Tíminn - 14.04.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 14.04.1987, Qupperneq 3
Þriðjudagur 14. apríl 1987. Tíminn 3 Flugstöð Leifs Eiríkssonar vígð í dag: Varnarliðið lánar bíla til eldsneytiskeyrslu Ljóst er að hin glæsilega nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli verður opnuð flugumferð á morgun strax eftir vígslu hennar í dag. Þetta er hægt þrátt fyrir að stöðin sé ekki fullbúin, m.a. vegna þess að varnar- liðið hefur lánað bíla til að keyra eldsneyti í flugvélarnar meðan lokið er við endanlegt ieiðslukerfi. Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður formlega vígð í dag að viðstöddum fjölda gesta, innlendra og erlendra, Hér á landi er nú staddur fjöldi erlendra fréttamanna og hefur verið mikið gert til þess að nota það tækifæri sem gefst vegna vígslu flug- stöðvarinnar til að kynna landið. Að sögn Péturs Guðmundssonar flug- vallarstjóra er nú mikill hugur í starfsfólki flugstöðvarinnar. Pétur sagði að fyrsta vélin sem færi í gegnum nýju stöðina væri væntanleg frá Bandaríkjunum um kl 5 að morgni þess 15. apríl, þegar gestir væru farnir og búið að hreinsa til eftir veisluna. Pétur sagði að tekist hefði að leysa, í góðri samvinnu við olíufélög- in, það vandamál sem upp kom bráðabirgðalausn fundin á áfyllingarvanda, stöðin að mestu tilbúin vegna áfyllingar eldsneytis á vélarn- lánað 4 bíla til verksins sem komi til unnt er að nota í þetta verk og getu bílaflotans. ar. viðbótar þeim 3 bílum sem til eru og þannig rúmlega tvöfaldað afkasta- - BG Unnið hefur verið hörðum hönd- um undanfarnar vikur við að gera flugstöðina klára fyrir opnunina og má segja að það hafi nokkurn veginn tekist, þó enn eigi eftir að ganga frá hluta hennar. Sá hluti stöðvarinnar hefur hins vegar verið „skermaður af“ eins og einn starfsmanna flug- stöðvarinnar orðaði það í samtali við Tímann í gær. Jafnframt er nú verið að vinna af fullum krafti við að skipuleggja eld- sneytishleðslu llugvélanna, þar sem neðanjarðarleiðslukerfið sem nota á í framtíðinni er enn ekki tilbúið, eins og Tíminn greindi frá í síðustu viku. Verður eldsneytið keyrt á bílum úr birgðastöð Olíufélagsins að flugvélunum þar sem því verður dælt af bílunum á flugvélarnar. Að sögn Smára Sigurðssonar hjá Olíu- félaginu cr það vel þekkt aðferð erlendis að keyra eldsneytinu með þessum hætti þó það sé ekki gert í þeim mæli sem hér verður. Benti hann á að um vandasamt skipulags- verk væri að ræða þar sem lítið mætti útaf bera til að flugvélum seinkaði. Pað sem hafi gert mögulegt að afgreiða eldsneytið með þessum hætti hafi verið að varnarliðið hafi Verkfall sálfræðinga og félagsráðgjafa dregst á langinn: Mál fjölda barna bíða úrlausnar - og hefur Kennarafélag Reykjavíkur m.a. lýst þungum áhyggjum vegna þessa Aðalfundur Kennarafélags Reykjavíkur hefur lýst yfir áhyggj- um sínum yfir því ástandi sem skapast hefur hjá grunnskólum borgarinnar vegna verkfalls starfs- fólks ráðgjafa- og sálfræðiþjónustu skóla, en verkfall hefur nú staðið á þriðju viku. „Breyttir þjóðfélagshættir hafa haft í för með sér að ýmis vandamál nemenda sem áður voru bundin við fjölskylduna berast í auknum mæli inn í skólana. Kennarar hafa um árabil bent á hversu mikilvægt sé að völ sé á góðri og markvissri ráðgjafa- og sálfræðiþjónustu við skóíana þannig að starfsmenn hennar geti unnið með kennurum að lausn þcssara vandamála. Verk- fallið sem nú stendur yfir hcfur haft margvísleg áhrif á skólastarfið í borginni og málefni á fimmta hundrað barna bíða úrlausnar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þessa nemendur, fjölskyldur þeirra og skólastarfið í heild“, segir m.a. orðrétt í yfirlýsingunni. Aðalfundur Kennarafélags Reykjavíkur skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga við stéttarfélög sálfræðinga og félags- ráðgjafa þannig að þessi deila verið til lykta leidd. Stéttarfélagi íslenskra félagsráð- gjafa hafa borist stuðningsyfirlýs- ingar frá heildarsamtökum norskra og danskra félagsráðgjafa. í yfirlýs- ingunum segir m.a. að íslenskir félagsráðgjafar berjist réttlátri bar- áttu, þar sem aðgerðir þeirra stafi af stversnandi kjörum á undan- gengnum árum. Norðmenn og Danir hafa reitt af hendi fjárstyrk til vinnudeilusjóðs SÍF. ABS FRIÐARRAÐSTEFNA FRIÐARMÁL OG ÁHRIF OKKAR Friðarráðstefna verður haldin á skírdag 16. apríl 1987 kl. 15.00 að Hallveigarstöðum Dagskrá stefnunnar er: Guðrún Alda Harðardóttir talar um friðarhreyfingar. Sigurhanna Sigurjónsdóttir talar fyrir hönd friðarhóps fóstra. Steinunn Harðardóttir talar fyrir hönd Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna Páll Einarsson talar fyrir hönd eðlisfræðinga. Halla Eiríksdóttir talar fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fundarstjóri verður Anna Margrét Valgeirsdóttir. Umræður Skemmtiatriði FRAMS0KNARFL0KKUR1NN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.