Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 5. maí 1987
Tíminn 19
LEIKLIST
í svelg f rumhvatanna
Nemendaleikhúsið: RÚNAR OG
KYLLIKKI eftir Jussi Kylátasku í þýð-
Ingu Þórarins Eldjárns. Leikstjórn:
Stefán Baldursson. Leikmynd og bún-
ingar: Gretar Reynisson. Lýsing: Ólaf-
ur Örn Thoroddsen. Tónlist: Kaj Chy-
denius. Tónlistarstjórn og undirleikur:
Valgeir Skagfjörð.
Það er býsna sterkur mjöður sem
Nemendaleikhúsið blandar okkur
sem lokaverkefni þess fólks sem við
höfum verið að fylgjast með að
undanförnu í Lindarbæ. Leikrit
finnska höfundarins Jussi Kylátasku
er fullt af því þunglyndi og vægðar-
lausu sjálfseyðingu sem tíðum loðir
við skáldskap Finna. Þetta er a.m.k.
áberandi einkenni á ýmsum þeim
verkum Finna sem við þekkjum og
höfum fengið að sjá á síðustu árum,
- nærtækt að vísa í Dag í Austur-
botni, verðlaunasögu Antti Turi.
Rúnar og Kyllikki er leikrit sem
sagt er gerast á sjötta áratugnum í
finnsku sveitaþorpi. Þar grúfir þó
yfir eins konar miðaldamyrkur í
trúarofstæki, en að öðru leyti stýrist
líf fólksins af hömlulausri kynhvöt,
grimmd og ofsa, hræsni, fláttskap og
tvöfeldni. Ungmennin tvö sem hvort
um sig verða bráð þessa sjúka sam-
félags eru fulltrúar hreinleikans og
veikleikans. Rúnar er niðurlægður,
brotinn og bugaður, ónýtur maður í
þessu samfélagi, Kyllikki bælir hvat-
ir sínar vegna kúgunar, harðýðgi og
hrottaskapar föður síns. Fullnæging
Rúnars er sú að reka hníf í Kyllikki.
Nú beinist hefndarþorsti umhverfis-
ins að honum, að lokum snýr móðir
hans baki við honum og athvarfið
verður snaran í fangaklefa.
Þannig er þetta verk, biksvört
mannlífsmynd, stúdía í frumhvötum
manneskjunnar, dregin grófum
dráttum og groddalegum. Það telst
til nýlundu að í leikskrá birtist grein
um verkið eftir Claes Andersson þar
sem hann túlkar það með þrennum
hætti, félagssálfræðilega, sálgrein-
andi og goðsögulega. Er það skarp-
leg greining og skal ekki endursögð
hér. En meðal annarra orða - eru
fræði Freuds að sækja í sig veðrið í
skáldskapnum? Ekki þóttu þau par
fín meðan félagsmálaaldan reis sem
hæst og átti að túlka alla hluti út frá
stéttaandstæðukenningu Marx. Því
nefni ég þetta að nú er maður búinn
að horfa á tvær býsna magnaðar
sýningar í vetur þar sem tortímingar-
afl kynhvatarinnar er leitt fyrir
sjónir. - Ég á hér við Dag vonar eftir
Birgi Sigurðsson og svo þetta leikrit.
Jussi Kylátasku er bersýnilega
kunnáttumikill höfundur. Texti hans
er spennuþrunginn og hann hefur
auga fyrir dramatískum senum, þær
eru margar í verki hans. Persónu-
sköpunin er harla einföld. Þannig
sýnir hver persóna á sér eina hlið
aðeins og verður ekki sagt að viðhorf
höfundar beri miklum húmanisma
eða hugsjónum vitni. Frumstæðar
hvatir ráða þannig öllu í lífinu og í
svelg þeirra drukkna þeir sem ekki
hafa til að bera næga hörku, þeir eru
auðmýktir og merktir og síðan tor-
tímt af fullkominni grimmd.
Með þessu verkefnavali hefur
bersýnilega verið að því stefnt að gefa
leikaraefnunum færi á að takast á
við erfitt og krefjandi viðfangsefni í
lok náms. Og vissulega leggja
leikendur sig alla fram. Sýningin er
hröð og snörp frá upphafi til enda.
Persónusköpun er nokkuð misjöfn
sem vænta má. Langerfiðasta hlut-
verkið er Rúnar sem Halldór Björns-
son leikur. Hann verður dálítið óljós
persóna og er það frá hendi höfund-
ar. Veiklyndi hans er nokkuð gagn-
gert og ekki nægilega skýrt leitt í ljós
það sálræna niðurbrot sem að lokum
fær þennan geðslega pilt til að vinna
voðaverk. Halldór Björnsson kom
vel og drengilega fyrir í hlutverkinu
en hann megnaði ekki að vinna úr
þessum örðuga efnivið. Leikstjóri
virðist ekki heldur hafa lagt jtær
línur sem duga mættu.
Svipað er að segja um Kyllikki
safnaðarsystur sem barin er til hlýðni
við guð en látin bæla líkamshvatir
sfnar. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer
með hiutverk hennar, fallega, en
spennu hvatabælingarinnar kom hún
ekki til skila. Þessi tvö aðalhlutverk
eiga að vera mótvægi við allt hitt,
skepnuskapinn, lostann og grimmd-
ina. Það mótvægi er í veikasta lagi.
Veigamikið hlutverk er Hilkka
móðir Rúnars. Hún hefur alið hann
upp föðurlausan en brugðist honum
um ástúð og umhyggju svo að Rúnar
er útskúfaður frá upphafi, á engan
samastað í þessum heimi. Ingrid Jóns-
dóttir lék hlutverkið af miklum
þrótti og komst vel frá hinu við-
kvæma lokaatriði þar sem móðirin
vitjar sonar síns í síðasta sinn í
fangaklefanum.
Önnur hlutverk eru einfaldari.
Hinn grimmúðugi faðir Kyllikki er
skörulega leikinn af Árna Pétri
Guðjónssyni, það er blæbrigða-
snautt hlutverk frá hendi höfundar.
Frumstæða smiðinn Heikki leikur
Þórarinn Eyfjörð og kynóðu skræf-
una Peltonen bílstjóra Hjálmar
Hjálmarsson, vel dregin mannlýs-
ing. Kaupmanninn leikur Valgeir
Skagfjörð, Eiju afgreiðslustúlku,
kynferðisþrælinn, Þórdís Arnljóts-
dóttir og prestinn Stefán Sturla Sig-
urjónsson. Prestur er hér sem vænta
má ákjósanlegt skotmark en hlut-
verkið er afkáralegt og ekki við
leikara að sakast. Björn Karlsson
leikur smið og tveir nemendur í 2.
bekk fara með hlutverk lögreglu-
manna, Steinn Á. Magnússon og
Sigurþór A. Heimisson.
Þá eru ótaldir tveir eldri leikarar
sem léðu sýningunni aukinn þrótt og
raunar nokkurn bakfisk. Þórhallur
Sigurðsson var í essinu sínu í hlut-
verki kennarans. Það hvarflar að
manni hvernig sýning þessa verks
hefði getað orðið í meðförum
reyndra og þroskaðra listamanna
eins og Þórhalls, en slíkt er ósann-
gjarnt að krefjast hér. Kerlingar-
nornin amma Rúnars var nornarleg
í meira lagi í meðförum Sigurveigar
Jónsdóttur.
Leikmyndin í Iðnó er sérkennileg,
leikið er á krossi og á að undirstrika
táknrænt gildi, trúarlegan þátt sem
Claes Andersson drepur á í grein
sinni. Sú túlkun finnst mér raunar
hæpin og þar með leikmyndin, til
hennar skortir dýpri forsendur í
verkinu. En sjónrænt skoðað fór
nokkuð vel á þessu. Tónlistin lét vel
í eyrum, en er ekki nokkuð hæpið
að nota hina rómantísku Finlandiu
Sibeliusar þegar dramað magnast? -
Þýðing Þórarins Eldjárns er bragð-
sterk og lipur.
Rúnar og Kyllikki er vissulega
viðfangsefni sem er til þess fallið að
reyna á þolrifin, raunar bæði í
leikendum og áhorfendum. Um ár-
angurinn hér má deila en vissulega
þarf enginn að dotta í Lindarbæ og
öll óskum við leikurunum ungu vel-
farnaðar og væntum góðs af starfi
þeirra á næstu árum.
Gunnar Stefánsson
Christa McAuliffe kennslukona
fórst með geimferjunni Challen-
ger. Nú hafa skólakrakkar haft
frumkvæði að því að reisa henni
verðugt minnismerki.
Börn reisa
Christu
McAuliffe
minnis-
merki
Allur heimurinn horfði á í for-
undran og skelfingu þegar banda-
ríska geimferjan Challenger
sprakk í loft upp rétt eftir flugtak
á Canaveral höfða 28. janúar 1986.
Um borð í Challenger var, auk
þjálfaðra geimfara, kennslukonan
Christa McAuliffe, 37 ára að aldri,
gift og tveggja barna móðir.
Nemendur hennar höfðu fylgst
með undirbúningi geimferðarinnar
fullir áhuga og þeir fylgdust líka
með geimskotinu og afdrifum
Challengers og þeirra sem þar voru
innanborðs.
Skólakrakkarnir eiga þann
draum að nafn kennslukonu þeirra
verði eilíft í sögunni og í því skyni
lögðu þeir út í fjársöfnun til að
reisa henni minnismerki. Margt
smátt gerir eitt stórt og ein og hálf
milljón senta gerir 15.000 dollara.
Með þá upphæð í höndunum gengu
krakkarnir á fund myndhöggvar-
ans Bill Hopen og fólu honum
verkefnið að gera verðuga mynd af
kennslukonunni þeirra.
Bill Hopen hefur nú lokið verk-
inu. Stytta af Christu í meira en
líkamsstærð, þar sem hún heldur á
penna í annarri hendi og geim-
hjálmi í hinni hefur nú verið sett
upp fyrir framan stjörnurann-
sóknastöð barna í Charleston í
Virginia og er henni í og með ætlað
að vera leiktæki krakkanna. Sam-
kvæmt fyrirmælum myndhöggvar-
ans verður ekki amast við því ef
krakkar príla um styttuna.
Þriðjudagur
5. maí
6.45 Veðurfregnir. Bæn,
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktln - Jón Baldvin Halldórsson og
Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl.
7.30 og 8.00 og veðurfregnirkl. 8.15. Tilkynning-
ar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8.25. Guðmundur
Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20.
Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Veröldln er alttaf
ný" eftir Jóhönnu Á. Steingrimsdóttur Hildur
Hermóðsdóttir les (2).
9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tið Hermann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.301 dagsins önn - Hvað segir læknirinn?
Umsjón: Ulja Guömundsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Fallandi gengi" eftir Er-
ích Maria Remarque. Andrés Kristjánsson
þýddi. Hjörtur Pálsson les (9).
14.30 Tónlistarmaður vikunnar. Chet Atkins.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn Frá Suðurlandi. Umsjón:
Hilmar Pór Hafsteinsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Síðdegistónleikar.
17.40Torgið - Neytenda- og umhverfismái
Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torglð, framhald.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttlr.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni
sem Guðmundur Sæmundsson flytur.
19.40 Tónlistarhátiðln í Lúðvíksborgarhöll 1986
a. Píanósónata í h-moll eftir Franz Uszt. Rolf
Plagge leikur. b. Serenaða í Es-dúr K. 375 ettir
Wolfgang Amadeus Mozart. Blásarasveit Heinz
Holligers leikur.
20.40 Höfuðsetið höfuðskáld. Emil Bjömsson
segir frá lesandakynnum sínum af Halldóri
Laxness. (Siðari hluti).
21.20 Létt tönilst.
20.30 Útvarpssagan: „Truntusól" eftir Sigurð
Þór Guðjónsson. Karl Ágúst Úlfsson les.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Laxness á leiksviði Dagskrá á 85 ára
afmæli Halldórs Laxness. Fjallað um leikrit
Halldórs og leikgerðir skáldsagna, fluttir katlar
úr þeim og ennfremur brot úr gömlum útvarps-
viðtölum við skáldið, Umsjón: Gylfi Gröndal.
(Áður útvarpað á sumardaginn fyrsta, 23. apríl
S.I.).
23.20 Islensk tónlist Kammertónlist eftir Hallgrim
Helgason. a„Stefjaspil". Gunnar Björnsson og
höfundurinn leíka saman á selló og píanó b.
Sellósónata. Gunnar Björnsson og höfundurinn
leika saman á selló og píanó. c. Þrjú lög fyrir
selló og planó. Pétur Þorvaldsson og hðfundur-
inn leika.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á samtengdum rásum tit
morguns.
00.10 Næturútvarp Áslaug Sturlaugsdóttirog Bára
Halldórsdóttir standa vaktina.
06.00 I bítið Rósa Guðný Þórsdóttir léttir mönnum
morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og
samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg-
unsárið.
09.05 Morgunþáttur i umsjá Kristjáns Sigurjóns-
sonar og Siguröar Þórs Salvarssonar. Meðal
efnis: Tónlistargetraun, óskalög yngstu hlust-
endanna og fjallað um breiðskifu vikunnar og
matarhorn með Jóhönnu Sveinsdóttur.
12.20 Hádeglsfréttlr.
12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög
við vinnuna og spjallar við hlustendur.
16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Broddason og
Margrét Blöndal.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Nú er iag Gunnar Salvarsson kynnir gömul
og ný úrvalslög. (Þátturinn verður endurtekinn
aðfaranótt fimmtudags) kl. 02.00).
21.00 Poppgátan. Gunnlaugur Sigfússon og
Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um
dægurtónlist. (Endurtekinn þáttur frá laugar-
degi).
22.05 Heitar krásir úr köldu strlði Magnús Þór
Jónsson og Trausti Jónsson dusta rykið af
gömlum 78 snúninga plötum Rikisútvarpsins
frá árunum 1945-57.
23.00 Vlð rúmstokklnn. Guðrún Gunnarsdóttir
býr fólk undir svefninn með tali og tónum.
00.01 Næturútvarp Ólafur Már Björnsson stendur
vaktina til morguns.
02.00 Tilbrlgði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðar-
dóttur. (Endurtekinn frá laugardegi).
Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00,10.00,
11.00,12.20,15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,
22.00 og 24.00.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar
18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrlr Akureyri og
nágrenni - FM 96,5 Umsjón: Þórir Jökull
Þorsteinsson.
Þriöjudagur
5. maí
18.00 Villi spæta og vinir hans. Sextándi þáttur.
Bandariskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi
Ragnar Ólafsson.
19.00 Fjölskyldan á Fiðrildaey. 22. þáttur. Ás-
tralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og
unglinga um ævintýri á Suðurhafseyju. Þýðandi
Gunnar Þorsteinsson.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni
Harðarson, Ragnar Halldórsson og Guðrún
Gunnarsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórs-
son.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Morðstundin. (Time for Murder) Nvr flokkur
- Fyrsti þáttur. Nýr, breskur sakamálamynda-
flokkur í sex sjálfstæðum þáttum. Fyrsta morð-
gátan gerist að vetrarlagi á afskekktu hóteli I
næsta nágrenni við kvennafangelsi. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
21.35Vestræn veröld. (Triumph of the West) 8.
Upplýsingaöld. Heimildamyndaflokkur i þrett-
án þáttum frá breska sjónvarpinu (BBC). Um-
sjónarmaður John Robertssagnfræðingur. Þýð-
andi og þulur Óskar Ingimarsson.
22.25 Hvert er förinni heitlð? Þáttur um stöðu og
framtíð í ferðamálum á Islandi. Umsjónarmaður
Ingvi Hrafn Jónsson.
23.00 Fréttir I dagskrárlok.
hefur örlagaríkar afleiðingar I för með sér.
Leikstjóri er Paul Schrader og tónlist er eftir
Giorgio Moroder og David Bowie.
00.55 Dagskrárlok.
0
(í
STÖÐ2
Þriðjudagur
5. maf
17.00 Afleiðing höfnunar (Nobodys Child).
Bandarísk sjónvarpsmynd með Marlo Thomas
í aðalhlutverki. Mynd þessi er byggð á sannri
sögu um Marie Balter, sem af hugrekki og
þrautseigju tókst að yfirstíga hina ótrúlegustu
erfiðleika.
18.35 Myndrokk._______________________________
19.00 Vlðkvæma vofan. Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Návígi Yfirheyrslu og umræðuþáttur í um-
sjón fréttamanna Stöðvar 2.___________________
20.40 Húsið okkar (Our House). Bandarískur
gamanþáttur með Wilford Brimley í aðalhlut-
verki.
21.30 Púsluspil (Tatort). Félagarnir Thanner og
Schimanski eru enn á ferð í þessum þýska
sakamálaþætti.
23.05 Kattarfólkið (Cat People). Bandarísk kvik-
mynd með Nastassia Kinski og Malcolm
McDowell í aðlhlutverkum. Mögnuð mynd um
heitar ástríður og losta. Fyrstu kynni ungrar
konu (Kinski) af ástinni eru stjórnlaus og
yfirþyrmandi. Sú reynsla umbreytir henni og
Þriðjudagur
5. maf
07.00-09,00 Á fætur með Slgurði G. Tómassyni.
Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur
yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00.
09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðj-
ur, mataruppskriftir og spjall til hádegis. Síminn
er61-11-11.
Fréttir kl. 10.00,11.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-14.00 Þorsteinn J. Vllhjálmsson á hádegi.
Fréttapakkinn. Þorsteinn og fréttamenn Bylgj-
unnar fylgjast með þvl sem helst er I fréttum,
spjalla við fólk og segja frá I bland við létta
tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Stelnn á réttrl bylgjulengd.
Pétur spilar slðdegispoppið og spjallar við
hlustendur og tónlistarmenn.
Forstjórapopp eftlr kl. 15.00
Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Aata R. Jóhannesdóttlr (Reykjavik
afðdegls. Ásta leikur tónlist, litur yfir fréttirnar
og spjallar viö fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-20.00 Anna Björk Blrglsdóttir á flóamark-
aðl Bylg|unnar. Flóamarkaður og tónlist.
Fréttir kl. 19.00.
20.00-21.00 Vinsældalistl Bylgjunnar. Jón Gúst-
afsson kynnir 10 vinsælustu lög vikunnar.
21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á þriðjudags-
kvöldl. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum
áttum.
23.00-24.00 Vökulok. Þægileg tónlist og frétta-
tengt efni I umsjá Karls Garðarssonar fréttar
manns. Fréttlr kl. 23.00.
24.00-07.00 Næturdagskré Bylgjunnar. Bjami
Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar
um veður, flugsamgöngur.
Fréttlr kl. 03.00.