvinnuvegur er jarðræktin.
Það má safna meira fé með ýmsri
annarri iðju. En úr sveitinni kemur
jafnan megnið af þeirri líkamlegu og
andlegu orku, sem heldur þjóðunum
við. Af öllum atvinnuvegum geta
þjóðirnar er til lengdar lætur, síst
verið án landbúnaðar, hvort heldur
er litið á efnalegt öryggi eða afl og
heilsu þjóðarstofnsins. Að vísu þarf
þjóðarbúið margs annars með, en
þetta frumskilyrði má aldrei vanta.
Hér á landi er þetta jafnvægi að
raskast svo að ískyggilegt má heita.
Bæir og sjóþorp hafa myndast, fisk-
veiðar aukist stórkostlega, verslunin
orðið innlend og hafinn iðnaður í
ýmsum greinum. Þetta er auðvitað
gott. En það sem ekki er gott, er
það, að sveitirnar leggist þvi' nær í
eyði og flestir íslendingar verði síld-
arvinnumenn tvo þrjá mánuði
ársins, en iðjulítill bæjarlýður hinn
tímann. f þessa átt stefnir nú.
Síldarútvegurinn gleypirfjármagn
bankanna og vinnuafl þjóðarinnar.
Hann virðist vera glæsilegur fyrir þá
sem gera út eða versla með síld. Én
fyrir efnahag verkalýðsins er hann
óglæsilegur. Og fyrir heilsu og menn-
ingu íslendinga er síldaratvinnan
óálitleg.
Nú er svo komið, að í mörgum
héruðum landsins eru flestir bændur
að verða einyrkjar. Unga fólkið og
lausafólkið fer „í síldina" á sumrin
en til Reykjavíkur á vetrum. Búin
minnka, jarða- og húsabætur
minnka, vegagerðir og opinberar
framkvæmdir minnka, af því að
flestir „fara í síldina".
Ef jafnvægi atvinnuveganna á ekki
algerlega að raskast hér á landi, þarf
skjótra aðgerða við. Stjórn og þing
verða að taka í taumana ef nokkur á
að gera það. Og einstaklingarnir
verða að sætta sig við þótt þeir kunni
að missa nokkurs af stundarhagnaði,
ef alþjóðarheill krefur.
Slíkar ráðstafanir verða jafnan að
miða að því, að atvinnuvegirnir
styðji hver annan. Verði einhver
þeirra ofjarl hinna um stund, þarf að
jafna metin.
Nú er sjávarfólkið víða í nauð af
því að það vantar sumar landafurðir,
t.d. tólg og smjör. Þar verður land-
búnaðurinn að hlaupa undir bagg-
ann og þola ráðstafanir sem miða að
því að auka fituframleiðsluna í land-
inu og síðan sanngjarnar verðtak-
markanir. Líf og heilsa fjölda manna
getur legið við, að þar sé gætt hófs
og sanngirni.
Hinsvegar verða sjávarmenn að
þola það, að bankarnir láti nú um
stund bróðurpartinn af fjármagni
sínu renna til ræktunar og landnáms
í sveitum.
Borið gæti nauðsyn til þess, að
lagður yrði tollur á síldina, meðan sú
veiði er svo arðsöm, að hún truflar.
allan annan atvinnurekstur í land-
inu. Sú álagning væri réttlætanleg
bæði með því, að framþróun
atvinnuveganna má ekki vera blind,
heldur með forsjá sniðin eftir þörf-
um þjóðarinnar. Og í öðru lagi er
það nokkurnveginn auðgefið, að því
arðvænlegri sem einhver atvinnu-
vegur er, því meira má á hann leggja
af byrðum þjóðfélagsins.
Slíkur tollur væri best kominn, ef
hann væri eigi notaður til hversdags-
þarfa, ekki hafður að eyðslueyri.
Gullnáman á Siglufirði ætti að
skapa aðrar gullnámur.
Og svo mundi verða ef því fé yrði
varið til hafnarbóta, til þess að skapa
ný akurlönd með stórfelldum áveit-
um, og til samgöngubóta á sjó og
landi.
Ekki er það óhugsandi, að sú geti
komið tíðin, að sjórinn bregðist, en
hlutur landbúnaðar og iðnaðar standi
þá með svipuðum blóma og síldveið-
in nú. Þá ætti útvegurinn skilið eigi
minni stuðning en hann þarf nú að
veita.
Þörf væri á að þetta mál yrði
rækilega athugað til næsta þings.
Þjóðin þarf að láta skýrt og ótvírætt
í ljós, hvort hún vill taka afleiðingun-
um af blindri samkeppni atvinnuveg-
anna, eða hvort hún krefst þess af
fulltrúum sínum, að þeir finni ráð til
þess að viðhalda heilbrigðu jafn-
vægi.