Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Þriðjudagur 14. apríl 1987. Bangladesh: Betlarar ekki láglaunastétt Frá Bangladesh: Einhvern veginn verða fátækir að bjarga sér og betl virðist gefa góða raun fyrir suma. í Bangladesh þykir það eftirsókn- arvert að komast í hóp betlara og fleiri og fleiri bætast í þann hóp árlega. Flestir betlarar vinna sér nefnilega inn mun meiri tekjur en venjulegir verkamenn. Samkvæmt opinberum tölum eru betlarar að minnsta kosti 10% þeirra nærri þriggja milljóna manna sem í höfuðborg landsins búa. Ekki til- heyra þó nærri allir þessara 10% íbúa Daccaborgar láglaunastéttun- um. í einni könnun sem gerð hefur verið kom í ljós að um 50% betlara höfuðborgarinnar vinna sér inn um 2500 taka (eða sem samsvarar um 3300 krónum) á mánuði. Það er meira kaup en venjulegur iðnaðar- maður hefur fyrir sama tímabil. Betlarar skiptast eins og aðrar stéttir í mismunandi hópa og eru „baralok“ þeirra efnaðastir og njóta mestrar virðingar. Þeir aka um í vögnum með fjölskyldum sínum og yfirgefa þá sjaldan, gefa þannig til kynna að þeir eigi við fötlun að stríða. Margir þeirra eru þó það efnaðir að þeir geta horfið til húsa sinna í úthverfi Dacca að afloknum ströngum vinnudegi. Aðrir hópar koma síðan fyrir neðan baraloka í virðingastiganum og neðstir eru „faltoo" sem koma oft ljótu orði á betlarastéttina með því að taka þátt glæpum af ýmsu tagi. Flestir betlarar reyna þó að lifa heiðvirðu lífi. „Við erum atvinnumenn rétt eins og bílstjórar og verkamenn. Við erum nokkuð ánægðir með afkomu okkar,“ segir Suruj Miah sem er einn leiðtoga baraloka. Ríkisstjórnin í landinu segist vita að margir betlarar tengist glæpum, svo sem sölu á konum og gleðihúsa- starfsemi, en hefur ekki komið fram með heildaráætlun er geti stemmt stigu við þessu vandamáli. „Við vitum að margir þurfa ekki að betla vegna þess að þeir eiga eignir og geta unnið fyrir sér á annan hátt“, sagði einn embættismanna stjórnarinnar í samtali við Reuters fréttastofuna. „En þetta er orðinn vani og auð- veld leið til þess að lifa,“ bætti hann við. Tyrkir sækja um aðild að Evrópubandalaginu Ankara-Reuter Stjórn Tyrklands mun í dag form- lega sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu (EB). Þetta var haft eftir embættismönnum tyrkneska utanríkisráðuneytisins í gær. Sendimenn Tyrkjastjórnar munu afhenda Leo Tindeman, utanríkis- ráðherra Belgíu, inntökubeiðnina í Briissel í dag en Belgíumenn eru nú í forsæti Evrópubandalagsins sem tólf þjóðir eiga aðild að. Tyrkir tilkynntu í gærdag að þeir vildu ganga í Samtök Vestur- Evrópuríkja (WEU) en það er bandalag sem aðallega fæst við varn- armál og í eiga sæti sjö þjóðir. Þessi samtök voru nánast aðeins til á pappírum þangað til á síðasta ári að Bretar beittu sér fyrir að þau tækju upp þróttmikið starf að nýju. Stjórnarerindrekar töldu að yfir- lýsing Tyrkja vegna aðildar að WEU hefði komið fram núna til að leggja áherslu á áhuga þeirra og einlægni í sambandi við inntökubeiðnina í Evr- ópubandalagið sjálft. Turgut Ozal forsætisráðherra hinnar hægrisinnuðu stjórnar í Tyrklandi hefur haft það að mark- miði síðan hann komst til valda árið 1983 að koma Tyrkjum í Evrópu- bandalagið. Hann hefur þó ávallt sagt að hann búist við að alllangan tíma taki að fjalla um inntökubeiðn- ina. Líkiegt þykir að Grikklandsstjórn taki beiðni Tyrkja um inngöngu í bandalagið með mikilli varúð. Þessi ríki eiga í mörgum deilumálum, nú síðast vegna olíuréttinda f Eyjahafi. Tyrkland er aðili að NATO en Yfirvöld menntamála í Canton- borg í Kína hafa bannað diskódans meðal nemenda í borginni. Bannið fylgir í kjölfar frétta um lélegan námsárangur skólanemenda þar í borg. Það var kvöldblaðið Cantonpóst- urinn sem skýrði frá banninu í helgarútgáfu sinni og sagði þar að gæði skólaverkefna hefðu minnkað mjög hin síðari ár. Blaðið sagði að hótel og diskótek yrðu sektuð ef upp kæmist að þau yrði það samþykkt sem meðlimur Evrópubandalagsins yrði það eina ríkið sem er eiginlega ekki í Evrópu, mestur hluti þess er í Asíu. Að auki yrði það eina ríkið í bandalaginu sem er að mestu múslimaríki en ekki kristið ríki. hleyptu skólanemendum inn á dans- leiki sína. Þá hefur framkvæmda- stjórum hótela og veitingahúsa verið skipað að hætta að bjóða upp á svokallaða „tedansa“ þar sem ne- mendum er boðið upp á síðdegiste jafnframt sem þeir geta iðkað fóta- fimi á dansgólfinu. Hálfgert dansæði hefur gripið um sig í þessari borg í Suður-Kína síðan stjórnvöld í Pekíng tilkynntu um stjórnmálastefnu sína, er kennd var við opnar dyr, árið 1979. Kína: Stóri bróðir bannar diskódans skólanema Hong Kong-Reuter Tilkynning um lóðahreins- un í Reykjavík vorið 1987 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hrein- um og þrifalegum. UmráðamennJóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða brott- flutningi á rusli á sinn kostnað, tilkynni það í sirha 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistara- velli, Sigtún, Grensásveg og Breiðholtsbraut við Vatnsendaveg. Eigendur og umráðamenn ó- skráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: mánudaga-föstudaga kl. 08-21 laugardaga kl. 08-20 sunnudaga kl. 10-18. Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfs- mennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild. Til allra landsmanna! Nú er unnið af fullum krafti að skipulagi Borgara- flokksins. í anda RAUNVERULEGS LÝÐRÆÐIS óskar Borgaraflokkurinn eftir hugmyndum og/eða tillög- um frá almenningi um skipulag flokksins. Tillögur og/eða hugmyndir sendist Borgaraflokkn- um. Pósthólf 440 Reykjavík, eigi síðar en 25. apríl n.k. Með kveðju, BORGARAFLOKKURINN, Flokkur með framtíð. 1 d±z Verkfræðingar Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkfræðing til að veita forstöðu hönnunardeild embættis bæjarverk- fræðings. Nánari upplýsingar veita undirritaður og bæjar- verkfræðingur. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, skulu berast bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði eigi síðar en þriðjudaginn 28. apríl nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði DÆMALAUST BÍTL - VIÐ ÖLLUM KVILLUM?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.