Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. apríl 1987. Tíminn 5 RÚV á köldum klaka - svipt lögbundnum tekjustofnum og meinuð hækkun afnotagjalda „Nei, þessi 13% hækkun hefði ekki dugað til að koma rekstrinum í jafnvægi, en hún myndi skila um 42 millj. króna á heilu ári. En þegar verið er að dragast með uppsafnaðan vanda verður alltaf erfiðara að rífa sig Upp úr honum eftir því sem lengra líður,“ sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins. Útvarpsráð var samhljóða í þeirri afstöðu sinni sl. föstudag að lýsa miklum vonbrigðum með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að synja RUV um 13% hækkun á afnotagjöldum á 2. ársfjórðungi þessa árs. Með þeirri hækkun hefði gjald fyrir afnot allra 3ja stöðva RUV orðið um 21 kr. á dag (um 15,60 kr. fyrir sjónvarpið og 5,20 fyrir hljóðvarpsstöðvarnar tvær). Má bera það saman við að lausa- söluverð dagblaða er t.d. 55 kr. „Við heyrum víðs vegar að, að fólk undrast hvað afnotagjaldið er í raun lágt,“ sagði Hörður, sem taldi flesta fúsa til að borga heldur hærra gjald. Samkvæmt upplýsingum í Hag- tíðindum hækkaði afnotagjald RUV aðeins um 15% milli 1985-86 á sama tíma og almennt verðlag í landinu hækkaði í kringum 25% og launavfsitala um rúmlega 28%, en laun eru stór hluti rekstrarkostnað- ar RUV. Dagblaðaáskrift hækkaði í takt við annað verðlag um 25% og aðgöngumiði að Þjóðleikhúsinu t.d. um tæp 43%. Þessir tveir þættir kostuðu hvor um sig 500 kr. sl. haust, eða álíka mikið og af- notagjald allra 3ja stöðva RUV á mánuði. Rekstur RUV stóð nokkurnveg- inn í járnum árið 1985 en sl. ár sagði Hörður reksturinn aðeins hafa skilað 31,6 millj. kr. upp í afskriftir, sem áttu að nema 95,8 millj. og 80,2 millj. framkvæmda- sjóðsframlagi lögum samkvæmt. Úm 144,5 millj. vantaði því á að dæmið gengi upp. Hækkun í takt við verðlag á síðasta ári hefði minnkað þann mun um ca 35 millj. króna. Auk þess að synja Ríkisútvarp- inu um hækkun afnotagjalda í takt við verðlagshækkanir hefur ríkis- valdið svipt Ríkisútvarpið tekjum af aðflutningsgjöldum, sem á síð- asta ári námu um 153 millj. króna, sem Hörður sagði setja mikið strik í reikninginn í ár. „Löggjafarvaldið sá það fyrir, við setningu nýju útvarpslaganna, að auglýsingatekj- ur RÚV mundu dragast saman og þessvegna var Ríkisútvarpinu fenginn þessi tekjustofn," sagði Hörður. Þar sem meginmarkmiðið sé að halda úti góðri dagskrá sagði Hörð- ur hafa verið gripið til þess ráðs að stöðva allar fjárfestingarfram- kvæmdir, hreinlega til að stefna ekki öllu í greiðsluþrot. Afskriftir verið því að stórum hluta teknar inn í reksturinn og síðan sé reiknað með að framkvæmdasjóður láni inn í reksturinn á meðan hann er í þessum erfiðleikum. Slíkar að- gerðir geti þó vitanlega ekki orðið nema tímabundnar. Hið alvarlega við niðurskurð allra framkvæmda telur Hörður það að geta ekki haldið áfram uppbyggingu dreifikerfisins. í það verði nú eingöngu ráðstafað um 7 millj. króna, sem fyrst og fremst fari í senda fyrir Rás 2, að mestu á Suð-austurlandi. Auglýsingatekjur RUV urðu rúmlega 392 millj. kr. á síðasta ári - höfðu hjá Sjónvarpinu aukist um rúmlega 20% milli ára en hljóð- varpinu aðeins um 10%. Hörður sagði auglýsingatekjurnar hafa far- ið mjög alvarlega niður síðustu mánuði ársins, og þá sérstaklega hjá hljóðvarpi. Hins vegar væri útvarpið nokkur að sækja í sig veðrið á ný eftir góða útkomu í hlustendakönnunum, þar sem megnið af auglýsingunum væri nú orðið selt í á dreifikerfinu sam- tengdu. -HEI Spekingslið FB í spurningakeppni framhaldsskólanna, Bjarki Hjálmarsson, Kjartan Ólafsson og Armann Þorvaldsson. (Tímamynd: Pjetur) Sigurliö FB í spurningakeppni framhaldsskóla: Hétu á Framsóknar- flokkinn til sigurs - „Loforö er loforö og viö það verður staöið“ Hver sem með fylgdist á vart til orð yfir snilli sigurliðs Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og liðs Mennta- skólans við Sund í spurningakeppni framhaldsskólanna og þeim fróðleik sem þau búa yfir. Á laugardag tókust liðin á, svo sem landslýður veit, í lokaviðureigninni í beinni sjónvarpsútsendingu. Mjótt var á munum. FB-liðið, skipað Ármanni Þorvaldssyni, Kjartani Ólafssyni og Bjarka Hjálmarssyni, vann keppn- ina á einu stigi. „Ármann Þorvaldsson var að keppa í íslandsmótinu í badminton um sama leyti og keppnin fór fram og það gekk erfiðlega að fá hann til að lesa,“ sögðu liðsnautar hans. „Við tókum því á það ráð, þar sem hann er eitilharður framsóknarmað- ur, að hcita því að kjósa allir Fram- sókn ef hann fengist til að lesa og við ynnum. Jafnvel einn liðsstjóra okkar, sem er yfirlýstur sjálfstæðis- maður, lofaði því. Og nú stöndum við frammi fyrir því, að þeir sem stóðu að sigri FB kjósa Framsókn- arflokkinn. Loforð er loforð og við það stöndum við." „Sumir segja að við höfum unnið á málshættinum," sagði Bjarki, en á þeim lið hlutu þeir 6 stig. „Við unnum á 1 stigi, þar af leiðandi á hverju einasta stigi sem við hlutum, ekki satt?" Sigurliðið velti dálitla stund fyrir sér hvort það ætti að upplýsa hvernig undirbúningi hcfði vcrið háttað. „Keppnin er livort sem er búin. Við vorum sex saman, þrír aukamenn sem aðstoðuðu við gagnaöflun og að semja spurningar. Margar æfinga- spurninganna komu svo í keppninni sjálfri. Auk þess höfðum við stranga verkaskiptingu og fórum aldrei inn á annars svið." Eruð þið þá ekki snillingar? „Þetta kont allt með æfingu," svaraði Kjartan og bætti við að þeir hefðu í raun opinberað fáfræði sína yfir matseðlinum á veitingastaðnum, þar sem þeir hcldu upp á sigurinn í gærkvöldi. Hvort þeir ætluöu að taka aftur þátt í keppninni að ári svaraði liðið einróma neitandi. „Okkur líður vel sem goðsögnunt í lifanda lífi," göntuðust þeir og hentu gaman að því, að fólk scm þeir mættu á götu sneri sér við og horfði á eftir þeim. „Við fáum samt því miður frið á skólaböllum." „Sigurinn var sykursætur og óvæntur," svaraði Ármann aðspurö- ur. „Við höfðum ekki staðið okkur sem best í undankeppninni í út- varpi." Heildarstig FB voru 188, að sögn Ármanns, eða nákvæmlega jöfn heildarstigum MS, sem varð í 2. sæti. „Það var þetta eina stig sem réði úrslitum." þj Poison til íslands í maí í vormun bandaríska hljóm- sveitin Poison koma til landsins og væntanlcga halda hcr tónlcika. Hljómsvcitin cr á kynningarferða- lagi og ástæða þess að hún kcmur hingað er sú hversu vcl hljómleikar The Smithereens tókust, en þessar hljómsveitir eru báðar hjá söinu hljómplötuútgáfunni. Fyrsta stóra plata þeirra, „Look wliat the Cat dragged in" er um þcssar mundir í 9. sæti yfir vinsæl- ustu LP plöturnar hjá því virta tónlistartímariti Billboard. Það er tvímælalaust fengur í Poi- son þar sem hér er á ferðinni hljóm- sveit sem er vcrðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar í rokkinu. -RR iV SS, Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn að Hótel Sögu, Bænda- höllinni viö Hagatorg, Reykjavík, fimmtu- daginn 30. apríl 1987 og hefst kl. 10:00 f.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin ^RARIK rafmagnsveitur RlKISINS Tækniteiknari Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa lausttil umsóknar starf tækniteiknara við svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna í Stykkishólmi. Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist svæðisrafveitustjóra í Stykkishólmi, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Skilafrestur umsóknar er til 21. apríl n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.