Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 14
Hér er hægt að
fá flest allt
- stefnt aö opnun 13. ágúst
Hér sést hluti þess rýmis sem matvöruverslun Hagkaups kemur til með
að hafa í nýja miðbænum. Háir rekkar hreinlætisvara, pakkamats og
mjólkurafurða koma til með að fylla upp í tómið. Þetta er eitt af hinum
svo kölluðu eldvarnarhólfum, en gífurlega stórar eldvarnarhurðir munu
hindra að eldur breiðist út, komi sá atburður einhvern tímann upp.
Hér getur að líta framhlið Hard Rock Café hans Tomma Tomm. Hann ætiar að opna 4. júlí. Það virðist hreint
ótrúlegt að það takist. En við erum ýmsu vön af Tomma. rímamyndir: Pjctur
er unnið að
slípun gólfsins, en
svona þarf að fara
yfir allan gólfflöt
hússins, rúmlega
28.000 fermetra.
Það má því gera
ráð fyrir að vélar-
garmurinn fái litla
hvíld fram að
opnun.
Stillansarnir minna á köngulóar-
vefi inni í húsinu. Hér sést einn
rúllustiginn sem í notkun verður,
ásamt geysimikiu neti af spýtum.
Heldur ætti að vera rýmra þegar að
opnun kemur.
Marmari ásúlunum, gosbrunnir,
trjágróður, 4.000-5.000 fermetra
göngugata í miðjunni, rúmlega
28.000 fermetra stórt húsnæði fyrir
utan bílastæði, en þau eru 35.000
fermetra stór. Rúmmál hússins er
um 154.000 fermetrar, speglar,
bekkir og verslanir.
Þetta er lýsing á Kringlunni,
hinum nýja miðbæ, þar sem lífið
verður næstu árin, ef eigendur hafa
reiknað dæmið rétt.
Um 70 fyrirtæki munu verða í
húsnæðinu og verður þeim blandað
á hæðirnar. Allt að 120 manns
vinna í húsinu núna og er stefnt að
opnun fimmtudaginn 13. ágúst.
Húsið lítur satt að segja ekki út
fyrir að vera í því ástandi að hægt
verði að opna það eftir aðeins
rúmlega 3 mánuði, en eins og
Islendingar sáu með flugstöðina
hans Leifs, þá náum við oft undra-
verðum hraða, sé alvaran sett í
spilið.
í öðrum enda hússins er Hard
Rock Café, staður sem er þekktur
um allan heim sem staður „upp-
anna“. Dallas, New York, Tokyo, >
Boston, Stokkholm, Reykjavík
stendur á stóru skilti á húsinu.
Barinn er eins og rafmagnsgítar í
laginu, kadilakk 1959 módel mun
standa hálfur út úr húsinu, og sæti
fyrir nokkur hundrum manns. Það
er enginn annar en Tómas A.
Tómasson, Tommi í Tommaham-
borgurum, nú Tommi á Sprengi-
Hér gefur að líta
dæmigert rými
verslunar í Kringl-
unni. Ekki vitum
við hvaða fyrirtæki
kemur til með að
verða hér, en það
er vitað að breyt-
ingin verður mikil,
þegar það er búið
að koma sér fyrir.
Verðandi húsnæði
Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins.
Hér eiga áfengis-
flöskur og örtröð
manns eftir að fylla
þetta reisulega her-
bergi. En þegar
blaðamaður og
Ijósmyndari Tím-
ans litu þarinn, var
þar aðeins einn ein-
staklingur við að
slípa til gólfið.
sandi sem á íslenska Hard Rockið.
Það er alveg merkilegt hvað hann
getur. Tommi ætlar aðopna4. júlí,
á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.
Þá er bara og bíða dýrðarinnar.
- SÓL