Tíminn - 07.04.1987, Side 12
12 Tíminn
FRÉTTAYFIRLIT
BEIRÚT — Fimm vöruflutn-
ingabifreiöar hlaðnar matvæl-
um, klæðnaði og teppum fengu
að halda inn í Shatila flótta-
mannabúðirnar i Beirút þar
sem Palestínumenn hafa búið,
umsetnir af múslimum úr hópi
sjíta. Sýrlendingar reyna nú að
halda friðinn á svæðinu en
þrátt fyrir nærveru þeirra
braust út skothríð er bifreiðarn-
ar héldu inn í búðirnar.
ANTOFAGASTA, Chile
- Sex daga heimsókn Jóhann-
esar Páls páfa annars til Chile
lauk í gær er páfi hélt til
Buenos Aires í Argentínu. Átök
brutust út milli lögreglu og
ungmenna er páfi hélt á brott
áleiðis til Argentínu þar sem
öryggisvarsla hefur aldrei verið
meiri vegna komu háttsetts
leiðtoga.
MANILA — Ellefu manns,
þar á meðal ráðherra í ríkis-
stjórn Ferdinands Marcosar
fyrrum forseta, hafa verið
ákærð í sambandi við morðið
á leiðtoga stjórnarandstöðunn-
ar Benigno Aquino árið 1983.
MANILA — Sovésk stjórn-
völd sögðust vera tilbúin til að
fjárfesta í fyrirtækjum á Filipps-
eyjum en neituðu hinsvegar að
stjórnmálaástæður lægju að
baki þessari ákvörðun.
PARIS — Franska stjórnin
sagðist hafa í fórum sér „ná-
kvæmar sannanir" um njósna-
starfsemi sex sovéskra stjórn-
arerindreka sem vísað var úr
landi fyrir helgi.
BRÚSSEL — Hussein Jórd-
aníukonunaur kom til Brussel
og ýtti það enn frekar undir
fréttir, að hugmyndin um friðar-
ráðstefnu um málefni Mið-
Austurlanda væri að taka á sig
skýrari mynd.
TOKYO — Japanski komm-
únistaflokkurinn hefur komist
yfir bandarískt skjal og birt þar
sem í Ijós kemur að jaþanska
ríkisstjórnin hefur í 27 ár haldið
leynilegt samkomulag við
Bandaríkjastjórn um að
bandarískir herir megi koma
með kjarnorkuvopn inn í
landið.
COLOMBO — Helsta
skæruliðahreyfing tamila á Sri
Lanka hefur drepið meira en
250 manns í átökum við aðra
minni hópa tamila. Átökin hóf-
ust eftir að reynt var að myrða
einn leiðtoga stærsta skæru-
liðahópsins.
____________________________ Þriðjudagur 7. apríl 1987.
iiiiiiiiiiisi útlönd ... ... ... ... ;:í,.íí!í!!ií;!!:' .. .. .. .. ...
Kína:
Deng lofar breytingum
Pekíng-Rcutcr
Deng Xiaoping leiðtogi Kína
sagði í gær að áætlun um endurskipu-
lagningu stjórnmálakerfis landsins
yrði lögð fram á þingi kommúnista-
flokksins síðar á þessu ári.
Fréttastofan Nýja Kína hafði eftir
hinum aldna leiðtoga að áætlunin
yrði lögð fram á 13. þingi kommún-
istaflokksins sem ráðgert er að halda
í októbermánuði. Deng sagði þetta
í samtali við Ingvar Carlsson forsæt-
isráðherra Svíþjóðar sem nú er í
opinberri heimsókn í Kína.
Leiðtoginn sagði ekki nánar hvað
hann meinti með þessum orðum en
kínverskur embættismaður lét hafa
eftir sér að þetta þýddi ekki að
breyting yrði á hlutverki forystu-
manna flokksins.
„Þetta þýðir að flokkurinn og
ríkisstjórnin verða aðskilin, lýðræði
verður aukið innan flokksins og hið
sósíalíska löggjafarkerfi verður
breitt út,“ sagði embættismaðurinn.
Carlsson sagði á blaðamannafundi
síðar í gærdag að honum hefði ekki
virst Deng vera sú persóna er hefði
hug á að láta af störfum. Hann vildi
ekki tjá sig um hvað þeim Deng
hefði nákvæmlega farið á milli en
sagðist geta í stuttu máli útskýrt
viðhorf kínverskra ráðamanna:
“Friður er mögulegur, regla er nauð-
synleg og dyrnar eru opnar“. Svo
mörg voru orð Carlssons.
Deng Xiaoping Kínaleiðtogi: Lofar
breytingum og virðist ekkert vera á
því að hvfla sig þrátt fyrir háan aldur.
Herforingi á Ítalíu:
Tók sér í
munn orð
unga fólks-
ins og var
sýknaður
fyrir
Veróna-Rcutcr
ítalskur herdómstóll hefur
sýknað þarlendan herforingja af
öllum ákærum sem á hann voru
bornar fyrir að nota ósæmileg orð
er hann talaði til undirmanna
, sinna.
Hershöfðinginn Franco Bosio,
sem verið hefur í hernum í meira
en tuttugu ár, var í fyrstu dæmdur
skilorðsbundið í tveggja mánaða
fangelsi eftir að hafa orðið uppvís
að nota orðin „bastarðir. hugleys-
ingjar og tíkarsynir” er hann
ávarpaði nýja hermenn í borginni
Padúa á Norður-Ítalíu.
Hinn 55 ára gamli Bosio áfrýj-
aði hinsvegar dómnunt og var
sýknaður eftir að hafa sagt
frammi fyrir herdómstólnum að
hann hefði ekki ætlað sér að
móðga hermennina.
„Ég var að tala um vandamálið
í santbandi við skemmdarverk í
herbúðunum og til að gera mig
skiljanlegan notaði ég það orð-
bragð sent ungt fólk notar dags
daglega,” sagði Bosio.
Bandaríkjastjóm:
Flugmóðurskipi stefnt
í átt að Persaflóanum
Washington-Rcutcr
Bandaríkjastjórn ætlar að hafa
flugmóðurskip og aðstoðarherskip
þess í Indlandshafi, nálægt ströndum
írans, næstu vikurnar og jafnvel
lengur. Að sögn embættismanna í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu
er þetta gert til að fullvissa hófsöm
Arabaríki um stuðning Bandaríkj-
anna.
Embættismennirnir, sem ekki
vildu láta nafns síns getið, sögðu
einnig að Kuwaitstjórn hefði ekki
þegið, a.m.k. að þessu sinni, boð
Bandaríkjastjórnar um að bandarísk
herskip fylgdu olíuflutningaskipum
í þjónustu Kuwaitstjórnar út og inn
um Persaflóann. Þar hafa íranar og
írakar verið duglegir við að gera
árásir á flutningaskip þau sex ár sem
stríð þessara ríkja hefur staðið.
Það er flugmóðurskipið Kitty
Hawk og ellefu aðstoðarskip þess
sem verða staðsett suður undan
íransströndum a.m.k. þangað til í
maí. Rúmlega áttatíu sprengju- og
árásarflugvélar eru á palli Kitty
Hawk. Mun stjórnin í Washington
vilja með þessari staðsetningu í
fyrsta lagi, sýna stuðning sinn við
ríki á borð við Saudi Arabíu, Kuwait
og önnur sem hliðholl eru Vestur-
veldunum, og í öðru lagi, vara
írönsk stjórnvöld við því að skjóta
kínverskum Silkiorma flugskeytum
að skipum er flytjaolíu frá ríkjunum
við Persaflóa til Japans, Vestur-Evr-
ópu og annarra heimshluta.
Herzog forseti ísraels kom til Vestur-Þýskalands í gær:
skiptum ríkjanna
Bonn-Rcutcr
Chaim Herzog forseti ísraels varð
í gær fyrsti leiðtogi ríkis síns til að
koma í opinbera heimsókn til Vest-
ur-Þýskalands. Það var Richard Von
Weizsácker forseti Vestur-Þýska-
lands sem tók á móti Herzog í Bonn
og eftir virðulega athöfn við upphaf
þessarar sögulegu heimsóknar var
haldið til Bergen-Belsen búðanna
þar sem þrjátíu þúsund gyðingar
létu lífið á síðustu tveimur árum
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Heimsóknin til Bergen-Belsen
búðanna, í grennd við borgina Han-
over, mun örugglega hafa vakið upp
margar minningar í brjósti Herzogs
því hann var einmitt í hópi þeirra
hermanna sem náðu búðunum af
Þjóðverjum í apríl árið 1945. Herzog
var þá 27 ára gamall foringi í breska
hernum.
Bergen-Belsen voru ekki útrým-
ingabúðir með gasklefum cins og
t.d. Auschwitz heldur var þarna
staður þar sem gyðingar voru fluttir
frá útrýmingarbúðum austar í Evr-
ópu eftir að Sovétmenn höfðu hafið
sókn sína til vestijrs.
Margir þeirra gyðinga sem létu
lífið í þessum búðum dóu úr hungri
eða af völdum sjúkdóma. Ein þeirra
sem hvarf í þessum búðum var Anna
Frank en dagbók hennar hefur verið
með víðlesnari bókum í gegnum
árin.
Von Weizsacker forseti Vestur-
Þýskalands fór í heimsókn til ísraels-
ríkis árið 1985 og virti almenningur
í ísrael hann mjög vegna þeirrar
ferðar og sérstaklega vegna yfirlýs-
inga um að Þjóðverjar ættu ekki að
neita að bera ábyrgð á sögu lands
síns.
Með för sinni er Herzog að endur-
gjalda Weizsácker heimsókn sína til
ísraels og brjóta blað í samskiptum
þjóðanna sem hafa hingað til ein-
kennst af tortryggni og hatri eftir
útrýmingarherferð nasista á hendur
gyðingum á sínum tíma.
Chaim Herzog forseti ísraels: Söguleg heimsókn tilVestur-Þýskalands.
Blað brotið í sam-