Tíminn - 07.04.1987, Síða 2

Tíminn - 07.04.1987, Síða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 7. apríl 1987. Þroskahjálp á Vesturlandi: FÖTLUD BÖRN FÁ SUMARDVÖL Þroskahjálp á Vesturlandi fékk fyrir um 3 árum að gjöf jörðina í Holti í Borgarhreppi, skammt frá Borgarnesi, með litlu húsi, þar sem hún starfrækti sumardvalarheimili fyrir fötluð börn síðastliðið ■sumar. Það gafst svo vel, að sögn forstöðu- manns, Laufeyjar Jónsdóttur, þroskaþjálfa, að nú hefur verið ráð- ist í byggingu nýs húss þar sem hægt er að vista 5 börn í einu allt næsta sumar. Launakostnaður er greiddur af ríkinu, en fjármögnun byggingarinn- ar fæst með styrkjum sveitarfélaga, fyrirtækja á svæðinu og með happ- drættissölu. Væntanlega munu 5 starfsmenn auk forstöðumanns skipta með sér 8 stöðugildum. Nýbyggingin er reyndar þegar ris- in og er verið að ljúka innréttingum. Vígsla fer fram 3. maí nk. um leið og dregið er í happdrættinu. Lóðin er þó enn ófrágengin. „Forgang til okkar hafa fötluð börn á Vesturlandi," sagði Laufey. „Ef einhvern tímann losnar pláss eru börn annars staðar að velkomin. Þá er réttast að hafa samband við svæðisstjórnina í síma 7780.“ þj Um 500 manns mættu á fundinn Nýtt merki nytt vfgoró Hugmyndasamkeppni Útflutningsráös íslcinds Á undanförnum árum hafa íslenskir útflytjendur að mestu leyti unnið hver í sínu lagi að kynningarmálum fyrir íslenskar vörur og þjónustu á erlendum mörkuðum. Samstarf hefur helst verið í formi sérstaks kynningarátaks á ákveðnum mörkuðum. Útflutningsráð íslands var stofnað skv. lögum 1. okt. 1986. Eitt af markmiðum með stofnun ráðsins er að leiða saman hina ýmsu aðila sem þurfa á kynningarátaki erlendis að halda og vinna skipulega að undir- búningi og framkvæmd slíkrar kynningar. Liður í undirbúningi þessa starfs er hugmyndasamkeppni sem ráðið efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: A. Merki Merki þetta verður í senn tákn Útflutningsráðs íslands og allsherjarmerki fyrir sameiginlegar markaðs- og kynningaraðgerðir erlendis. Merki þetta verður notað á bréfhaus ráðsins, á bækl- inga og kynningarefni á vegum ráðsins og í sameiginlegum aðgerðum fyrirtækja. Það verð- ur notað sem sameiningartákn fyrirtækja á sýn- ingum. Einnig verða gefnir út límmiðar með merkinu. B. VíGORÐ Vígorðið á að vera setning á íslensku og ensku sem aðilar í útflutningi á vöru, þjónustu og ferðamálum geta sameinast um. Vígorði þessu er ætlað að lýsa þeirri sameigin- legu ímynd sem íslendingar vilja koma á fram- færi við erlenda viðskiptaaðila, neytendur og ferðafólk. Æskilegt er að bæði merki og vígorð beri íslensk sérkenni. Samkeppnin er haldin sam- kvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýs- ingateiknara og er öllum opin. Verðlaun Veitt verða ein verðlaun fyrir tillögu sem dómnefnd telur þess maklega. a. Fyrirmerki kr. 250.000 b. Fyrirvígorð kr. 150.000 Tillögur að merki skulu vera 10-15 sm í þver- mál, þeim skal skila í svörtum lit á hvítan pappír, pappírsstærð 21,0 x 29,7 (A-4). Ein- kenna skal tillögurnar með dulnefni, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sérstakt dulnefni og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefndir Tvær aðgreindar dómnefndir hafa verið skipað- ar: Fyrir merki: Ágúst Ágústsson, Póls-tækni hf. Einar Hákonarson, listmálari Erlendur aðili Fanney Valgarðsdóttir, FÍT Gylfi Þór Magnússon, S.H. Sigfús Erlingsson, Flugleiðum hf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Fyrir vígorð: Benedikt Sveinsson, S.Í.S. Davíð Scheving Thorsteinsson, Sól hf. Erlendur aðili Kristín Þorkelsdóttir, SÍA Magnús Oddsson, Arnarflugi Sigurður G. Tómasson Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er: Elín Þorsteinsdóttir Útflutningsráði íslands Þátttaka er öllum heimil og geta þátttakendur snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsing- ar um samkeppnina og um Útflutningsráð íslands. Síminn er 91-688777. SKILAFRESTUR er til 1. júní 1987. Tillögur má setja í póst eða koma til Útflutn- ingsráðs merktar: Útflutningsráð íslands Hugmyndasamkeppni b.t. Elínar Þorsteinsdóttur Lágmúla 5, Pósthólf 8796, 128 Reykjavík. SÝNING Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá síðasta skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær síðan endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Útflutningsráð áskilur sér rétt til að nota þær tillögur sem dómnefnd velur. Jafnframt áskilur ráðið sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSIANDS EXPORT COUNCILOFICEIAND LÁGMÚLI 5 108 REYKJAVÍK Forsætisráðherraáfundi hjá íslenskum Aðalverktökum: Eðlilegt að einn verktaki semji um nýframkvæmdir Sl. miðvikudag buðu starfsmenn Islenskra Aðalverktaka frambjóð- endum Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi til fundar í matsal sínum. Þar mættu Steingrím- ur Hermannsson, Jóhann Einvarðs- son og Níels Árni Lund. Hinn stóri matsalur var fullskipaður og all- margir stóðu. Fundinn setti, Karl Georg Magn- ússon formaður starfsmannafélags- ins, og skipaði hann Jón Bjarnason fundarstjóra. Eysteinn Haraldsson verkfræðingur tók fyrstur til máls og lagði fyrir frambjóðendur Fram- sóknarflokksins spurninguna: Hver er stefna Framsóknarflokksins í mál- efnum fslenskra Aðalverktaka? Steingrímur Hermannsson varð fyrir svörum. Hann kvað stefnu Framsóknarflokksins vera þá, að einn íslenskur verktaki, fslenskir Aðalverktakar, semdi við varnarlið- ið um nýframkvæmdir. Hann kvað jafnframt eðlilegt, að íslenskir Aðal- verktakar framkvæmdu sjálfir það sem nauðsynlegt væri vegna þeirra umsvifa og fyrir þá starfsemi, sem þeir þyrftu að hafa, en byðu hins vegar út að nýju það sem umfram væri hverju sinni. Eða með öðrum orðum, að skipu- lagið yrði að þessu leyti óbreytt. Steingrímur- kvaðst hins vegar telja eðlilegt, að aðild að fslenskum Aðalverktökum gæti breyst, t.d. að félag starfsmanna yrði þátttakandi, ef starfsmenn óskuðu þess. Steingrímur vakti athygli á því, að þegar íslenskir Aðalverktakar voru stofnaðir 1954, var þess krafist af varnarliðinu, að þeir hefðu ætíð tilbúinn, hvenær sem á þyrfti að halda, ákveðinn grundvallarvélakost og mannafla. Fyrir það yrði ekki fullnægt, ef bjóða ætti út fram- kvæmdir á vellinum. Þá yrði herinn sjálfur að hafa þennan nauðsynlega viðbúnað. Þetta vildi gleymast þegar fullyrt væri að framkvæmdir væru dýrar á Keflavíkurflugvelli. Að loknu svari Steingríms stóð Eysteinn Haraldsson verkfræðingur upp að nýju og þakkaði svörin, sem hann kvað hafa verið skýr og full- nægjandi. Jóhann Einvarðsson og Níels Árni Lund fluttu þá ávörp. Eftir það komu nokkrar spurningar frá starfs- mönnum, sem Steingrímur svaraði, og lauk síðan fundinum með nokkr- um orðum. Að fundi loknum heimsóttu fram- bjóðendur Framsóknarflokksins vinnustaði íslenskra Aðalverktaka á flugvellinum í fylgd Helga Marons- sonar og Magnúsar Sigfússonar. Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands: „Grundvöllur að öflugri stjórn" Stjórn Búnaðarsambands Suður- lands hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu varðandi ráðningu fram- kvæmdastjóra búnaðarsambands- ins. Þar segir m.a. „Stjórn Búnað- arsambandsins hefur í samráði við starfsmenn sambandsins, Búnaðar- félags fslands og landbúnaðarráðu- neytið gert starfssamning við Kjart- an Ólafsson ráðunaut og ráðið hann sem „fjármálalegan og fram- kvæmdalegan framkvæmdastjóra hjá sambandinu jafnframt því sem hann gegnir ráðunautastörfum eftir því sem tími hans leyfir“. í starfssamningi Kjartans segir m.a. að honum sé falið að hafa umsjón með skrifstofu sambandsins á Selfossi, annast reiknishald, inn- heimtu gjalda, greiðslur til þeirra sem starfa á vegum sambandsins, ráðningu starfsfolks og hafa yfirum- sjón með eignum og rekstri sam- bandsins í umboði stjórnar þess, umsjón með útgáfustarfsemi, vinna að gerð fjárhagsáætlunar fyrir sam- bandið og skuli það hvort tveggja vera í samvinnu við faglega fram- kvæmdastjóra. Stjórnin t^kur einnig fram að hliðstæður starfssamningur hafi ver- ið gerður við Einar Þorsteinsson ráðunaut til þess að vera fram- kvæmdastjóri á jarðræktarsviði og Svein Sigurmundsson ráðunaut til 'þess að vera framkvæmdastjóri á búfjárræktarsviði. „Stjórn Búnaðarsambands Suður- lands telur að með þessu nýja fyrir- komulagi sé lagður traustur grund- völlur að öflugri framkvæmdastjórn, fjárhags og fagmála Búnaðarsam- bands Suðurlands" segir enn fremur. Starfssamningar Kjartans, Sveins og Einars gilda frá og með 1. janúar 1987 til 1. september 1987.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.