Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 5. maí 1987 Ungkratar tapa leigjanda í höll sinni: Félagsmálaráðherra rifti leigusamningi - þegar Ijóst var að húsnæðið fullnægði ekki kröfum um aðgöngu fyrir fatlaða Höllin lyftulausa, sem ungir alþýðuflokksmenn eiga á Laugavegi 163 í kosningaglaumnum átti sér stað lýsandi dæmi um það hvernig lög- bundin réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja vilja gleymast. Þannig voru mál vaxin að 26. mars sendi Öryrkjabandalag Islands Al- exander Stefánssyni félagsmálaráð- herra mótmæli vegna áforma skipu- lagsstjóra ríkisins um að taka á leigu húsnæði fyrir embættið að Lauga- vegi 163 í Reykjavík. Þetta er þriggja hæða nýtískulegt húsnæði, sem Félag ungra jafnaðarmanna hef- ur byggt og hafði skipulagsstjóri fest stofnun sinni efstu hæðina. En þegar að var gáð kom í Ijós að húsnæði ungra alþýðuflokksmanna uppfyllti ekki þau skilyrði sem lög setja varðandi aðgang fatlaðra að opinberum byggingum, því engin lyfta er í húsinu, auk þess sem aðkoma að húsnæðinu er allsendis ófullnægjandi. Félagsmálaráðherra úrskurðaði síðan í byrjun apríl að rifta skyldi leigusamningnum þar sem húsnæðið fullnægði engan veginn skilyrðum laga og reglugerða um aðgengi fatl- aðra. I bréfi félagsmálaráðherra er vísað í því sambandi til byggingar- laga frá 1978 þar sem sagt er til um að sett verði ákvæði í reglugerð sem tryggi að umbúnaður bygginga verði á þann veg að aldraðir og fatlaðir eigi auðvelt með að komast leiðar sinnar. Nánar er síðan kveðið á um þetta í reglugerð frá 1979. Hugmyndir um að koma fyrir stigalyftu inni í húsinu ellegar utan á því gengu ekki upp vegna kostnaðar. Þykir athyglisvert að það opinbera embætti, sem á að sjá um að aðstoða félagsmálaráðuneytið sérstaklega við að byggingarlög séu framkvæmd skuli flaska á þessu atriði. Þá þykir sumum ekki síðri synd að ungir jafnaðarmenn skuli ekki við bygg- ingarframkvæmdir sínar og útleigur á fasteignum hafa í heiðri jafn mikil- vægt félagslegt réttindamál og ferli- mál fatlaðra eru. ÞÆÓ Um 42% allra 16-25 ára í námi: AF HVERJU SÆKJA SUÐURNESJASTÚLK- UR EKKISKÓLA? Stúlkur mikill minnihluti nemenda eftir tvítugt Ræður aðstaðan Af hverju enn áberandi eða áhuginn? strákagreinar og stelpugreinar Hver getur vcrið skýringin á því að aðeins 10 af alls 284 stúlkum 24 og 25 ára búsettum á Suðurnesjum voru innritaðar í skóla haustið 1985, eða 3,5% - samanborið við um 27% af jafnöldrum þeirra í Reykjavík og rúmlega 11 % af jafnöldrum þeirra á landsbyggðinni utan suðvestur- hornsins? Af fslendingum á aldrinum 16-25 ára eru raunar hvergi á landinu hlutfallslega færri í námi heldur en á Suðurnesjum, að Vestfjörðum ein- um undanskildum. Af 16-20 ára ungmennum eru t.d. um 45% í námi á Suðurnesjum en 49% að meðaltali annarsstaðar á landsbyggðinni og af 20-25 ára eru aðeins rúmlega 15% í námi á Suðurnesjum en nær 20% eða um fjórðungi fleiri annarsstaðar á landsbyggðinni að meðaltali. Tölu- rnar fyrir þessa tvo aldurshópa í Stór-Reykjavík eru 64% og 34%. Um 42% í skóla í nemendaskrá Hagstofunnar fyrir haustið 1985 kemur fram að þá voru samtals um 18 þús. af rúmlega 43 þús. ungmennum á framangreindum aldri í landinu innritaðir í skóla, eða 41,5% af öllum hópnum. Hlutfallið var nánast jafnt meðal stráka og stelpna tvítugra og yngri en af 21-25 ára strákum voru 30,5% í skóla en hlutfall stúlknanna var þar komið niður í 23,5%. Við samanburð milli landshluta miðar Hagstofan við lög- heimili þessa unga fólks. Hefur ungt fólk á landsbyggðinni miklu minni trú á því að „bókvitið verði í askana látið" heldur en jafnaldrar þeirra í Stór-Reykjavík, eða er aðstöðumunur til náms eins gífurlegur og lesa má út úr framan- greindum tölum og meðfylgjandi töflum - þrátt fyrir allt jafnréttishjal stjórnmálamannanna? Um tvöfalt fleiri virðast hætta strax að skyldu- námi loknu utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins. Þegar kemur fram undir tvítugt eru enn nær 2 af hverjum 3 í skóla á höfuðborgarsvæðinu en að- eins frá þriðjungi til helmings af landsbyggðarunglingum. Og enn breikkar bilið. Af Reykvíkingum er enn meira en fjórðungurinn í skóla þegar 25 ára aldrinum er náð en um helmingi færri á landsbyggðinni. Hvað skýrir svo mikinn mun á Aust* og Vestfjörðum? Athyglivert er þó hve mikill mun- ur kemur fram milli einstakra landshluta, sem stöðugt fer vaxandi með hækkandi aldri, eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum. Geturt.d. nær helmingsmunur á skólasókn 25 ára fólks á Austurlandi og Vestfjörð- um skýrst af samsvarandi aðstöðu- mun? Og hvað skýrir svo litla skóla- sókn ungmenna á Suðurnesjum? Ekki er síður athyglivert hve mik- ill munur kemur fram milli kynjanna í námsvali. Mun fleiri stúlkur en piltar fara í mennta- og fjölbrauta- skóla. Stúlkurnar eru nær fjórum sinnum fleiri í kennaranámi og heilsugæslunámi. I námi á heilsu- gæslubrautum fjölbrautaskólanna eru t.d. aðeins 18 strákar á móti 470 stúlkum.í tungumálanámi og sögu í háskóla eru stúlkurnar yfir þriðjungi fleiri og einnig í félagsfræðum. Það sama á við um listnám. Þá er athygli- vert að 10 sinnum fleiri stúlkur læra bókasafnsfræði en strákar. Sjó sinnum fleiri í iðnnámi I iðnnámi eru strákarnir aftur á móti meira en 7 sinnum fleiri, um fjórum sinnum fleiri í tækninámi, nær þrefalt fleiri í stærðfræði og tölvufræði og hátt I tvöfalt fleiri í raunvísindum. Þá eru strákarnir 15 sinnum fleiri í námi er tengist sam- göngum, þ.e. skipstjórn, vélstjórn, flugstjórn og póstþjónustu. Hvort, að námi loknu, skipstjórar og tölvunarfræðingar að ekki sé nú minnst á trésmiði, eigi að hafa hærri laun en t.d. bókasafnsfræðingar og kennarar skal ekki dómur á lagður hér. Hins vegar er ljóst af framan- sögðu að strákarnir sækja mun frek- ar í þær greinar sern hafa verið og eru betur borgaðar, en stelpurnar sniðganga þær sumar hverjar nær algerlega. Hlutfall fólks við nám af aldursárgangi eftir landssvæði lögheilllilis (sjá lullu 3 á bls. 117). 119 Rcykjavík □ Rcykjancs/höfuöborgar- svaiði □ Rcykjancs utan höfuðborgarsvaidis a Vcsiurland É£2 Vestfuðir 0 Norðurland vcstra SS Norðurland cystra S Ausiurland 0 Suðurland % 16 ára % 19 ára 22 ára Hér má sjá hve stórt hlutfall þessara fjögurra aldursárganga innritaðist í skóla haustið 1985. Fremsta súlan sýnir Reykjavík, 2. súlan Reykjanes á höfuðborgarsvæði og 3. súlan Reykjanes utan höfuðborgarsvæðis, þ.e. Suðurnesin og kemur þar fram geysilegur munur. Sem sjá má byrjar Fjöldi fertugra í skóla Námi er aldeilis ekki lokið hjá öllum (eftir um 20 ára skólagöngu) um 25 ára aldur. Yfir 4 þúsund íslendingar eldri en 25 ára, þar af rúmlega 400 yfir fertugt, settust á skólabekk haustið 1985. Alls voru • því rúmlega 22 þús. landsmenn í námi eftir grunnskóla. 25 ára % mjög stór hluti 16 ára unglinga í framhaldsskóla, eða 74% á öllu landinu. Það hlutfall hefur hins veg- ar dottið niður í um 63% strax árið eftir og er komið niður í 53% á 19. árinu. Svarti hluti súlanna eru piltar, en efri hlutinn stúlkur. Þessi stóri nemendahópur skiptist þannig á námsstig að um 1.270 eru í iðnnámi, um 14.200 á framhalds- skólastigi (þar af 57% af höfuðborg- arsvæðinu). um 4.700 í námi á háskólastigi hér heima (þar af 79% af höfuðborgarsv.) og um 2.260 í námi erlendis, þar af yfir 80% af höfuðborgarsvæðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.